Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 bankinn, eins og aðrir sem hagnýti sér Apple Pay, einfaldlega undir skil- mála fyrirtækisins, en það sé ekki óeðlilegt þegar svona hátti til á mark- aðnum. Öflugt uppgjör Nýverið kynnti Landsbankinn upp- gjör fyrsta ársfjórðungs og reyndist afkoma bankans sú besta af viðskipta- bönkunum þremur. Sérstaka athygli vekur að kostnaður bankans, reikn- aður sem hlutfall af tekjum, var tals- vert undir því markmiði bankans sjálfs að halda því í kringum 45%. Þannig reyndist það á fyrstu þremur mánuðum ársins aðeins 38,7%. „Við erum mjög ánægð með rekstr- arniðurstöðuna og hagnaður bankans reyndist 6,8 milljarðar króna. En kostnaðarhlutfallið er sérstaklega lágt núna eins og gjarnan hjá okkur á fyrsta fjórðungi en þá falla m.a. til tekjur sem bókfærðar eru einu sinni á ári. Það á m.a. við um ýmsar þókn- anatekjur.“ Stöðugleiki kominn á Spurð út í hvað standi upp úr þegar hún horfi yfir nýliðinn ársfjórðung segir hún að það sé fyrst og fremst sá stöðugleiki sem bankinn hafi náð. Það lúti m.a. að tekjum og einnig rekstrar- kostnaði. „Við erum mjög meðvituð um að mikilvægt er að finna jafnvægið milli framþróunar og stöðugleika. Okkur finnst við komin á þann stað núna og það eru í raun tímamót því allt frá árinu 2008 höfum við haft til úrlausn- ar ákveðinn fortíðarvanda sem nú er hættur að hafa áhrif í bókum bank- ans.“ Spurð út í hvort bankinn sé með þessu að boða að hann hafi nú náð fram þeirri hagræðingu sem mögu- legt er í kerfinu segir Lilja Björk að það sé of mikil einföldun á hlutunum. „Við höldum áfram að hagræða og þar hafa tækniframfarir sem ég nefndi hér áður mikil áhrif. Með nýj- um lausnum gefst tækifæri til þess að einfalda reksturinn og draga úr kostnaði á öðrum sviðum. Þannig tryggjum við að þjónustan haldist góð á sama tíma og við drögum úr rekstr- arkostnaði.“ Niðurfærsla eðlileg Spurð út í horfurnar fram undan segir Lilja Björk að þær séu almennt góðar. Þótt bankinn færi nú í fyrsta sinn neikvæða virðisbreytingu á út- lánum í bækur sínar sé það ekki óeðli- legt í hefðbundnu bankaumhverfi. „Frá hruni hafa þessar færslur allt- af verið upp á við en núna er þetta að færast í heilbrigðara horf. Það er hluti af bankastarfsemi að gera ráð fyrir útlánatöpum í einhverjum mæli. Við lágmörkum þau hins vegar með því að halda þéttu sambandi við viðskipta- vini okkar og styðja þá í rekstri þeirra.“ Talsvert hefur verið rætt um þá áhættu sem fylgi ferðaþjónustunni í dag og segir Lilja Björk að bankinn sé meðvitaður um þær áskoranir sem sú grein standi frammi fyrir. „Við veljum okkar viðskiptavini vandlega og höfum t.d. lagt á það áherslu í hótelverkefnum sem við höf- um komið að að þar séu vanir aðilar með þekkingu á hótelrekstri á ferð.“ Þá er ekki úr vegi að spyrja út í ný- lega lánveitingu bankans til Iceland- air Group upp á u.þ.b. 10 milljarða króna þar sem bankinn tók veð í flug- vélum fyrirtækisins. Getur slík risa- lánveiting samrýmst sjónarmiðum um góða áhættustýringu, þegar flug- geirinn á mjög í vök að verjast. „Við ræðum ekki um einstaka lán- veitingar eða viðskiptamenn okkar og því get ég ekki brugðist við þessari spurningu nema almennt. Við leggj- um áherslu á að hafa trygg veð gegn lánum sem við veitum og við leggjum sömuleiðis áherslu á að viðskiptavinir okkar hafi sterka og trausta rekstrar- sögu og framtíðarhorfur þeirra séu góðar.“ Landsbankinn opnar fyrstur fyrir allar tegundir símtækja Morgunblaðið/Hari Samspil Lilja Björk segir að í bankastarfseminni þurfi að finna eðlilegt jafnvægi milli framþróunar og stöðugleika.  