Morgunblaðið - 24.06.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Atvinnuauglýsingar
Blaðberar
Upplýsingar veitir í síma
Morgunblaðið óskar eftir
blaðbera
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin handavinnustofa kl. 9 -12.
Handavinnuhópur kl. 12-15.30. Félagsvist með vinningum kl. 12.45.
Opið fyrir innipútt og 18 holur útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-
12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. S. 5352700.
Boðinn Félagsvistkl. 13. Sundleikfimi kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Opin Listasmiðja
kl. 9-16. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13. Handa-
vinnuhornið kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð
aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Heitt á könnunni fyrir hádegi og nýjustu
dagblöðin liggja alltaf frammi. Kíkið við í spjall og félagsskap til
okkar. Núvitund í handverksstofu kl. 10.30. Bókabíllinn á svæðinu kl.
13.10-13.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Verið velkomin til okkar á
Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids, Jónshúsi kl. 13.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13.15 kanasta.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, frjáls spila-
mennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og
eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, hádegisverður kl. 11.30, ganga með starfsmanni kl. 14, síð-
degiskaffi kl. 14.30, bíó í betri stofunni kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, jóga í salnum Skóla-
braut kl. 11, vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarness kl. 18.30. Minnum
á sumargleði sem verður haldin á Skólabraut fimmtudaginn 27. júní
kl. 15. Skemmtum okkur saman, grillum pylsur, syngjum, dönsum og
tröllum.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Kristrún IngaHannesdóttir
fæddist á Akureyri
15. september
1971. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 8.
júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Christel
Emma Walters-
dóttir, f. 24. des-
ember 1935, d. 11.
ágúst 1994, og Hannes Arason,
f. 30. maí 1927, d. 24. janúar
2000. Systkini hennar eru: Al-
bert Hörður Hannesson, f.
1960, maki Ágústa Stefáns-
dóttir og eiga þau synina
Andra Hjörvar og Atla Jens og
þrjú barnabörn. Elísabet Emma
Hannesdóttir, f. 1966, d. 2016.
Kolbrún María Hannesdóttir, f.
hennar er Gylfi Gunnarsson, f.
27. september 1965. Þeirra
samleið hófst 1989 og giftu þau
sig árið 2011.
Inga ólst upp á Akureyri og
átti þar heima alla tíð fyrir ut-
an nokkra mánuði sem þau
hjónin bjuggu á Spáni. Inga og
Gylfi hófu búskap í Hríseyjar-
götu en árið 2000 fluttu þau í
Suðurbyggð, sem var æsku-
heimili Ingu og bjuggu þar alla
tíð síðan.
Inga var vart komin af
barnsaldri þegar glíma hófst
við erfiðan sjúkdóm sem háði
henni mikið í hinu daglega lífi.
Hún bjó þeim Gylfa fallegt
heimili og var mikil áhuga-
manneskja um innanhúss-
arkitektúr. Hændust börn að
henni, hvort sem það voru börn
innan fjölskyldunnar eða börn
vina hennar. Hún var mikil
KA-kona og lét sig aldrei vanta
á leiki félagsins ef heilsan
leyfði.
Útför Ingu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 24. júní
2019, klukkan 13.30.
1968, maki Árni
Grétar Árnason,
þeirra dóttir er
María Rún. Mar-
grét Alma Hannes-
dóttir, f. 1972,
hennar börn eru
Bjarki Snær og
Emma Ósk.
Ung að árum
varð Inga svo lán-
söm að gerast
barnfóstra tveggja
drengja. Það eru þeir Bragi
Rúnar og Ingólfur Ragnar.
Foreldrar þeirra eru Ingibjörg
Ragnarsdóttir og Axel Bragi
Bragason. Þau tengdust strax
sterkum vináttu- og fjölskyldu-
böndum sem héldust alla tíð.
Inga kallaði þau hjónin ávallt
fósturforeldra sína.
