Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 10.05.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 20. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 24. maí SÉRBLAÐ Inkasso-deild kvenna Þróttur R. – ÍR ....................................... 10:0 Linda Líf Boama 5., 56., 71., Álfhildur Rósa Kjartansdóttir 26., 76., Lauren Wade 39., 51., Elísabet Freyja Þorvaldsd. 28., Gabrí- ela Jónsdóttir 63., Olivia Bergau 79. (víti) Afturelding – Fjölnir .............................. 0:0 3. deild karla Skallagrímur – Álftanes .......................... 1:5 KV – Reynir S........................................... 2:1 Staðan: KV 2 2 0 0 4:2 6 Álftanes 2 1 1 0 6:2 4 Reynir S. 2 1 0 1 4:3 3 Kórdrengir 1 1 0 0 2:1 3 Skallagrímur 2 1 0 1 3:6 3 Augnablik 1 0 1 0 3:3 1 KH 1 0 1 0 3:3 1 KF 1 0 1 0 1:1 1 Einherji 1 0 0 1 1:2 0 Höttur/Huginn 1 0 0 1 1:2 0 Vængir Júpiters 1 0 0 1 1:2 0 Sindri 1 0 0 1 1:3 0 Evrópudeild UEFA Undanúrslit, seinni leikir: Chelsea – Eintracht Frankfurt.............. 1:1 Ruben Loftus-Cheek 28. – Luka Jovic 49.  Chelsea áfram eftir vítaspyrnukeppni. Valencia – Arsenal .................................. 2:4 Kevin Gameiro 11., 58., Pierre-Emerick Aubameyang 17., 69., 88., Alexandre Laca- zette 50.  Arsenal áfram, 7:3 samanlagt. Danmörk B-deild: Viborg – Fredericia ................................ 2:1  Ingvar Jónsson varði mark Viborg.  Efstu lið: Silkeborg 54, Viborg 53, Næst- ved 48, Fremad Amager 47. Þrjár umferðir eftir, sigurlið beint upp, næstu tvö í umspil. Þróunarmót UEFA U16 kvenna Leikið í Króatíu: Ísland – Norður-Makedónía................. 15:0 Amanda Jacobsen Andradóttir 2., 14., 26., 40., Snædís María Jörundsdóttir 10., 44., 46., Hildur Lilja Ágústsdóttir 20., 29., Erla Sól Vigfúsdóttir 41., Aníta Ýr Þorvalds- dóttir 48., 59., Bergþóra Sól Ásmundsdóttir 55., Andrea Marý Sigurjónsdóttir 80., Emma Steinsen Jónsdóttir 80. KNATTSPYRNA 2. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valur og Breiðablik hreiðruðu betur um sig í tveimur efstu sætum úrvals- deildar kvenna í fótbolta í annarri umferð deildarinnar í vikunni. Það kom ekkert á óvart og liðin, sem væntanlega berjast um meistaratit- ilinn í ár, unnu tiltölulega þægilega útisigra á KR og Selfossi. Stjarnan getur þó líklega best við unað eftir tvær fyrstu umferðirnar. Garðabæjarliðið var nánast óskrifað blað fyrir tímabilið vegna gríðar- legra breytinga á leikmannahópnum og Kristján Guðmundsson mætir þar til leiks með mun yngra og óreyndara lið en þar hefur verið teflt fram um árabil. Stjarnan hefur hinsvegar unnið báða sína leiki, báða á heimavelli. Reyndar báða gegn liðum sem spáð er fallbaráttu, 1:0 gegn Selfossi og 1:0 gegn HK/Víkingi, en Stjörnu- stúlkur eru komnar með sex dýrmæt stig sem gefa þeim ákveðið svigrúm áður en þær takast á við næsta verk- efni sem er útileikur gegn hinu leik- reynda Valsliði á þriðjudagskvöldið kemur. Selfoss, KR og Keflavík eru án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar og nýliðarnir í Keflavík fá næst það erfiða verkefni að taka á móti Breiðabliki á meðan Selfoss og KR eiga meiri vonir um stig gegn HK/ Víkingi og Fylki. Cloé afgreiddi Keflvíkinga Kanadíski framherjinn Cloé La- casse úr ÍBV var besti leikmaður 2. umferðar að mati Morgunblaðsins. Cloé var í aðalhlutverki í sigri Eyja- kvenna í Keflavík þar sem hún ógn- aði marki heimaliðsins hvað eftir annað, skoraði síðan fyrra markið í 2:0 sigrinum og lagði það seinna upp fyrir Clöru Sigurðardóttur. Cloé er 25 ára gömul og leikur sitt fimmta tímabil með ÍBV. Hún er orðin fimmta markahæst í sögu fé- lagsins í efstu deild með 44 mörk í 69 leikjum. Cloé hefur oft lýst yfir áhuga sínum á því að gerast íslensk- ur ríkisborgari og leika fyrir Íslands hönd. Sextán ára með sigurmarkið Jana Sól Valdimarsdóttir úr Stjörnunni var sá ungi leikmaður sem sló í gegn í 2. umferð. Jana, sem varð 16 ára í janúar, kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukku- tíma leik gegn HK/Víkingi og skor- aði sigurmarkið með glæsilegum til- þrifum tíu mínútum síðar. Þetta var hennar fyrsta mark í efstu deild og aðeins hennar þriðji leikur í deildinni en Jana lék tvo leiki með Stjörnunni í fyrra, þá 15 ára. Þess má geta að faðir hennar, Valdimar Kristófersson, var í stóru hlutverki hjá Stjörnunni á árum áð- ur. Hann var í fyrsta karlaliði Garða- bæjarfélagsins sem lék í efstu deild á árunum 1990 og 1991, gerði 9 mörk í 33 leikjum í deildinni þau tvö ár og lék síðast með Stjörnunni 2006.  