Morgunblaðið - 24.06.2019, Side 10

Morgunblaðið - 24.06.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við gerum þetta til að afla tekna fyrir björgunarsveitina og viðhalda þekkingu og kunnáttu um bjargið. Æfing er nauðsynleg, ef aðstoðar er þörf,“ segir Sveinn Eyjólfur Tryggvason, formaður björgunar- sveitarinnar Bræðrabandsins í Rauðasandshreppi hinum forna. Fé- lagar hafa sigið í Látrabjarg í mörg ár til að taka egg. Eyjólfur segist hafa komið að bjargsiginu í þrjátíu ár en í hópnum séu menn sem lengur hafi verið að. Þeir fara nokkrar ferðir á sumrin, frá maí og fram eftir júní. Hann seg- ir að mest sé siglt undir bjargið á bátum, upp í urðir og velli til að sækja egg. Þegar veður eru misjöfn sé meira sigið í bjargið. Misjafnt er í hvaða hluta bjargsins farið er hverju sinni. Nú síðast, þeg- ar ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdist með, var sigið á þremur stöðum, í Barðið, Vondukleif og nið- ur fyrir Slakkhillu. Ekki hefur verið farið í Barðið í tvo áratugi. Eitthvað togar í félagana Sjálfur er Eyjólfur meðal þeirra sem síga. „Maður þarf alltaf að gæta sín á hruninu, að hreinsa laust grjót á leiðinni niður,“ segir hann. Sums staðar er sigið alveg niður í fjöru, 150-160 metra. Látrabjarg er yfir 400 metra hátt, þar sem það er hæst, en ekki er sigið þar. Útbúnaður sigmanna er betri en var hér áður fyrr þegar allt þurfti að draga á höndum. Eyjólfur segir að nú sé notaður spilkoppur sem drif- inn er af ljósavél til að láta sigmenn síga og draga þá upp úr bjarginu. Enn þurfa þó að vera menn á brúna- hjólinu. Segir Eyjólfur að nóg sé að hafa 4-5 menn í hvert skipti. Hann segir að eggjasöfnunin hafi gengið ágætlega í ár. Mest er af langvíueggjum en einnig smávegis af eggjum álku og stuttnefju. „Fólk er alltaf að spyrja hvenær eggin komi og gott er að geta sinnt fólkinu hér fyrir vestan með það.“ Eyjólfur segir að alltaf sé eitthvað sem togi í þá félagana úr Bræðra- bandinu að fara aftur á Látrabjarg enda séu bjargferðirnar ákveðin til- breyting í lífinu. Þarf alltaf að gæta sín á hruninu  Félagar úr björgunarsveitinni Bræðrabandinu í Rauðasandshreppi viðhalda þekkingu sinni á Látrabjargi með því að síga eftir eggjum  Vestfirðingar bíða eftir eggjunum úr bjarginu Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Slakkhilla Nóg er af eggjum á fyrstu syllunni sem Sveinn Eyjólfur lendir á. Bjargsig Sveinn Pétursson, Jón Pétursson og Davíð Gunnar Jónsson halda í vaðinn þegar Sveinn Eyjólfur Tryggvason sígur í bjargið. Björg í bú Eggin eru vinsæl. Beðið er eftir þeim á mörgum heimilum. Björgunarsveitin Bræðrabandið í Rauðasandshreppi er þekktust fyrir björgunarafrekið við Látrabjarg. Félagar úr sveitinni tóku þátt í einni frækilegustu og erfiðustu björgun hér á landi eftir að enski togarinn Dhoon strandaði undir Geldingsskorardal í miklu óveðri 12. desember ár- ið 1947. Björgunaraðgerðir stóðu yfir í þrjá daga og lögðu björgunarmenn sig í lífshættu við björgunarstarfið. Þeim tókst að bjarga tólf skipverjum en áður en þeir höfðu sigið niður í bjargið höfðu þrír skipverjar drukknað. Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmaður gerði heimildarmynd um björgunina. Myndin varð raunverulegri en annars hefði orðið því hægt var að nota myndir af björgun togarans Sargon sem strandaði undir Hafnarmúla við Patreksfjörð meðan á kvikmyndatökum stóð. Sveitin tók þátt í björguninni BJÖRGUNARAFREKIÐ VIÐ LÁTRABJARG Ritstífla segir hann að sé algengt vandamál og vitnar í bandaríka rit- höfundinn Ernest Hemingway þeg- ar hann segir: „Til þess að forðast að lenda í svoleiðis eiga menn alltaf að hætta og ljúka vinnudegi þegar það gengur vel. Ekki tæma sig heldur vita nákvæmlega hvar mað- ur byrjar daginn eftir. Þá er maður í flæðinu. Það snarvirkar. Þetta eru svona trix sem við förum í gegnum á námskeiðinu.