Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 11

Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 11
Morgunblaðið/sisi Skipið hefur nú fengið nafnið Sólborg en bar áður nafnið Aja Aaju. Verið er að gera það klárt til veiða að nýju. Skipið hefur hlotið nafnið Sólborg og verður gert út til netaveiða á grálúðu, að sögn Runólfs Viðars Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra félagsins. Félagið verður því með tvö skip í rekstri á næstu misserum, það er Kleifabergið og Sólborgu. Unnið er að því að gera Sólborgu reiðubúna til veiða og býst Runólfur við að haldið verði á sjóinn öðru hvoru megin við helgina ef allt gengur eftir. Hann bætir við að reksturinn sé ágætur og að veiðar gangi vel. „Kleifabergið er á landleið frá Rússasjó með fullfermi. Það gengur vel að veiða og það gengur vel að selja.“ Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið úrskurðaði fyrr í mánuðinum að Fiskistofa hefði brotið gegn áhöfn og útgerð þegar stofnunin svipti Kleifa- berg leyfi til veiða í atvinnuskyni í tólf vikur, vegna meints brottkasts afla. „Við erum virkilega ánægðir með að því máli sé lokið og að við getum haldið áfram daglegum störfum. Við eigum mikið undir hjá Fiskistofu og það er fínt að geta skilið þetta eftir og litið fram á veginn.“ Runólfur segir mikinn tíma og orku fara í að fylla út eyðublöð og útskýra ýmis mál fyrir fulltrúum stjórnsýsl- unnar. „Þetta tekur mikið á. Í stað þess að hringja kannski í okkur, spyrj- ast fyrir og fá greinargóðar útskýr- ingar á jafnvel fimm mínútum, þá er sent formlegt bréf sem þarf síðan að fara í lögfræðiferli og þar fram eftir götunum. Um leið eru þá allir komnir í skotgrafirnar.“ ÚR kaupir fiskiskip frá Grænlandi Skúli Halldórsson sh@mbl.is Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur gengið frá kaupum á grænlenska fiskiskipinu Aja Aaju, sem smíðað var árið 1988. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 11 Afurðaverð á markaði 25. júní 2019, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 327,87 Þorskur, slægður 302,43 Ýsa, óslægð 272,29 Ýsa, slægð 246,39 Ufsi, óslægður 84,03 Ufsi, slægður 124,07 Gullkarfi 193,37 Litli karfi 5,00 Blálanga, óslægð 244,22 Blálanga, slægð 39,67 Langa, óslægð 171,36 Langa, slægð 196,96 Keila, óslægð 61,84 Keila, slægð 108,59 Steinbítur, óslægður 75,35 Steinbítur, slægður 130,64 Skötuselur, slægður 270,13 Grálúða, slægð 198,01 Skarkoli, slægður 308,41 Þykkvalúra, slægð 408,28 Langlúra, óslægð 160,68 Sandkoli, óslægður 16,00 Bleikja, flök 1.500,00 Hlýri, óslægður 108,43 Hlýri, slægður 122,69 Hvítaskata, slægð 5,00 Lúða, slægð 955,87 Lýsa, óslægð 74,08 Lýsa, slægð 94,00 Skata, slægð 17,78 Tindaskata, óslægð 3,70 Undirmálsýsa, óslægð 100,56 Undirmálsýsa, slægð 110,58 Undirmálsþorskur, óslægður 111,16 Undirmálsþorskur, slægður 104,92 Ólafur M. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri sýningarinnar, segir sýninguna hafa stækkað umtals- vert frá þeim tíma. Að þessu sinni muni hún því fylla alla sali hallarinnar. „Sýningin hef- ur vaxið töluvert og mikil eft- irspurn hefur verið eftir sýn- ingarsvæðum, bæði frá inn- lendum og er- lendum aðilum. Það er ánægjulegt að sjá hversu fjölþætt sú þjónusta er sem íslenskur sjávarútvegur býr yfir,“ er haft eftir Ólafi í til- kynningu. Á sýningunni verði að finna bæði stór og smá fyrirtæki sem þjóni sjávarútveginum og muni þau sýna allt það nýjasta á þessu sviði. „Ég hef alltaf haft sterkar taugar til sjávarútvegsins enda hefur hann fleytt okkur í gegnum boðaföll alls kyns kreppa og áfalla í gegnum áratugi. Sjávarútvegur- inn er að þróast í átt til hátækni- iðnaðar sem má sjá í fjölbreytni fyrirtækjanna sem taka þátt í sýn- ingunni,“ segir Ólafur. Tilgangur sýningarinnar sé að veita fagaðilum og áhugafólki tækifæri til að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi, þar sem þessar jákvæðu tæknibreytingar skipti miklu fyrir velferð íslensks samfélags. „Við opnun sýningarinnar verða veittar viðurkenningar til þeirra er hafa skarað fram úr á árinu,“ segir Ólafur. „Þarna hefur fjölbreyttur hópur innan sjávarútvegsgeirans tækifæri til að hittast en almenn- ingur á einnig fullt erindi á sýn- inguna.“ Sjávarútvegssýningin hefst mið- vikudaginn 25. september og lýkur föstudaginn 27. september. Morgunblaðið/Eggert Sýningin verður haldin í höllinni í lok septembermánaðar á þessu ári. Mun fylla alla sali hallarinnar Sjávarútvegssýningin „Sjávarútvegur 2019“ verður haldin í Laugar- dalshöll í haust, en sýn- ingin var síðast haldin árið 2016. Ólafur M. Jóhannesson Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.