Morgunblaðið - 19.06.2019, Side 15

Morgunblaðið - 19.06.2019, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 15FRÉTTIR NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Sala tónlistar á áskriftarveitunni Spotify virðist vera að skila vaxandi tekjum til íslenskra tónlistarmanna. Í markaðsskýrslu upplagseftirlits ár- ið 2018, sem unnin var fyrir Félag hljómplötuframleiðenda, kemur fram að sala á tónlist hér á landi hafi aukist til muna síðustu misseri með tilkomu Spotify og heildarverðmæti vegna sölu á hljóðritaðri tónlist á Ís- landi árið 2018 hafi þannig numið 663 milljónum króna. Hefur sú tala ekki verið hærri síðan árið 2007. Einn þeirra íslensku tónlistar- manna sem náð hafa góðum árangri í sölu tónlistar sinnar á Spotify er Sindri Freyr Guðjónsson, en lag hans Way I’m Feeling frá árinu 2016 er komið með tæplega 1,4 milljónir hlustana á áskriftarveitunni. Sindri segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þó að frægir erlendir tónlistar- menn hafi gagnrýnt Spotify undan- farin ár fyrir að greiða ekki nóg fyrir hlustanir, þá sé áskriftarveitan „al- gjör snilld“ fyrir óþekkta tónlistar- menn eins og hann sjálfan. Hann segir að allt hafi þetta byrjað með því að hann fór að senda tölvupósta á sérstaka íslenska ritstjórn Spotify þar sem tónlistarmönnum er gefið færi á að kynna tónlist sína. „Svo fór lagið að komast inn á spilunarlista hjá Spotify. Þegar laginu gekk vel á einum spilunarlista, þá fór það á ann- an stærri og svo koll af kolli. Miklu skipti að fólk kláraði að hlusta á lag- ið, og var það einnig að vista það á sína eigin spilunarlista. Þannig fór hlustunin hratt vaxandi þar til hún var skyndilega komin upp í milljón,“ segir Sindri. „Það að mitt lag hafi farið yfir milljón hlustanir á skömmum tíma er að þakka þessari spilunarlista- væðingu á Spotify.“ Innlend eða erlend hlustun Spurður um greiðslur fyrir hlustanirnar segir Sindri að greitt sé mismunandi fyrir lögin eftir því hvort hlustunin sé innlend eða erlend og hvort sami notandi hlusti oft. „Eftir að hafa pælt vel í þessu þá fékk ég út að ég væri að jafnaði að fá 60 aura fyrir hverja hlustun, eftir að dreifingaraðilinn, Alda Music, var búinn að taka sinn 15% skerf.“ Sindri segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé á þann hátt að áskriftar- veitan haldi alltaf eftir sinni prósentu af tekjunum af hverju lagi, en eigandi lagsins, sá sem eigi svokallaðan „master“, fái mest fyrir sinn snúð. Þá fái samtök höfundarréttarhafa, STEF, ákveðinn hlut, sem og aðrir höfundar sem koma að laginu. „Alda Music hjálpar mikið til við að koma laginu á framfæri. Þeir hafa aðgang að fólki úti hjá Spotify og geta kynnt lög og liðkað fyrir því að þau komist á spilunarlista. Auk þess eru þeir með sína eigin spilunarlista sem gott er að komast á. Allar greiðslur fara svo í gegnum Öldu, og ég sendi þeim reikning samkvæmt yfirliti.“ Aðspurður segist Sindri ætla að fylgja velgengni Way I’m Feeling eftir við fyrsta tækifæri. „Ég var að klára skólann, en ég á fullt af lögum á lager. Þetta var góður peningur sem ég fékk í ljósi þess að ég var ekki að búast við neinu. Tónlistarmenn þurfa ekki að vera orðnir frægir til þess að koma tónlist sinni á framfæri og fá smá borgað fyrir lögin sín.“ Hlusta í 30 sekúndur Eyþór Úlfar Þórisson, tónlistar- maður og upptökustjóri, sem einnig hefur selt lög sín í gegnum Spotify, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að það sé ekki nóg að fólk kveiki á lagi á Spotify til að tónlistarmað- urinn fái sína 60 aura. Hlusta þurfi á lagið í 30 sekúndur hið minnsta. Spurður um vinsæla tónlistarmenn hér á landi sem séu að ná góðum ár- angri á Spotify segir hann að rapp- tónlistarmenn njóti nú mikilla vin- sælda og oft fari heilu plöturnar sem þeir gefi út allar á spilunarlista á Spotify. „Herra Hnetusmjör gaf til dæmis út lag 7. júní sl. og það lag er strax komið með 100 þúsund spilanir sem er mjög gott hjá ekki stærri þjóð.“ En það er ekki bara Spotify sem hægt er að nota til að selja tónlistina gegnum. Einnig er hægt að setja tón- listina á YouTube, en þar séu það auglýsingar sem hengdar eru á myndbandið sem skili tekjunum. AFP Spotify borgar íslenskum tónlistarmönnum 60 aura fyrir hverja hlustun í áskriftarveitunni, en greiðsla er mismunandi eftir því hvar er hlustað. Milljón spilanir geta skilað 600 þúsund krónum Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tónlistarveitan Spotify nýt- ur vaxandi vinsælda og ís- lenskir tónlistarmenn geta haft nokkrar tekjur af tónlist sinni ef hlustunin er mikil. Enginn kemst með tærnar þar sem Ed Sheeran er með hælana þegar kemur að vinsældum á Spotify. Þannig hefur laginu Shape of You verið streymt nærri 2,2 milljörðum sinnum frá því að það varð aðgengilegt á veitunni 6. janúar 2017. Þeir íslensku listamenn sem komast næst þessum árangri Eng- lendingsins geðþekka eru hljóm- sveitin Of Monsters and Men en lag hennar, Little Talks, hefur verið streymt ríflega 400 milljón sinnum. Þá hefur laginu Dirty Paws verið streymt nærri 170 milljón sinnum. Þá hefur rokksveitin Kaleo notið gríðarlegra vinsælda á tónlistar- veitunni síðustu ár. Þannig hefur laginu Way down we go verið streymt tæplega 275 milljón sinn- um og laginu All the pretty girls ríflega 100 milljón sinnum. Sigur Rós hefur náð mestum vinældum á Spotify með lag sitt Hoppípolla sem streymt hefur ver- ið tæplega 42 milljón sinnum. Björk Guðmundsdóttir er rúm- lega hálfdrættingur á við þá með tæplega 24 milljónir hlustanir á Army of Me og 21 milljón á lagið It’s Oh So Quiet. Lagi Birgis Steins Stefánssonar, Can You Feel It, hefur verið streymt tæplega 13 milljón sinn- um, Way I’m Feeling með Sindra Frey Guðjónssyni 1,4 milljón sinnum og Vangaveltum Herra Hnetusmjörs 804 þúsund sinnum. Of Monsters and Men með mesta spilun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.