Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 9
2017. Það lá því beinast við að ég yrði hans eft-
irmaður.“
Anna segir að hún hafi tekið að sér daglegan
rekstur, launa- og starfsmannamál og fjármál.
„Því miður fékk pabbi Alzheimer sjúkdóminn
er hann var um áttatíu og fimm ára og lést
fjórum árum síðar 89 ára að aldri. Það var
nokkrum mánuðum fyrir hrunið. Einum starfs-
manna okkar sem unnið hafði hjá pabba í 47 ár
varð að orði, að hann væri feginn að pabbi
minn hefði ekki þurft að upplifa hrunið.“
Hélt að ævistarfið væri hrunið
Efnahagshrunið í október árið 2008 er Önnu
minnisstætt. „Mér leið eins og að ævistarf föð-
ur mín væri að hrynja til grunna á einum degi.
Maður vissi ekkert hvað myndi taka við. Allt
var stopp. Við gátum ekki greitt erlenda reikn-
inga því ekki mátti flytja gjaldeyri úr landi.
Einn af stærstu birgjum okkar í Þýskalandi
sendi menn hingað og ég sannfærði þá um að
við myndum borga um leið og það væri hægt.
Við njótum í dag velvilja og virðingar fyrir að
hafa staðið við allt sem við sögðum. Ekki bara
þeirra heldur allra okkar birgja. Orðstír okkar
er mjög góður bæði utan og innan lands. Það
er á þeim grundvelli sem við viljum reka fyrir-
tækið, á heiðvirðan og góðan hátt.“
Hrunið hafði íþyngjandi áhrif á reksturinn
að sögn Önnu. Félagið var nýbúið að festa
kaup á Sindra-stáli og fékk til þess erlent lán
hjá MP banka. „Það var allt á blússandi ferð á
þessum tíma og hagnaðurinn aldrei meiri. Með
kaupunum á Sindra-stáli gat fyrirtækið boðið
viðskiptavinum bæði svart og ryðfrítt stál og
náð að þjóna viðskiptavinunum enn betur.“
Anna segir að það hafi verið ,,dálítið hressi-
legt“ eins og hún orðar það, að hafa verið
nýbúin að taka erlent lán er hrunið kom. ,,Við
gátum samið um lítils háttar niðurfellingu sem
auðvitað hafði eitthvað að segja, en ég verð
sjálfsagt búin að greiða lánið upp um 87 ára
aldur, en það þýðir afborganir í 20 ár til við-
bótar,“ segir Anna.
,,Pabbi var forseti Skáksambandins á sínum
tíma og þekktum við Margeir Pétursson stór-
meistara og stofnanda MP banka. Hann var
einn af strákunum hans pabba í skákinni. Það
lá því beinast við að leita til Margeirs er okkur
var boðið Sindra-stál til kaups. MP banki
breyttist síðar í Kviku, en við vorum held ég
eina fyrirtækið með erlent lán hjá MP banka.“
Anna minnist orða Guðmundar pabba síns
sem sagði að þó að kreppur kæmu væri alltaf
þörf fyrir járn. „Það reyndust orð að sönnu.
Við náðum okkur því fljótt á strik en þetta var
erfitt því í hruninu urðu mörg fyrirtæki gjald-
þrota með tilheyrandi tapi fyrir fyrirtækið.
Verst þótti mér þó að þurfa að segja upp
starfsmönnum. Það voru þung spor.“
Er mikil samkeppni á markaðnum í dag?
,,Já, það er mikil samkeppni og þá sér-
staklega í ryðfría stálinu. Það eru fjögur fyrir-
tæki og við þar með talin, sem bítast um mark-
aðinn, tvö fyrirtæki sem bjóða eingöngu
ryðfrítt efni en við ásamt Ferró-Zink getum
boðið bæði ryðfrítt og svart. Ferró Zink er
reyndar að hætta með lagerinn hér fyrir sunn-
an en heldur áfram á Akureyri. Þar erum við
með söluskrifstofu, svo það er líf í þessu.“
Ertu hörð í viðskiptum?
,,Nei, ég er alltof góð. Þegar maður hefur
verið svona lengi í þessum geira kynnist maður
mörgum viðskiptavinunum vel. Ég er voðalega
mjúk, en á það samt til að byrsta mig ef mikið
liggur við. En það eru undantekningartilfelli.
Mér geðjast betur að því að hugsa um mann-
lega þáttinn. Hann er mjög mikilvægur.“
GA smíðajárn er sannkallað fjölskyldufyrir-
tæki, eins og sést best á því að þau hjónin, hún
og Kári, halda um tvær helstu stjórnunarstöð-
unnar. Bróðir Önnu vann einnig um áratuga-
skeið við hlið föður þeirra og flestir í fjölskyld-
unni hafa að hennar sögn komið að félaginu til
lengri eða skemmri tíma. Sonur þeirra hjóna
hefur unnið hvað lengst hjá félaginu af þeirra
börnum, og sér hann nú um framkvæmdir við
stækkun Rauðhellu 2 og flutninginn þangað.
