Morgunblaðið - 22.07.2019, Page 13

Morgunblaðið - 22.07.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Skrúfbitasett • Skrúfbitasett með 12 bitum, bitahaldara, bitaskralli og beltisklemmu • Fyrir heimilið og vinnustaðinn Vnr: 0614 250 013 Verð: 3.708 kr. Magasín skrúfjárn • Glæsilegt magasín skrúfjárn fyrir hvert heimili • 13 tví-enda bitar Vnr: 0613 600 10 Verð: 9.500 kr. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Flugmálayfirvöld í Ástralíu hafa kyrrsett 63 ástralskar flugvélar af gerðinni GippsAero GA8 þar í landi. Vélarnar eru af sömu gerð og flugvél sem hrapaði í Umeå í Austur-Svíþjóð hinn 14. júlí síðastliðinn með þeim af- leiðingum að allir um borð, alls níu manns, létu lífið. Þetta kom fram á fréttavef The Guardian í gær. Þar segir að GA8-flugvélarnar séu framleiddar í Ástralíu af fyrirtækinu GippsAero og að flugmálayfirvöld í Ástralíu hafi stöðvað starfsemi fyrir- tækisins tímabundið á meðan rann- sókn á vélunum fer fram. Mun kyrr- setningin flugvélanna vara í fimmtán daga frá 20. júlí til 3. ágúst og nær hún til allra flugvéla af gerðinni GA8 sem eru skráðar í Ástralíu en þær eru alls 63 talsins. Alls eru 228 flug- vélar af þessari gerð í notkun í heim- inum. Er um að ræða litlar eins hreyfils flugvélar með leyfi fyrir átta manns og eru þær m.a. vinsælar til notk- unar í fallhlífarstökki. Sænsk flugmálayfirvöld kyrrsettu allar vélar af þessari gerð í Svíþjóð strax í kjölfar slyssins og evrópsk flugmálayfirvöld gerðu slíkt hið sama á föstudaginn var. Flugvélin, sem hrapaði í Svíþjóð, var að flytja fallhlífarstökkvara í stökk þegar hún skyndilega steypt- ist til jarðar en átta fallhlífarstökkv- arar og flugmaður vélarinnar létust í slysinu. Fjöldi vitna sagði annan væng flugvélarinnar hafi brotnað af áður en hún skall til jarðar, en blaða- menn Aftenbladet staðfestu að vængurinn hefði legið um 500 metra frá flakinu. Engir flugritar, svokallaðir svartir kassar, eru í flugvélum af þessari stærð. Yfir 60 ástralskar flugvélar kyrrsettar  Af sömu gerð og hrapaði í Svíþjóð AFP Slys Níu manns létu lífið í flugslysi í Svíþjóð fyrr í mánuðinum. Um 1.800 slökkviliðsmenn berjast nú við að ráða niðurlögum skógar- elda sem hafa brotist út á þremur svæðum í fjalllendi Castelo Branco í Portúgal. Þetta kemur fram á fréttavef TheGuardian. Þyrlur og flugvélar hafa verið notaðar í baráttunni við eldana og er búið að rýma eitt þorp vegna þeirra. Þá eru minnst tuttugu sagð- ir hafa slasast í hamförunum, þar af átta slökkviliðsmenn. Eldurinn braust út sl. laugardag en sterkir vindar hafa eflt hann mjög og gert um leið slökkviliðs- mönnum afar erfitt fyrir. Skógar- eldar eru árlegt vandamál í Portú- gal en 106 manns létu lífið í skógareldum 2017. Síðan þá hafa stjórnvöld hert aðgerðir. PORTÚGAL Að minnsta kosti 20 slasaðir vegna elda AFP Bruni Skógareldar geisa nú í Portúgal Enn hitnar í kol- unum vegna um- mæla Donalds Trump Banda- ríkjaforseta um þingkonur sem eru af erlendu bergi brotnar, en í gær tilkynnti forsetinn á Twit- ter að hann tryði ekki að konurnar væru færar um að elska Bandaríkin. Í sömu færslu sagði hann að þeim bæri skylda til að biðja Bandaríkin afsökunar og sakaði þær um að eyðileggja flokk demókrata. Í síðustu viku var Trump sakaður um kynþáttahatur í kjölfar um- mæla