Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 VERKFÆRADAGAR afsláttur á rafmagns- verkfærum 50% Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 Knattspyrnugoðið og gamlabrýnið heimsþekkta úr bolt- anum David Beckham hefur verið sviptur réttindum til að aka bifreið í sex mánuði sam- kvæmt úrskurði dómara. Spyrnu- snillingurinn var staðinn að því að nota farsíma sinn undir stýri og hafði áður verið napp- aður fyrir að aka bifreið sinni mun hraðar en þar mátti.    Ekki hlökkum við yfir þessumóförum skyttunnar enda höf- um við flest gerst sek um þessu líkt, þótt skömm sé frá að segja.    Áður fyrr var lagst í langar um-ræður um það hver kynni að hafa hringt ef menn náðu ekki að svara símanum í tæka tíð.    Farsímar geyma það hins vegar ífórum sínum eða í skýjum, og það jafnvel til eilífðar hver hringdi samtalið sem ákveðið var að ansa ekki undir stýri.    Við, sem eigum það sameiginlegtmeð Beckham að vera ekki hjartalæknir á neyðarvakt eða helj- armenni í víkingasveitinni þegar skotóður gengur laus, þurfum ekki að svara hverju símtali strax.    Við verðum komin á áfangastað,sem innan bæjar er að meðal- tali eftir svo sem 10-15 mínútur eða í útskot á lengri leið, og missum ekki af neinu enda fjalla 99% erinda ekki um neitt sem hastar.    En við gætum misst af því aðslasa aðra eða valda tjóni still- um við forvitni okkar í lágmarks- hóf. Þetta veit Beckham núna og við líka. David Beckham Erindið ekki brýnt STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skipun skiptastjóra yfir þrotabúum var tekin til skoðunar hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur í vetur, að sögn Símonar Sigvaldasonar dómstjóra. Tilefnið var seinagangur á af- greiðslu búa og ganga þyrfti á eftir lögmönnum að ganga frá búunum sem þeir höfðu fengið úthlutuð. „Það hefur komið til þess að taka þurfi bú af lögmönnum vegna þess að þeir hafa hvorki sinnt því að ljúka með- ferð búa né upp- lýsa dóminn um stöðu mála,“ segir Símon. Hann segir reglur um skipun skiptastjóra yfir þrotabúum aldrei hafa verið færðar í letur en almennt gildi sú regla að þrotabúum sé úthlutað þannig að jafnræðis sé gætt. Verið er að semja leiðbeinandi reglur. Símon segir að þegar drögin séu tilbúin verði haft samráð við dóm- stólasýsluna, m.a. með það fyrir aug- um að samræma reglugerðina um land allt. Síðar á þessu ári má reikna með að þær reglur líti dagsins ljós, að höfðu samráði við dómstólasýsluna. Guðjón Sigurbjartsson rakti skiptasögu dánarbús móðursystur sinnar í aðsendri grein í Morgun- blaðinu í gær. Þar sagði að skipta- stjórinn hefði tekið sér alls 6,6 millj- óna króna þóknun úr dánarbúi sem metið var á 24,4 milljónir króna. „Fyrir lögmenn er verðmætt að fá gott bú til skipta, ekki síst ef þeir geta ráðið þóknun sinni sjálfur,“ sagði Guðjón í greininni, sem vakti mikla athygli. Taka hefur þurft bú af lögmönnum  Héraðsdómur Reykjavíkur að semja leiðbeinandi reglur um skipun skiptastjóra Símon Sigvaldason Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkj- anna (FDA) hefur sent frá sér aðvör- un vegna nokkurra algengra svefn- lyfja sem seld eru þar í landi og fyrirskipað að umbúðum þeirri fylgi viðvörun um ýmsar sjaldgæfar en al- varlegar aukaverkanir lyfjanna sem smám saman hafa verið að koma í ljós. Eitt þeirra efna sem nefnd eru í viðvöruninni, zolpidemer, er að finna í tveimur lyfjum sem eru á markaði hér á landi, Stilnoct og Zovand. Auk þess innihalda svefnlyfin Zopiclone Actavis og Imovane, sem notuð eru hérlendis, virkt efni sem að hluta til er eszopic- lone sem er á viðvörunarlistanum. Að sögn Hönnu G. Sigurðardóttur í upplýsingadeild Lyfjastofnunar starf- ar stofnunin lögum samkvæmt eftir þeim reglum sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu og tekur ákvarðanir í samræmi við niðurstöður sérfræð- inga á vettvangi Lyfjastofnunar Evr- ópu, EMA. Hanna segir að hjá EMA hafi hingað til ekki verið tilefni til að fjalla um tilvik á borð við þau sem bandaríska lyfjaeftirlitið nefnir, og sé það byggt á mati á aukaverkunum sem koma inn í sameiginlega tilkynn- ingagátt Evrópuríkjanna. „Lyfjastofnun mun fylgjast grannt með framvindu mála og grípa til ráð- stafana gerist þess þörf, í samræmi við ákvarðanir sem teknar verða á vettvangi EMA,“ segir Hanna og kveður upplýsingum þá verða miðlað til sjúklinga og lækna. „Öllum þessum svefnlyfjum fylgja varnaðarorð í sérstökum upplýsing- um til heilbrigðisstarfsmanna – slíkar upplýsingar eru til fyrir öll lyf – varn- aðarorð sem snúa að svefngöngu og skyldum athöfnum. Greini sjúklingar frá slíku skal íhuga alvarlega að hætta notkun lyfsins,“ segir Hanna. Hún bendir á að lyf með umræddum virkum efnum verði áfram leyfð til sölu í Bandaríkjunum. Nýleg ein- dregnari viðvörun FDA sé áminning um að vera enn frekar á verði við ávísun þessara lyfja. gudmundur@mbl.is Vara við aukaverk- unum svefnlyfja  Enn ekki tilefni til ráðstafana hérlendis Svefnlyf Lyf geta haft aukaverk- anir sem fylgjast þarf með.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.