Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 ✝ Eiríkur Sig-urðsson fædd- ist í Reykjavík 2. október 1933. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 2. maí 2019. Foreldrar hans voru Guðrún Egg- ertsdóttir Norð- dahl húsmóðir, f. 23. september 1902, lést á hundr- aðasta og öðru aldursári 2004, og Sigurður Júlíus Eiríksson múrari, f. 21. október 1901, d. 1966. Yngri bróðir Eiríks var Eggert Sigurðsson bókbindari, f. 5. febrúar 1940, d. 6. októ- ber 2018. Eiginkona hans var Inga Svanþórsdóttir, f. 23. í sérgrein hans, veðurfræði. Hann hóf störf á Veðurstofu Íslands í leyfum og hléum frá náminu á tímabilinu 1955-1961 en að námi loknu starfaði hann á Veðurstofunni frá 1963 og allt til sjötugs árið 2003. Ævistarf hans var því á Veðurstofunni, fyrst við veðurspáþjónustu á Kefla- víkurflugvelli en lengst af við hafísþjónustu í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Reykjavík. Hann vann einnig við úr- vinnslu hafísgagna og samdi meðal annars einn síns liðs þrjár viðamiklar skýrslur um hafís við strendur Íslands árin 1968-1971 og var jafnframt meðhöfundur margra viða- minni skýrslna um hafís sem Veðurstofan gaf út um árabil. Útför Eiríks fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 10. maí 2019, og hefst athöfnin klukk- an 11. júní 1939, d.3. febrúar 2019. Dóttir Ingu og fósturdóttir Egg- erts er Anna Sig- ríður Markús- dóttir, f. 23. mars 1959. Maður henn- ar er Trausti Þór Guðmundsson. Dætur þeirra eru Inga Karen og Sara Dögg. Eiríkur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953. Hann hóf síðan nám við Hamborgarháskóla í Þýska- landi og lagði þar fyrst eink- um stund á efnafræði. Að svo búnu einbeitti hann sér að öðrum raunvísindagreinum sem urðu grundvöllur að námi Mig langar að kveðja frænda minn Eirík Sigurðsson sem lést í byrjun maí 2019. Við Eiríkur vor- um systkinabörn, móðir hans, Guðrún E. Norðdahl, og faðir minn, Karl V. Norðdahl, voru bæði fædd og uppalin á Hólmi sem er efsta lögbýli Reykjavíkur. Þau systkini voru alltaf náin og samgangur mikill á milli fjöl- skyldna alla tíð. Faðir minn stund- aði veðurathuganir á Hólmi í ára- tugi, bæði fyrir sjálfan sig og Veðurstofuna. Frá honum drakk Eiríkur í sig veðuráhuga og varð veðurfræð- ingur er tímar liðu og lærði fagið í Þýskalandi. Ég man eftir löngum og tíðum samræðum þeirra um veður og tíðarfar löngu áður en ég komst til vits og ára og lærði að þekkja muninn á hæðum og lægðum. En dauður er dellulaus maður og hvað er skemmtilegra eða praktískara en að hafa veðurdellu á Íslandi? Mér fannst oft skrýtið að frændi minn væri ekki sjónvarps veðurfréttamaður en skildi betur löngu síðar að Eiríkur var fremur hlédrægur maður og sóttist ekki eftir frægð og frama. Hann sagðist stundum vera „fastur í hafísnum“ og stundaði hafísrannsóknir um árabil ásamt Þór Jakobssyni og starfaði einnig á veðurstofu Keflavíkurflugvallar, vann við háloftamælingar og sendi loftbelgi skýjum ofar sem mér fannst meira spennandi en ísinn og kuldinn. Pabbi var bóndi og fram- sóknarmaður, las Tímann og var stoltur af Hriflu-Jónasi. Ég held að Eiríkur hafi verið dálítið vinstri róttækur en man ekki að þeir hafi deilt um pólitík. Heldur ríkti á milli þeirra ná- in frændsemi og