Morgunblaðið - 24.06.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.06.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019 ✝ Sævar Rós-mann Arn- grímsson fæddist í Reykjavík 13. júní 1950. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. júní 2019. Hann var kjör- sonur Arngríms Vídalíns Guð- mundssonar, f. 29. sept. 1901, d. 7. des. 1985, og Úlfhildar Ólafs- dóttur, f. 12. jan. 1910, d. 13. júlí 1979. Systir hans er Ólöf Sigríður Arngrímsdóttir, f. 7. febrúar 1953. Foreldrar Sævars voru Steingrímur Snædal Guð- brandsson, f. 18. júní 1928, d. 5. janúar 1976, og María Erna Hjálmarsdóttir, f. 4. febrúar 1930, d. 9. nóvember 1999. Sævar eftirlifandi eiginkonu sinni, Erlu Þorleifsdóttur, f. 19. ágúst 1952 í Reykjavík. Þau eignuðust tvær dætur. 1) Arn- dís Úlfhildur Sævarsdóttir, f. 13. febrúar 1972, maki Páll Valdimarsson, f. 29.9. 1969, börn þeirra eru Sævar, f. 7.12. 1993, og Eydís María, f. 15.3. 1998. 2) Bryndís Mjöll Sævars- dóttir, f. 6. desember 1977, son- ur hennar er Birkir Örn Bald- vinsson, f. 30.6. 2005. Sævar lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Kópavogs 1967. Eftir gagnfræðaskóla hóf Sævar störf hjá Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík, þaðan í fram- leiðslu hjá Emmessís. Hóf nám í mjólkurfræði í september 1981. Var í Dalum Tekniske Skole í Óðinsvéum í Danmörku. Lauk námi þar apríl/maí 1985. Starfaði hjá Emmessís að námi loknu sem mjólkurfræðingur og sem framleiðslustjóri frá september 1986 til ársins 2008. Síðustu árin vann hann sem leigubílstjóri hjá BSR. Útförin fer fram frá Grens- áskirkju í dag, 24. júní 2019, klukkan 13. Alsystkin: Mar- grét Steingríms- dóttir, f. 7. maí 1949. Samfeðra systkin: María Dröfn Steingríms- dóttir, f. 19. októ- ber 1965. Gunnar Þorsteinn Stein- grímsson, f. 7. des- ember 1966. Ind- íana Steingrímsdóttir, f. 21. september 1968. Sammæðra systkin: Helgi Sævar Sveinsson, f. 13. nóvember 1953, d. 5. október 2017. Frímann Sveins- son, f. 9. apríl 1955. Hafdís Sveinsdóttir, f. 5. júní 1956. Sigríður Ólafía Sveinsdóttir, f. 18. apríl 1962. Erna Arnórs- dóttir, f. 23. nóvember 1966. Hulda Arnórsdóttir, f. 12. mars 1968. 3. september 1971 kvæntist Að kveðja þig, elsku pabbi, var ekki það sem ég bjóst við að þurfa að gera næstum því strax. Þetta er svo óraunverulegt, ég trúi því ekki ennþá að þú sért ekki til staðar. Það er svo margt sem fer í gegnum hugann þegar ég sit og fer yfir það sem mig langar til að skrifa en tárin hafa yfirhöndina. Þú varst ekki bara pabbi minn, þú varst vinur minn, þú varst kennarinn minn, þú varst kletturinn minn. Ég hélt í höndina á þér þegar þú kvaddir þennan heim. Þessi styrka hönd sem hefur haldið í mína, gætt mín og leiðbeint mér í gegnum lífið hefur kvatt mig. Minningarnar eru okkar og ég mun deila þeim og varðveita þær í hjarta mínu. Ég elska þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Bryndís Mjöll Sævarsdóttir. Elsku pabbi minn, mikið rosa- lega sakna ég þín. Við sem áttum svo margar skemmtilegar stund- ir saman, við sem gátum alltaf fíflast hvort í öðru, sem okkur þótti nú ekki leiðinlegt og ég á eftir að sakna þess mikið. Þú varst ekki bara pabbi minn held- ur góður vinur og þú gerðir allt fyrir stóru stelpuna þína. Ég gat alltaf leitað til þín hvenær sem var og út af hverju sem var. Minningarnar um þig mun ég ávallt varðveita og geyma í hjarta mínu. Takk, pabbi minn, fyrir allar þessar góðu stundir sem við áttum saman. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég elska þig. Þín Arndís Úlfhildur. Mikið er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst þér, Sævar, þú varst alltaf til staðar fyrir mig og varst líka mín föðurímynd. Allar okkar góðu stundir mun ég varðveita. Þinn tengdasonur, Páll. Ég sakna þín, elsku afi. Kveðja, Birkir Örn. