Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 6

Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Mest seldu fjórhjól á Íslandi síðastliðin 4 ár! Verð frá 1.480.000 með vsk. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við upplifum mikinn áhuga fólks á höfuðborgarsvæðinu á að flytjast á Selfoss og tölurnar þar um tala sína máli. Fjölgunin hefur undan- farið verið í kringum 6% á ári og gæti raunar verið meiri, ef fram- boðið á nýjum eignum í bænum væri í samræmi við eftirspurnina. Hver einasta íbúð sem kemur á markað selst á svipstundu,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjar- stjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Íbúarnir nú 9.691 Selfoss er stærsti byggðar- kjarninn í Árborg; þar búa í dag 8.236 manns, á Eyrarbakka og Stokkseyri um 550 manns á hvor- um stað og um 400 í dreifbýlinu í kring. Íbúar í Árborg eru skv. spánnýjum tölum 9.691 talsins en voru um síðustu áramót 9.485 og 9.190 fyrir sléttu ári. Á árinu 2018 fjölgaði íbúum í sveitarfélaginu um 5,45% og hlutfallslega helst sú þróun áfram. „Miðað við fjölgunina í ár má gera ráð fyrir að um næstu áramót muni íbúafjöldinn í sveitarfélaginu skríða yfir 10.000. Í raun hefur fjölgunin síðustu árin verið for- dæmalaus. Sögulega hefur íbúa- fjölgun á Selfossi verið um 3,25% árlega frá 1940. Frá aldamótum 2000 fram að hruni haustið 2008 var fjölgunin tæp 4%,“ segir Gísli Halldór sem tók við starfi bæjar- stjóra í Árborg í ágústbyrjun á síð- asta ári. Að mörgu þarf að hyggja í stóru og vaxandi sveitarfélagi og mikil fjölgun íbúa reynir á margt. Mikilvægt er að fyrir liggi áætl- anir og spár um hvernig landið liggi, svo búa megi í haginn. „Nú vinnum við að því að upp- færa húsnæðisáætlun að raunveru- leikanum. Vegna tafa við að ljúka deiliskipulagi fyrir Björkur- stykkið, sem er syðst og vestast hér á Selfossi, verður ekki hægt að framleiða jafn mikið af nýjum eignum og markaðurinn kallar eft- ir. Fjölgun íbúa í Árborg á næsta ári gæti farið niður í að verða 3,8% á næsta ári, en svo farið upp aftur árið 2021 þegar íbúðir í Björk- urstykki eru tilbúnar, en við ger- um ráð fyrir að þær verði um 650, í einbýlis og fjölbýlishúsum,“ segir Gísli Halldór og heldur áfram: Nýir skólar og knatthús „Tölur þessar eru þó með ákveðnum fyrirvara, því í bygg- ingu eru ný hverfi á vegum einka- aðila, svo sem í Jórvík, sem er hér skammt fyrir sunnan Selfoss. Þar gætu fyrstu íbúarnir komið sér fyrir næsta sumar ef allt gengur upp. Verði uppbyggingin þar hröð gæti íbúafjölgunin vissulega orðið í sömu hæðum og við höfum séð síðustu ár. Frá árinu 2020 verður svo búið að skipuleggja það mikið af lóðum, það er á Selfossi, Eyrar- bakka og Stokkseyri, að ekkert stöðvar byggingu íbúða. Þá verður spurningin fyrst og fremst sú hve mikla fjölgun íbúa sveitarfélagið treystir sér í.