Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.05.2019, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019  Íslenska U17-landsliðið í knatt- spyrnu karla leikur óeiginlegan úrslita- leik við Portúgal í dag um að komast upp úr C-riðli og í 8-liða úrslitin á EM á Írlandi. Íslandi dugar jafntefli til að enda í 2. sæti og komast áfram, en liðið getur ekki náð efsta sætinu af Ung- verjalandi hvernig sem fer. Komist Ís- land áfram mætir liðið sigurliðinu úr leik Spánar og Ítalíu sem þegar hafa tryggt sér efstu tvö sætin í D-riðli.  Baldur Sigurðsson og Guðjón Bald- vinsson eru klárir í slaginn með Stjörn- unni í kvöld þegar liðið mætir HK í Garðabæ í 3. umferð úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Báðir hafa þeir farið meiddir af velli eftir slæm högg á háls nú í upp- hafi leiktíðar, Baldur í 1. umferð og Guð- jón eftir fyrri hálfleik gegn Grindavík í 2. umferð. Guðjón staðfesti við Morg- unblaðið í gær að hann væri orðinn heill heilsu og Baldur hafði sömu sögu að segja við Fótbolta.net. Stjarnan hefur fengið tvö stig úr fyrstu tveimur um- ferðunum.  Framherjinn Viktor Jónsson mun ekki spila með ÍA næstu vik- urnar vegna kinnbeinsbrots- ins undir lok leiks gegn Fylki í síðustu umferð í úr- valsdeildinni í fót- bolta. Viktor fer í að- gerð vegna brotsins í dag. Hann segir við Fót- bolta.net að hann vonist til þess að hægt verði að útbúa sérstaka grímu fyrir sig, og að hann geti aftur byrjað að spila fótbolta eftir 3-4 vikur. Eitt ogannað Hin 17 ára gamla Linda Líf Boama hóf tímabilið í 1. deildinni í knatt- spyrnu með hvelli þegar hún skor- aði þrennu í 10:0-sigri Þróttar R. á ÍR. Linda Líf, sem kom til Þróttar frá HK/Víkingi í vetur, opnaði markareikning sinn strax á 5. mín- útu og bætti svo við tveimur mörk- um í seinni hálfleik, en Þróttarar náðu 4:0-forystu fyrir leikhlé. Lauren Wade og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þróttara sem urðu í 4. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Afturelding og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í hinum leik gærkvöldsins. Liðin voru á svip- uðum slóðum og ÍR á síðustu leiktíð en þessi þrjú lið enduðu í 6.-8. sæti í fyrra. Fyrstu umferð lýkur með þremur leikjum í kvöld. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Sterk Linda Líf Boama berst um boltann en hún skoraði þrennu gegn ÍR. Sautján ára með þrennu í risasigri í fyrsta leik Eftir hálfgerða drottnun spænskra liða í Evrópukeppnum karla í knatt- spyrnu síðustu ár, þar sem þau hafa unnið Meistaradeildina og Evrópu- deildina í níu af tíu tilvikum frá og með árinu 2014, hafa þau ensku nú tekið við. Það er nefnilega svo að öll fjögur liðin sem komin eru í úrslita- leikina tvo í keppnunum eru ensk, og er það algjört einsdæmi að eitt land eigi alla fjóra fulltrúana í úrslita- leikjum keppnanna eða fyrirrennara hennar. Chelsea slapp með skrekkinn í einvígi sínu við Frankfurt sem end- aði í vítaspyrnukeppni í London í gærkvöld, þar sem Kepa Arrizaba- laga reyndist hetja Chelsea með því að verja tvær vítaspyrnur. Arsenal vann af öllu meira öryggi einvígi sitt við Valencia en með 4:2-sigri á Spáni í gær, þar sem Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu, vann Arsenal einvígið samtals 7:3. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram í Baku í Aserbaídsjan mið- vikudagskvöldið 29. maí. Sigur þar væri Arsenal enn dýrmætari en Chelsea, þar sem liðið á ekki lengur raunhæfa möguleika á að enda í einu af fjórum efstu sætum ensku úrvals- deildarinnar og fá þar með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Aðeins sigur í Evrópudeildinni myndi duga Arsenal til að fá sæti í Meistaradeildinni, en þá myndu ensk lið fá fimm sæti í keppninni í stað fjögurra. Unai Emery, stjóri Arsenal, vann Evrópudeildina þrjú ár í röð með Sevilla: „Það sem er liðið getur nýst sem reynsla í nútíð. Það er mjög erf- itt að spila úrslitaleiki en við nýttum tækifærið vel í kvöld [gærkvöld] og erum mjög ánægðir með það. Ég er gríðarlega stoltur af leikmönnunum og stuðningsmönnum okkar,“ sagði Emery í gær. sindris@mbl.is Enskt hlaðborð í úrslitaleikjum  Einstakt afrek ensku liðanna í Evrópukeppnum AFP Hetjan Chelsea-menn fagna Kepa Arrizabalaga sem reyndist hetja liðsins í vítaspyrnukeppninni í gærkvöld. Með góðri vörn og markvörslu Ágústs Elís Björgvinssonar tókst Sävehof að vinna Skövde 28:23 í gær og tryggja sér sæti í úrslita- einvíginu um sænska meistara- titilinn í handbolta. Sävehof vann einvígið 3:1 og mætir Alingsås sem óvænt sló meistara síðustu ára, Kristianstad, út 3:0. Ágúst er skráður með 28% varin skot í leiknum á vef sænsku deild- arinnar en í umfjöllun Expressen segir að hann hafi oft staðið í veg- inum framan af leik. Sävehof komst í 19:10 snemma í seinni hálfleik. Ágúst kominn í úrslitaeinvígið Ljósmynd/IK Sävehof Góður Ágúst Elí Björgvinsson hefur verið góður á seinni hluta leiktíðar. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel eiga enn von um að landa þýska meistaratitlinum í handbolta eftir 27:23-sigur á Wetzlar í gær. Kiel er tveimur stigum á eftir topp- liði Flensburg en liðin mætast í sannkölluðum stórleik á sunnudag- inn í Kiel. Kiel er með betri marka- tölu og kæmist með sigri á toppinn. Flensburg á reyndar eftir fimm leiki en Kiel fjóra, en Flensburg á til að mynda eftir að mæta liðunum þremur sem sitja í 5.-7. sæti. Sigurinn í gær var torsóttur en Kiel skoraði fjögur síðustu mörkin. Alfreð þrýstir á Flensburg Ljósmynd/thw-handball.de Vinsæll Kiel heldur kveðjuveislu fyrir Alfreð Gíslason í sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.