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég sakna þín. Þinn Sævar. Það var á tímum bítlaæðisins í byrjun sjöunda áratugarins sem Erla frænka kom eitt sumarið með Sævar sinn í sveitina. Á Brimnesi voru afi og amma, hundarnir, kýrnar, kindurnar og jú, allt frændfólkið. Þangað vildi Erla komast öll sumur. Hér eftir kom Erla ekki ein lengur. Nú voru það Erla og Sævar og þannig var það alltaf frá ég var lítill polli. Sævar varð um leið hluti af stórfjölskyldunni og allir elskuðu þennan geðgóða og skemmtilega karl. En það var meira. Hann var „ískóngurinn“ hjá okkur krökkunum. Hann vann nefnilega hjá Emmess og þess fengum við að njóta. Þegar Arndís var send í sveitina, sem var hefð í stórfjölskyldunni og hluti af því að koma borgar- börnunum til „manns“, þá bætt- ist Brimnes inn í dreifikerfi Em- mess-bílsins á sumarhringferð um landið. En það var ekki Bítlamaður sem Erla frænka fann. Sævar var maður Elvis Presley, amer- ískra bíla og kántrítónlistar og í þá daga var opnuð flaska af Martini Bianco á góðu kvöldi. Margar stundirnar voru í bíl- skúrnum við að bóna bílinn eða gera við. Þangað var alltaf gam- an að kíkja til að spjalla. Það var flottur stíll á karlinum og alltaf gaman að hitta hann. Margar voru vídeómyndirnar sem ég horfði á sem unglingur í sófanum hjá Sævari. Þar voru að sjálf- sögðu amerískar bíla- og trukka- myndir, slagsmálamyndir. Mig minnir að uppáhaldið hafi verið Bruce Lee-karatemyndirnar. Þegar ég fór suður í fram- haldsskóla varð ég heimagangur á heimili þeirra Erlu og Sævars. Fyrst var það í Kópavognum og svo í mörg ár á Kjalarnesinu. Mér leið velkomnum og það var alltaf gott að koma til þeirra. Á þeim árum bjó Elín móðir Erlu hjá þeim og gerði alla tíð frá því. Hún var föðursystir mín, önd- vegiskona sem hugsaði vel um sína. Sævar bjó í sannkölluðu kvennaveldi með eiginkonu, tengdó og dætrum og á gest- kvæmu heimili. Það var fjölmenn stórfjölskylda sem fylgdi Erlu. Oft dáðist ég að því í gamla daga hversu mikið jafnaðargeð Sævar hafði með allt þetta fjölmenni. Í dag er auðvelt að sjá hversu mikill gæfumaður hann var að finna Erlu sína og hún að finna hann. Ég náði að hitta Sævar deg- inum áður en hann lést. Það var gott að fá að sitja aðeins hjá hon- um. Það voru einungis fáir dagar liðnir frá því að hann hafði veikst og greinst með krabbamein. Það er ekkert sjálfgefið í lífinu, en einhvernveginn gengur maður alltaf út frá að fólk fái að verða gamalt og það sé nægur tími. Sævar fór frá okkur alltof snemma. Hann skilur eftir góðar minningar. Það verður öðruvísi að koma í kaffi í Mosó og Sævar ekki við eldhúsborðið eða í sóf- anum með sinn einstaka húmor og jákvæðni. Að ferðalokum þakkar maður kynnin og stundirnar saman. Hugurinn er hjá Erlu, Arndísi, Bryndísi og fjölskyldum þeirra. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Steinn Hrútur Eiríksson. Maður áttar sig ekki alltaf á því hversu nærri manni fólk stendur fyrr en ævin er á enda runninn. Nú er komið að enda- lokunum hjá Sævari. Ég fer fyrst að muna eftir Sævari á Kjalarnesinu. Þær minningar snúa mest að því að horfa á Tomma og Jenna á VHS- spólu og það var horft aftur og aftur. Hann var mikill bílakarl og ég held að ég muni eftir græna Sunbeam-inum fyrst, hugsanlega er það þá bara í gegnum myndir. Svo var það Co- metinn, en hann var bæði gulur og svo seinna svartur. Mikið sem mér fannst það flottur bíll. Seinna komu svo Dodge Aries, einn rauður og annar blár. Fleiri bíla ætla ég ekki að nefna sem ég man eftir en alltaf voru þeir amerískir! Aldrei minna en einn í hvert sinn, stundum fleiri. Sævar, Erla og amma komu yfirleitt í sveitina á sumrin í ein- hvern tíma og karlinn var mætt- ur á vélarnar, það var alltaf nóg að gera, hvort sem það var að vinna á vélunum í heyskap eða viðgerðir á kvöldin. Það er svo í Arnartanganum þegar ég fer að koma