Morgunblaðið - 24.06.2019, Qupperneq 17
greiddum; öðruvísi en hinir
strákarnir. Kom líka í ljós að
hann var utan af landi. Hann úr
Súðavík, ég af Fellsströndinni.
Bjuggum báðir hjá eldra fólki.
Hann hjá afa og ömmu á Reyni-
mel. Þangað var oft rölt eftir
skólann og drukkin mjólk og
borðaðar jólakökur. Mikið af
því. Þar ræddum við málin í
þaula, pólitík. Atli gaf mér Bréf
til Láru og við lásum Bóndann í
Kreml. Við gengum í Æskulýðs-
fylkinguna saman og vorum
kosnir þar í stjórn í ÆFR. Atli
var í Lúðrasveit verkalýðsins.
Atli gat allt fannst mér. Var
sérstakur, öðruvísi, forn í máli,
sumpart gamall í háttum. Hann
var vel að sér í bókmenntum og
Ragnar í Smára sem bjó hinum
megin við götuna bar í hann
bækur. Atli varð snemma snjall
stílisti, skemmtilegur og gat
verið fyndinn. Sömuleiðis var
hann teiknari góður. Hann var
einn þeirra ungu manna sem
framtíðin blasti við brosandi
gott ef ekki hlæjandi. Þarna var
maður framtíðarinnar. Við
stjórnuðum málfundafélaginu í
gagnfræðaskólanum. Svo fórum
við í Menntaskólann í Reykjavík
sem við kölluðum yfirstéttarfa-
brikku.
Atli hjálpaði mér að flytja
þegar við Nína stofnuðum heim-
ili. Eftir það má segja að það
hafi lengst á milli okkar. Og þó.
Samt var það þannig að mér
fannst hann alltaf vera nálægt
mér. Við hittumst að vísu æ
sjaldnar. En ég vissi af honum.
Hann fékkst við blaðamennsku,
skrifaði fjölda bóka og vann að
merkilegum þýðingum. Þýddi á
íslensku nokkur verk heimsbók-
menntanna meðal annars bækur
eftir F. Scott Fitzgerald, Thom-
as Hardy, Joseph Conrad,
Theodore Dreiser, Virginiu Wo-
olf, Truman Capote og Fall kon-
ungs eftir Johannes V. Jensen.
Það kom mér aldrei á óvart, ég
vissi hvað hann gat.
Atli leit stundum inn í afmæl-
um og ég kom við hjá honum
nokkrum sinnum á Hverfisgötu;
þar var misjafnt um að litast.
En það var alltaf gott að hitta
hann: Svavar minn, hvað seg-
irðu elska? Fyrir fáeinum miss-
erum fórum við Grímur austur
á Kirkjubæjarklaustur að heim-
sækja Atla. Það var í desember.
Hvað var hann þá að gera nema
að þýða? Að þessu sinni kín-
verskt stórvirki úr ensku um
700 síður. Þrír fjórðu verksins
voru búnir þegar hann féll frá.
Það var lygilegt hvað hann gat,
stundum í trylltu kapphlaupi við
sjálfan Bakkus sem lætur ekk-
ert í friði ef hann nær undirtök-
unum, helvítið.
Með Atla kveð ég mikilvægan
hluta æsku minnar. Ég hefði
getað lent víðast hvar pólitískt;
við fundum saman ágæta braut
sem verður einhvern tímann
brotin á enda. Ég er þar enn og
verð uns yfir lýkur.
Samúðarkveðjur flytjum við
Guðrún og börnin Grími og fjöl-
skyldu hans, systkinum Atla og
öllum þeim sem þótti vænt um
hann. Samband Gríms við Atla
var sérstaklega fallegt.
Bless elska, hefði hann sagt
ef hann hefði vitað að hann væri
að kveðja. Ég hefði tekið undir
það og kveð með þeim orðum
æskuvin sem mér þótti vænt um
að ekki sé meira sagt.
Svavar Gestsson.
