Morgunblaðið - 24.06.2019, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
Rólegheit Með sælgæti í poka og safa í flösku sátu þessir piltar í mestu makindum fyrir utan Austurver og virtu fyrir sér mannlífið. Rafmagnskassar eru einkar vel til slíkrar iðju fallnir.
Eggert
Stjórnmálamenn
eiga að fara vel með
það fé sem tekið er í
skatt af launafólki og
húseigendum. Í
Reykjavík hefur ver-
ið lögð sérstök
áhersla á að hækka
þessa skatta og sker
borgin sig úr öðrum
sveitarfélögum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Má segja að borg-
arstjórnarmeirihlutinn hafi náð
einstökum árangri í gjaldtöku á
flestum sviðum. Tekjur er því ekki
vandamálið. Kostnaður við rekstur
borgarinnar ætti að vera hag-
kvæmari en hjá minni sveitar-
félögum. Reyndin er önnur. Borg-
in er með miklu meiri kostnað á
íbúa samkvæmt samanburðar-
tölum hjá Sambandi sveitarfélaga.
Borgin hefur greitt milljarða í inn-
kaup án útboða, en miðað við út-
tekt innri endurskoðunar borg-
arinnar mætti spara allt að 22% í
stórum málaflokkum með útboð-
um. Vöxtur stjórnkerfisins hefur
farið fram úr öllum viðmiðunum
og nýtt skipurit sem tók gildi í
byrjun þessa mánaðar skilar eng-
um sparnaði. Borgin hefur greitt
fyrir byggingarrétt sem ekki er
nýttur. Borgin hefur greitt fyrir
aðstöðu einkaaðila í samkeppnis-
rekstri, jafnvel án fjárheimilda.
Ótrúlegast er þó að sjá þann sið
að greiða starfslokagreiðslur, en
það eru greiðslur umfram það sem
skylda er að greiða samkvæmt
samningum. Árið 2011 voru átta
milljónir greiddar umfram skyldu,
en 2018 var fjárhæðin komin upp í
rúmar 38 milljónir. Samtals
greiddi borgin yfir hundrað millj-
ónir 2011-2018 umfram samninga.
Þá eru ótaldar gríðarháar fjár-
hæðir í dótturfyrirtækjum borg-
arinnar en þar hefur verið farin sú
leið ítrekað að greiða starfsloka-
greiðslur umfram samninga.
Allt er þetta á sömu
bókina lært; borgin
borgar. Það virðist
vera að vinstri meiri-
hlutinn fallni og við-
reisti telji að þetta sé
í góðu lagi. En borgin
býr ekki til peninga,
heldur tekur þá með
sköttum og gjöldum af
fólkinu í borginni.
Borgurunum. Borg-
arbúar borga meira í
launaskatt til borg-
arinnar en til ríkisins. Meira en
þeir sem búa í nágrenni Reykja-
víkur. Fasteignaskattar á atvinnu-
húsnæði hækkuðu um 15% á þessu
ári. Að óbreyttu mun fasteignamat
hækka skatta á húsnæði í Reykja-
vík um 4,3% að jafnaði á næsta
ári. Langt umfram viðmið kjara-
samninga.
Akraneskaupstaður hefur
ákveðið að bregðast við þessu og
lækka álagninguna. Frá Reykjavík
heyrist ekki neitt, enda stefnan sú
að lækka ekki. Hér þarf að breyta
um kúrs. Sjálfstæðisflokkurinn í
borgarstjórn hefur ítrekað lagt til
að álögur minnki frá því sem nú
er. Þær tillögur hafa því miður
verið felldar. Sá plagsiður að
borgin borgi á að víkja fyrir því að
vel sé farið með skattfé borg-
aranna.
Nú þegar hagvaxtarskeiðið er
búið er enn mikilvægara en áður
að stilla gjöldum og sköttum í hóf.
Borgarbúar eiga það skilið.
» Sjálfstæðisflokkurinn
í borgarstjórn hefur
ítrekað lagt til að álögur
minnki frá því sem nú er.
Þær tillögur hafa því
miður verið felldar.
Eyþór Arnalds
Höfundur er oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn.
Borgarar borga
Eftir Eyþór Arnalds
Geta íslensku tung-
unnar til að aðlaga sig
og skapa nýyrði kemur
mér alltaf jafn
skemmtilega á óvart. Í
því samhengi vil ég
sérstaklega hrósa ný-
yrðasmiðnum sem datt
í hug að setja saman
orðið „hlaðvarp“ frem-
ur en að halda áfram
að notast við enska
tökuorðið „podcast“!
Íslenskur samstarfsfélagi minn
benti mér hins vegar á að orðið
„netöryggi“ nær ekki að fullnustu
utan um meiningu enska orðsins
„cybersecurity“. Að hennar mati
hljómar orðið „netöryggi“ fremur
eins og að ganga úr skugga um að
tölvupóstur manns virki og sé var-
inn, heldur en að auka viðnámsþrótt
og berjast gegn netárásum af hálfu
annarra ríkja.