vinarþel ofar öllu öðru. Mér fannst alltaf notalegt sem barni að koma heim til fjöl- skyldu Eiríks í Stórholti, heim- ilið var hlýlega gamaldags og þar voru bækur um alla veggi, Eiríkur og mitt fólk hafði bækur í hávegum. Foreldrar Eiríks reistu sér sumarhús í nágrenni Hólms rétt fyrir stríð, þar áttu bræðurnir Eiríkur og Eggert sér hjart- fólginn stað sem enn stendur. Suðurá rennur lygn og grunn spölkorn frá, Heiðmörk og Bláfjöll í baksýn. Eiríkur giftist aldrei, var miklu fremur giftur veðrinu og nátt- úrunni við Sumarhús og Hólm, fræddi mig um mófugla og Hólms- hraunin fimm og eldgos, ísaldark- lappir, misvitra stjórnmálamenn, veðrið í Þýskalandi, Þórsmerkur- ferðir, afglöp USA í Víetnam. Ein- elti á unglingsárum sem tók á hann en hans samtími aldrei nægjanlega. Eftir andlát móður sinnar 2004 bjó hann einn í Stórholtinu, grúsk- aði í bókum og blöðum, átti ágætt ævikvöld eftir Veðurstofuna. Hafði gaman af músík og spilaði á nikkuna með Félagi harmonikku- unnenda á mannamótum. Lædd- ist stundum á grænu Toyotunni upp á Hólm í spjall og kaffi og í Sumarhúsin sín. Þeir bræður voru löngum sam- rýndir, andlát Eggerts í október tók mjög á hann og var upphafið að heilsubresti sem að lokum dró hann til endalokana. Eyddi síðustu mánuðum sínum í hárri elli á Eir hjúkrunarheimili, sagðist bara vera áhyggjulaus og slappaði af. Anna Sigga sæi vel um öll sín mál. Að lokum vil ég þakka Eiríki fyrir allt hið góða, hjálpsemi og ræktarsemi við móður mína og fjölskylduna á Hólmi. Ættingjum hans og fjölskyldu votta ég samúð að leiðarlokum og kveð minn kæra frænda, hvíl í friði. Valur Þór Norðdahl. Eiríkur Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Eirík Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ólöf Vilhelm-ína Ásgeirs- dóttir fæddist 28. júlí 1935. Hún lést 30. apríl 2019. Kjörforeldrar: Ásgeir Eggertsson sjómaður og kenn- ari á Húsavík, f. 5.5. 1889, d. 1.2. 1965, og Guðrún Pálína Þorleifsdóttir, f. á Holtum í Hornafirði 1.5. 1890, d. 19.8. 1986. Blóðforeldrar: Járnbrá Jóns- dóttir frá Húsavík, f. 22.12. 1907, d. 23.9. 1956, og Björgólfur Sig- urðsson frá Vopnafirði, f. 5.4. 1908, d. 4.4. 1953. Systkini Ólafar í aldursröð: Jón Gunnar Sigfús Björgólfsson, f. 29.9. 1931, d. 19.4. 1971; Gunn- hildur Björgólfsdóttir, f. 24.12. 1937, d. 29.12. 2015; Erla Vil- borg Björgólfsdóttir, f. 25.3. 1940, d. 28.1. 2016; Daníel Sævar Elísabetar Láru Aðalsteins- dóttur: Valdimar Tómas, f. 15.6. 2012, og Sara Dís, f. 28.12. 2017. Barn Sigríðar Ólafar og Karls Más Lárussonar: Tómas Már, f. 30.7. 2017. Seinni eiginmaður: Sigurður Sigmarsson Þormar, bygginga- verkfræðingur hjá Reykjavíkur- borg, f. 10.1. 1923, d. 20.9. 2004. Barn þeirra Sigríður Björk Þor- mar, f. 29.8. 1970. Börn Sigríðar og Björns Einarssonar: Sigurður Hrannar, f. 26.12. 1993, og Tóm- as Atli, f. 6.6. 2000. Ólöf flutti frá Húsavík til Reykjavíkur 1959 og bjó fyrstu árin á Hörpugötu 13 í Skerja- firði. Síðar á Álfaskeiði 74 í Hafnarfirði. Lengst af bjó hún í Hvassaleiti 71 í Reykjavík, en síðustu árin í Hæðargarði 34. Á Húsavík starfaði Ólöf á síldarplani og sem aðstoðarkona við hjúkrun á sjúkrahúsinu. Eftir flutninginn til Reykjavíkur starfaði Ólöf meðal annars um árabil sem afgreiðsludama í tískuvöruversluninni Bernhard Laxdal í Kjörgarði. