Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 VIÐ HÆTTUM MEÐ BIRKENSTOCK 20% afsláttur Mistyaf öllum Birkenstock sandölunum Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Verð 8.990 Léttar úlpur erið verðsamanburð Stútfull búð af Nýjum vörum G Tólf manns sækja um stöðu skrif- stofustjóra Alþingis, þeirra á meðal Bryndís Hlöðversdóttir ríkissátta- semjari og Ragna Árnadóttir, að- stoðarforstjóri Landsvirkjunar. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, lætur af störfum í haust. Aðrir umsækjendur eru: Ásthild- ur Magnúsdóttir kennari, Hildur Eva Sigurðardóttir forstöðumaður, Hilmar Þórðarson, fv. sviðsstjóri rekstrarsviðs, Inga Guðrún Birgis- dóttir mannauðsstjóri, Ingvar Þór Sigurðsson forstöðumaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson dómari, Kristi- an Guttesen aðjunkt, Sandra Stojko- vic Hinic verkefnastjóri, Sigrún Brynja Einarsdóttir skrifstofustjóri og Þórdís Sævarsdóttir kennari. Nýr skrifstofustjóri Alþingis hef- ur störf 1. september nk. Tólf vilja starf skrifstofustjóra  Ríkissáttasemjari einn umsækjenda Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrsta nákvæmnisaðflugið með EG- NOS-leiðréttingum á gervihnatta- leiðsögukerfi hérlendis hefur verið virkjað á Húsavíkurflugvelli. Gefur það áhöfn véla sem þangað fljúga tækifæri til að koma í mun lægri flughæð að vellinum en annars og eykur líkurnar á að hægt sé að fljúga þangað við erfið veðurskilyrði. Ísland er á mörkum útbreiðslu- svæðis EGNOS. Tvær jarðstöðvar eru reknar hér en stöðvar vantar vestur af landinu. Þess vegna er erf- itt að uppfylla kröfur Alþjóðaflug- málastofnunarinnar um aðgengi- leika kerfisins til flugleiðsögu fyrir vestan 19. gráðu vestlægrar lengd- ar, þ.e.a.s. fyrir vestan Eyjafjörð. Geta lent við verri skilyrði Isavia aflétti nýverið takmörk- unum til notkunar EGNOS á nýju korti um aðflug til Húsavíkur- flugvallar og notkun EGNOS ná- kvæmnisaðflugsleiðsögu hófst í síð- ustu viku. Arnór B. Kristinsson, rafmagnsverkfræðingur og verk- efnastjóri hjá Isavia, segir að með EGNOS-kerfinu sé hægt að lækka lágmarkshæð flugvélar í aðflugi að vellinum. Það auki líkurnar á að áhöfnin geti lent á vellinum í erfiðum skilyrðum, eins og þoku eða úrkomu. EGNOS veiti meiri nákvæmni fyrir leiðsögu en með GPS eingöngu og láti áhöfn vita sjálfvirkt ef eitthvað skorti á nákvæmni eða öryggi. Til þess að taka þetta kerfi í notk- un þarf engan aukabúnað á flugvell- inum. Hins vegar þarf að vera bún- aður um borð í flugvélinni og áhöfnin þjálfuð í notkun hans. Akureyri og Egilsstaðir Isavia vinnur nú að undirbúningi þess að taka þetta kerfi í notkun á flugvöllunum á Akureyri og Egils- stöðum. Arnór segir að búast megi við því að það verði tilbúið fyrir Ak- ureyri á síðari hluta ársins og á Egilsstöðum í kjölfarið. Arnór segir að athuganir Isavia bendi til þess að vel mögulegt sé að nýta kerfið á Akureyri þó völlurinn liggi nálægt mörkum aðgengileika- svæðis EGNOS. Það verði einnig at- hugað fyrir aðra flugvelli þar sem gæði merkja EGNOS-kerfisins eru nægileg. Arnór leggur til að ráðist verði í rannsóknir á því hvað þurfi að gera til þess að EGNOS-leiðréttingin geti nýst á öllu landinu. Hugmyndir hafa verið uppi um að mögulega verði hægt að leysa það mál með fjölgun jarðstöðva á Grænlandi. „Slík rann- sókn og haldbærar niðurstöður eru forsenda þess að stjórnvöld hér geti unnið markvisst að því gagnvart Evrópusambandinu að fá úrbætur svo allt landið yrði innan þjónustu- svæðis EGNOS,“ segir Arnór. Hann segir að þótt góður aðflugsbúnaður sé á helstu flugvöllum landsins, Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkur- flugvelli, væri kostur að geta bætt flugleiðsögukerfi sem byggist á EG- NOS við, sem og á smærri völlum á vesturströnd landsins. Nefnir í því sambandi að til sé að reglugerð hjá ESB um að innleiða skuli PBN- leiðsögu að flugbrautum, til dæmis gervihnattaleiðsögu, þótt blindflugs- búnaður sé fyrir en Arnór tekur fram að ekkert liggi fyrir um að sú reglugerð verði innleidd á Evrópska efnahagssvæðinu. Aðflugið verður nákvæmara  Gervihnattaleiðsaga á Húsavík Flug Aðflug verður nákvæmara með nýju leiðsögukerfi. Nýr gistiskáli við Hítará á Mýrum verður tekinn í notkun í sumar- byrjun. Þar verða alls sex tveggja manna herbergi í byggingu sem stendur við Lund, veiðihúsið fræga sem Jóhannes Jósepsson sem kenndur var við Hótel Borg lét reisa um 1940. Húsið er í hvarfi rétt sunnan við Lund, sem áfram heldur sínu sterka svipmóti. „Nú í vetur sem leið létum við breyta ýmsu innan dyra í Lundi, svo sem eldhúsi og borðsal, og höldum áfram að búa í haginn. Við stefnum að því að gistiaðstaðan verði komin í gagnið eftir um mán- uð, en áin verður samkvæmt venju opnuð 18. júní,“ segir Ólafur Sig- valdason, formaður Veiðifélags Hítarár. Hítará hefur um langt árabil ver- ið ein eftirsóttasta laxveiðiá lands- ins og að veiða þar hefur mörgum þótt vera ævintýrið eitt. Stang- veiðifélag Reykjavíkur leigði ána af bændum á svæðinu um langt skeið og út síðasta sumar. Nýr leigutaki Hítarár er Grettistak ehf. þar sem Orri Dór Guðnason er í forsvari. „Árin lítur vel út og allt virðist núna vera að leita til jafnvægis,“ segir Ólafur. Vísar hann þar til skriðunnar sem féll við Hítardal sl. sumar og setti ána í nýjan farveg á nokkurra kílómetra svæði. Vænta menn þess því að veiði í ánni í sumar verði góð, en hún er oft um 700 fiskar á ári og getur stundum orðið meiri. sbs@mbl.is Reisa gistihús við Hítarána Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdir Skálinn stendur á árbakkanum skammt fyrir neðan Lund.  Gistiskáli við víðfrægt veiðihús  Áin opnuð 18. júní

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.