Sterkt uppgjör á 1. ársfjórðungi  Stöðugleiki í rekstrinum að sögn bankastjóra VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrr í vikunni tilkynnti Landsbank- inn að viðskiptavinir hans gætu nú nýtt sér greiðslulausnir Apple Pay sem aðgengilegar eru í verslunum, snjallforritum og í netverslunum. Með þessu skrefi varð Landsbankinn fyrstur íslensku bankanna til að bjóða viðskiptavinum greiðslulausnir af þessu tagi fyrir tæki frá Apple og tæki sem notast við stýrikerfi frá Android. Bankinn kynnti síðastliðið haust greiðslulausnir sem byggjast á síðarnefnda kerfinu, sem símtæki á borð við þau sem Samsung framleiðir styðjast við. Lilja Björk Einarsdóttir, banka- stjóri Landsbankans, segir þetta mik- ilvægt skref af hálfu bankans til þess að nálgast viðskiptavini sína í gegnum þær leiðir sem aðgengilegar eru á hverjum tíma. „Þetta er í samræmi við stefnu okk- ar um framþróun og snjallari lausnir sem við viljum bjóða viðskiptavinum okkar. Við höfum séð tæknina ein- falda bankaviðskipti til muna og það hefur m.a. verið mjög áhugavert að sjá hversu fljótir viðskiptavinir okkar hafa verið að tileinka sér eins konar sjálfsafgreiðslu við erlendar milli- færslur og umsóknir um yfirdráttarl- án, svo dæmi séu tekin.“ Farsælt að efna til samstarfs Spurð út í samstarfið við Apple og hvort bankinn sé ekki að missa spón úr aski sínum með að ganga inn í sam- starf við bandaríska tæknirisann seg- ir Lilja Björk að svo sé ekki. „Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum til að þjónusta viðskiptavini okkar og alls ekki óeðlilegt að leita samstarfs um það, ekki síst þegar í hlut á þetta stóra alþjóðlega tæknifyr- irtæki.“ Viðskiptavinir bankans greiða ekki sérstaklega fyrir þjónustuna en ljóst er að Apple gerir hana ekki aðgengi- lega Landsbankanum að kostnaðar- lausu. „Það er rétt að við greiðum fyrir þessa þjónustu til að greiða fyrir við- skiptum okkar viðskiptavina,“ segir Lilja. Hún bendir á að Apple sé algjör- lega markaðsráðandi á heimsvísu í þessum efnum og því gangist Lands- 15-20% afsláttur af ÖlluM AEG VÖruM OrMssOn DAGAR Skoðaðu úrvalið okkar á *SENDUM FRÍTT Í VEFVERSLUNLágmúli 8 | S: 530 2800 þú færð HeiMilstækin Hjá Okkur VEGGOFNARHELLUBORÐ ÖRBYLGJUOFNAR 20% afsláttur 20% afsláttur 15% afsláttur SKOÐAÐU TILBOÐIN OKKAR Á 10. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.06 122.64 122.35 Sterlingspund 158.77 159.55 159.16 Kanadadalur 90.5 91.04 90.77 Dönsk króna 18.297 18.405 18.351 Norsk króna 13.9 13.982 13.941 Sænsk króna 12.713 12.787 12.75 Svissn. franki 119.91 120.59 120.25 Japanskt jen 1.1087 1.1151 1.1119 SDR 169.01 170.01 169.51 Evra 136.62 137.38 137.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.2823 Hrávöruverð Gull 1287.75 ($/únsa) Ál 1766.0 ($/tonn) LME Hráolía 69.88 ($/fatið) Brent Arion banki mælir með kaupum á bréfum í fasteignafélaginu Regin í nýju verðmati. Hækkar bankinn virðismat sitt á félaginu um rúmar þrjár krónur. Hljóðar virðismats- gengið upp á 31,5 kr. bréfið en bank- inn mat félagið á 28,3 kr. við síðasta mat sem birt var í desember. Reginn lækkaði 0,85% í Kauphöll í gær í 13 milljóna viðskiptum en markaðs- gengi þess við lokun markaðar í gær nam 23,35 kr. Er virðismat Arion banka því 35% hærra en dagsloka- gengi Regins í gær. Í virðismati Ar- ion segir að 10 milljarða tekjumúr Regins verði að öllum líkindum rof- inn í ár en þegar félagið var skráð á markað árið 2012 námu rekstrar- tekjurnar rúmum fjórum milljörðum króna. Efnahagsreikningurinn í lok árs 2018 nam 133 milljörðum króna og hefur fimmfaldast frá sama tíma. Segir í virðismatinu að umbreyt- ingaferli félagsins sé að líða undir lok og arðsemi félagsins muni þok- ast upp á við. Þar segir einnig að reiknað sé með arðsemi upp á 5,1% á þessu ári m.v. bókfært virði fjár- festingareigna. Þó sé útlit fyrir að arðsemi verði minni en hjá keppi- nautum og ýmislegt þurfi að „ganga upp svo arðsemin komist á sama stað og hjá þeim á næstu árum“. Telja greinendur Arion banka að markaðurinn verðleggi því „enn dekkri sviðsmynd inn í rekstur fé- lagsins en við teiknum upp, jafnvel þótt við séum talsvert svartsýnni á reksturinn en rekstrarspár félags- ins“. peturh@mbl.is Hækka verðmat á Regin  Umbreytingaferli félagsins að klárast

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.