Morgunblaðið - 22.07.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.07.2019, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 Það gerist nú slag í slag að dómar falla við Mannréttindadómstól Evrópu (MDE), þar sem Hæstiréttur Ís- lands er talinn hafa brotið rétt á sakborn- ingum í refsimálum. Þetta er afar slæmt og ætti raunar að hafa verið alger óþarfi. Það er vegna þess að meg- inreglur um réttar- stöðu sakaðra manna í refsimálum eru frekar einfaldar og ættu að vera öllum fram gengnum lög- fræðingum ljósar. Verkefni dóm- stóla í refsimálum er umfram allt að gæta þess að öll skilyrði til sak- fellingar á sakborningum séu upp- fyllt. Séu þau það ekki á ekki að kveða upp áfellisdóma. Svo einfalt er það. Einfaldar meginreglur Hinar einföldu meginreglur eru nokkurn veginn þessar: 1. Lýsing brots sem ákært er fyrir þarf að vera nægilega nákvæm til að geta varðað við verknaðarlýsingu þess laga- ákvæðis sem ákæra greinir. 2. Lagaákvæðið þarf að heimila refsingu fyrir brot. 3. Handhafi ákæruvalds þarf að færa fram sannanir um brot þannig að hafið sé yfir skyn- samlegan vafa. Hafi verið sýknað í héraði er yfirleitt ekki unnt að sakfella á efra dómstiginu nema munnleg sönnunarfærsla hafi farið þar fram. 4. Sakborningur þarf að njóta réttar til að verja sig. Til þess réttar heyrir að fá að kynna sér öll gögn máls og færa fram allar varnir sínar fyrir dómi, oftast með aðstoð skip- aðs verjanda. 5. Málsmeðferð fyrir áfrýj- unardómstól beinist að sama máli og dæmt var í héraði. Ekki fær staðist að áfrýj- unardómstóll dæmi málið á öðrum grundvelli en gert var á neðra dómstigi, enda er þá eins víst að sakborningur hafi ekki notið sanngjarns réttar til að verja sig fyrir efra dóm- stiginu. Telji áfrýjunardóm- stóll meðferð máls í héraði gallaða getur hann fellt áfrýj- aðan dóm úr gildi og lagt fyr- ir lægra dómstig að bæta úr göllum. Samt þarf að gæta þess að í þessu felist ekki ábending um að bæta úr ann- mörkum á málsókn handhafa ákæruvalds. Slíkir annmarkar geta einfaldlega átt að leiða til sýknu fremur en ómerkingar. 6. Dómarar sem taka sæti í máli þurfa að uppfylla hæfiskröfur. Þá skal haft í huga að þeir mega ekki líta út fyrir að vera í þannig tengslum við sak- arefnið að vanhæfi valdi, jafn- vel þó að þeir séu það ekki. Dómarar við áfrýjunardómstól þurfa fyrst og fremst að „tikka í boxin“ sem hafa að geyma fram- angreind atriði. Hlutverk og metn- aður dómara hlýtur að beinast að því að sakfella ekki nema öll þessi tilgreindu skilyrði séu uppfyllt. Alltaf. Reyndin er samt sú að fjölmarg- ir áfellisdómar hafa fallið á hendur sökuðum mönnum án þess að þessi skilyrði, eitt eða fleiri, hafi verið uppfyllt. Þetta hefur leitt mikla harma yfir sakborningana og ást- vini þeirra. Í mörgum tilvikum hefur þetta fólk hreinlega verið rænt lífshamingju sinni. Af nógu hefur verið að taka MDE getur ekki sinnt öllu sem aflaga kann að hafa farið við máls- meðferðina hér innanlands. Til dæmis getur hann almennt ekki endurskoðað rangar skýringar á lögum, eins og til dæmis ákvæði almennra hegning- arlaga um umboðs- svik svo þekkt dæmi sé tekið. Dómstóllinn þar ytra athugar að- eins hvort brotinn hafi verið réttur sem Mannréttinda- sáttmáli Evrópu kveður á um. Samt hefur verið af nógu að taka, því áfell- isdómar hafa fallið á hendur Íslandi fyrir brot á fjölda þeirra atriða sem nefnd voru að framan og eiga að vera íslenskum