Ég minnist þess að hafa verið
stödd utan þjónustusvæðis án
símasambands þegar síminn
hringir skyndilega og á línunni
þessi hlýja og um leið hrjúfa
rödd, eins og kallandi úr
fjarska: Elsku Soffía mín, þetta
er hann Atli, vinur þinn. Þessi
rödd er enn hér, þessi minning
sterk og lýsandi fyrir Atla
Magnússon þýðanda, fyrrum
tengdaföður og vin minn. Hann
var einstaklega fróður, hlýr og
eftirminnilegur maður og náði
einmitt sambandi utan þjón-
ustusvæðis, byggði heima úr
tungum. Við töluðum lengi sam-
an og þegar hann kvaddi þá
blessaði hann mig alltaf, bað
fyrir góðum kveðjum og ávallt
bað hann Guð að vernda mig og
mína. Mér þótti og þykir óskap-
lega vænt um Atla. Ég kynntist
honum fyrst 18 ára og hann tók
mér sem væri ég hans eigin
dóttir, síðar varð hann afi Em-
ils, sonar míns. Atli var hafsjór
af fróðleik og visku. Alvöru
skáldskaparmaður og hann
skólaði mig svolítið til í literatúr
sem hann hafði djúpa og næma
þekkingu á. Svo djúpa að sjald-
gæft þykir og missirinn úr
heiminum er stór. Við áttum
margar góðar stundir á árum
áður að leiða hugann sposk um
flæði tilverunnar. Það bjó mikil
kímni í Atla og einnig djúpur
tregi. Hann brosti fallega og
hann grét fallega. Reglulega
spáði hann fyrir mér í forn spá-
spil, hann las drauma og kunni
örugglega öll heimsins tungu-
mál. Seinni árin hittumst við æ
sjaldnar en við áttum okkar
góðu samtöl í síma af og til og
alltaf sendi hann mér þýðingar
sínar og börnunum bækur í
pósti. Nú sé ég óskaplega eftir
því að hafa ekki verið í meira
sambandi síðustu árin. En ég
vissi að við yrðum alltaf vinir
sama hvert lífið færi með okkur.
Mér finnst ég rík og einstaklega
heppin að hafa eignast svo góð-
an vin í Atla sem kenndi mér að
skáldskapur er undirstaða,
heimurinn sjálfur. Ég er þakk-
lát og fyrst og fremst langar
mig að segja takk fyrir vinátt-
una og vona að orðin berist hon-
um yfir fagurt limgerðið.
Ég sendi Grími og Helgu
Völu mínar dýpstu samúðar-
kveðjur og einnig elsku Unni
Ragnarsdóttur, fyrrum sam-
býliskonu Atla og ömmu Emils
míns, en hún á svo sannarlega
ríkan þátt í því dýrmæta sam-
bandi sem myndaðist í upphafi
þegar við kynntumst fyrst.
Heimurinn hefur misst stór-
kostlegan skáldskaparmann. Ég
vona samt að Atli verði áfram í
sambandi utan þjónustusvæðis
að blessa brýr milli heima.
Ég kveð Atla, vin minn, með
söknuði og ljóði eftir skáldkon-
una Ólöfu frá Hlöðum:
Tárin
Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum)
Soffía Bjarnadóttir.
Atli Magnússon var maður
hógvær og lítillátur, hlýr og vin-
gjarnlegur, kurteis og tillits-
samur. Hann miklaðist aldrei af
neinu og lagði ekki illt orð til
nokkurs manns. Lífið lék ekki
alltaf við þennan góða dreng en
það varð ekki til að draga úr
lífsþorsta hans og eðlislægu
glaðlyndi. Góðlegur og sposkur
andlitssvipur Atla endurspegl-
aði hans innri mann.
Ég heyrði frá gömlum skóla-
bræðrum Atla að hann hefði
verið róttækur byltingarsinni á
yngri árum. Erfitt var að sam-
sama það þeim milda og orð-
vara manni sem ég þekkti. Sá
Atli var íhaldsmaður af gamla
skólanum með sterka réttlæt-
iskennd og ríka samúð með
málleysingjum og þeim sem eru
minni máttar.
Ég vissi af Atla þegar við
vorum báðir í blaðamennsku,
hann á Tímanum og ég á Morg-
unblaðinu. Síðar áttum við það
sameiginlegt að ritstýra nokkr-
um árgöngum af Sjómanna-
dagsblaðinu. Við kynntumst þó
ekki fyrr en ég stofnaði bókaút-
gáfuna Uglu og vantaði þýð-
anda. Eftir það vorum við í
góðu sambandi þar til yfir lauk
eða um fimmtán ára skeið.
Ugla gaf meðal annars út
þessar bækur í þýðingu Atla:
Silas Marner eftir George
Eliot, Borgarstjórann í Caster-
bridge eftir Thomas Hardy,
Hið rauða tákn hugprýðinnar
eftir Stephen Crane, Leynier-
indrekann eftir Joseph Conrad,
Mrs. Dalloway eftir Virginiu
Woolf, Hinn mikli Gatsby eftir
F. Scott Fitzgerald og Ungfrú
Einmana eftir Nathaniel West.