Eftirlifandi eiginmaður
Þann 8. júní var veikburða von
um að þú næðir þér af veikind-
unum að engu orðin. Það veit víst
enginn hvort hann sér sólina
koma upp á morgun. Við bræður
kveðjum þig með þakklæti. Þakk-
læti en miklum trega yfir að við
höfum ekki fengið meiri tíma
saman. Við kynntumst Ingu ung-
ir og var hún okkur ávallt sem
systir og reyndist okkur vel.
Bjuggum báðir hvor á sínu tíma-
bilinu hjá henni og héldum miklu
sambandi. Nú þegar hún verður
lögð í mold þá finnum við fyrir
tómleikanum og eftirsjánni yfir
að hafa ekki nýtt tímann saman
betur.
Takk fyrir allar stundirnar og
samfylgdina. Takk fyrir að vera
til staðar þegar á þurfti að halda.
Takk fyrir allan kærleikann, öll
samtölin og allan hlýhuginn til
okkar og barna okkar. Þú lifir
áfram í hjörtum okkar og þeirra.
Við biðjum almættið að taka
vel á móti þér og veita Gylfa
styrk.
Þínir bræður,
Bragi og Ingólfur Axelssynir.
Elsku Inga.
Þessi þrautaganga sem hefur
staðið yfir í margar vikur er loks
á enda. Þó ég eigi enn erfitt með
að viðurkenna það þá hefur hvíld-
in örugglega verið þér kærkomin.
Þegar ljóst var að ekkert meira
var hægt að gera til þess að
hjálpa þér var ég enn í miklum
baráttuhug og vildi ekki með
nokkru móti trúa því að baráttan
væri töpuð. Þessar vikur hafa
verið eins og rússíbanaferð, feng-
um ýmist góðar eða slæmar frétt-
ir. Slæmu fréttirnar voru nú lík-
lega fleiri en ég leyfði mér ekki að
dvelja við þær heldur gerði meira
úr góðu fréttunum.
Veikindin sem þú hafðir glímt
við frá unga aldri höfðu tekið sinn
toll. Þetta var ekki í fyrsta skipti
sem þú lást á sjúkrahúsi í lífs-
hættu en ég var sannfærð um að
þú kæmist yfir þetta eins og í öll
hin skiptin. En því miður fór það
ekki svo. En ekki vantaði bar-
áttuandann í þig, þetta var bara
allt of stór brekka í þetta skipti.
Nú ertu komin yfir í sumar-
landið þar sem foreldrar okkar
og Issý hafa án efa tekið á móti
þér með miklum fagnaðarlátum.
Ég trúi því að við eigum eftir að
hittast aftur þegar minn tími
kemur og býst ég fastlega við því
að þú verðir í móttökunefndinni
þegar ég mæti á svæðið.
Mér finnst ég varla heill, né hálfur
maður,
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að
segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur hjá blómunum,
er rökkvar, ráðið stjörnumál,
gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niðrað strönd.
Fundið stað,
sameinað
beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn.
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Þín litla systir,
Margrét Alma Hannesdóttir.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig)
Elsku Inga okkar, nú er ein-
stakri samveru lokið, allavega í
bili.