Einn annar leikmaður skoraði sitt fyrsta mark í deildinni í 2. um- ferð. Það var hin bandaríska Darian Powell sem gerði mark Selfoss í 1:4 ósigrinum gegn Breiðabliki. Arna Sif setti félagsmet  Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir varð í fyrra- kvöld leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Þórs/KA í efstu deild þegar hún lék með liðinu í 2:0 sigrinum á Fylki. Arna Sif lék þar sinn 152. leik fyrir liðið í deildinni og sló met Kar- enar Nóadóttur sem lék 151 leik. Sú þriðja hæsta hjá Akureyrarliðinu, Lára Einarsdóttir, var einnig með í þessum leik og lék sinn 137. leik.  Andrea Mist Pálsdóttir skoraði 600. mark Þórs/KA í efstu deild þeg- ar hún gerði seinna markið í sigr- inum á Fylki í fyrrakvöld.  ÍBV lék sinn 300. leik í efstu deild kvenna þegar liðið vann Kefla- vík 2:0 á þriðjudagskvöldið.  Edda María Birgisdóttir lék sinn fyrsta deildaleik frá árinu 2014 þegar hún spilaði með Stjörnunni í 1:0 sigrinum á HK/Víkingi. Edda lék bæði með Stjörnunni og Aftureld- ingu það tímabil og spilaði síðan með Anderlecht í Belgíu um haustið. Hún spilaði jafnframt sinn 100. leik í efstu deild gegn HK/Víkingi.  Margrét Lára Viðarsdóttir fagnaði sínum fyrstu mörkum í deildinni í tvö ár þegar hún skoraði tvisvar í 3:0 sigri Vals á KR. Mar- grét skoraði gegn Grindavík 25. maí 2017 en slasaðist illa á hné í næsta leik á eftir og missti úr meira en hálft annað tímabil. Margrét hefur nú skorað 194 mörk í deildinni frá upphafi og samtals 246 mörk í efstu deildum Íslands, Svíþjóðar og Þýskalands á ferlinum. Hildur í annað sinn  Hildur Antonsdóttir miðjumað- ur úr Breiðabliki er eini leikmað- urinn sem er í annað skipti í liði um- ferðarinnar hjá Morgunblaðinu á þessu keppnistímabili en hún var líka í úrvalsliðinu hjá okkur eftir fyrstu umferðina. Samtals hefur því 21 leikmaður verið valinn í liðið til þessa. Vegna skorts á varnarmönnum er Sigríði Láru Garðarsdóttur, miðju- manni ÍBV og landsliðskonu, stillt upp sem miðverði í úrvalsliðinu að þessu sinni og það er skipað mörg- um sókndjörfum leikmönnum.  Þriðja umferð deildarinnar hefst á sunnudag þegar ÍBV mætir Þór/KA í Vestmannaeyjum. Á mánudagskvöld mætast Fylkir – KR, Keflavík – Breiðablik og HK/ Víkingur – Selfoss og umferðinni lýkur með leik Vals og Stjörnunnar á þriðjudagskvöld. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 3 Cloé Lacasse, ÍBV 3 Elín Metta Jensen, Val 3 Natasha Moraa Anasi, Keflavík 3 Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 2 Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 2 Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki 2 Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 2 Clara Sigurðardóttir, ÍBV 2 Emma Kelly, ÍBV 2 Halla M. Hinriksdóttir, HK/Víkingi 2 Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 2 Hlín Eiríksdóttir, Val 2 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 2 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 3 Hlín Eiríksdóttir, Val 3 Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 2 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 2 Markahæstar Valur 11 Breiðablik 11 Stjarnan 10 ÍBV 10 HK/Víkingur 8 Fylkir 7 Þór/KA 6 Keflavík 6 Selfoss 4 KR 3 Lið: Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Cecilía Rán Rúnarsdóttir Fylki Cloé Lacasse ÍBV Jana Sól Valdimarsdóttir Stjörnunni Hildur Antonsdóttir Breiðabliki Andrea Mist Pálsdóttir Þór/KA Margrét Lára Viðarsdóttir Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðabliki Edda María Birgisdóttir Stjörnunni Sigríður Lára Garðarsdóttir ÍBV Elín Metta Jensen Val Viktoría Valdís Guðrúnardóttir Stjörnunni 2. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019 2 Sóley Guðmundsdóttir, Stjörnunni 2 Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík 2 Þórhildur Þórhallsdóttir, HK/Víkingi 2 Góð byrjun í Garðabæ  Stjarnan fylgir Val og Breiðabliki eftir með fullt hús eftir tvær umferðir  Cloé Lacasse best í annarri umferð  Jana Sól Valdimarsdóttir sló í gegn Ljósmynd/Sigfús Gunnar Mikilvæg Cloé Lacasse var allt í öllu hjá ÍBV í sigrinum í Keflavík. Hannes Jón Jónsson stýrði Bietig- heim til afar dýrmæts sigurs á Hannover-Burgdorf, 29:27, í þýsku 1. deildinni í handbolta í gær. Biet- igheim er enn í fallsæti en nú jafnt næsta liði, Gummersbach, að stig- um. Bietigheim á fjóra leiki eftir en Gummersbach fimm, en liðin mæt- ast í Bietigheim í lokaumferðinni. Mikilvæg stig hjá Hannesi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.