Áður hafði Atli m.a. þýtt eft-
irtalin verk: Carrie systir eftir
Theodore Dreiser, Fall kon-
ungs eftir Johannes V. Jensen,
Nóttin blíð eftir F. Scott Fitz-
gerald, Nostromo og Meistari
Jim eftir Joseph Conrad, Vand-
ræðaskáld: ævi Richards Sa-
vage eftir Samuel Johnson,
Ævintýri Artúrs Gordons Pym
eftir Edgar Allan Poe og tvö
smásagnasöfn eftir Truman Ca-
pote.
Öll þessi verk teljast til
heimsbókmennta. Sjálfur hafði
Atli frumkvæði að þýðingu
flestra þeirra og er nokkuð víst
að fæst þeirra væru til í ís-
lenskum þýðingum ef Atla hefði
ekki notið við. Er óhætt að
segja að með bókmenntaþýð-
ingum sínum hafi Atli Magn-
ússon unnið menningarlegt af-
reksverk.
Síðustu árin vann Atli að
þýðingu á kínverskum fornald-
arsögum að frumkvæði bróður
síns. Auðnaðist honum ekki að
ljúka því stórvirki, en það er
jafnan gefið út í fjórum bindum.
Atli var félagslyndur að eðl-
isfari og hafði gaman af því að
spjalla. Hann var margfróður
og víðlesinn, auk þess sem hann
hafði áhuga á ýmsu kúnstugu
og skrýtnu, svo sem kínverskri
stjörnuspeki. Víðfeðmt áhuga-
svið hans endurspeglaðist í
blaðamennsku hans en líka í
bókunum sem hann skrifaði:
ævisögu grasalæknis, ævisögu
glímukappa og hestabónda,
ævisögu skipherra og sögu
lúðrasveita á Íslandi.
Mesta ánægju hafði Atli af
því að ræða um bókmenntir.
Eftirlætishöfundar hans voru
frá síðari hluta 19. aldar og
fyrri hluta 20. aldar og þýddi
hann bækur margra þeirra. Þá
hafði hann enska bókmennta-
jöfurinn Samuel Johnson í há-
vegum. Oft töluðum við um að
gaman væri að þýða meira eftir
dr. Johnson en Vandræðaskáld-
ið og jafnvel ævisögu Boswells.
Blessuð sé minning Atla
Magnússonar.
Jakob F. Ásgeirsson.
Við Atli Magnússon vorum
fæddir 1944. Hann var rúmum
mánuði eldri en ég, og mér
fremri að þroska í flestu, ef
djasstónlist er undanskilin.
Snemma fór hann að þenja bás-
únu í Lúðrasveit verkalýðsins.
Á Sámsstöðum í Fljótshlíð hafði
fóstursonur Klemenzar korn-
bónda, Þórir Guðmundsson,
kennt mér að hlusta á djass,
lesa Íslendingasögur og kasta
kúlu. Var fræðari minn átta ár-
um eldri en ég. Faðir minn
hafði verið héraðslæknir í Bol-
ungarvík og þangað kom Stefán
Pálsson, tannlæknir, til að gera
við tennur þorpsbúa. Hann bjó í
læknisbústaðnum og spjallaði
oft á síðkvöldum við mig, þá tíu
ára, og turnaðist ég til þjóð-
varnarmennsku og varð líklega
fyrsti þjóðvarnarmaður þorps-
ins.
Kominn til Reykjavíkur lá
leiðin í Gagnfræðaskóla Hring-
brautar í Jóns Loftssonar hús-
inu og fyrsta veturinn varð ég
samferða Atla heim úr skóla
nær daglega. Hann bjó hjá afa
sínum og ömmu við Reynimel,
en ég í foreldrahúsum við Forn-
haga. Gengum við oft gegnum
braggahverfið „Kamp Nox“ til
að stytta okkur leið. Þarna
eignaðist ég þriðja læriföður-
inn, einn þann áhrifamesta og
svo sannarlega þann yngsta á
ævinni. Atli var sannfærður
sósíalisti. Á leið heim úr skóla
skýrði hann fyrir mér grund-
vallaratriði marxismans. „Kamp
Nox“ var dæmi um stjórnar-
hætti auðvaldsins. Hann fékk
mig til að lesa Þórberg og Lax-
ness og fyrir skólaslit var ég
orðinn sannfærður sósíalisti.
Svavar Gestsson var einnig í
þessum árgangi í Gagnfræða-
skólanum við Hringbraut,
sessunautur Atla, en ég kynnt-
ist honum ekkert þennan vetur.
Hann bjó við Öldugötu og gekk
aðra leið heim.
