Morgunblaðið - 22.07.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
www.gilbert.is
VELDU ÚR MEÐ SÁL
FRISLAND 1941
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sam-
þykkti á dögunum tillögu Sigurðar
J. Hreinssonar, bæjarfulltrúa Í-
listans, um að kanna möguleika á
að útbúa skipakirkjugarð í ein-
hverjum innfjarða Ísafjarðardjúps.
Þær slóðir tilheyra Súðavíkur-
hreppi og hefur sveitarstjórnin nú
samþykkt að kanna málið betur.
Útbúa leikvöll
Saga þessi er í stuttu máli sú að
í höfnum má víða finna skip sem
eru að grotna niður og endurgerð
þeirra er ólíkleg sakir kostnaðar.
Sagt er því vænlegra að sökkva
nokkrum skipunum saman á sjáv-
arbotni og búa þannig til áhuga-
verðan leikvöll fyrir sportkafara.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Sigurður Hreinsson að með góðu
skipulagi og umhverfisvöktun geti
skipakirkjugarður verið góður
kostur. „Skipin verða fyrst sett
niður þegar búið er að fjarlægja úr
þeim öll mengandi efni og annað
sem valdið getur skaða eða hættu.
Við vitum líka að skipsflök heilla
þá sem stunda köfun. Því getur
þetta, takist vel til, orðið ný grein í
atvinnulífi og ferðaþjónustu á
Vestfjörðum,“ segir Sigurður sem
telur sem dæmi að Álftafjörður í
Djúpi geti hentað í þessu tilliti.
Fleiri firðir komi þó vel til greina,
en kanna þurfi aðstæður og um-
hverfi vel áður. Jafnframt þurfti að
hafa landeigendur með í ráðum
þar sem þörf sé á aðstöðu á landi.
Menningarverðmæti
fara forgörðum
Sigurður segir að mikil menn-
ingarverðmæti felist í gömlum ís-
lenskum skipum, en mörgum hafi
verið fargað. Komi þar til að pen-
ingar til að varðveita þessar minj-
ar séu takmarkaðir. Þá geymist
timburskip illa á þurru landi, en í
sjó geti þau varðveist í áratugi og
aldir. Þeim ætti því að sökkva, en
megi svo ná upp síðar hugsanlega
og endurgera þau. Í þessu sam-
bandi tiltekur Sigurður eikarskipið
Maríu Júlíu sem lengi hefur legið í
Ísafjarðarhöfn. Það skip notaði
Landhelgisgæslan sem varð- og
björgunarskip frá 1950 til 1969
aukinheldur sem það var um hríð
notað við hafrannsóknir.
„Ef vilji er hjá ráðamönnum að
endurgera Maríu Júlíu þarf að
bregðast við hratt, skipið er að
grotna hratt niður og mun sökkva
í höfninni ef ekki verður hafist
handa á næstu mánuðum. Ef svo
fer er skipið endanlega ónýtt.
Hinn möguleikinn er að varðveita
skipið á skipulögðu svæði á sjáv-
arbotni,“ segir Sigurður og nefnir
að endurgerð á umræddu skipi
hafi verið í umræðunni í 16 ár.
Endursmíðin strandar á kostnaði
sem talinn er geta orðið 400-500
milljónir króna.
sbs@mbl.is
Ljósmynd/Aðsend
Ísafjörður Varðbáturinn María Júlía bíður örlaga sinna í höfn vestra. Við-
gerð er dýr og svo kann að fara að skipinu verði sökkt í varðveisluskyni.
Skipunum verði
sökkt til varðveislu
Vill skipakirkjugarð í Djúpi Álfta-
fjörður hentar María Júlía grotnar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Álftafjörður Horft yfir fjörðinn af
Kambsnesi. Súðavík blasir við.
Hreindýraveiðin hófst 15. júlí síðastliðinn og hefur
gengið erfiðlega vegna veðurfars. Þó veiddu hjónin
Ólafur Vigfússon og María Anna Clausen tvo tarfa á
Fljótsdalshéraði á föstudag, undir leiðsögn Jóns Egils
Sveinssonar. Ólafur sagði í samtali við Morgunblaðið að
veiðitíðin væri rétt að byrja.
„Framan af hefur þetta verið erfitt því fyrir austan
er lélegt skyggni, rigning og mikil þoka. Við vorum að
veiða á þessu svæði við mjög erfiðar aðstæður, 100-200
metra skyggni mestallan daginn og erfitt að finna dýr-
in,“ sagði hann. Veiðitímabilið stendur yfir fram í sept-
ember en nokkrir hafa þegar ferðast austur á land í
þeirri von að fella hreindýr. Í ár er leyfilegt að veiða
alls 1.451 dýr. veronika@mbl.is
Veiddu tvo tarfa í
byrjun tímabilsins
Ljósmynd/Jón Egill Sveinsson
Þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-
GRO, fór í sitt fyrsta útkall hér á
landi um helgina, en vélin var þá
send til aðstoðar göngumanni sem
slasast hafði á Fimmvörðuhálsi.
Maðurinn reyndist ekki alvarlega
slasaður en átti erfitt með gang og
var fluttur undir læknishendur.
TF-GRO kom til landsins fyrr í
þessum mánuði og leysir af hólmi
vélina TF-SYN. GRO er af gerðinni
Airbus Super Puma H225, árgerð
2010. Er þyrlan nýjasta viðbót við
þyrluflota Landhelgisgæslunnar og
önnur tveggja þyrla þessarar gerð-
ar í þjónustu hennar.
TF-GRO fór í sína
fyrstu björgun