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 10. maí 2019, klukkan 13. Jónsson, f. 1.9. 1943, d. 25.2. 2019; Ólafía Jónsdóttir, f. 10.6. 1945, d. 23.9. 2014; Kristín Andrésdóttir, f. 21.2. 1949. Fyrri eigin- maður: Helgi Þröst- ur Valdimarsson, læknir og prófess- or, f. 16.9. 1936, d. 6.8. 2018. Börn þeirra: Ásgeir Rúnar, f. á Húsa- vík 5.11. 1957. Börn Ásgeirs og Sigrúnar Margrétar Proppé: Hugi Hrafn, f. 12.11. 1988, og Arnaldur Muni, f. 26.3. 1991. Sammæðra Huga og Muna: Elfa Ýr Gylfadóttir, 24.11. 1971. Valdimar, f. í Reykjavík 22.12. 1962. Börn Valdimars og Helenu Margrétar Jóhannsdóttur: Helgi Már, f. 25.4. 1984; Sigríður Ólöf, f. 31.12. 1993, og Jóhann Daði, f. 29.2. 2004. Börn Helga Más og Með þessum orðum kveð ég elsku tengdamóður mína. Ég var á unglingsaldri þegar ég kom fyrst í Hvassaleiti 71, á heimili kærasta míns og núver- andi eiginmanns. Þar var mér strax tekið eins og ég væri ein af fjölskyldunni, ekki síst vegna þess hve Ólöf tók mér opnum örmum. Olla sýndi mér alla tíð einstaka hlýju og vinsemd. Hún var mikil fé- lagsvera og ræktaði vel samband sitt við vini enda var hún vin- mörg. Hún var skilningsrík og næm á líðan annarra og kunni vel þá list að hlusta. Hún sat aldrei á skoðunum sínum og oftast var stutt í húmorinn. Það var ljúft að sækja hana heim en ég fékk óspart að heyra það ef ég hafði ekki komið lengi eða trassað að hringja. Alltaf mátti leita til Ollu í ein- lægt spjall, helst undir fjögur augu. Nema kannski fyrir há- degi. Mér skildist fljótt að það væri ekki hennar besti tími dags- ins. Smám saman varð samband okkar náið og óvenju traust enda Ollu eiginlegt að vera bæði rækt- arsöm, trú og trygg. Stundum hafði hún á orði að ég gæti allt eins verið hennar eigin dóttir. Ég var sérlega heppin með tengdamömmu. Olla sagði mér óhikað frá trúarreynslu sinni og þeirri sann- færingu sem hafði hjálpaði henni í lífinu. Í erfiðum veikindum und- ir það síðasta var hún æðrulaus og örugg um að annað betra tæki við eftir þessa jarðvist. Þá kom styrkur hennar klárlega í ljós. Þær eru margar minningarnar eftir 40 ára samfylgd. Eftir situr þakklætið fyrir sanna vináttu. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Davíðssálmur 121) Helena Margrét Jóhannsdóttir. Ég á margar hlýjar minningar úr Hvassaleitinu þar sem amma átti heima. Amma var algjör glingurkona og kallaði ég hana stundum gull-ömmu. Hún átti nefnilega heilan helling af skart- gripum og öðrum gersemum. Ég dáðist að öllum fallegu mununum hennar. Sem dæmi var hún með kristalsljósakrónur heima hjá sér og voru það flottustu ljósakrónur sem ég hafði nokkurn tímann séð. Stundum settumst við amma saman og skoðuðum skartgripina hennar og þá sagði hún mér sög- una á bak við hvern og einn þeirra. Það kom svo fyrir í nokk- ur skipti að hún leyfði mér að taka skartgrip með heim og það þótti mér sérstaklega gaman. En það sem við amma áttum fyrst og fremst sameiginlegt var að við vorum báðar miklir dýra- vinir. Frá því að ég fæddist og þar til ég var orðin u.