hans um sömu konur þar sem hann hvatti þær til að fara aftur til upprunalanda sinna sem hann kvað gegnsýrð af spillingu og sakaði þær um að „hata“ Bandaríkin. BANDARÍKIN Ófærar um að elska Donald Trump Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Iain Duncan Smith, fyrrverandi leið- togi breska Íhaldsflokksins, hefur sakað bresk stjórnvöld um van- rækslu í kjölfar yfirtöku íranska hersins á breska olíuskipinu Stena Impero sl. föstudag. Miðillinn The Telegraph hefur eft- ir honum að stjórnvöld hefðu átt að sjá hættuna fyrir og veita breskum skipum fullnægjandi vernd eftir að Íranar gerðu tilraun til að stöðva för annars bresks olíuskip um tveimur vikum fyrr. Segist hann vita til þess að breskum stjórnvöldum hafi boðist stuðningur frá Bandaríkjunum til verndar skipunum og segist vilja fá svör við því hvers vegna aðeins ein freigáta hafi verið á svæðinu þegar skipið var stöðvað. „Þetta eru stórvægileg mistök og stjórnvöld þurfa að svara þessum ásökunum sem fyrst,“ segir Duncan Smith. Ummæli Duncan Smiths féllu í kjölfar þess að Tobias Ellwood, varn- armálaráðherra Bretlands, sagði að konunglegi breski sjóherinn væri ekki nægilega stór til að vernda skip sín alls staðar í heiminum. Ellwood sagði jafnframt, í samtali við Sky, að Bretland væri að leita leiða til að leysa vandamálið og kvaðómögulegt fyrir sjóherinn að fylgja hverju ein- asta skipi. Á hljóðupptöku sem breskt örygg- isfyrirtæki komst yfir og birti í gær má heyra í írönskum hermönnum skipa áhöfn olíuskipsins að breyta stefnu sinni og hlýða skipunum til að tryggja öryggi sitt. Á upptökunni heyrist jafnframt þegar stjórnendur bresku freigát- unnar HMS Montrone skerast í leik- inn og vara Írani árangurslaust við að hafa afskipti af skipinu. Þar heyrist í stjórnendunum biðja Írani um að staðfesta að þeir ætli ekki að brjóta alþjóðleg lög með því að fara ólöglega um borð í Stena Impero sem var á al- þjóðlegri siglingaleið um Hormuz- sund. Þessu svara Íranar ekki í upp- tökunni heldur endurtaka skipanir sínar til áhafnar olíuskipsins. „Ef þið hlýðið verður ykkur óhætt,“ segja Íranirnir m.a. við áhöfnina í upptökunni. Þetta kom fram í frétt BBC í gær. Írönsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hertakan sé hluti af hefnd- araðgerð vegna kyrrsetningar Breta á íranska olíuskipinu Grace 1. í byrj- un júlí. Hafa þau haldið því fram að Stena Impero hafi brotið gegn al- þjóðlegum hafréttarlögum. Á það heyrist þó ekki minnst í upptökunni. Bretastjórn gagnrýnd  Duncan Smith sakar Bretastjórn um vanrækslu vegna hertöku Stena Impero  „Ef þið hlýðið verður ykkur óhætt,“ segja Íranir á hljóðupptöku af hertökunni Gúmmíkúlum og táragasi var beitt gegn mót- mælendum í Hong Kong í gærkvöldi. Ýmis skemmdarverk voru unnin og voru skilti með slagorðum mótmælenda víða. „Þið kennduð okkur að friðsamleg mótmæli eru gagnslaus,“ mátti sjá á einu skiltanna. Þetta er sjöunda helgin sem stjórnvöldum er mótmælt í borginni. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir skipuleggjendum mótmælanna að fleiri en 430 þúsund manns hafi tekið þátt í þeim, en á sama tíma heldur lögreglan því fram að mótmælendur hafi verið um 138 þúsund talsins. AFP Áfram óeirðir í mótmælum í Hong Kong

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.