“ Vegna íbúafjölgunar eru í undirbúningi framkvæmdir við nýjan grunnskóla í Björkurstykki og leikskóla í Dísarstaðalandi, sem er syðst og austast í Selfossbæ. Þessi uppbygging ætti að vera komin í höfn árið 2021. „Íþróttir eru ríkur þáttur í menningu á Sel- fossi og því er nú að hefjast bygg- ing yfirbyggðs knattspyrnuhúss á Selfossvelli, sem verður einnig fyr- ir frjálsar íþróttir. Fyrsti áfangi hússins mun rúma hálfan völl en síðari áfangar gera ráð fyrir að húsið verði í fullri stærð. Þá eru ýmsar aðrar framkvæmdir í und- irbúningi, svo sem bygging nýrrar og fullkominnar hreinsistöðvar fráveitunnar,“ segir Gísli Halldór – sem bætir við að vissulega reyni þessi mikla uppbygging á fjárhag sveitarfélagsins. Þó sé siglingin örugg. Góð þjónusta laðar að „Þetta er þó allt saman ger- legt og fyrir öllu að standa í lapp- irnar við að styrkja innviði og bæta þjónustu fremur en að hika og fresta hlutunum. Áframhald- andi fjölgun íbúa skiptir okkur máli til að takast á við þessi stóru fjárfestingarverkefni. Þau verða léttari á fleiri herðum, og það sem laðar að íbúa er framar öllu góð þjónusta og þá alveg sérstaklega við börnin.“ Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða væntanlega orðnir 10.000 í lok árs Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árborg Örugg sigling, segir Gísli Halldór Halldórsson, hér í miðbænum á Selfossi, um stöðu mála í bænum. Fordæmalaus fjölgun  Gísli Halldór Halldórsson er fæddur árið 1966. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Há- skóla Íslands 1991 og meistara- námi í haf- og strandsvæða- stjórnun frá Háskólanum á Akureyri 2010. Bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar 2014-2018 og bæjarfulltrúi 2006 til 2014. Bæjarstjóri í Árborg frá sl. ári.  Kvæntur Gerði Eðvarsdótt- ur, fjármálastjóra Snerpu á Ísa- firði. Þau eiga þrjú uppkomin börn og búa á Eyrarbakka. Hver er hann? Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að vinna við breytt regluverk um eignarhald útlendinga á jörðum á Íslandi hafi tekið of lang- an tíma. Þá segist hann telja að inn- an þess laga- og regluverks sem nú sé við lýði sé „hægt að gera ráðstaf- anir. Hvort sem er á sveitastjórnar- stigi eða á grundvelli þeirra laga sem við höfum og viðkomandi ráðherrar geta útfært nánar. Þess vegna er það ekki alveg augljóst að þetta þurfi allt að byggjast á nýju laga- og reglu- verki. En við erum þó að skoða það“. Vísar hann þar til þeirrar vinnu sem hefur staðið yfir síðastliðin ár með það að markmiði að breyta ofan- nefndum reglum. Munu tillögur að breyttu regluverki um þessi mál vera lagðar fyrir þingið næsta vetur. Spurður hvað þær tillögur fela í sér segir hann ekki tímabært að útlista það sérstaklega, en segir aðspurður að búsetuskilyrði, eins og þau sem þekkjast í Noregi, séu eitt þeirra sem til skoðunar séu. Segir hann að mál þessu tengd séu vandmeðfarin enda sé farið inn á svið eignarrétt- arins. „Eitt af því sem ég hef haft hvað mestar áhyggjur af er það þeg- ar menn taka perlurnar úr sveitinni og þar leggst búskapur af. Þá slitnar keðjan í heilu samfélögunum, ef það gerist í hverri sveitinni á eftir ann- arri. Þess vegna er það mjög skilj- anlegt að menn lýsi yfir áhyggjum yfir því að peningarnir trompi öll önnur sjónarmið. En þetta eru vand- meðfarin mál vegna þess að það að grípa inn í eignarrétt manna er eitt- hvað sem menn gera ekki nema ríkar ástæður séu til.“ Barnið ekki dottið í brunninn Hann segir þó að ekki megi „mála myndina svo dökkt, vegna einstakra jarðakaupa, að barnið sé þegar dott- ið í brunninn“ og segir: „Ríkið á 440 jarðir, stór hluti landsins er þjóð- lendur, sveitarfélög eiga líka miklar jarðir og að öðru leyti eru jarðir að langmestu leyti í eigu Íslendinga.