lögfræð- ingum auðveld í framkvæmd. Alvarleg frávik Ég starfaði sem dómari við Hæstarétt um átta ára skeið og taldi mig þá og einnig síðar sjá al- varleg frávik frá framangreindum meginreglum. Ég verð að við- urkenna að ég skil hvorki upp né niður í að lögfræðingarnir við dómstólinn skuli ekki einfaldlega hafa fylgt þeim. Þeim áttu öllum að vera þessar reglur vel kunn- ugar og metnaður þeirra hlaut að eiga að beinast að því að sakfella ekki sakborninga í refsimálum nema þeim væri framfylgt í hví- vetna. Samt hefur það verið gert í stórum stíl. Það er hreinlega eins og illur púki hafi náð að tylla sér meðal dómaranna og haft afgerandi áhrif á dómsýslu þeirra. Það lítur þann- ig út fyrir að einhvers konar furðulegur erindrekstur hafi náð að festast í sessi við þessa helg- ustu stofnun réttarríkisins. Úrlausnir MDE eru ekki bind- andi að íslenskum landsrétti. Þær fela samt oft í sér þýðingarmiklar ábendingar um landsrétt okkar og framkvæmd hans á sviði mann- réttinda. Nú þurfum við að fást við úrlausnarefni sem fjölmargir áfellisdómar MDE hafa gefið til- efni til. Það hefði átt að vera óþarfi, aðeins ef dæmt hefði verið hér innanlands eftir skýrum ís- lenskum lagareglum sem vernda mannréttindi. Skilningsleysi Undanfarin ár hef ég reynt að sinna þeirri skyldu minni að upp- lýsa almenning um ámælisverða dómsýslu æðsta dómstóls þjóð- arinnar. Ekki hafa verið góð mót- tökuskilyrði fyrir þeim boðskap. Mörgum virðist vera sama um að misfarið sé með dómsvaldið svo lengi sem þeir verða ekki sjálfir fyrir slíku. Réttmæti boðskaparins fær nú aukna stoð í úrlausnum dómstólsins í Strassborg. Ég segi fyrir mig að þessar staðfestingar á réttmæti ábendinga minna gleðja mig ekki. Þær valda mér miklu fremur sorg yfir því að þessi helg- asta stofnun okkar, sem Hæsti- réttur er, skuli hafa talið sig geta hagað störfum sínum svona. Við ættum að taka höndum saman um að gera þær breytingar sem þarf til að létta þessu böli af þjóðinni. Ég hef sjálfur hugmyndir um hverjar þær ættu að verða en læt kyrrt liggja að sinni. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Það er hreinlega eins og illur púki hafi náð að tylla sér meðal dómaranna og haft afgerandi áhrif á dómsýslu þeirra. Það lítur þannig út fyrir að einhvers konar furðu- legur erindrekstur hafi náð að festast í sessi við þessa helgustu stofnun réttarríkisins. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Illur púki? Skýrsla utanrík- isráðherra um utan- ríkis- og alþjóðamál var rædd á Alþingi í lok aprílmánaðar. Skýrslan er ágætlega unnin og þar er m.a. að finna myndræna framsetn- ingu á margvíslegum verkefnum utanríkis- þjónustunnar, sem er í senn gott yfirlit yfir starfsemina og gerir lesturinn auð- veldari og áhugaverðari en ella. Á bls. 24-27 er fjallað sérstaklega um mann- réttindamál og setu Íslands í mann- réttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf til ársloka 2019. Fullyrt er í skýrslu ráðherra að hér sé um að ræða eitt veigamesta hlutverk sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi og einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða. En hvernig hefur okkur tekist upp þessa fáeinu mánuði sem við höfum átt sæti í ráðinu? Í skýrslunni er þess getið að Ísland sé í forystuhlutverki í samstarfi þjóða sem áhyggjur hafa af stöðu mann- réttinda á Filippseyjum. Frá því að skýrslan var kynnt Alþingi hefur það síðan gerst að