Í landsprófinu við Vonar-
stræti var sterkur hópur sósíal-
ista með Atla, Svavar, Maríu
Kristjánsdóttur og Hrefnu
Kristmansdóttur í forustusveit-
inni. Tekist var hart á við
Heimdellingana á málfundum
og leshringir sóttir í Tjarnar-
götu 20. Það þurfti tvo meðmæl-
endur til að verða félagi í
Æskulýðsfylkingunni og mínir
voru ekki af verri endanum: Atli
Magnússon og Hrefna Krist-
mannsdóttir.
Atli var rólegur í fasi en
mælskur og fastur fyrir. „Elsk-
an mín, gaman að hitta þig,“
voru jafnan ávarpsorðin og svo
var ævina út þó samverustund-
unum fækkaði er á leið. Ég
þvældist víða um land og þegar
ég kom til höfuðborgarinnar að
nýju var Atli horfinn af Fylk-
ingarloftinu, en því meira fór
fyrir honum í bílskúrnum við
Tjarnargötu 20, þar sem Lúðra-
sveit verkalýðsins æfði. Jafnan
þegar erlendar sendinefndir
sóttu Fylkinguna heim raðaði
Atli hljómsveitinni upp og hún
blés Nallann og ýmis önnur
verkalýðslög. Mér er sagt að
þegar sveitin heimsótti Austur-
Þýskaland og lék ásamt fjölda
annarra lúðrasveita hafi enginn
stillt jafn fagurlega til mars-
eringa og Atli.
Er við vorum komnir til vits
og ára hittumst við helst á öld-
urhúsum og voru þær stundir
minnisstæðar því Atli var sam-
ræðusnillingur og launfyndinn,
en því miður lék Bakkus hann
stundum grátt einsog margan
manninn, en höfuðverk hans,
þýðingarnar, voru mikil að vöxt-
um og gæðum; og svo bókin
ómissandi um sögu íslenskra
lúðrasveita: „Skært lúðrar
hljóma.“
Atla þakka ég uppfræðsluna
og sendi fólkinu hans kveðjur.
Vernharður Linnet.
Atli Magnússon er látinn.
Hans er sárt saknað. Hann var
mentor minn þegar ég var að
stíga fyrstu skref mín í blaða-
mennsku og betri kennara hefði
ég ekki getað kosið. Atli hafði
allt til að bera sem prýða má
einn mann, mest af lýðum bar
hann. Leiftrandi gáfur, húmor
og mannúð einkenndu þennan
góða dreng þó stundum hafi
gefið á bátinn eins hjá öllum
mönnum. Skip hans er í höfn,
siglingunni lokið. Ég segi takk.
Jón Ársæll Þórðarson.
Kveðja frá
Lúðrasveit verkalýðsins
Það mun hafa verið snemma
árs 1963 sem ungur maður með
básúnu í farteskinu mætti á sína
fyrstu æfingu hjá Lúðrasveit
verkalýðsins. Fáir af þeim sem
þá spiluðu með sveitinni eru til
frásagnar; heimildin er fundar-
gerðabók félagsins. Á þessum
árum var starf LV stöðugt
strögl og sveitin sífellt á hrak-
hólum með húsnæði. Tíu ár
voru liðin frá stofnun og sveitin
rétt að slíta barnsskónum.
Ungi maðurinn hét Atli
Magnússon og var fljótlega
treyst til stórra verka í þágu
sveitarinnar. Formaður varð
hann árið 1965 og gegndi því
embætti til ársins 1970 og svo
aftur árin 1974-1978. Fjölmörg-
um öðrum trúnaðarstörfum
gegndi hann fyrir LV allt þar til
hann hætti að leika með sveit-
inni árið 1989.
Þegar valdir voru fyrstu
heiðursfélagar LV á árinu 1989
var nafn Atla að sjálfsögðu þar
á meðal. Atli hafði lagt gjörva
hönd á plóg við uppbyggingu
sveitarinnar og bar alla tíð hag
hennar sér fyrir brjósti. Mörg
voru verkin sem þurfti að vinna
og Atli lá ekki á liði sínu.
Eitt er það verk sem eftir
Atla liggur og er algerlega
ómetanlegt. Atli tók saman og
bjó til útgáfu sögu lúðrasveita á
Íslandi og náði að koma verkinu
á prent árið 1984. Skært lúðrar
hljóma heitir stórvirkið og geta
íslenskar lúðrasveitir þakkað
Atla þrautseigju við varðveislu
og skráningu sögu þeirra. Atli
var afskaplega skemmtilegur
penni og sem betur fer hafa
varðveist ýmis ávörp hans á að-
alfundum sveitarinnar. Þar fer
Atli á kostum. Jafnframt skín
þar í gegn ást hans á lúðrasveit-
inni og metnaður fyrir starfi
hennar.
