Morgunblaðið - 10.05.2019, Side 22

Morgunblaðið - 10.05.2019, Side 22
Foreldrar hans voru hjónin Vil- hjálmur Jónsson, f. 31.5. 1901, d. 10.7. 1972, húsasmíðameistari í Reykjavík, og Marta Ólafsdóttir, f. 3.6. 1894, d. 12.11. 1983, húsfreyja. Barnahópur Erlu og Manfreðs er mjög blómlegur og eru afkomendur alls 29; 5 börn, 12 barnabörn, 8 barnabarnabörn og 4 barnabarna- barnabörn. Börn Erlu og Manfreðs eru 1) Sólveig, f. 26.8. 1954, tækniteiknari, búsett í Hafnarfirði, og á hún tvö börn; 2) Vilhjálmur Már, f. 10.10. 1957, véltæknifræðingur, búsettur á Álftanesi en kona hans er Jóhanna Diðriksdóttir upplýsingafræðingur og eiga þau tvö börn; 3) Gunn- hildur, f. 4.7. 1961, upplýsingafræð- ingur og framkvæmdastjóri, búsett E rla Sigurjónsdóttir fæddist 10. maí 1929 í Reykjavík. Hún bjó í Reykjavík í æsku og fluttist síðan með eig- inmanni, Manfreð Vilhjálmssyni, til Gautaborgar í Svíþjóð, en hann var þar við nám í arkitektúr. Meðan á dvöl þeirra stóð stundaði hún nám í sænsku. Árið 1956 sneri þau aftur til Íslands, bjuggu fyrst í Reykjavík og settust síðan að á Álftanesi. Manfreð teiknaði hús þeirra, Smiðs- hús, og hafa þau þar unað hag sín- um mjög vel og halda þar enn heim- ili, nú bæði komin á tíræðisaldur. „Við erum þakklát fyrir að geta enn búið á okkar heimili með börnin í nágrenninu,“ segir Erla en hún hefur alla tíð haft jákvæðni og æðruleysi að leiðarljósi. Erla útskrifaðist sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands árið 1950. Hún hélt sænskunámi áfram eftir heimkomu við Háskóla Íslands. Hún kenndi við Bjarnastaðaskóla á Álftanesi í nokkur ár. Erla starfaði ötullega fyrir Sjálf- stæðisfélag Bessastaðahrepps. Hún sat í hreppsnefnd á áttunda og ní- unda áratugnum ásamt því að sitja í ýmsum nefndum tengdum sveitar- stjórnarmálum. Erla var kosin odd- viti Bessastaðahrepps árið 1982 og gegndi því embætti í tvö kjörtíma- bil. „Þessi tími í lífi mínu var skemmtilegur og eftirminnilegur, ég starfaði með mörgu góðu fólki og vann að ýmsum velferðarmálum.“ Ásamt þessum störfum var hún húsmóðir á mannmörgu heimili á Álftanesi og mjög virk í félags- málum. Hún var meðal annars for- maður Kvenfélags Bessastaða- hrepps í mörg ár og er heiðursfélagi í því félagi í dag. Erla var einn af hvatamönnum að stofnun Tónlistarskóla Álftaness sem starfaði með miklum blóma í nokkra áratugi en tilheyrir nú Tón- listarskóla Garðabæjar. Hún mun fagna þessum merku tímamótum í faðmi fjölskyldunnar. Hún verður að heiman í dag. Fjölskylda Erla giftist 6.9. 1952 Manfreð Vil- hjálmssyni f. 21.5. 1928, arkitekt. á Álftanesi, en maður hennar er Einar Rúnar Axelsson læknir og eiga þau samtals sex börn; 4) Sigur- jón Már, f. 27.10. 1963, flugumferð- arstjóri, búsettur á Álftanesi en kona hans er Svandís Tryggvadótt- ir, sjúkraliði og upplýsingafræð- ingur, og eiga þau þrjú börn; 5) Val- dís Fríða, f. 17.2. 1968, læknir, búsett á Álftanesi, en maður hennar er Lárus Jónasson læknir og eiga þau tvö börn. Bróðir Erlu var Örn sem fæddist 15. júní 1945 og lést 11. maí 1949 af slysförum. Foreldrar Erlu voru hjónin Sig- urjón Danivalsson, f. 29.10. 1900, d. 15.8. 1958 og Sólveig Lúðvíksdóttir, f. 1.7. 1905, d. 9.11. 1991. Sigurjón var ættaður úr Skagafirði, búfræð- Erla Sigurjónsdóttir, fyrrverandi oddviti Bessastaðahrepps – 90 ára Nýtrúlofuð Erla og Manfreð í Reykjahlíð 1951. „Lífið er fagurt,“ segir Erla Hjónin Erla og Manfreð 67 árum síðar, 2018. Erla í Mývatnssveit Myndin birtist í National Geographic 1951. 