Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 8
Byggð á velgengni A321 Óviðjafnanleg eldsneytisnýting og aukin fl hefur reynst strembið að halda nýtingarhlut- falli í ásættanlegu horfi yfir erfiðustu vetrar- mánuðina. Með minni vélum sem flytja færri farþega í hverri ferð er auðveldara fyrir sölu- deildir félagsins að fylla vélarnar og hámarka nýtingarhlutföllin. Arftakans enn beðið Einhver kann að spyrja hví Icelandair hafi einfaldlega ekki ákveðið að endurnýja flota sinn með vélum sem stæðust samjöfnuð við 757-vélarnar sem komu í þjónustu félagsins árið 1990. En svo einfalt er málið ekki. Í upp- hafi nýrrar aldar tók Boeing ákvörðun um að hætta framleiðslu 757 vélanna og var það gert á þeim forsendum að ekki væri lengur eft- irspurn eftir henni á markaðnum. Var þar helst litið til þarfagreiningar stóru bandarísku flugfélaganna sem vildu hagkvæmari vélar sem menn fundu í uppfærslu á 737-vélunum. Hlaut sú uppfærsla viðurnefnið MAX eins og frægt er orðið. Frá því að 757-vélin hætti í framleiðslu hefur því í raun engin vél komið í stað hennar á markaðnum. Fljótlega varð þó ljóst að Boeing hafði misreiknað sig í þessu efni og sífellt fleiri flugfélög, ekki síst þau sem notast hafa við 757-vélarnar fram að þessu, hafa kallað eftir því að Boeing eða Airbus eftir atvikum, fyndi leið til að fylla í skarðið þegar styttast tæki í líftíma vélanna. Það var hins vegar ekki fyrr en 2015 sem Boeing mat stöðuna á markaðnum þannig að ástæða væri til þess að leggja út í hönnun á nýrri vél sem þjónað gæti svipuðu hlutverki og 757-vélin hefur gert fram til þessa og í kjölfar- ið lýstu mörg flugfélög yfir áhuga á fyrirætl- unum fyrirtækisins. Hefur fyrirtækið nú um nokkurra ára skeið fullyrt að það hafi vél af þessu tagi á teikniborðinu og hefur hún gengið undir vinnuheitinu NMA (New Midsize Airpl- ane) og er af mörgum talið víst að hún muni hljóta raðtölunúmerið 797, komist hún ein- hvern tíma af teikniborðinu. Margítrekað hafa forsvarsmenn Boeing sagt að þessi vél verði komin á markað árið 2025. Þótt ekki hafi verið gefið upp hvernig vélin verður útfærð er gert ráð fyrir að hún verði í raun lítil breiðþota (tveggja ganga) og muni í tveimur útfærslum taka 225 og 275 farþega. Fæstir leggja hins vegar lengur trúnað við þá fullyrðingu að vélin verði tilbúin um miðjan næsta áratug. Heimildamenn ViðskiptaMogg- ans sem þekkja vel til á þessum markaði telja meiri líkur á að Boeing muni geta afhent vél- ina undir lok þriðja áratugs aldarinnar. Margt leggst þar á árarnar, einkum sú staðreynd að enn er hönnunarferli vélarinnar skammt á veg komið og hins vegar sú staðreynd að nær öll orka þeirra deild Boeing sem koma að hönnun og framleiðslu farþegaþotna hefur farið í að bregðast við MAX-hneykslinu sem skekið hef- ur flugheiminn frá því í mars. Flest bendir til að það ástand muni vara áfram um nokkurra mánaða skeið og það greiðir ekki fyrir fram- gangi annarra verkefna sem fjær standa við sjóndeildarhringinn. Þá á Boeing enn eftir að brúa ákveðið bil á markaðnum sem tengist ólíkum þörfum mark- aðanna í Bandaríkjunum og Asíu – þeim mörk- uðum sem mestu ráða um þróun mála í flug- iðnaðinum á komandi áratugum. Þannig er mikill áhugi fyrir því meðal flugfélaga í Asíu að NMA/797-vélin verði þannig búin að hún geti flutt talsverðan varning samhliða farþega- flutningum. Hins vegar er lítill áhugi fyrir slíkri lausn meðal amerísku félaganna þar sem vöruflutninganet á landi gerir flutningsþörfina í fluginu ekki eins mikla. Það kann að hafa áhrif á áhuga Icelandair á NMA/797-vélinni Í byrjun desembermánaðar árið 2012 var handagangur í öskjunni á nokkrum hæðum Hotel Natura við Reykjavíkurflugvöll. Hvor á sinni hæð hótelsins voru samninganefndir frá flugvélaframleiðendunum Boeing og Airbus. Á milli þeirra gengu forsvarsmenn Icelandair Group sem mánuðina á undan höfðu lagt upp í leiðangur sem miðaði að því að ákvarða fram- tíðarflota flugfélagsins. Viðræðurnar mörkuðu nokkur tímamót enda hafði Icelandair um margra áratuga skeið átt farsælt samstarf við Boeing og stærðu bæði félög sig af þeirri stað- reynd að enginn hafði komist upp á milli þeirra í heilan mannsaldur. Nú gat brugðið til beggja vona um framhald þessa samstarfs enda margt í tilboði Airbus sem var freistandi í augum forsvarsmanna Icelandair. En eina nóttina, þegar viðræð- urnar voru orðnar meira en lítið rafmagnaðar lagði Boeing fram tilboð sem Icelandair gat ekki hafnað. Daginn eftir var tilkynnt að félag- ið hefði fest kaup á 12 Boeing 737 MAX-vélum sem framleiðandinn hugðist koma