Ég man þegar þú stóðst fyrir
framan dyrnar hjá okkur 12 ára
gömul, hærri en flestir á þínum
aldri og líka grennri. Brostir
feimnislega og allt í einu slógu
hjörtu okkar allra í takt, þú varst
okkar og við vorum þín í 36 ár
sem er langur en samt skammur
tími. Líf þitt markaðist af lúpus-
sjúkdómnum sem herjaði
snemma á þig og lagðist á þig af
fullum þunga og kom því miður í
veg fyrir fjölmargt í þínu lífi. En
þú áttir samt gott og gjöfult líf,
fórst fyrstu utanlandsferðina til
Ítalíu með okkur og ferðaðist svo
vítt og breitt út um allt með elsku
Gylfa, þínum einstaka eigin-
manni sem þú kynntist kornung á
balli í Húnaveri og saman hafið
þið upplifað ótrúlega margt og
mikið í þrjátíu ár. Þú varst af-
skaplega listræn og mikill fagur-
keri og bar heimili ykkar þess
augljós merki, málaðir myndir og
föndraðir ótrúlegustu hluti. Þú
hélst lífsgleðinni mestan hluta
ævinnar, elskaðir íþróttir, fórst á
HM í handbolta í Þýskalandi en
þar áttir þú djúpar rætur. Elsk-
aðir KA og keyrðir um með bíl-
númerið KA FAN. Þér þótti of-
urvænt um strákana okkar Braga
og Ingólf og öllu sem fylgdi þeim.
Svo vænt, að þú hundakonan
skírðir eldri hundinn ykkar Ing-
ólf Braga, kallaðir hann að vísu
Lilla og bættir svo öðrum hundi
við, honum Dúdda. Að sjálfsögðu
voru þeir hreinræktaðir og voru
ykkur til mikillar gleði og
ánægju. Þið Gylfi komuð svo Ingó
í gegnum stúdentspróf á Akur-
eyri og ljómuðuð sem foreldrar
þegar hann setti upp húfuna enda
ást og væntumþykja ykkar á milli
mikil. Þú áttir góða foreldra sem
létust því miður fyrir aldur fram
og fjögur góð systkin, einnig áttir
þú mikið af vinum og kunningjum
og gerðir allt sem þú gast og
meira til fyrir vini þína. Síðustu
þrjú ár hafa verið erfið á ýmsan
hátt, þér tókst að telja Gibba þinn
á að flytja til Alicante, því allir
prófa að búa í útlöndum, sagðir
þú. Hann sagði aldrei nei við þig
og þar bjugguð þið í 7 mánuði en
þar fór heilsa þín öll á niðurleið.
Lúpusinn tók alltaf meiri og meiri
toll af þér, vinum fækkaði en þeir
sönnu stóðu eftir. Þú tókst þá
ákvörðun í vor að fara í aðgerð í
Reykjavík sem þér fannst nauð-
synlegt að fara í og einhvern veg-
inn tókst þér að komast í hana
þrátt fyrir augljós veikindi. Þar
hrundi allt þitt kerfi og lífinu þínu
lauk 8. júní eftir tæplega 2.mán-
aða dvöl á gjörgæsludeild Land-
spítalans við Hringbraut þar sem
allir gerðu sitt allra besta til að
hjálpa þér. Elsku Gylfi okkar, þú
ert einstakur og ert búinn að gera
mikið meira en gott þykir í
umönnun elsku Ingu þinnar og
þíns allra besta vinar. Innilegar
samúðarkveðjur sendum við öll-
um ástvinum Ingu okkar.
Ég kveð þig Inga mín eins og
við kvöddumst alltaf, ég elska
þig.
Þínir fósturforeldrar,
Ingibjörg Ragnarsdóttir
og Axel Bragason.
Elsku Inga frænka, það sem
mér finnst skrýtið að þú sért far-
in. Sama hversu veik þú varst þá
tókstu alltaf á móti mér með bros
á vör og saman gátum við dundað
og fíflast tímunum saman. Þú
varst eina manneskjan sem
nenntir að hlusta á Bieber með
mér, við horfðum saman á mynd-
bönd með honum og sungum há-
stöfum með. Þú sagðir oft að þú
og Gylfi ættuð smá part í mér og
var það alveg rétt hjá þér. Ég trúi
því að núna sértu á betri stað og
laus við alla verki og ég veit að ég
mun hitta þig seinna. Þín er sárt
saknað, elsku frænka mín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
(Bubbi Morthens)
Þín
Emma Ósk.
Elsku Inga.