,,Laufey systir mannsins míns hefur líka
starfað hér síðan 2001 sem bókari. Þar til hún
byrjaði hér var ég eina konan í fyrirtækinu.
Ég hef aldrei fundið fyrir neinu öðru en vel-
vilja og virðingu af karlanna hálfu. Þetta eru
allt góðir vinnufélagar.“
Í dag starfa um 30 manns í fyrirtækinu og
eru spennandi tímar fram undan, að sögn
Önnu. Hún segir að tíminn muni svo leiða í ljós
hvernig málin þróist við flutninginn suður í
Hafnarfjörð, en við hann ætti að hennar sögn
að verða hagræðing í rekstri og allt einfaldara
í sniðum.
GA smíðajárn veltir lagernum fjórum til
fimm sinnum á ári að sögn Önnu, og sam-
starfið við birgjana segir hún vera reglulega
gott. ,,Þetta er bara skemmtilegt starf, enda
helst okkur vel á mannskap. Margir hafa starf-
að hér í 20-30 ár. Í dag er þó erfiðast að fá
menn til vinnu á lagerinn í Skútuvoginum.
Húsnæðið er barn síns tíma, efnið er geymt í
rekkum og notast er við hlaupakött. Í Rauð-
hellu er hins vegar skúffukerfi og unnið á lyft-
urum. Auðveldara hefur verið að fá menn í
vinnu þangað.“
Eftirsjá að Skútuvoginum
Hún segir að eftirsjá verði að Skútuvog-
inum. Fyrirtækið hafi verið þar í 34 ár og stað-
setningin sé góð þar sem flutningsaðilarnir,
Eimskip og vöruflutningastöðvar, séu í næsta
nágrenni. Í Hafnarfirði séu hinsvegar flestar
smiðjurnar staðsettar og ýmsir verktakar, þ.e.
þeirra helstu viðskiptamenn.
Hvernig líst Önnu á stöðuna í atvinnulífinu
um þessar mundir?
„Það hafa orðið miklar sviptingar undanfarið
og nokkur óvissa framundan. Aðeins hefur bor-
ið á því að greiðslur skili sér tregar inn. Það
gæti verið merki um smá kólnun í hagkerfinu,
en ég vil vera jákvæð. Við Íslendingar erum
duglegt fólk og með hagræðingu og ráðdeild
ættum við að komast fljótt á lappirnar aftur.
Enginn vill annað hrun, það er víst.“
Spurð að því hvernig tískustraumar á mark-
aðnum hafi áhrif á viðskiptin nefnir Anna að
mikið hafi dregið úr byggingu einbýlishúsa.
„Við finnum að það hefur orðið samdráttur í
sölu á stálbitum sem notaðir eru sem burð-
arbitar í hús. Hins vegar hefur verið fjör í
byggingu hótela, en þangað seljum við helst
efni í handrið.“
Hvað framtíðina varðar segist Anna hafa trú
á að fyrirtækið muni halda áfam að blómstra.
Alltaf sé einhver uppbygging í gangi í sam-
félaginu, og nú sé verið að huga að innviða-
uppbyggingu með endurnýjun hafna, vegakerf-
isins og ýmiss iðnaðar viðkomandi fiskveiðum.
Hver er helsta áskorunin og áhættan í
rekstrinum að hennar mati?
,,Helsta áhættan er gjaldþrot fyrirtækja.
Það hefur svo keðjuverkandi áhrif. Hvað okkur
varðar er ekki nóg að flytja inn efni og selja,
við verðum að fá greitt líka til að standa undir
öllum kostnaði við lager- og mannahald. Rekst-
urinn hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin
ár. Veltan okkar er um 2000 milljónir króna og
er áskorun að halda því og helst að auka velt-
una.“
Eins og sagði hér á undan var Guðmundur
Arason faðir Önnu þekktur hnefaleikari og
æfði íþróttina fram á gamals aldur. Er hún
sjálf í boxinu?
,,Ég var sett í hanska og kenndur fótaburð-
urinn. Ekkert varð þó meira úr því. Þetta
gagnast mér helst núna er ég slæ sekkinn. Ég
sótti í mars sl. minningarmót um föður minn
og sá hversu blómlegt hnefaleikastarfið er. Það
hlýjar mér um hjartarætur, því mesta ástríða
hans pabba voru hnefaleikar. Hann gat aldrei
sætt sig við að þeir væru bannaðir. Taldi hann
þetta hina bestu íþrótt. Þetta laukst líka upp
fyrir mér er ég horfði á bæði stráka og stelpur
í öllum aldursflokkum keppa á minningar-
mótinu af svo mikilli háttvísi og prúðmennsku.
Það fór ekki af mér brosið.“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
vinna með föður sínum
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 9VIÐTAL