í skúrinn með Þorgeiri bróður að maður fer að sjá hversu velkominn maður er. Alltaf var pláss í skúrnum eða hægt að finna pláss. Heilu helg- arnar voru oft undirlagðar í ýmis verkefni. Þegar ég eignaðist bíl var gráupplagt að fara í skúrinn um helgar að dunda eitthvað, bóna, gera við, skipta um olíu eða hvað sem það nú var sem lá fyrir, maður fann sér eitthvað. Í eitt skiptið er ég ekkert viss um að hann hafi verið sérstaklega ánægður þótt hann hafi ekki sýnt það en þá hafði ég hellt olíu yfir bílskúrsgólfið og yfir stígvél- in sem hann átti eftir misheppn- aðan frágang á olíu. Maður vildi nú gefa eitthvað af sér líka og hjálpaði ég til með ýmislegt, sérstaklega man ég eftir því þegar að þau tóku þak- kantinn og ég var eitthvað að að- stoða við það. Eitt af verkefn- unum var að saga til í þakskeggið og eðlilega voru ein- hverjar ákveðnar lengdir sem við vorum að vinna með. Það var ýmislegt rætt en einu skilaboðin eða skipanirnar voru frá Sævari, „lengja um einn milla“, „stytta um einn milla“, samvinnan gekk vel þar eins og annars staðar á milli okkar. Ég, eins og margir aðrir í fjöl- skyldunni fór að vinna í Em- messís. Það var góður tími. Ég fór að vinna í pökkuninni síðla árs 1996 og fram á sumar 1997, eða á meðan ég var að bíða eftir að komast í flugvirkjaskólann í Danmörku. Ég byrjaði í pökk- uninni en einhvern veginn kom það til að ég fékk að vera pinna- vélastjóri um sumarið 1997. Mér fannst hann sýna mér mikið traust með því að gera mig að pinnavélastjóra, ég held að ég hafi staðið mig vel, allavega man ég ekki til að hann hafi nokkurn tímann gert neina athugasemd við störf mín og samstarfið okk- ar gekk vel. Ekki má gleyma ferðinni á leik í Meistaradeild- inni á Old Trafford, Staðan 1-1 og við á besta stað. Það var held- ur betur skemmtileg ferð. Það verður ekki fleira að sinni þótt af mörgu sé að taka. Hvíl í friði karlinn minn og takk fyrir mig! Elsku Erla, Arndís, Bryndís og fjölskyldur. Við sendum okk- ar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnar Bjarnason, Helena, Victoría, Alexandra og Baddi. Sævar R. Arngrímsson ✝ Bára RebekkaSigurjónsdóttir fæddist á Skinnum í Þykkvabæ 25. júlí 1937. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 14. júní 2019. Foreldrar Báru voru Pálína Kristín Jónsdóttir, f. 16. september 1907, d. 21. júní 1980, og Sigurjón Helgi Guðlaugsson, f. Jón Rúnar Hartmannsson, f. 28.11. 1957. Oddur og Bára eignuðust saman þrjú börn, þau eru 2) Unnsteinn Gísli, f. 6.3. 1960, maki Þórdís Sigríður Hannesdóttir, barn þeirra er Oddur Þór en fyrir átti Þórdís Ólaf Frey, Kára Þór og Ingunni Freyju, 3) Linda Kristín, f. 13.ágúst 1961, maki Sigmar Eð- varðsson, saman eiga þau Otta Rafn, Elvu Rut og Lilju Ósk, 4) Sigdís Hrund, f. 29.7. 1975, maki Viðar Már Þorsteinsson, fyrir átti Sigdís Dagbjörtu Lind, Þröst Fannar og Báru Ósk. Bára verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, 24.6. 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. 29. september, 1900, d. 4. jan. 1976. Bára var eina barn foreldra sinna, en á Skinn- um ólst einnig upp Sonja Huld Ólafs- dóttir, f. 20. októ- ber 1943, d. 7. september 2016. Bára giftist Oddi Daníelssyni 17. júní 1960. Fyrir átti Bára 1) Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson) Sigdís. Það var bjartur morgunn um sólstöður sem mamma (tengda- mamma) yfirgaf jarðvist sína og hélt á fund forfeðra sinna. Vorið var hennar uppáhalds- árstími, þegar sólarlagið er hvað fegurst á Kársnesinu en þar bjuggu mamma og pabbi allan sinn búskap en þau voru ein af frumbyggjum Kópavogs. Mamma átti ýmis áhugamál í gegnum lífið eins og handavinnu, garðrækt, ferðalög, ættfræði og margt fleira. Fyrstu minningar mínar voru handverkin hennar og liggja eftir hana falleg og vönduð útsaums- verk og garður foreldra minna var ætíð vel hirtur