Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 24

Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 Dýrabær Smáralind, Kringlunni, Reykjanesbæ og Akranesi | Byko Selfossi Fiskó Garðabæ | Heimkaup | Hundaheppni | Sími 511 2022 | dyrabaer.is NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI bragðgott – hollt – næringarríkt – fyrir dýrin þín HM U21 karla Leikið á Spáni: A-riðill: Bandaríkin – Túnis............................... 23:30 Serbía – Slóvenía .................................. 28:30 Spánn – Japan....................................... 28:22  Slóvenía 8, Spánn 8, Serbía 4, Túnis 4, Japan 0, Bandaríkin 0. B-riðill: Ástralía – Nígería................................. 21:35 Egyptaland – Suður-Kórea ................. 38:36 Svíþjóð – Frakkland............................. 27:23  Egyptaland 8, Frakkland 6, Svíþjóð 6, Suður-Kórea 2, Nígería 2, Ástralía 0. C-riðill: Króatía – Barein.................................. 32:23  Halldór J. Sigfússon þjálfar Barein. Kósóvó – Brasilía.................................. 23:36 Ungverjaland – Portúgal..................... 28:36  Króatía 8, Portúgal 6, Brasilía 6, Ung- verjaland 4, Barein 0, Kósóvó 0. D-riðill: Síle – Argentína.................................... 25:22 Ísland – Danmörk................................. 25:22 Noregur – Þýskaland........................... 20:29  Þýskaland 6, Danmörk 6, Ísland 6, Nor- egur 4, Síle 2, Argentína 0. EM U19 kvenna B-deild í Búlgaríu: Keppni um 5.-8. sæti: Ísland – Finnland ................................. 23:19 Leikur um 5. sæti: Ísland – Grikkland................................ 29:22  EM U20 karla B-deild í Portúgal: Keppni um sæti 5-8: Holland – Ísland ................................... 87:68 Leikur um 7. sætið: Georgía – Ísland ................................... 90:94 Úrslitaleikur: Portúgal – Tékkland ............................ 73:57  Hlynur Andrésson bætti í fyrra- kvöld Íslandsmet sitt í 5.000 m hlaupi á móti í Belgíu. Hlynur varð níundi í sínum riðli mótsins á 13:57,89 mínútum en fyrra met hans sem var 15 mánaða gamalt var 13:58,91 mínútur. Hlynur bætti Íslandsmetið KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kórinn: HK – FH ................................. 19.15 Kópavogsv.: Breiðablik – Grindavík... 19.15 Í KVÖLD! FRJÁLSAR Jóhann Ingi Hafþórsson Víðir Sigurðsson „Það var grenjandi rigning á mótinu, hringurinn var blautur og kúlan mjög sleip. Ég ákvað samt í síðasta kastinu að ég ætlaði að ná þessu og það var þvílíkur léttir að sjá töluna koma upp og sjá að ég var komin í þriðja sætið,“ sagði Erna Sóley Gunnarsdóttir við Morg- unblaðið í gær, rétt eftir að hún tryggði sér bronsverðlaunin í kúlu- varpi á Evrópumóti U20 ára í Borås í Svíþjóð. Erna krækti í bronsið í síðasta kastinu en hún var fjórða fram að því með 15,41 metra í annarri um- ferð. Hún kastaði 15,65 metra og náði með því þriðja sætinu úr hönd- um Ashley Bologna frá Frakklandi sem hafði kastað 15,54 metra. Jor- inde van Klinken frá Hollandi vann yfirburðasigur með 17,39 metra kasti og Pinar Akyol frá Tyrklandi fékk silfrið með 16,19 metra kasti. Íslandsmet Ernu í þessum aldurs- flokki er 16,13 metrar, það setti hún í Houston í Texas í marsmánuði, og það er jafnframt næstbesta afrek Ís- lendings í fullorðinsflokki frá upp- hafi. Aðeins Íslandsmethafinn Guð- björg Hanna Gylfadóttir hefur kastað lengra, 16.33 metra, en Ís- landsmet hennar hefur staðið í 25 ár, eða frá 1992, átta árum áður en Erna fæddist. „Miðað við aðstæður var þetta mjög gott. Ég kastaði lengra í und- ankeppninni en get verið sátt við minn árangur,“ sagði Erna Sóley við Morgunblaðið. Valdimar Hjalti Erlendsson keppti í úrslitum í kringlukasti í gærmorgun en hann varð níundi í undankeppninni. Valdimar kastaði 55,75 m í úrslitunum og varð tólfti og síðastur af þeim sem komust í úrslit. Íslandsmet hans í aldursflokknum er 57,16 metrar og hann er tíundi á afrekaskránni frá upphafi. Þriðji á henni er faðir hans, Erlendur Valdi- marsson, íþróttamaður ársins 1970, sem kastaði 64,32 metra árið 1974. Nálægt silfri en varð