Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 HANDBOLTI Þýskaland Wetzlar – Kiel ...................................... 23:27  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Kiel er frá keppni vegna meiðsla. Alfreð Gíslason þjálfar liðið. Bietigheim – Hannover-Burgdorf .... 29:27  Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim. Göppingen – Erlangen........................ 25:23  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.  Staðan: Flensburg 56, Kiel 54, RN Lö- wen 46, Magdeburg 44, Melsungen 36, Bergischer 35, Füchse Berlín 34, Göpp- ingen 34, Lemgo 26, Erlangen 26, Minden 25, Wetzlar 23, Hannover-Burgdorf 22, Stuttgart 22, Leipzig 20, Gummersbach 11, Bietigheim 11, Ludwigshafen 7. Svíþjóð Undanúrslit, fjórði leikur: Sävehof – Skövde .................................28:23  Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 af 25 skotum fengnum á sig í marki Sävehof.  Sävehof vann einvígið, 3:1, og mætir Al- ingsås í úrslitaeinvígi sem hefst 18. maí. HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Guðnýju Jennyju Ásmundsdóttur, landsliðsmarkverði í handknattleik, var á dögunum sagt upp samningi sínum við ÍBV á þeim forsendum að félagið hefði ekkert við meiddan markvörð að gera. Samningnum var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar ÍBV á fundi í búningsklefa karlaliðsins í hand- knattleik í íþróttahúsinu í Vest- mannaeyjum. Jenny sleit krossband í hné í upp- hitun fyrir landsleik í Póllandi í síð- ari hluta mars og gekkst undir að- gerð á mánudaginn. Komið hefur í ljós að Jenny var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiks- deildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vest- mannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ sagði Jenny í samtali við Morgunblaðið. Uppsögnin kom sem þruma úr heiðskíru lofti. Jenny talaði við for- manninn þegar hún kom heim eftir að hafa meiðst í fyrrgreindri lands- liðsferð og sagði honum að hún stefndi ótrauð á að halda áfram og mæta til leiks á næsta keppnis- tímabili. Raunhæft er að Jenny geti verið klár í að leika aftur snemma á næsta ári. „Formaðurinn sagði mér á fund- inum að illa gengi að fjármagna rekstur deildarinnar. Leitað væri allra leiða til sparnaðar og rætt hefði verið í því skyni við einhverja aðila sem ég veit ekki hverjir eru. Þeir höfðu að minnsta kosti ekki rætt við mig áður en að fyrrgreindum fundi kom 16. apríl. Mér hefði ekki þótt óeðlilegt að kalla mig til fundar og ræða um hvort hægt væri að endur- semja. Ég tel að minnsta kosti að hægt hefði verið að leysa málið á ýmsan annan hátt en gert var,“ sagði Jenny ennfremur. „Formaðurinn sagði að nú yrði fé- lagið að leita að markverði fyrir kvennaliðið. Andrea Gunnlaugs- dóttir, sem var með mér í markinu í vetur, væri á leið upp á land og ég meidd. Liðið væri markvarðarlaust og þess vegna yrði að kaupa mark- vörð í okkar stað,“ sagði Jenny, sem er skiljanlega afar vonsvikin yfir að vera skilin eftir í þessari stöðu. Siðlaus aðgerð Ekki er dregið í efa að ÍBV hafi haft rétt á að segja samningnum upp. Samkvæmt ákvæði í honum var hægt að segja honum upp frá 1. til 20. apríl. