Morgunblaðið - 14.05.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 14.05.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2019 Þ egar undanúrslitaþættirnir birtast á skjánum tæmast götur borga og bæja landsins og allir raða sér fyr- ir framan skjáinn. Alveg eins og þegar skaupið er sýnt. Því ekki að gera jafn mikið úr Eurovision-partíi og ára- mótagilli? Stuðið er jú engu minna. Blaðamaður brá á það ráð að hafa sam- band við partí fagmennina þau Ragnheiði Aradóttur og Jón S. Þórðarson en saman reka þau viðburðafyrirtækið PROevents og hafa skipulagt fjöldann allan af viðburðum í gegnum árin. Fyrst taka þau fram að boðið þurfi að sníða eftir gestunum. Erum við með konu- eða karlapartí eða bæði? Eru börn í partíinu? Fjölskyldan? „Tökum mið af gestunum og plönum svo eftir því. Eins og með flest annað í lífinu skiptir skipulag máli þegar partíið er und- irbúið. Það er mjög þægilegt að hafa smá- rétti klára. Fólk getur gætt sér á þeim yfir útsendingunni og með þessum hætti ná fleiri að sjá á skjáinn. Svo er mjög sniðugt að tengja smáréttina við landið eða svæðið þar sem keppnin er haldin, svona til að ýta að- eins undir þá stemningu.“ Búningar virðast gera öll partí aðeins skemmtilegri. Eruð þið með einhverjar hug- myndir í kringum þá? „Já, það er alltaf gaman að hafa eitthvert búningaþema í Eurovision-partíi og tengja búningana við ákveðin ár. Eins og til dæmis árið sem ABBA vann. Þá geta allir klætt sig í búninga sem líkjast þeirri tísku eða skreytt sig með höfuðfati eða hárgreiðslu frá þeim tíma. Svo væri ekki vitlaust að hafa Hatara-þema í partíinu – fá svolítið hressandi lúkk á það.“ Þau stinga líka upp á því að skipta keppnislöndum fyrir fram á milli gesta og þeir mæti svo í fötum eða með veitingar eftir því. „Sem dæmi, ef maður dregur Frakkland þá þarf að mæta í rönd- óttum bol með alpahúfu og crepes eða croissant. Svo má ganga alla leið og tala með frönskum hreim allt kvöldið!“ Kokteilar eru alltaf vinsælir og að sjálfsögðu þurfa þeir ekki allir að innhalda áfengi svo krakkarnir geti nú verið með. „Það er mjög sniðugt að skreyta þá eftir landi. Til dæmis með fánalitum viðkomandi lands og að sjálfsögðu er mikilvægt að setja litríkt skraut í glösin þar sem litir eru einkennandi fyrir Eurovision. Reyndar mega litirnir vera um allt. Þeir skapa svo góða stemningu.“ Fagmennirnir benda einnig á að gaman sé að skreyta stofuna hátt og lágt og þar sem við séum stuðningsmenn Íslands sé upplagt að nota fánalengjur. Til að auka á gleðina má nota andlitsmálningu á yngstu gestina og sumir gætu skellt á sig förðun að hætti Hat- ara. „Til að fara svo alveg alla leið mætti föndra Hatara-grímu og skarta henni á keppniskvöldinu!“ Sumum leiðist aðeins þegar stigin eru talin en þau Jón og Ragnheiður eiga ráð við því. „Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að viðhalda Eurovision-stemningunni allt kvöldið og því þarf partíhaldarinn að vera klár með „play- lista“ með öllum bestu Eurovision-lögunum í gegnum árin. Bæði þau íslensku og erlendu. Setja allt í botn og keyra upp stuðið í stiga- gjöfinni!“ Þar sem þetta er keppni þá er ekkert eðli- legra en að veðja á sigurvegara og tapara. Fagmennirnir leggja til að allir velji þau lönd sem þeir telja að lendi í fimm efstu sætunum og skrái þau niður áður en keppnin hefst. Verðlaunin hlýtur svo sá eða sú sem var næst lokaúrslitunum. „Svo má skrifa nöfn keppnislandanna á miða og setja í skál. Hver gestur dregur svo eitt land úr skálinni og ef landið sem gest- urinn dregur fær 12 stig þá má hann eða hún fá sér eitthvert góðgæti úr sérstökum umbunarpotti en í hann fer eitthvað sem öllum finnst gott. Til að setja endapunktinn á leikinn sé gaman að hafa sérstök heiðursverðlaun fyrir þann sem fékk oftast 12 stig. Svo má líka útfæra leikinn þannig að þau sem fá 10 stig verða að gera eitthvað pínu fyndið eins og t.d. að syngja stutt stef úr laginu sem var framlag landsins sem viðkomandi dró.“ Hvað ef meirihluti gestanna er krakkar? „Þá er mjög góð hugmynd að gera spjöld frá 1 upp í 12. Krakkarnir gefa svo löndunum stig eftir hvert lag og einhver stjórnar leikn- um þannig að allir rétti upp á sama tíma. Þau skrá niður hvaða einkunn þau gefa hverju landi, svo kemur í ljós hvort spáin gengur eftir og að sjálfsögðu eru verðlaun fyrir þann sem kemst næst endanlegum úr- slitum. Þetta er svona svipað og í þættinum Alla leið.“ „Til að setja punktinn sprengjum við svo confetti-sprengjur þegar úrslitin verða til- kynnt. Tökum bara ryksuguna fram daginn eftir!“ Hvernig er hið fullkomna Eurovision-partí? Eigum við að halda okkur við grillaðar pylsur og Haribo í risaskál á stofuborðinu eða taka þetta upp á næsta level? Margrét Hugrún Gústavsdóttir | margret.hugrun@gmail.com Hið fullkomna Eurovision-partí Hvernig væri að hafa ABBA- þema í Eurovision-teitinu?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.