og fallegur. Mamma og pabbi voru ólöt að ferðast á rússajeppanum mörg sumur og var farið víða á þeim tíma, mamma neitaði að fara í „grútarferðir“ og átti hún þá við að gista í tjaldi og því kom fram- byggði rússajeppinn til sögunnar sem pabbi innréttaði sem húsbíl. Síðustu áratugina áttu ferða- lög, aðallega um landið okkar, hug hennar allan en hún blandaði ætíð saman útivist og sögu, þá var grúskað yfir veturinn í fróðleik um þjóðleiðir, verbúðir, heiðarbýli svo eitthvað sé nefnt. Sumarið var síð- an notað til að heimsækja þessa staði og teknar myndir og skrif- aðar lýsingar á staðháttum og var hún heppin að eiga góða vini sem hún gat deilt þessum áhugamálum sínum með. Mamma var mikil baráttukona um verndun náttúru og lét sig ekki vanta ef grípa þurfti til að- gerða á þeim vettvangi, t.d. stóð hún vörð með Hraunavinum um verndun Gálgahrauns. Mamma hafði sterkar skoðanir og var óhrædd að láta þær í ljós. Eitt af áhugamálum mömmu var varðveisla eldri muna úr dag- legu lífi alþýðufólks og er það mér í fersku minni þegar farið var með okkur systkinin norður á Strandir til að safna ýmsum hlutum til að setja í baðstofuna heima sem pabbi hafði innréttað haganlega á Kársnesbrautinni. Eftir andlát pabba var mamma dugleg að við- halda eignum sínum á Kársnes- brautinni og bernskuheimili henn- ar Skinnum í Þykkvabæ. Mamma var fylgin sér, með ríka réttlætiskennd og mikill dugnaðarforkur til allra verka svo að okkur systkinum var oft nóg boðið. Alltaf var hún hress og kát og stutt í hláturinn hjá henni sem gat verið ansi smitandi. Mamma var frumkvöðull í um- hverfismálum, hún fór mjög vel með alla hluti, endurnýtti og var hófsöm, það var ekkert bruðl á því heimili en allt sem var keypt var ætíð af bestu gerð og ekkert til sparað. Elsku mamma, tengdamamma, takk fyrir allt og Guð geymi þig. Unnsteinn og Þórdís. Bára var hluti af lífi okkar í rúm 20 ár. Við kynntumst í Sjálfboða- liðasamtökum um náttúruvernd þegar hún fór að koma í vinnu- ferðir með félaginu 1997. Á þess- um árum var mest unnið á Vest- fjörðum. Þar var hafinn undirbúningur fyrir aukinn ferða- mannastraum, t.d. með því að velja bestu leiðirnar.Við gerðum göngustíga, hlóðum vörður og settum niður stikur. Oft voru þetta erfið verk en sannarlega þess virði að vinna. Bára var mjög dugleg og kraftmikil í þessum ferðum. Nokkrum sinnum fórum við líka með Skógræktinni til Nor- egs í fræðslu- og vinnuferðir. Seinna fórum við vinkonurnar að ferðast á eigin vegum. Við leigðum sumarhús og ókum og gengum um nágrennið og gáfum okkur góðan tíma á hverjum stað. Þegar ferð hafði verið ákveðin var Bára mjög áhugasöm um að finna fróðleik um svæðið. Hún hafði sérstakan áhuga á gömlum rústum og þjóð- leiðum. En ferðinni var ekki lokið þegar heim kom. Hún var mjög skipulögð í frágangi mynda með greinagóðum upplýsingum. Við þökkum Báru fyrir vináttu og samfylgd. Innilegar samúðar- kveðjur frá okkur til ættingja hennar og vina. Jóhanna, Lilja og Margrét. Bára R. Sigurjónsdóttir Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru SIGURLÍNAR MARGRÉTAR GUNNARSDÓTTUR hjúkrunarfræðings. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deild 2C á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Guðrún Gunnarsdóttir og fjölskylda Ástkær móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, HELGA LOFTSDÓTTIR, Asparfelli 8, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 26. júní klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Parkinsonsamtökin. Róbert Birgir Agnarsson Anna Björnsdóttir Hrefna Björk Loftsdóttir Hjörtur Karlsson Guðmunda Loftsdóttir Helga Sif Róbertsdóttir Ragnar Már Sverrisson Gunnar Freyr Róbertsson Harpa Hrund Hinriksdóttir Andri Björn Róbertsson Ruth Jenkins Róbertsson og barnabarnabörnin sjö

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.