fjórða Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var hársbreidd frá verðlaunasæti í 200 m hlaupi á laugardaginn þegar hún varð fjórða á 23,64 sekúndum. Hún var aðeins 0,01 sekúndu á eftir Lucie Ferauge frá Belgíu sem varð þriðja og 0,04 sekúndum á eftir Gemina Jo- seph frá Frakklandi sem varð önnur. Guðbjörg er aðeins 17 ára gömul og því áfram líkleg til afreka í þess- um aldursflokki. Íslandsmet hennar í flokki fullorðinna er 23,45 sek- úndur og hefði komið henni í silf- ursætið af öryggi. Mótinu lauk í Borås í gær og frammistaða íslensku keppendanna var afar góð. Þórdís Eva Steins- dóttir var fjórði fulltrúi Íslands í Bo- rås en hún varð í 26. sæti í 400 m hlaupi síðasta fimmtudag. Ætlaði að ná því í síðasta kastinu  Erna fékk brons á EM U20 ára í Borås Ljósmynd/FRÍ Borås Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir á verðlaunapallinum á Evrópumótinu í Svíþjóð í gær með bronspeninginn um hálsinn. Strákarnir í 21-árs landsliðinu í hand- knattleik sýndu glæsilega frammistöðu á laugardaginn þegar þeir sigruðu Dani, 25:22, á heimsmeistaramótinu á Spáni. Þeir réttu sig heldur betur við eftir tíu marka skell gegn Noregi. Bjarni Ófeigur Valdimarsson átti stór- leik og skoraði 9 mörk, Orri Freyr Þor- kelsson skoraði 4, Ásgeir Snær Vign- isson og Elliði Snær Viðarsson 3 hvor. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 14 skot. Ísland er með 6 stig eftir fjóra leiki, er komið í 16-liða úrslit en mætir Þýskalandi í lokaleik riðlakeppninnar í dag. vs@mbl.is Glæsilegur sigur á Dönunum Ljósmynd/IHF Níu Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur gegn Dönum. Anton Sveinn McKee setti tvö Íslands- met í gær þegar hann keppti fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í 50 m laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Anton synti 100 m bringusund á 1:00,32 mínútu en fyrra metið setti hann á Smáþjóðaleikunum í maí þar sem hann synti á 1:00,33. Um leið setti hann Íslandsmet í 50 m bringusundi með því að vera með millitímann 27,66 sekúndur. Fyrra met hans þar var 27,73 sekúndur. Anton hafnaði í 24. sæti og komst ekki í milliriðla en til þess hefði hann þurft að synda á 59,75 sekúndum. vs@mbl.is Tvö Íslandsmet Antons á HM Ljósmynd/SSÍ Gwangju Anton Sveinn McKee keppti fyrstur Íslendinganna á HM. Írinn Shane Lowry hrósaði í gær sigri á The Open-risamótinu í golfi á Royal Port- rush-vellinum á Norður-Írlandi eftir að hafa verið meðal efstu manna frá fyrsta degi. Lowry spilaði lokahringinn á einu höggi yfir pari. Hann lék hringina fjóra samanlagt á 15 höggum undir pari, en besti árangur hans á risamóti þar til um helgina var annað sætið á Opna banda- ríska meistaramótinu fyrir þremur árum. Fyrir mótið var hann í 33. sæti heimslist- ans. Tommy Fleetwood frá Englandi hafnaði í öðru sæti á níu höggum undir pari, sex höggum á eftir Lowry, eftir að hafa spilað lokahringinn á þremur yfir. Tony Finau frá Bandaríkjunum varð svo þriðji á sjö höggum undir pari. Enginn lék lokahringinn þó betur en Francesco Molinari frá Ítalíu, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann lék á fimm höggum undir pari og náði að komast upp í 11. sæti. Stærsti sigurinn hjá Lowry Öruggt Shane Lowry fagnar. Axel Bóasson, GK, og Ragnhildur Krist- insdóttir, GR, hrósuðu sigri á fjórða móti tímabilsins hjá þeim bestu, KPMG- mótinu, þar sem keppt var um Hvaleyr- arbikarinn hjá Keili í Hafnarfirði. Axel vann afar öruggan sigur, en hann lék hringina þrjá samanlagt á 12 höggum undir pari. Hann var tíu höggum á undan næstu mönnum en það voru þeir Aron Snær Júlíusson, GKG, Tuni Hrafn Kúld, GA, og Hlynur Bergsson, GKG. Það var meiri spenna hjá Ragnhildi, en hún var með fjögurra högga forskot fyrir lokaholuna. Hún lék hana hins vegar á þremur höggum yfir pari og lauk leik á fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, fékk tækifæri til þess að jafna og tryggja bráðabana en niður vildi púttið ekki og hún endaði á sex höggum yfir pari. Axel og Ragnhildur unnu Unnu Ragnhildur Kristinsdóttir og Axel Bóasson með bikarana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.