Morgunblaðið - 10.05.2019, Side 32

Morgunblaðið - 10.05.2019, Side 32
Serbneskt boð verður haldið í kvöld kl. 20 í Hönnunarsafni Íslands, inn- blásið af Belgrad í tengslum við sýn- ingu Paolos Gianfrancescos arki- tekts sem nú stendur yfir í safninu og nefnist Borgarlandslag. Tónlistar- konan Jelena Ciric mun leiða gesti um sögu Belgrad og Serbíu með söng og tónlistarflutningi ásamt Margréti Árnadóttur sem leikur á harmóniku. Þá mun Paolo Gian- francesco veita leiðsögn um sýning- una. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og hámarksfjöldi gesta 40. Serbneskt boð FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 130. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Það kemur ekkert á óvart að Valur og Breiðablik skuli þegar hafa hreiðrað um sig í efstu tveimur sætum úrvalsdeildar kvenna í fót- bolta. Þessi lið koma til með að berjast um meistaratitilinn í ár. Gjörbreytt lið Stjörnunnar er þó með sama stigafjölda. Önnur um- ferð deildarinnar er gerð upp í Morgunblaðinu í dag. »26 Góð byrjun í Garðabæ hjá gjörbreyttu liði ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Verður og fer sem fer? / Que Sera Sera? nefnist sýning Þuríðar Sig- urðardóttur myndlistarmanns sem opnuð verður í Hannesarholti í dag kl. 16. Þuríður segir hugmyndina að verkunum hafa kviknað hjá sér eftir að Parísarsamkomulagið var undir- ritað. Í málverkum hennar má sjá bráðnandi jökla og eru þau öll mál- uð á notaðan striga í anda þess að minnka sóun. Þuríður fæst fyrst og fremst við olíumálverk og viðfangs- efnið er gjarn- an náttúran. Bráðnandi jöklar í málverkum Þuríðar Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Martin Hauksson, starfsmaður heildverslunarinnar Garra undan- farin 19 ár, fagnaði tíunda Íslands- meistaratitlinum sem liðsstjóri körfuboltaliðs KR í meistaraflokki karla um nýliðna helgi. „Ég minnti Teit Örlygsson, fyrrverandi stjörnu- leikmann Njarðvíkinga, á það eftir úrslitaleikinn að nú værum við efstir og jafnir,“ segir hann. „Ég hef samt aldrei æft körfubolta.“ Ingi Þór Steinþórsson tók fyrst við þjálfun KR-liðsins 1999 og það varð Íslandsmeistari vorið eftir. „Það var fyrsti titill minn og þá var Martin, sonur Hemma bróður, að- stoðarmaður minn, sex ára gamall á árinu!“ segir Martin. Næsti titill kom 2007 undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, svo 2009, þegar Benedikt var aðalþjálf- ari og Ingi Þór aðstoðarþjálfari, þá 2011 undir stjórn Hrafns Kristjáns- sonar og síðan sex ár í röð frá 2014, fyrstu fimm skiptin með Finn Frey Stefánsson sem þjálfara og Inga Þór í ár. „Goðsögnin Axel Nikulásson tók við þjálfun KR-liðsins 1994, ég tók að mér liðsstjórnina og hef verið í þessu starfi síðan,“ segir Martin. „Áður en bikaraflóðið kom hafði ég oft upplifað með liðinu að leika í úr- slitum, en þá unnu Suðurnesjaliðin allt sem hægt er að vinna.“ Með Hemma á æfingar Afskipti Martins af körfubolta hófust þegar bróðir hans, Hermann Hauksson, byrjaði að æfa hjá KR. „Ég fór oft með honum á æfingar, horfði bara á, og eftir að ég fékk bíl- próf keyrði ég hann gjarnan fram og til baka. Ég þekkti alla strákana í körfunni og þegar ég var beðinn að taka að mér liðsstjórnina í nokkrum leikjum var það sjálfsagt mál. Leik- irnir eru orðnir ansi margir á þess- um 25 árum en tíminn hefur liðið hratt.“ KR var varla nefnt þegar spáð var um meistara í upphafi móts. „Það er alltaf jafngaman að verða meistari en ég held að þessi titill sé sérstakari en hinir vegna þess að okkur var ekki spáð neinu gengi í kjölfar mik- illa breytinga á liðinu,“ segir Martin. „Skemmtilegustu augnablikin eru þegar maður á ekki von á neinu og landar svo þeim stóra.“ Martin áréttar að alltaf sé gaman að vinna titla en hápunkturinn hafi verið 2014. „Þá var Martin kosinn besti leikmaður úrslitakeppninnar, besti leikmaður deildarinnar og sá efnilegasti auk þess sem hann var útnefndur Íþróttamaður Reykjavík- ur. Arnór, bróðir hans, var Íslands- meistari með mér 2016, 2017 og 2018 og það var ekki leiðinlegt. Anna Margrét, systir þeirra, var svo Ís- landsmeistari með 7. flokki KR í ár. Fyrsti titillinn, árið 2000, er líka eft- irminnilegur, ekki síst fyrir þær sak- ir að þá vorum við Ingi saman eins og nú og liðið hafnaði í 5. sæti fyrir úrslitakeppnina, rétt eins og í ár.“ KR hefur haft 12 þjálfara síðan 1994 en aðeins einn liðsstjóra. „Strákarnir vilja hafa gamla karlinn áfram og ekki er hægt að bregðast þeim,“ segir Martin. Segist samt oft hafa hugsað með sjálfum sér að nú væri komið nóg. „Þetta er bara svo gaman og þegar undirbúningur hefst fyrir nýtt tímabil er fiðringur- inn gjarnan öðru yfirsterkari.“ Morgunblaðið/Hari Fögnuður KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum um liðna helgi. Martin Hauksson þriðji frá hægri. Karlinn í brúnni með tíu  Martin Hauksson fagnaði 10. Íslandsmeistaratitlinum sem liðsstjóri KR í körfubolta  Hefur verið á bekknum í 25 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.