þ.b. 9 ára gömul átti amma hund sem hét Krummi. Krummi var minn besti vinur þar til hann dó og tengdi hann okkur mikið saman. Ég veit að henni þótti voðalega vænt um þessi sérstöku tengsl okkar Krumma, en hún lét mig oft vita af því að Krummi fagnaði engum jafn innilega eins og þegar hann tók á móti mér. Frá því að ég man eftir ömmu átti hún alltaf hund, nema síðustu árin því þá var hún orðin of veik- burða. Það þótti henni afar erfitt því hún fékk mikinn félagsskap af dýrum. Amma átti ekki auðvelt síðasta árið. Ég veit að núna er hún komin á betri stað. Takk, amma mín, fyrir allar samverustundirn- ar sem við áttum saman. Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir. Ólöf Vilhelmína Ásgeirsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA JÓNA THEÓDÓRSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 14. maí klukkan 15. Hjalti Garðar Lúðvíksson Ólafía Jóna Eiríksdóttir Theódór Lúðvíksson Elísabet Jóhannsdóttir Sigríður E. Laxness Paolo Turchi Halldór E. Laxness Kristin McKirdy Margrét E. Laxness Þórmundur Bergsson Einar E. Laxness Steinunn Agnarsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR R. H. SIGFÚSDÓTTIR HALLDÓRS, lést miðvikudaginn 8. maí á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal. Jóhannes St. Brandsson Sigfús Jóhannesson Theresa A. O'Brien Guðrún Jóhannesdóttir Þ. Daði Halldórsson Stefán H. Jóhannesson Árný Lúthersdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg BETTY BERJOUHI NIKULÁSDÓTTIR, fyrrverandi menntaskólakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð lést föstudaginn 3. maí eftir langvinn veikindi. Útför hennar fer fram frá St. Garabed Armenian Apostolic Church, Los Angeles, laugardaginn 11. maí kl. 11.30 og greftrun í Forest Lawn-Hollywood Hills. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á ARS Sepan Chapter Salpe Hatzbanian Saturday School í Glendale, Kaliforníu (http://arswestusa.org/donate). Fari hún með friði. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Árnason Ara Oshagan Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR PÁLSSON tæknifræðingur, Hrísmóum 7, Garðabæ, lést mánudaginn 6. maí. Hann verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju fimmtudaginn 16. maí klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðbjörg María Jóelsdóttir Arnfríður María Guðmundsdóttir Kristín Pálsdóttir Magnús Ingvarsson Gissur E. Pálsson Hjálmar Jóelsson Erla Salómonsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGA JÓHANNSDÓTTIR, Borgarbraut 65a, Borgarnesi, andaðist í Brákarhlíð fimmtudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 16. maí klukkan 14. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Brákarhlíðar, sjá heimasíðu www.brakarhlid.is Auðunn Bjarni Ólafsson Sigurjóna Högnadóttir Bryndís Ólafsdóttir Jón Bergmann Jónsson Kristmar Ólafsson Íris Hlíðkvist Bjarnadóttir Magnús Þ. Ólafsson Ólafur Ingi Ólafsson Björk Guðbjörnsdóttir Þröstur Þór Ólafsson Eydís Líndal Finnbogadóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, KARÓLÍNA BENEDIKTSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á heimili sínu í Kópavogi þriðjudaginn 23. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð. Sæmundur Guðlaugsson Díana Dögg Sæmundsdóttir Sigurður Brynjólfsson Emilía Ýr Sigurðardóttir Brynjólfur Nökkvi Sigurðsson Sæmundur Breki Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.