Málvísindin eru einungis ein af
þeim áskorunum sem þarf að takast
á við þegar tæknibreytingar eiga
sér stað með svo örum hætti að
orðaforðinn nær ekki að þróast í
takt við þær, auk þessarar áskor-
unar er fjöldi annara efnislegra
nýrra ógna sem þarf að bregðast
við.
Nýlegasta dæmið um tækniþróun
sem krefst þess að við metum styrk
viðnámsþróttar okkar er 5G. Inn-
leiðing frá 4G til 5G verður alls ekki
smávægileg; heldur boðar hún
spennandi allsherjarbreytingu. Með
5G mun áður óséður fjöldi raftækja
geta tengst hvert öðru. Þessi um-
fangsmikla þróun nær allt frá sjálf-
keyrandi bifreiðum til heilbrigðis-
þjónustu, tilkoma 5G kemur því til
með að snerta líf okkar allra, og þá
sér í lagi í jafn sítengdum sam-
félögum eins og Íslandi.
Bandaríkin fagna tilkomu og út-
breiðslu 5G, en jafnframt vitum við
að tilkoman kann að
hafa í för með sér nýj-
ar ógnir fyrir lýðræð-
isleg samfélög og
markaðshagkerfi.
Það hefur borið á því
að kínversk tæknifyr-
irtæki hafi verið í frétt-
um undanfarið, það ber
þó að nefna að áhyggj-
ur Bandaríkjanna eru
stærri en hvað varðar
einstaka þjóðir og
fyrirtæki. Okkar
áhersla á öryggi og við-
námsþrótt dreifikerfisbúnaðar og
upplýsingakerfa 5G nær til hvers
fyrirtækis sem hefur orðið uppvíst
að óeðlilegum opinberum afskiptum,
eða hefur orðið uppvíst að illum
ásetningi hvað varðar aðkomu að
þessum upplýsingakerfum. Fram-
koma sem einkennist af ólögmætum
aðgerðum eða óheiðarlegri hegðun
veldur því að traust okkar gagnvart
þeim aðilum verður ekkert.
Robert Strayer, aðstoðarvara-
ráðherra málefna netöryggis, al-
þjóðlegra samskipta og upplýs-
ingastefnu, varaði nýlega við
fyrirtækjum sem hafa fengið fyrir-
skipanir frá stjórnlyndum ríkis-
stjórnum að starfa utan lagaramma
og að starfa á laun, gjarnan í sam-
starfi eða í þágu leyniþjónusta.
Bandaríkin styðja áhættumiðaða
nálgun þar sem þeir aðilar sem fara
með ákvörðunarvald taka þessar
staðreyndir inn í reikninginn og
stuðla þannig að vel upplýstri
ákvörðunartöku, bæði af hálfu yfir-
valda og fyrirtækja, er kemur að
5G. Þetta ýtir jafnframt undir getu
almennra borgara og neytenda til að
gera þessa aðila ábyrga fyrir því að
tryggja að upplýsingakerfi okkar
séu örugg, áreiðanleg og búi yfir
ríkum viðnámsþrótti.
Að búa vel í haginn í netöryggis-
málum skapar umhverfi sem laðar
að sér erlenda fjárfestingu, en fjár-
festar sem þessir leggja einmitt
mikla áherslu á fyrirsjáanleika og
stöðuleika. Það var einmitt fyrir
þessar sakir að netöryggismál voru
til umræðu á hinu fyrsta efnahags-
samráði Íslands og Bandaríkjanna í
Reykjavík fyrir skemmstu.
Netógnir eru ekki bundnar við
landamæri, í sítengdum heimi geta
áhrifin birst á heimsvísu, til að
mynda getur árás á tölvukerfi í
Kaliforníu í Bandaríkjunum haft
áhrif í Keflavík og öfugt. Vegna að-
ildar beggja ríkja að NATO og í ljósi
tvíhliða varnarsamnings Íslands og
Bandaríkjanna er það nauðsynlegt
að við undirstrikum mikilvægi þess
að viðhalda öruggum og áreiðan-
legum upplýsingakerfum.
Samvinna milli ríkja er und-
irstaða þess að geta stuðlað að stöð-
ugleika í netöryggismálum og þann-
ig getum við fyrirbyggt árásir áður
en þær eiga sér stað. Ásamt öðrum
bandamönum styðja bæði Bandarík-
in og Ísland regluverk sem á að ýta
undir ábyrga hegðun ríkja á netinu,
regluverk sem sækir sínar stoðir til
alþjóðlegra laga hvað málaflokkinn
varðar, sem og að fylgja vissum við-
miðum, og að áhersla sé lögð á það
að byggja upp traust meðal ríkja til
að fyrirbyggja misskilning eða stig-
magnandi viðbrögð.
Óháð því hvort vísað er til hug-
taksins á íslensku eða ensku, þá er
mikilvægi þess ótvírætt að vinir og
bandamenn séu á sömu blaðsíðu er
kemur að netöryggi.
Eftir Jill Esposito »Netógnir eru ekki
bundnar við landa-
mæri, í sítengdum
heimi geta áhrifin
birst á heimsvísu.
Jill Esposito
Höfundur er starfandi sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi.
Viðnámsþróttur vegna
nýrra áskorana