Eftir að hljóðfærið var lagt á
hilluna mætti Atli bæði á fundi
og tónleika og brýndi þá áfram
sem tóku við keflinu. Ekki þarf
að fara lengra aftur en tæpt ár
til að rifja upp símtöl frá Atla,
sem taldi það mikla ósvinnu að
LV hefði ekki verið ráðin til að
spila á þingfundi á Þingvöllum.
Hringdi hann í mörg okkar í
sveitinni auk þess að láta
stjórnsýsluna vita af óánægju
sinni. Þarna er Atla rétt lýst,
hann var maður með sterka
réttlætiskennd og afar hollur
sínum félögum í LV.
Því miður stríddi Atli við
heilsubrest hin seinni ár og sást
því æ sjaldnar á tónleikum LV.
Þó fengum við notið hans nær-
veru þegar sveitin hélt upp á 60
ára afmæli sitt árið 2013. Með
góðra manna hjálp komst Atli á
þann fögnuð í hjólastól og naut í
hvívetna samverunnar með sín-
um gömlu félögum. Atla var
ávallt mikið í mun að sveitin
hans kæmi fram á virðulegan
hátt og lagði mikið upp úr vel
pressuðum búningum og góðum
fatnaði almennt. Þegar vel tókst
til í þessu efni var enginn
ánægðari en Atli. Margir eldri
félagar LV muna þá stund
glöggt er LV marseraði í fyrsta
skipti í sexfaldri röð í skrúð-
göngu í A-Þýskalandi. Þá gladd-
ist
Atli innilega og rifjaði síðar
oft upp með mikilli ánægju.
Lúðrasveit verkalýðsins
stendur í þakkarskuld við menn
eins og Atla Magnússon sem
með óeigingjörnu starfi sínu
lögðu hornstein að kraftmiklu
starfi sveitarinnar í dag. Við
vottum fjölskyldu Atla okkar
innilegustu samúð. Blessuð sé
minning Atla Magnússonar.
Fyrir hönd LV,
Eggert Jónasson.
Kveðja frá Sambandi
íslenskra lúðrasveita
Í dag er borinn til grafar Atli
Magnússon.
Atli sat tvö tímabil í stjórn
SÍL, frá 1969-1971 og svo aftur
1980-1985 þegar ráðist var í að
skrifa sögu lúðrasveita á Ís-
landi. Atli tók það að sér og eft-
ir mikla vinnu og grúsk kom út
bókin Skært lúðrar hljóma árið
1984. Einstök og ómetanleg
bók, ekki bara fyrir íslenskar
lúðrasveitir heldur einnig fyrir
menningu okkar.
Atli sýndi þessu verki mikla
virðingu og alúð eins og honum
var einum lagið.
Atli á miklar þakkir skildar
frá íslenskum lúðrasveitum fyr-
ir sitt framlag. Þáttur hans í
varðveislu og skráningu á sögu
lúðrasveita á Íslandi er ómet-
anlegur og verður Atla minnst
sem eins af lykilmönnum Sam-
bands íslenskra lúðrasveita.
Stjórn SÍL sendir ættingjum
Atla innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Páll Pálsson,
formaður SÍL.
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
BÖÐVAR JÓNSSON
málarameistari,
Miðtúni 7,
lést 19. júní á gjörgæsludeild
Landspítalans.
Útför hans fer fram frá Háteigskirkju
föstudaginn 28. júní klukkan 13.
Jón Einar Böðvarsson Bozena Zofia Tabaka
Björn Böðvarsson
Árni Böðvarsson
Ástkær systir okkar,
HREFNA HANNESDÓTTIR,
Sautjándajúnítorgi 5 í Garðabæ,
er látin.
Heimir Hannesson
Sigríður J. Hannesdóttir
Gerður Hannesdóttir
Elsku hjartans dóttir okkar, systir
og frænka,
ARNA SVEINSDÓTTIR,
Hátúni 4 og Flókagötu 67,
Reykjavík,
lést laugardaginn 15. júní á líknardeild
Landspítalans. Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 25. júní klukkan 15.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Specialisterne á
Íslandi, reikningsnr. 0512-14-402193, kt. 650210-1900.
Erna Valsdóttir Sveinn Skúlason
Skúli Sveinsson Sigríður Hrund Guðmundsd.
Brynjar Sveinsson
og bróðurbörn