forseti Filippseyja íhugar nú alvarlega að slíta stjórn- málasambandi við Ísland. Ástæðan er ályktun mannréttindaráðsins um rannsókn á aðgerðum stjórnvalda þar í landi í baráttunni gegn fíkniefn- um, en Ísland hafði forgöngu um mál- ið í ráðinu. Tillaga Íslands var sam- þykkt naumlega en áður hafði utanríkisráðherra lýst því yfir að hún hefði víðtækan stuðning. Ráðamenn á Filippseyjum hafa brugðist harka- lega við þessari framgöngu Íslands eins og áður segir og hefur nýsam- þykkt lög á Íslandi um þungunarrof meðal annars borið á góma í þeirri umræðu og hefur þingforseti Filippseyja sagt nýju þung- unarrofslögin vera mannréttindabrot. Skaði ef Filippseyjar slíta stjórnmála- sambandi Það yrði óneitanlega skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmálasambandi við okkur. Af- leiðingarnar gætu orðið margvíslegar og undirstrikað það að meiriháttar rof hefði átt sér stað í samskiptum þjóðanna. Það er ekki gott fyrir litla þjóð eins og Ísland á alþjóðavett- vangi. Óvissa myndi ríkja um ferðir Íslendinga til Filippseyja og áhrif á samfélag Filippseyinga á Íslandi. Auk þess væri margvíslegum við- skiptahagsmunum stefnt í hættu svo sem á sviði jarðhita en á Filipps- eyjum eru ein mestu jarðhitasvæði heims. Á Alþingi gagnrýndi ég framgöngu utanríkisráðherra í málefnum Fil- ippseyja þegar skýrsla ráðherra var rædd. Hvatti ég til þess að Ísland færi varlega í öllum yfirlýsingum og ályktunum um málið, margt væri óljóst, upplýsingar misvísandi og í sumum tilfellum falskar. Utanrík- isráðherra ætti að kynna sér málið af eigin raun og mótmæla aftökum án dóms og laga í viðræðum við ráða- menn á Filippseyjum. Auk þess gat ég þess að forseti Filippseyja væri mjög vinsæll í heimalandinu, en 80% landsmanna styðja hann í baráttunni gegn glæpagengjum fíkniefnanna þar í landi. Seta Íslands í mannréttinda- ráðinu ekki kappleikur Framganga Íslands í þessu máli er byggð á veikum grunni. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í mannrétt- indaráðinu, sem RÚV sýndi beint frá eins og um kappleik væri að ræða, ber þess glöggt merki að hún var illa undirbúin. Yfirlýsingar utanrík- isráðherra um víðtækan stuðning yfir 30 ríkja stóðust ekki. Tillagan var samþykkt naumlega af 18 ríkjum, 15 sátu hjá og 14 voru á móti. Ef hug- myndin með setu Íslands í mannrétt- indaráðinu er sú að við hlutumst til um innanríkismál erlendra ríkja væri þá ekki nærtækara að við snerum okkur t.d. að Spáni, bandalagsþjóð í NATÓ, samstarfsþjóð í EES og að- ildarþjóð í Evrópuráðinu og Mann- réttindadómstólnum? Þar í landi eru menn fangelsaðir fyrir stjórnmála- skoðanir að fyrirlagi hæstaréttar landsins og eiga sakborningar sam- kvæmt því engar varnir í dómskerf- inu. Vandaður og vel ígrundaður mál- flutningur á að vera aðalsmerki Íslands í alþjóðasamskiptum. Eftir Birgi Þórarinsson Birgir þórarinsson » Það yrði óneitanlega skaði að fyrir Ísland ef Filippseyjar, eina kristna landið í Asíu, myndu slíta stjórnmála- sambandi við okkur. Afleiðingarnar gætu orðið margvíslegar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. birgirth@althingi.is Stjórnmálasamband við Filippseyjar í uppnámi Örnefnanefnd hef- ur talað og varað við nýrri þróun sem ryð- ur sér til rúms, að nefna íslensk nöfn í náttúrunni upp á ensku. Það er eins og ferðaþjónustan telji sig þurfa að ensku- gera nöfn á landslagi og hótelum. