Morgunblaðið - 19.06.2019, Side 16
Heildarvelta
dregst saman
Svo virðist sem einstaklingar hafi
haldið að sér höndum það sem af er
ári þegar kemur að einkaneyslu.
Heildarvelta hefur dregist talsvert
saman auk þess sem neyslumynstur
virðist vera að breytast sökum óvissu
í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í
neyslugögnum fjártæknifyrirtæk-
isins Meniga sem ViðskiptaMogginn
hefur fengið aðgang að.
Skoðaðir voru þrír flokkar þar sem
bornir voru saman fyrstu fjórir mán-
uðir síðustu þriggja ára. Samtals er
um að ræða ópersónugreinanleg
gögn frá ríflega 15 þúsund ein-
staklingum sem notast við þjónustu
Meniga.
Í fyrsta flokknum, fatnaði og fylgi-
hlutum, hefur talsverð breyting orðið
á neyslumynstri fólks. Heildarvelta
dregst saman um 5,4% samanborið
við sömu mánuði árið 2018. Það er
talsvert ólíkt árinu á undan þar sem
veltan jókst um tæp 14%.
Kortafærslum hefur fækkað
Auk fatnaðar og fylgihluta var
veitingamarkaðurinn skoðaður. Þar
hefur heildarvelta dregist verulega
saman eða um 11,6% frá fyrra ári.
Árið áður hafi aukningin numið
11,6% og er sveiflan því ríflega 20%
milli ára.
Að lokum var neysluhegðun á mat-
vörumarkaði skoðuð. Þar sýna fyrstu
fjórir mánuðir ársins samdrátt upp á
rúm 8%. Árið áður hafði heild-
arveltan aukist um 7,7%.
Auk þessa hefur dregið verulega
úr fjölda kortafærslna og er sam-
drátturinn þar ívið meiri en í heild-
arveltu. Í samantekt neyslu-
gagnanna kemur þó fram að vonir
standi til að markaðurinn muni rétta
sig af nú þegar óvissa er minni.
Morgunblaðið/Hari
Heildarvelta hefur dregist saman auk þess sem kortafærslum fækkar.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Verulegur samdráttur er í
neyslu þeirra sem notast
við forritið Meniga. Heild-
arvelta fyrstu fjóra mánuði
ársins er talsvert minni en
fyrir ári síðan.
dk iPos snjalltækjalausn
fyrir verslun og þjónustu
Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi
Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri
510 5800, dk@dk.is, www.dk.is
dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar.
Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum
sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu.
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Hefja áætlunarflug til Tenerife og ...
Tugum prósenta hærra en Costco ...
Fjórir mjög hæfir í starf seðlabanka ...
Spáir erfiðum árum fyrir hótelin
Greiddi þrotabúinu 200 milljónir
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þegar Bankasýsla ríkisins var settá stofn átti hún að starfa að há-
marki í fimm ár. Það var árið 2009.
Síðan eru liðin 10 ár. Og nú vill Alþingi
að stofnunin starfi enn um sinn, með-
an ríkið fer með geysistóran hlut í
bankakerfinu. Nær allt hlutafé
Landsbankans er á hendi þess og Ís-
landsbanki eins og hann leggur sig.
Stundum bendir fjármálaráðherraá að stefnt sé að því að minnka
þennan eignarhlut, einkum í Íslands-
banka en þó einnig að nokkru marki í
Landsbankanum. Fáir leggja þó mik-
inn trúnað á að raunveruleg skref
verði stigin í þá átt enda vitað að sam-
starfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í
ríkisstjórn sjá mikla meinbugi á því að
einkaaðilar reki og taki áhættu með
bönkunum. Þeim þykir hyggilegra að
ríkið axli þá ábyrgð nær alfarið.
