Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.05.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Eden er þriðja kvikmynd leikstjór- ans, handritshöfundarins og Bolvík- ingsins Snævars Sölvasonar í fullri lengd en sú fyrsta, Slay Masters, var frumsýnd árið 2012 og þremur árum seinna Albatross sem hlaut á́gætisviðtökur. „Eden fjallar um par, Lóu og Óli- ver, sem lifa á jaðrinum. Þau kynn- ast strax í upphafi, hann er á flótta undan réttvísinni og hún er partí- stelpa sem er komin í klandur. Þau eru heimilislaus, fella fljótlega hugi saman og komast að því að þau eiga sér sameiginlega drauma sem þau vilja að rætist. Þau ákveða að færa björg í bú með því að fara í smásölu á götunni, selja gras og annað þvíumlíkt og ætla sér að kýla á draumana. En á þeirri leið komast þau í klandur og upp á kant við vafasama menn,“ segir Snævar um umfjöllunarefni kvikmyndarinnar. Með hlutverk Lóu og Ólivers fara Telma Huld Jó- hannesdóttir og Hansel Eagle sem er listamannsnafn Ævars Arnar Jó- hannssonar. Adam og Eva í Reykjavík – Titillinn er væntanlega vísun í Biblíuna? „Jú, algjörlega og í raun og veru kviknaði hugmyndin út frá því að ég var að grúska í Biblíunni út af öðru verkefni. Ég var að lesa kafl- ann um Adam og Evu og þá bara kviknar þessi hugmynd. Adam og Eva brutu nú ekki mikið af sér en voru þó gerð útlæg og þurftu að lifa á jaðrinum eftir það“ svarar Snæv- ar. – Þú skrifaðir handritið og þá varla út frá eigin reynslu, eða hvað? „Nei, nei en einn vinur minn var að selja svona á götunni og ég fékk að hanga með honum, vera með honum á rúntinum,“ segir Snævar. Sú upplifun hafi að hluta skilað sér í handritið en hann hafi þó ekki viljað hafa kvikmyndina algjört raunsæis- verk. „Ég vildi að sjálfsögðu fá að- eins andrúmsloftið og aðeins kynn- ast þessu en mig langaði samt að gera alvöru bíó,“ segir Snævar. Eden sé með kunnuglegu þema úr kvikmyndasögunni, elskendum á flótta, eins og sjá megi í sígildum kvikmyndum á borð við Bonnie og Clyde og True Romance. Trainspotting innblástur „Mig langaði að gera True Rom- ance á Íslandi,“ útskýrir Snævar. Aðalpersónur myndarinnar séu bara krakkar að selja gras eða pill- ur, ekki skuggalegt fólk í dimmum húsasundum. „Það er kannski bara að hlusta á létta jólatónlist í útvarp- inu á meðan það er að setja í poka og vigta og tala um nýja heimildar- mynd á Netflix,“ segir Snævar sposkur. Það sé enginn dauði og drungi í Eden heldur þvert á móti slegið á létta strengi inn á milli al- varlegri atriða. Myndin sé fyrir vik- ið blanda raunsæis, spennu og gríns. Snævar segist einnig hafa litið þónokkuð til kvikmyndarinnar Trainspotting því persónur hennar séu litríkar og oft spaugilegar. „Þetta eru allt stórfurðulegir kar- akterar og þú hlærð mikið að því sem þeir lenda í en öðru hverju lenda þeir í alveg hrikalegum að- stæðum,“ útskýrir Snævar og nefn- ir skelfilegt atriði úr Trainspotting þar sem barn finnst látið í vöggu sökum vanrækslu og annað þar sem ein aðalpersónanna hefur óafvitandi misst saur í rúmi unnustu sinnar. Í Eden, líkt og í Trainspotting, megi sjá litríkar persónur í krefjandi að- stæðum. Snúningur á þekkta grein Snævar segist spenntur að sjá hvaða viðbrögð myndin fái þar sem hún sé ákveðinn snúningur á þekkta tegund kvikmynda. „Í þess- um myndum er gaurinn alltaf smá- krimmi og stelpan er saklausari, stekkur á vagninn og verður síðan „bad girl“ en í þessari mynd er gaurinn síðhærður nýaldarnáungi sem er smeykur við þetta en hún er grjóthörð og veður áfram. Þannig að ég sneri upp á venjuna og síðan er dálítill vottur af „sci-fi“ sem ég veit ekki hvernig fólk mun taka í,“ segir Snævar og forðast að fara lengra út í þá sálma. „Þetta er svolítið nýtt, að ég held, og ótrúlega sterkir litir. Við erum vanari minni litanotkun á Íslandi,“ bætir hann við. Litirnir hafi bæði verið magnaðir upp í tökum og eftirvinnslu. Finna má stiklu fyrir kvikmynd- ina á YouTube. Sölumenn Telma Huld Jóhannesdóttir og Hansel Eagle í hlutverkum Lóu og Ólivers í kvikmyndinni Eden. Einbeittur Snævar undirbýr næstu töku á kvikmyndinni Eden. Glæpamenn Kærustuparið Lóa og Óliver grátt fyrir járnum. Litríkar persónur í krefjandi aðstæðum  Snævar Sölvason frumsýnir kvikmyndina Eden Verk lokaársnema við sviðshöf- undabraut Listaháskóla Íslands verða sýnd fram til 17. maí í hús- næði skólans í Laugarnesi, Tungl- inu í Austurstræti 2a, Tjarnarbíói, Laugardalslauginni, Iðnó og í einka- bíl. Eitt útskriftarverkanna, Krakkaveldi eftir Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, var sýnt í Iðnó 1. maí. Í dag hefjast sýningar á lokaverki Brynhildar Karlsdóttur, Viltu koma á rúntinn?, sem fram fara í einkabíl og verða fjórir rúntar farnir yfir daginn. Í Tjarnarbíói kl. 18 frum- sýnir Adolf Smári Unnarsson verkið Kæri vinur og kl. 19.30 frumsýnir Birnir Jón Sigurðsson verkið Inni í húsi skólans í Laugarnesi. Kl. 21 verður svo frumsýning í Tjarnarbíói á Ólgu eftir Aron Martin Ásgerð- arson. Á morgun, laugardag, verða tvær frumsýningar, annars vegar á Sviðsverki: leikverki í fimm þáttum eftir Tómas Helga Baldursson í Laugarnesi og á sama stað kl. 21.30 á verki Tatjönu Dísar Aldísar Ra- zoumeenko, Það er maður allsstaðar yfir þér, sem kennir skóm sínum um kvilla fóta sinna. Á sunnudag verða einnig tvær frumsýningar, í Laugarnesi kl. 17.30 á verki Anítu Íseyjar Jóns- dóttur, Í heimi þar sem stunda- glasið stendur kyrrt og í Tunglinu kl. 20.30 á verki Helga Gríms Her- mannssonar, Næsta skref – blað brotið í þróunarsögunni. Mánudaginn 13. maí verður ein frumsýning kl. 20 í Laugardalslaug á verki Snæfríðar Sólar Gunnars- dóttur, Sýnist lífs bara um því sem það snýist. Sýningartíma útskriftarverkanna má finna á vef Listaháskóla Íslands á slóðinni lhi.is/event/utskriftaverk- svidshofunda-2019. Í húsum, bíl og sundlaug Útskrift Nemendurnir sem lokið hafa námi við sviðshöfundabraut LHÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.