á markað árið 2017. Airbus gekk frá borði með sárt enn- ið en forsvarsmenn Boeing gátu varpað önd- inni ögn léttar. Í febrúar 2013 vast enn frekar upp á samninginn og í stað 12 véla hugðist Icelandair nú kaupa 16 vélar á árunum 2018- 2021. Samkvæmt listaverði hljóðuðu kaupin upp á 1,6 milljarða dollara, jafnvirði um 200 milljarða króna. Afslættir á þessum markaði geta hins vegar orðið mjög ríflegir og kapp- hlaupið milli Boeing og Airbus í árslok 2012 hefur vafalaust þrýst því nokkuð niður á við. Þrátt fyrir kaupin á 737 MAX var það illa geymt leyndarmál á markaðnum að hinar ný- keyptu vélar hentuðu ekki að öllu leyti inn í leiðakerfi Icelandair sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum. Þar hafa Bo- eing 757-200-vélar reynst algjört hryggj- arstykki og reynst gríðarlega vel í þjónustu fé- lagsins. Þrenns konar veikleikar fylgja innleiðingu MAX-vélanna. Í fyrsta lagi sú staðreynd að drægni vélanna er talsvert minni en 757-vélanna og að meðan síðarnefnda gerð- in getur náð til Miami og Seattle takmarkast drægni MAX-vélanna við borgir á austur- ströndinni, t.a.m. New York og Boston. Í öðru lagi eru vélarnar talsvert minni en 757- vélarnar. Þannig taka 757-vélarnar ríflega 180 manns í sæti en miðað er við að MAX-vélarnar taki 153 til 172 farþega, allt eftir því hvort um er að ræða MAX 8- eða MAX 9-vélar. Í þriðja lagi hefur það valdið nokkrum heilabrotum á vettvangi Icelandair Cargo að burðargeta MAX-vélanna er umtalsvert minna þegar kemur að vöruflutningum en í tilfelli 757- vélanna. Útreikningar um flutningsgetuna ráðast af mörgum breytum, m.a. farþegafjölda í hverri ferð, fluglengd og rúmmáli þess farms sem fluttur er en alla jafna má gera ráð fyrir að flutningsgeta MAX-vélanna sé tugum pró- senta minni en 757. Á meðan MAX getur t.d. flutt 3 tonn af farmi fyrir Icelandair Cargo getur 757-vélin alla jafna flutt 5 tonn. Mis- munurinn verður enn meiri þegar horft er til 767-breiðþotanna sem Icelandair hefur einnig í sinni þjónustu en þær geta hæglega flutt 13 tonn í hverri ferð og hæst hefur burðarþolið orðið 21 tonn á einstaka leiðum. Þrátt fyrir fyrrnefnda veikleika sem fylgja innleiðingu MAX-vélanna eru þær sannarlega búnar ýmsum kostum og það er meginástæða þess að vélarnar urðu fyrir valinu á sínum tíma. Í fyrsta lagi eru þær afar sparneytnar í samanburði við eldri vélar í flota Icelandair og munar þar hæglega 15-20% á hvert sæti. Þá hafa árstíðasveiflur í fólksflutningum til og frá landinu valdið því að á ákveðnum flugleiðum hvernig þessum málum lyktar enda hafa vöru- flutningar, ekki síst til Bandaríkjanna, m.a. með ferskan fisk, verið öflugur tekjustofn fyr- ir fyrirtækið samhliða farþegaflutningunum. Airbus stingur sér inn á markaðinn Á sama tíma og Boeing reyndist tvístígandi um hvort ástæða væri til að leita arftaka að 757-vélinni gerði Airbus sig gildandi þegar kom að vélum af þessu tagi. Þannig kynnti fyrirtækið í árslok 2014 nýja útfærslu af A321- vélinni sem í ólíkum útfærslum hefur þjónað flugfélögum um heim allan frá árinu 1994. Þar er um að ræða útfærslu sem ber einkenn- isstafin LR sem tendur fyrir Long Range eða „Mikil drægni“. Er hún búin auka eldsneyt- istönkum sem tryggja henni tæplega 200 km meiri drægni en Boeing 757-vélin stendur und- ir. Hún hefur hins vegar ekki sama burðarþol og vélin frá Boeing og þá taka eldsneytistank- arnir talsvert af því plássi sem annars myndi nýtast til vöruflutninga. En Airbus lét ekki þar við sitja. Þróun- arstarfið hefur haldið áfram á vettvangi fyrir- tækisins og á Flugsýningunni í París sem haldin var í liðinni viku kynnti fyrirtækið formlega til leiks nýja vél sem ber einkennis- stafina XLR. Er stefnt að því að hún komist í þjónustu flugfélaga á árinu 2023 og er henni ýtt úr vör, beinlínis til höfuðs NMA/797-vél Boeing sem væntingar standa enn til að verði að veruleika. A321XLR verður langdrægari en Flókin leikjafræði við lausn Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Enn á ný stendur Icelandair Group á tímamótum. Fyrir liggur að stjórn- endur fyrirtækisins þurfa að ákvarða flotastefnu þess til komandi ára. Þar skiptir öllu að stíga rétt skref og fumlaus. Stórar ákvarðanir í þessum efn- um geta kallað á hundraða milljarða skuldbindingar. Árið 2012 var stefnan sett á 737 MAX vélar frá Boeing. Sú ákvörðun hefur reynst örlagarík og ekki eru allir sannfærðir um að vélin henti fullkomlega í leiðakerfi Icelandair. 8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019FRÉTTASKÝRING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.