“ Einar segist sjálf- ur hafa frábæra reynslu af netnám- skeiðum en viðurkennir að honum hafi þótt kerfið skrýtið fyrst. „Svo sá ég hver meginkosturinn við þetta er. Til dæmis ef maður missir athyglina eða er truflaður þá setur maður bara á stopp og ef maður nær ekki því sem kennarinn sagði bakkar maður bara. Ég hugs- aði með mér: Þetta er alveg brillj- ant. Mér hefði gengið miklu betur í menntaskóla ef ég hefði verið í svona kerfi,“ segir Einar. arhorn, byggja upp sögu og hvað best sé að leggja áherslu á við per- sónusköpun. „Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að skrifa einhvers konar skáldskap. Til dæmis byrjendur sem vilja leita ráða hjá einhverjum með meiri reynslu,“ segir Einar. Best að hætta þegar vel gengur Hann segist sjálfur hafa upp- götvað ýmislegt við undirbúning námskeiðsins sem hann hafði ekki gert sér grein fyrir að hann vissi og gæti miðlað áfram. „Þó maður sé kominn með þetta mikla reynslu er maður enn stundum að kljást við sömu vandamálin. Til dæmis í byrj- un allra verka gengur maður í gegnum krísutímabil þar sem mað- ur heldur að þetta sé ómögulegt hjá sér. En maður hefur lært hvernig hægt er að komast yfir það og láta það ekki stoppa sig,“ segir Einar. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, verður opnað fyrir skráningu í dag. Nám- skeiðið, sem fyrirtækið Frami býð- ur upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Einar hefur gefið út fjölda metsölu- bóka á síðustu 40 árum, meðal ann- ars skáldsöguna Þar sem djöflaeyj- an rís og Ofsa sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2008. Fyrir alla sem vilja skrifa „Það er auðvitað eitt og annað sem maður hefur lært við það að vera í þessu í 40 ár,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið. Hann segir námskeiðið koma inn á margar merkilegar hliðar bóka- skrifa, meðal annars sé farið yfir það hvernig best sé að velja sjón- Morgunblaðið/Ófeigur Reynslubolti Einar Kárason er einn vinsælasti rithöfundur landsins og hefur gefið út fjölda metsölubóka. Miðlar 40 ára reynslu  Einar Kárason kennir allt um bókaskrif á nýju námskeiði  „Mér hefði gengið betur í menntaskóla í svona kerfi“ „Hlutverk stjórn- ar lífeyrissjóðs- ins er að há- marka tekjur sjóðsins fyrir um- bjóðendur hans. Ég tel það vara- samt að utan- aðkomandi aðilar setji pressu á stjórnarmenn í málum sem lúta að einhverju öðru,“ segir Magnús Óli Ólafsson, formaður stjórnar Fé- lags atvinnurekenda og forstjóri heildverslunarinnar Innness hf., þegar leitað er álits hans á þeirri stöðu sem nú er uppi í stjórn Lífeyr- issjóðs verslunarmanna eftir að VR afturkallaði umboð sinna fjögurra stjórnarmanna og tilnefndi nýja. Félag atvinnurekenda skipar einn af fjórum fulltrúum vinnuveitenda í stjórn sjóðsins. Magnús Óli segist ekki þekkja það hvort VR sé heimilt að skipta út sínum fulltrúum með þessum hætti og segir erfitt fyrir sig að fara út í umræðu um ástæðu ákvörðunar stjórnar VR. „Ég skil að umræðan um vextina sé viðkvæm í ljósi þess að rætt var um það í síðustu kjara- samningum að stilla öllu í hóf,“ seg- ir hann. Hefur stífan ramma „Mér finnst það þó varasamt að utanaðkomandi aðilar séu að setja pressu á stjórnina í málum sem lúta að einhverju öðru en að ávaxta fjár- muni sjóðsins sem best. Fólkið sem þar starfar hefur stífan ramma og gerir sitt besta. Það þarf að búa því það umhverfi að það missi ekki ein- beitinguna í því sem það á að vera að gera. Þau fá gagnrýni fyrir það ef fjárfestingar heppnast ekki eða ávöxtun hefur ekki verið nægjan- leg þegar kemur að því að greiða úr sjóðnum,“ segir Magnús. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna er skipuð 8 fulltrúum, 4 frá VR og 4 frá vinnuveitendum. helgi@mbl.is Varasamt að pressa á stjórn Magnús Óli Ólafsson  Formaður FA segir að hlutverk LV sé að ávaxta fé sjóðsins sem best Tyrknesk stjórnvöld sendu íslenska utanríkisráðuneytinu beiðni um að karlalandslið Tyrklands í knatt- spyrnu fengi hraða vegabréfa- skoðun, öryggisfylgd frá Keflavík- urflugvelli á hótel liðsins og öryggisgæslu á hótelinu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umfjöllun á vef RÚV, sem beindi fyrirspurn til utanríkisráðu- neytisins um samskipti íslenskra og tyrkneskra stjórnvalda í tengslum við leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli 11. júní síðastlið- inn, sem olli minniháttar diplómat- ískum skærum á milli þjóðanna tveggja, sem komust í heimsfrétt- irnar. Beiðnin barst íslenskum stjórn- völdum 16. maí, samkvæmt svari ráðuneytisins til RÚV, en var ekki áframsend á lögreglu eða KSÍ fyrr en 27. maí. Utanríkisráðuneytið segir að tyrkneskum stjórnvöldum hafi verið ráðlagt að vera í sam- bandi við lögreglu og KSÍ varðandi öryggismál tyrkneska liðsins hér á landi. Þá segir ráðuneytið að „ör- yggisfylgd á borð við þá sem óskað var eftir“ sé „alla jafna ekki veitt“. Vildu fá öryggisfylgd frá Keflavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.