Það var erfitt að vita af þér
berjast fyrir lífi þínu en alltaf hélt
maður í vonina, það er það síðasta
sem fer á erfiðum stundum. Ég sá
fyrir mér bjarta brosið þitt og
heyrði þinn skellihlátur, fann þitt
hlýja faðmlag og þú varst í huga
mínum alla daga. Ég er fegin að
það er stutt síðan ég fékk að
faðma þig og koma til þín í Suð-
urbyggðina. Sú minning er mér
dýrmæt. Kaffihúsaheimsókn okk-
ar Birnu með þér síðasta sumar er
falleg minning, þú vildir svo
gjarnan sækja mig og komst svo
glæsileg á jeppanum með
Coldplay í botni og við æskuvin-
konurnar úr Suðurbyggðinni átt-
um yndislega stund saman. Sím-
talið frá þér deginum áður en þú
fórst suður gladdi mig mikið og
við spjölluðum um heima og
geima.
Ég mun að sjálfsögðu smíða
hringinn sem þú baðst mig um og
átti að tákna B-in þrjú eins og þú
sagðir; Birna-Bringa-Bryndís.
Það var okkur báðum mikils virði
að endurnýja vinskapinn þegar þú
komst heim frá Spáni. Barátta þín
síðustu árin var mikil og erfið, þú
varst einstök á allan hátt og Suð-
urbyggðin verður ekki söm án
þín. Stórt skarð er höggvið í
bekkjarárgang GA ’87. Guð geymi
þig.
Ástvinum votta ég mína dýpstu
samúð.
Bryndís Pernille
Magnúsdóttir.
Dagurinn í dag er sérkennileg-
ur dagur fyrir mig því í dag fylgi
ég Ingu vinkonu minni til grafar.
Ég verð sennilega lengi að venjast
því að geta ekki heyrt í henni
lengur; heyra hlátur hennar og
eiga gott samtal um allt og ekkert.
Á milli mín og Ingu voru afar
sérstök vinatengsl. Við rifumst
aldrei og fórum aldrei í fýlu hvor
út í aðra. Við kynntumst þegar við
vorum ungar á Akureyri og vor-
um við snemma nánar vinkonur.
Inga var alltaf jákvæð, fyndin,
umhyggjusöm og traust vinkona.
Inga var dugleg að fylgjast með
öllu sem ég og mín fjölskylda vor-
um að gera, vissi allt um krakkana
mína og gladdist með okkur á öll-
um ánægjustundum og veitti okk-
ur einnig styrk og hughreystingu
ef ekki gekk jafn vel.
Ég og Inga ræddum oft dauð-
ann og var hún alltaf hrædd við
það að fara, allt þangað til nokkr-
um vikum áður en hún fór, þá
sagði hún að sennilega væri tím-
inn að nálgast og að hún væri sátt
við tilhugsunina um að fara. Hún
sagðist ætla að fara að skipu-
leggja útförina (hún vildi auðvitað
hafa allt skipulagt og í röð og
reglu) en ekki veit ég hvort hún
hafi náð því þessi elska.
Í huga mér dettur inn lag sem
hún talaði um að yrði fullkomið
jarðarfararlag, það væri kraft-
mikið en jafnframt dramatískt:
„Who wants to live forever“ með
Queen.
Hún sagði alltaf eins og í text-
anum að við gætum ekki lifað að
eilífu og að okkar jarðvist væri
löngu ákveðin fyrir okkur og að
hún færi þegar hennar tími væri
kominn.
Elsku Gylfi minn, guð veiti þér
og þínum styrk á þessum erfiðu
tímum. Minning okkar um ein-
staka persónu mun lifa að eilífu.
Elsku Inga mín, takk fyrir allt
og allt.
Anna Sigríður Ásgeirsdóttir.
Kristrún Inga
Hannesdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Inga Bringa mín,
hvíl í friði.
Eins og við kvöddumst
ávallt:
„Kiss, kiss, kiss. See you
Love, ég elska þig.“
Þín
Heba.