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ sagði Jenny. Þar með var ekki öll sagan sögð. Ekki aðeins var Jenny sagt upp samningi sínum við þessar aðstæður heldur kom í ljós á fyrrgreindum fundi í karlaklefanum að hún væri ekki tryggð af hálfu ÍBV. Íslenskum félagsliðum hefur til þessa ekki verið skylt að tryggja landsliðsfólk sitt en HSÍ hefur mælst til þess að félögin tryggi landsliðsmenn sína. Sam- kvæmt alþjóðlegum reglum hand- knattleikshreyfingarinnar eru fé- lagslið skyldug til að tryggja landsliðmenn. HSÍ hefur ekki tekið þær reglur upp en það stendur til fyrir næsta keppnistímabil, eftir því sem næst verður komist. Kaldar kveðjur HSÍ greiðir fyrir aðgerð og endur- hæfingu. ÍBV vildi að HSÍ stæði einnig straum af launakostnaði Meidd og sagt upp hjá ÍBV  Landsliðsmarkverði kvenna sagt upp fyrirvaralaust í klefa karlaliðs ÍBV Öflug Guðný Jenny Ásmunds- dóttir hefur lengi verið í allra fremstu röð markvarða á Íslandi. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – KA ................................ 18 Samsung-völlur: Stjarnan – HK ......... 19.15 Würth-völlur: Breiðablik – Víkingur R... 20 1. deild karla, Inkasso-deildin: Varmárv.: Afturelding – Leiknir R..... 19.15 Framvöllur: Fram – Fjölnir ................ 19.15 Vivaldi-völlur: Grótta – Þróttur R ...... 19.15 2. deild karla: Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – Kári..... 19.15 3. deild karla: Valsvöllur: KH – Kórdrengir ................... 20 1. deild kvenna, Inkasso-deildin: Ásvellir: Haukar – Tindastóll................... 18 Norðurálsvöllur: ÍA – FH.................... 19.15 Fífan: Augnablik – Grindavík.............. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Umspil karla, oddaleikur: Víkin: Víkingur – HK (2:2)........................ 18 Í KVÖLD! Spánn Obradoiro – Gran Canaria ................. 82:96  Tryggvi Snær Hlinason lék 2 mínútur fyrir Obradoiro og gaf 1 stoðsendingu á þeim tíma. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Milwaukee – Boston ........................... 116:91  Milwaukee vann 4:1 og mætir Phila- delphia eða Toronto í úrslitum. Vesturdeild, undanúrslit: Golden State – Houston..................... 104:99  Staðan er 3:2 fyrir Golden State. KÖRFUBOLTI Atli Barkarson, átján ára gamall Húsvíkingur, var á dögunum heiðraður fyrir frammistöðu sína í vetur með unglingaliði enska knattspyrnufélagsins Norwich City. Atli hefur verið í röðum Norwich í tæplega tvö ár, eft- ir að hafa leikið 15 ára gamall með meistaraflokki Völs- ungs, og hann á samtals 24 leiki að baki með yngri lands- liðum Íslands. Hann var annar tveggja leikmanna í akademíu Norwich sem voru heiðraðir sérstaklega fyrir frammistöðu sína á lokahófi akademíunnar. Auk Atla er annar Íslendingur, Mosfellingurinn Ísak Snær Þorvaldsson, í akademíu Norwich. Þar var einnig Ágúst Hlynsson áður en hann fór til Bröndby í Dan- mörku og svo til Víkings R. nú í vor. Aðallið Norwich vann sér sæti í úrvalsdeild á dögunum. Þeir Max Aarons og Todd Cantwell, tveir af leikmönnum liðsins sem vann ensku B-deildina, voru einmitt á meðal gesta á lokahófi akademíunnar en þeir komu báðir upp úr unglingastarfi Norwich. Norwich sýndi Atla heiður Atli Barkarson Agnes Brynjarsdóttir, Íslands- meistari í borðtennis, verður eftir því sem Morgunblaðið kemst næst yngst Íslendinga frá upphafi til þess að keppa á Smáþjóðaleikum þegar leikarnir fara fram í Svart- fjallalandi í lok mánaðarins. Agnes er aðeins 12 ára en er ein sex keppenda sem Aleksey Yefre- mov landsliðsþjálfari valdi. Annar borðtenniskappi, Guðmundur Stephensen, keppti 12 ára á sínum fyrstu Smáþjóðaleikum en átti þá stutt í 13 ára afmæli sitt. Verður yngsti keppandinn Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Meistari Agnes Brynjarsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari, 12 ára. NÝ ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.