Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019FRÉTTIR Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Tilvalinn með á völlinn í sumar VERSLUN Isavia opnaði í gær fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur- flugvelli. Um er að ræða tvær versl- anir í norðurbyggingu flugstöðvar- innar. Önnur er um 158 fermetra verslun á 2. hæð, ætluð farþegum á leið úr landi. Hin er um 30 fermetra verslun á 1. hæð, ætluð komu- farþegum. Raftækjaverslunin Elko hefur undanfarin ár rekið verslun í plássunum, en samningurinn rennur út í lok árs. Í fréttatilkynningu frá Isavia kemur fram að óskað sé eftir reynslumiklum aðila sem hefur yfir að ráða úrvali vörumerkja. Þá er einnig gerð sú krafa að viðkomandi aðili hafi rekið að lágmarki tvær raf- tækjaverslanir samtímis síðastliðin þrjú ár. Samningstíminn er til þriggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. Morgunblaðið/Ómar Opnað hefur verið útboð vegna aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar. Rekstur raftækja- verslunar boðinn út Vilhelm Smári Ísleifsson vissi greinilega vel hvað hann vildi þeg- ar hann hélt til Japans í háskóla- nám árið 2008. Áður hafði Vilhelm dvalið þar í eitt ár sem skiptinemi, á menntaskólaárunum og fór rak- leiðis út þegar ljóst var að hann hefði fengið inni hjá Waseda- háskóla í Tókýó. Í dag gerir Vil- helm það gott sem verkefnastjóri hjá tölvuleikjaframleiðandanum Capcom í Osaka þar sem hann hef- ur m.a. umsjón með útvistun ým- issa verkefna til verktaka hér og þar um heiminn. Vilhelm segir áhugaverða mögu- leika fyrir hendi handa íslenskum fyrirtækjum sem vilja útvista hug- búnaðarvinnu til Asíu og eins ýmis vannýtt viðskiptatækifæri í Japan. Japanskt atvinnulíf sé, þegar allt kemur til alls, líkt því íslenska á marga vegu og auðveldara að eiga í viðskiptum við Japani en margar aðrar þjóðir í þessum heimshluta. Vandamálin yfirleitt auðleyst Að sögn Vilhelms nýtir Capcom sér meðal annars þjónustu sam- starfsaðila í Taívan, Kína, Malasíu og á Indlandi. Hann segir að hvert þessara landa hafi sína styrkleika, veikleika og sérkenni sem gott sé að þekkja. „Það litar val okkar að mörg fyrirtæki í þessum heims- hluta eru vön að starfa með jap- önskum aðilum og geta rætt við okkar fólk á japönsku. Oft þurfa ýmis smáatriði að vera alveg á hreinu og mega þá ekki vera tungumálamúrar í veginum,“ út- skýrir hann en það er einkum list- ræn vinna sem fyrirtækið útvistar, s.s. framleiðsla þrívíddar hreyfi- mynda og módela. „Forritun er að mestu leyti haldið innanhúss, en listræna vinnan er mjög mannafls- frek og borgar sig að útvista til landa þar sem launakostnaður er lægri.“ Fyrirtæki Vilhelms gerir m.a. þá kröfu að samstarfsaðilar hafi reynslu af að vinna með stórum al- þjóðlegum fyrirtækjum. Miklir fjár- munir eru í húfi, verkefnin stór og þarf að vera hægt að treysta því að allt gangi samkvæmt áætlun. Aðspurður hvaða stellingar ís- lensk fyrirtæki ættu að setja sig í ef þau vilja úvista til landanna fjög- urra sem nefnd voru hér að framan segir Vilhelm að það gerist stund- um, þó sjaldgæft sé, að samstarfs- fyrirtækin hafi ekki eins mikinn lausan mannafla og þau höfðu gefið í skyn. „Taívanirnir og Malasíubú- arnir þykja hvað líkastir Japönum við að eiga, en kínversku sam- starfsaðilarnir eiga það til að vera meiri „sölumenn“. Komi vandræði í ljós hjá Kínverjunum eru þau yfir- leitt fljótleyst með því að senda fólk á staðinn, halda vikunámskeið til að fara nákvæmlega í saumana á því til hvers er ætlast og ná þeim aftur á strik. Svipaða sögu er að segja um indversku fyrirtækin en yfirleitt er hægt að leysa öll vanda- mál sem koma upp og ná fram- leiðslunni aftur á gott skrið.“ Finnst erfitt að segja nei Hvers ætti síðan að vænta af japönskum samstarfsaðilum? Vil- helm segir japönsk fyrirtæki upp til hópa hrein og bein, en Japönum hætti til að eiga erfitt með að segja „nei“ beint út. „Ef þú spyrð Japana hvort hann geti leyst tiltekið verk- efni af hendi, og hann svarar að það „verði erfitt“, þá meinar hann „nei“,“ segir Vilhelm og hlær. „Síð- an fer það eftir geirum hvort fyrir- tæki hafa mjög lóðrétt skipurit, eins og t.d. hjá bílaframleiðend- unum, eða flatari og liprari upp- byggingu líkt og mörg leikjafyr- irtækin. Sama til hvers konar viðskipta á að stofna þá er mikil áhersla lögð á traust og að geta byggt upp langvarandi og áreið- anlegt viðskiptasamband.“ Íslensk fyrirtæki virðast varla nema rétt byrjuð að nema land í Japan. Í fyrra náðust samningar um framleiðslu skyrs á íslenska vísu í Japan, og finna má stöku ís- lenska vöru í japönskum versl- unum, s.s. Bioeffect-húðdropa og lýsi. Vilhelm dreymir um að ein- hver taki sig til og flytji inn ís- lenskan handverksbjór, en bjór- menning Japana hefur tekið mikið stökk á undanförnum árum og á handverksbjór mjög upp á pall- borðið hjá neytendum. Hann grun- ar að ferðaþjónustan eigi líka heil- mikið inni. Ekki beri mikið á að Ísland sé auglýst sem áfangastaður en samt hafi margir Japanir áhuga á landinu. „Mín reynsla er að um það bil fimmti hver kveiki á per- unni þegar ég segist vera frá Ís- landi. Þetta fólk kannst jafnvel við Björk og Sigur Rós, og veit að Ís- land er náttúruperla. Myndu ugg- laust mun fleiri Japanir sækja Ís- land heim ef það væri auðveldara, s.s. með beinu flugi til Tókýó.“ Ýmis tækifæri að finna í SA-Asíu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ekki þarf að vera svo flókið að leysa úr því ef vandamál koma upp við útvistun sér- hæfðra verkefna til SA- Asíu, að sögn íslensks sér- fræðings í Osaka. Selj- endur íslenskrar vöru og þjónustu eru rétt að byrja að uppgötva Japans- markað. Japanir eru mikil tölvuleikjaþjóð, en vegna hás launakostnaðar úthýsa mörg japönsk leikjafyrirtæki mannaflsfrekri listrænni vinnu til landa á borð við Taívan, Malasíu og Kína. Gestur á leikjasýningu í Tókýó prófar sýndarveruleika. Vilhelm Smári Ísleifsson hefur búið og starfað í Japan í röskan áratug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.