Eignarhlutur ríkisins í þessumbönkum er enn mikils virði og
gæti haldist þannig ef rétt verður á
málum haldið. Hins vegar hefur hinni
svokölluðu fjártækni fleygt fram, nú
síðast með innreið Facebook á raf-
myntamarkaðinn með hinni nýju libru
(sjá bls. 14). Þá sést það einnig á ný-
legri innleiðingu Apple Pay í íslensku
bankakerfi að hinar gamalgrónu
stofnanir missa sífellt miðlægt vægi
sitt í miðlun fjármagns á markaðnum
(sjá forsíðu).
Þessi öra þróun ætti að verða ríkis-sjóði sem varnaðarorð. Það er
engin glóra í því að liggja með hundr-
uð milljarða í eignum í þessum geira
þegar sviptivindarnir nálgast. Hyggi-
legra væri að láta aðra taka þá
áhættu.
Opinbert
braskÍ nýjum tölum frá Hagstofu Íslandskemur fram að tekjuafkoma
ríkissjóðs hafi reynst neikvæð sem
nemur 3,4 milljörðum króna á fyrsta
fjórðungi ársins. Hallinn nemur um
0,5% af vergri landsframleiðslu en
jafngildir 4,2% samdrætti borið
saman við fyrsta ársfjórðung 2018.
Hina neikvæðu þróun má fyrst ogfremst rekja til lægri arð-
greiðslna frá fjármálafyrirtækjum
sem drógust saman um 21,4 millj-
arða milli ára. Sé litið fram hjá arð-
greiðslunum nemur tekjuaukning
hin opinbera 3,2%.
Hagstofan gerir ráð fyrir því aðheildarútgjöld hins opinbera
hafi aukist um 8,1% á fyrsta árs-
fjórðungi miðað við sama fjórðung
2018. Þar vegur launakostnaður
þyngst en hann er áætlaður um
34,4% af heildarútgjöldum hins opin-
bera.
Enn hefur nokkuð gefið á bátinnog gera má ráð fyrir að rekstur
hins opinbera verði nokkuð snúinn
það sem eftir er þessa árs. Um það
vitna uppfærðar tillögur fjár-
málaáætlunar ríkisstjórnarinnar þar
sem útgjaldaaukningu komandi ára
hefur verið stillt í meira „hóf“ en áð-
ur var áætlað. Ekki er vanþörf á, ný-
uppfærðar tölur benda til þess að
tekjur ríkissjóðs verði allt að 35
milljörðum lægri en vonir stóðu til í
ár og á því næsta einnig. Þar skeikar
því allt að 70 milljörðum króna.
Þrátt fyrir bakslagið sem nú virð-ist ætla að verða er engin opin-
ber umræða um verulega tiltekt í
ríkisrekstrinum, né heldur tillögur
um hvernig draga megi úr sífelldri
útþenslu hans. Frekar ber á sífellt
nýjum tillögum um nýjar stofnanir
og ný viðfangsefni sem talið er hent-
ugt að hið opinbera blandi sér í. Eitt
nýjasta dæmið þar um eru hug-
myndir af vettvangi FME um að sett
verði á laggirnar ný stofnun sem
hafa muni eftirlit með endurskoð-
endum. Enn fleiri og jafnvel jafn-
vitlausar tillögur mætti taka til.
Ekkert virðist sjálfsagðara en aðeinkafyrirtæki þurfi sífellt að
laga umfang sitt að tekjuöflun og út-
gjöldum þar sem einatt er litið til
fjölda starfsfólks og þess hvaða
þjónustu er nauðsynlegt að veita og
hvað jafnvel megi missa sín. Ein-
hverjir virðast halda að önnur lög-
mál eigi að gilda um hið opinbera,
enda auðveldara að seilast í vasa
skattgreiðenda eftir því sem upp á
vantar en í vasa viðskiptavina sem
ákveða fyrir sig sjálfir hvort þeir
kæri sig um að kaupa þjónustu eða
vöru á uppsettu verði.
Lítið bólar á alvöru aðhaldi
Icelandair hefur hætt
áætlunarflugi til og frá
Tampa-flugvelli í Flór-
ída, en þangað hóf fé-
lagið flug árið 2017.
Hætta að fljúga
til Tampa
1
2
3
4
5