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra hvað íslensk- una varðar. Og spurt er, til að þjóna hverjum? Ekki erlendum ferðamönnum fullyrði ég, þeir eru hingað komnir til að kynnast menningu lands og þjóðar og telja örugglega þennan nýja sið til skaða fyrir alla, horft til fram- tíðar, söguna, menninguna og magnaða nafngiftagjöf í nátt- úrunni við upphaf Íslandsbyggðar. Og nafngiftinni fylgdu oft merki- legar sögur og sum nöfnin urðu meira að segja alþjóðleg eins og Geysir. Ég leit yfir glæsilegt samstarf örnefnanefndar við að gefa nýbýl- um eða bújörðum nöfn í samráði við eigendur og sveitarfélög og samkvæmt lögum landsins. Mér þótti vel hafa tekist til, nöfnin falla að nafnahefð landsins, kjarn- mikil íslensk bæjarnöfn. Annað mál sem undirritaður skrifaði um fyrir nokkru er nafngiftir fyr- irtækja, ekki síst nöfn hótela og gististaða, upp á ensku sem eru málinu skaðleg til lengri tíma. Spurning hvort þau væru önnur ef um þau giltu lög, ekkert síður en um bæjarnöfnin, og þess ber að geta að ný götunöfn í bæjum og borg hafa tekist mjög vel einnig. Áttavilltir ferða- menn og undrandi Íslendingar Af handahófi tek ég hér nokkur ný nöfn á hótelum og þjónustustöðum í ferðaþjónustu: ION Adventure Hotel við Þingvallavatn; Hotel Borealis, hótel og veitingastaður í Grímsnesi; Cottages Laket- ingvellir, Þingvöllum; Hotel South Coast ehf., Selfossi; Arctic Nature Hotel, Selfossi; LAVA Centre, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð, Hvolsvelli. Þessi síðasta nafngift er í sýslu Heklu gömlu sem er eitt frægasta eldfjall heimsins. Og í sýslu Eyjafjallajökuls, en þessi nöfn eru heimsfræg. Eru þessar nafngiftir gefnar til árangurs og af illri nauðsyn eða af gáleysi ís- lenskri tungu til háðungar og hnignunar? Nöfn upp á ensku á frægasta stað Íslands, Þingvöllum, þar sem þau stinga hræðilega í stúf en munu halda áfram að yf- irtaka íslenska nafnahefð, haldi fram sem horfir. Nefni enn eitt nafn sem fór fyrir brjóstið á mörgum skellt á gamlan lands- frægan stað; „Gamla-Gufan,“ á Laugarvatni sem fékk nafngiftina Fontana. Hefur Fontana einhvern árangursdrifinn kraft fram yfir Gömlu-Gufuna? Er Hótel Rangá eitthvað verr sett með sitt nafn á íslensku? Eða Hálendismiðstöðin Hrauneyjar? Ætti þar að taka upp nafn á ensku eða kínversku? Ég bið menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, og ferða- málaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, að fara yf- ir þessa þróun með ferðaþjónust- unni og atvinnulífinu. Staðan er sú að erlendir ferðamenn verða átta- villtir á þessu rugli og Íslendingar og allir vinir íslenskunnar um heim allan reiðir og undrandi. Og íslenskunni hnignar hratt. Á Degi íslenskrar tungu, afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar, eru ræð- urnar lof um málið okkar og allir brýndir á að tala málið undurfríða við börnin. Svo koma hinir 364 dagar ársins, þá má atvinnulífið halda framhjá íslenskunni og skíra landslagið og fyrirtækin upp á út- lensku. Þetta er þjóð sem blótar enn á laun og nú með fjöreggið sjálft, tunguna. Ferðaþjónustan virðir ekki íslenska nafnahefð Eftir Guðna Ágústsson » Af handahófi tek éghér nokkur ný nöfn á hótelum og þjónustu- stöðum í ferðaþjónustu: ION Adventure Hotel við Þingvallavatn; Hotel Borealis, hótel og veit- ingastaður í Grímsnesi; Cottages Laketingvell- ir, Þingvöllum; Hotel South Coast ehf., Sel- fossi … Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.