Morgunblaðið - 22.07.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 22.07.2019, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma Verslun Tunguhálsi 10 | Sími 415 4000 | www.kemi.is | kemi@kemi.is H a v v Tæki sem lesa sjálf ástand rafgeyma og tryggja að ekki er hægt að tengja rangt. Neistafrí og hættulaus. STARTTÆKI FYRIR ÖLL ÖKUTÆKI ER RAFGEYMIRINN DAUÐUR Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Einn af þeim sem sáu um að allt færi vel fram þegar Úkraínumenn gengu að kjörkössunum í gær í þingkosn- ingum þar í landi var Janus Arn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri borg- arstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins. Var hann þar við kosningaeftirlit á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Spurður hvernig stæði á því að hann hefði verið sendur út til að fylgjast með kosningunum útskýrði Janus að stjórnvöld á Íslandi hefðu um árabil sent fólk í kosningaeftirlit til að tryggja frjálsar og lýðræðislegar kosningar í aðildarríkjum ÖSE. „Ástæða þess að ég er staddur við kosningaeftirlit í Úkraínu er sú að ég óskaði sérstaklega eftir því enda hef ég mikinn áhuga á kosningum og hef verið þátttakandi í fjölda þeirra á Ís- landi,“ sagði Janus í samtali við Morgunblaðið. Spurður um hvað starfið fæli í sér sagði hann að það gengi út á eftirlit með kosningunni sjálfri, talningu og skráningu úrslita. „Sem dæmi þá könnum við hvort rétt sé staðið að því að innsigla kjörkassa, hvort rétt sé staðið að úthlutun kjörseðla og hvort spurt sé um viðeigandi skilríki á kjörstað svo fátt eitt sé nefnt. Þá tökum við jafnframt viðtöl við starfs- fólk á kjörstað.“ Hundrað frá BNA og Kanada Auk Janusar voru þarna um 750 manns við skammtímaeftirlit í Úkra- ínu á vegum ÖSE. „Þar af eru yfir 100 frá bæði Bandaríkjunum og Kanada enda hafa þessi lönd mikilla hagsmuna að gæta í Úkraínu.“ Spurður hvernig hefði gengið eftir að eftirlitinu lauk í gærkvöld, sagði Janus: „Í raun er of snemmt að segja til um hvernig hafi gengið enda á eft- ir að greina upplýsingarnar með við- eigandi hætti.“ Fylgdist með hverju skrefi  Janus var við kosningaeftirlit í Úkraínu í gær  Sótti um vegna áhuga á kosningum  Tók viðtöl við starfsfólk á staðnum Ljósmynd/Aðsend Eftirlitseymi Þjóðverjinn Helmut og Janus að störfum í Úkraínu. Þessi glitlóa, náfrænka heiðlóunnar en fínbyggðari, kom í heimsókn á Reykjanes á dögunum, nánar tiltekið í Garð, en átti ekki langa viðdvöl. Þarna er um að ræða afar sjaldgæfan gest og mikinn ferðalang, því hún verpir í nyrstu löndum heims, í Austur-Síberíu og Vestur-Alaska, og hefur vetursetu á suðurhveli jarðar, í Austur-Afríku, sunnanverðri Asíu, á mörg- um Kyrrahafseyjum og í Ástralíu. Einungis þrjár glitlóur höfðu sést á Íslandi fram til þessa, sú fyrsta haustið 2011, en aldrei fyrr en núna í varpbúningi, að sögn Sigurðar Æg- issonar, fréttaritara blaðsins á Siglufirði, sem var á ferð um Reykjanes. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Glitlóa sást í varpbúningi Meirihluti ríkisstofnana og nánast öll sveitarfélög hafa tilnefnt per- sónuverndarfulltrúa og hafa Per- sónuvernd borist tilkynningar um persónuverndarfulltrúa fyrir alls 302 sveitarfélög, stofnanir og ráðu- neyti. Sjálfir persónuverndarfull- trúarnir eru færri þar sem sá sami getur komið fram fyrir hönd fleiri eða eins. Rúmt ár er liðið síðan ný persónu- verndarlöggjöf tók gildi sem kveður á um að allar opinberar stofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög þurfi að ráða persónuverndarfulltrúa. 70 sveitarfélög hafa tilnefnt per- sónuverndarfulltrúa en tvö eiga það eftir, Árneshreppur og Kjósar- hreppur. Þá hafa alls 113 ríkisstofn- anir tilnefnt persónuverndarfulltrúa en 63 ekki. Málum hjá Persónuvernd hefur fjölgað umtalsvert síðan nýja lög- gjöfin tók gildi, að sögn Þórðar Sveinssonar, skrifstofustjóra lög- fræðisviðs Persónuverndar. Hann segir aðspurður að til marks um það megi nefna að árið 2017 hafi nýskráð mál ver- ið 1911 talsins en að þegar gildis- takan átti sér stað, 15. júlí 2018 urðu þau 2.413. Þá segir hann einnig að unnið sé að úttekt á tilnefningu persónu- verndarfulltrúa hjá hinu opinbera, bæði ríki og sveitarfélögum. Fjórum dögum eftir að löggjöfin tók gildi kom fram í Morgunblaðinu að Persónuvernd hafi þá þegar tekið við 120 tilkynningum um ráðningar persónuverndarfulltrúa. Nýju lögin um persónuvernd komu í stað laga sem gilt höfðu frá árinu 2000. Sérþekking á nýju per- sónuverndarlöggjöfinni er eina skil- yrðið sem persónuverndarfulltrúar þurfa að uppfylla. veronika@mbl.is Nánast allir fengið fulltrúa  Ár frá nýjum persónuverndarlögum Þórður Sveinsson Útgönguspár í gær bentu til þess að Þjónn fólksins, flokkur Vóló- dímírs Selenskíj, forseta Úkra- ínu, hefði sigrað með 44% at- kvæða, mun meira en flokkarnir fjórir sem náðu 5% markinu til að komast á þing. Selenskíj sagðist ætla að ræða við Svató- slav Vakarchuk rokkstjörnu sem leiðir flokkinn Röddina um stjórnarmyndun, en Selenskíj þarf aðeins stuðning eins flokks. Stórsigur ÚTGÖNGUSPÁR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.