22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Auðvelt að þrífa • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ 70 ára Kristján ólst upp á Valbrekku í Hrafnkelsdal, N-Múl., en býr í Reykjavík. Hann er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Há- skóla Íslands. Maki: Dagný Kristjánsdóttir, f. 1949, pró- fessor í nútímabókmenntum við HÍ. Börn: Snorri Hergill Kristjánsson, f. 1974, og Árni Kristjánsson, f. 1983. Barnabarn: Ylfingur Kristján Árnason, f. 2017. Foreldrar: Jón Hnefill Aðalsteinsson, f. 1927, d. 2010, prófessor í þjóðfræði, og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f. 1925, d. 2004, hjúkrunarkona, síðast bús. í Rvík. Kristján Jóhann Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er mikil spenna í kringum þig. Ekki láta streituna ná tökum á þér, það tekur tíma að vinna úr henni. Ættingi biður um ráð. 20. apríl - 20. maí  Naut Sitthvað bendir til þess að þú sért í verslunarham. Allir gera mistök og líka þú. Einhver mun slá þér gullhamra sem þú átti ekki von á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn, þótt vinir og vandamenn geri lít- ið með skoðanir þínar þessa dagana. Vilji er allt sem þarf. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ást við fyrstu sýn er möguleiki og þú nýtur þess að daðra eins og enginn sé morgundagurinn. Atvik úr fortíðinni leitar á þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefðir gott af svolítilli einveru í dag. Vinir leita til þín, þú ert jú svo frá- bær. Haltu fast í barnið í þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að vinna í því að ná tök- um á tilfinningum þínum. Bíddu með mikilvægar ákvarðanir fram í næstu viku. Ekki hamast of mikið í ræktinni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gerir engum greiða með því að afneita staðreyndum. Farðu í gegnum þær hugmyndir, sem þú hefur, og veldu þær nýtilegustu til framkvæmda. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú verður að hafa augun op- in fyrir þeim möguleikum, sem felast í líf- inu. Drífðu í því að kynna ástvin fyrir fjöl- skyldunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú leggur þig alla/n fram, er ekki vafi á því að störf þín verða metin á réttum stöðum. Afstaða þín til mála- flokks mun valda deilum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Spennandi atburðir í einkalíf- inu hressa upp á daginn. Ekki biðjast af- sökunar á þínum gjörðum. Þú ert stjórn- andinn í þínu lífi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Aukin ábyrgð hefur hvílt þungt á þér undanfarið. Þú sérð fram á betri tíma og auðveldari. Njóttu dagsins í dag, í kvöld færðu heimsókn sem breytir ýmsu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Farðu ekki of geyst í hlutina þótt þér finnist þú fær í flestan sjó. Fólk er já- kvætt gagnvart þér. Erla Sæunn Guðmundsdóttir og Guðmundur Þorkelsson fagna í dag demantsbrúðkaupi. Þau gengu í hjónaband 10. maí 1959 í Laugar- neskirkju og var það sr. Árelíus Níelsson sem gaf þau saman. Árnað heilla Demantsbrúðkaup 50 ára Íris er Reykvík- ingur og er eigandi og framkvæmdastjóri verslunarinnar Inn- réttingar & tæki. Maki: Grétar Þór Grétarsson, f. 1971, kerfisfræðingur hjá Advania og eigandi Innréttinga & tækja. Börn: Daníel Weidemann, f. 1988, Philip Grétarsson, f. 1993, og Embla Mist Grét- arsdóttir, f. 2000. Foreldrar: Þórir Jensen, f. 1944, og Helga Valsdóttir, f. 1946. Þau ráku versl- unina Innréttingar & tæki sem föður- amma Írisar, Svava Jensen, stofnaði árið 1945 og hét þá Jensen & Bjarnason. Þórir og Helga eru bús. í Reykjavík. Íris Jensen Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.