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir þetta mál, og vinnu við það, vera gríðarflókið enda komi mörg ráðuneyti að því. Spurð um sína afstöðu segir hún að það stand- ist ekki skoðun að landi megi líkja við hverja aðra vöru og þjónustu. „Við erum t.d. með löggjöf sem segir að auðlindir í jörðu tilheyri landi,“ segir hún. Segir hún að það sé eðli- legt, að hennar áliti, að stjórnvöld hafi tækifæri á því að hafa áhrif þeg- ar kaup útlendinga á íslenskum jörð- um eru annars vegar og nefnir að reglur um þessi mál hafi verið mun opnari á Íslandi en víða annars stað- ar innan EES-svæðisins. Landið ekki eins og hver önnur vara  „Hægt að gera ráðstafanir“ innan gildandi regluverks  Eðlilegt að stjórnvöld geti gripið inn í Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir „Ísland verður áfram mikilvægur liður í geimáætlun Bandaríkja- manna,“ segir Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Frumsýnd var í Bíó Paradís og á RÚV síðastliðið laugardagskvöld, 20. júlí, heimildamyndin Af jörðu ertu kominn eftir Örlyg Hnefil Ör- lygsson og Rafnar Orra Gunnars- son. Sama dag var þess minnst víða um lönd að rétt og slétt hálf öld var liðin frá landnámi manna á mán- anum, þegar þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu þar fæti. Mikilvægt samband Sjónvarpsmyndin fjallar um tunglferðirnar og hverju þær breyttu fyrir mannlífið og skilning fólks á tilverunni almennt. Sem kunnugt er komu flestir þeirra manna sem fóru til tunglsins í sex leiðöngrum Apollo-áætlunarinnar til Íslands í æfingaskyni áður en þeir flugu út í geiminn. Rætt er við nokkra tunglfaranna í myndinni og ýmsa fleiri sem þessum málum tengjast. Góður rómur var gerður að myndinni og efni hennar af gestum, en það voru Könnunarsafnið á Húsa- vík sem Örlygur Hnefill starfrækir og bandaríska sendiráðið sem buðu til sýningarinnar. „Ísland og Bandaríkin hafa átt með sér langt, virkt og mikilvægt samband,“ segir Gunter sendiherra sem kom til starfa á Íslandi og af- henti forseta Íslands trúnaðarbréf sitt nú í byrjun júlímánaðar. „Sögu þeirra merku tímamóta að hálf öld er liðin frá tunglferðinni deila Bandaríkin og Ísland saman. Það var hér á hálendinu sem geim- faraefni NASA stunduðu rann- sóknir, undirbjuggu sig og fræddust undir leiðsögn íslenskra og banda- rískra jarðfræðinga,“ sagði sendi- herrann. Því mætti jafnframt halda til haga að geimfararnir hefðu bund- ist Íslandi sterkum böndum, enda hefðu þeir komið hingað aftur síðar til að fræðast og hitta fólk sem þeir hefðu bundist vinaböndum. Einstakt land eins og tunglið „Ísland er einstakt eins og tungl- ið,“ sagði Gunter og vék að því að nýlega hefðu sérfræðingar NASA og fleiri verið hér á landi að reyna ýms- an búnað vegna fyrirhugaðra ferða til tunglsins og Mars. „Svo ég vitni í Pence, varaforseta Bandaríkjanna: Bandarískir geim- farar munu á ný ganga á tunglinu fyrir árslok 2024,“ sagði Jeffrey Ross Gunter. sbs@mbl.is Þjóðirnar deila sögunni saman  Nýr sendiherra BNA um tunglferðir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sendiherrann Jeffrey Ross Gunter flutti ávarp í Bíó Paradís.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.