Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
Rússland
Rostov – Spartak Moskva ....................... 2:2
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með
Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson
var varamaður og kom ekki við sögu.
CSKA Moskva – Orenburg ..................... 2:1
Arnór Sigurðsson lék í 87 mínútur með
CSKA og skoraði seinna markið. Hörður
Björgvin Magnússon lék allan leikinn.
Ufa – Krasnodar ...................................... 2:3
Jón Guðni Fjóluson kom inná hjá Kras-
nodar á 90. mínútu.
Dinamo Moskva – Rubin Kazan............. 0:1
Viðar Örn Kjartansson lék fyrri hálfleik-
inn með Rubin Kazan.
Danmörk
Randers – Bröndby ................................. 2:2
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby.
Aalborg – SönderjyskE .......................... 1:1
Eggert Gunnþór Jónsson kom inná hjá
SönderjyskE á 69. mínútu en Frederik
Schram var varamarkvörður liðsins.
Midtjylland – Nordsjælland ................... 2:1
Mikael Anderson var í 20 manna hópi
Midtjylland en ekki á bekknum.
Svíþjóð
Malmö – Sirius ......................................... 1:1
Arnór Ingvi Traustason hjá Malmö er
frá keppni vegna meiðsla.
AIK – Helsingborg .................................. 2:0
Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 68 mín-
úturnar með AIK.
Daníel Hafsteinsson var ekki í leik-
mannahópi Helsingborg.
Norrköping – Östersund ........................ 3:0
Guðmundur Þórarinsson kom inná hjá
Norrköping á 52. mínútu.
Staða efstu liða:
Malmö 17 10 6 1 29:12 36
AIK 17 10 4 3 22:11 34
Häcken 16 9 3 4 24:12 30
Djurgården 15 8 5 2 25:12 29
Gautaborg 16 8 5 3 24:14 29
Norrköping 17 7 6 4 26:19 27
A-deild kvenna:
Rosengård – Växjö .................................. 5:0
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård og skoraði fyrsta
markið.
Kungsbacka – Kristianstad.................... 0:5
Svava Rós Guðmundsdóttir lék fyrri
hálfleikinn með Kristianstad og skoraði eitt
mark. Sif Atladóttir fór útaf á 61. mínútu en
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var ekki með.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
Limhamn Bunkeflo – Djurgården......... 0:1
Andrea Thorisson kom inná hjá Lim-
hamn á 79. mínútu.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðrún
Arnardóttir léku allan leikinn með Djurg-
ården en Guðbjörg Gunnarsdóttir mark-
vörður var ekki í hópnum.
Þýskaland
C-deild:
Kaiserslautern – Unterhaching............. 1:1
Andri Rúnar Bjarnason kom inná hjá
Kaiserslautern á 69. mínútu.
KNATTSPYRNA
1:0 Kolbeinn Birgir Finnsson 12.
2:0 Ásgeir Eyþórsson 45.
3:0 Geoffrey Castillion 84.
I Gul spjöldRagnar Bragi Sveinsson
(Fylki), Sindri Snær Magnússon
(ÍBV).
Dómari: Guðmundur Ársæll Guð-
mundsson, 8.
Áhorfendur: 810.
FYLKIR – ÍBV 3:0
MM
Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylki)
M
Stefán Logi Magnússon (Fylki)
Ari Leifsson (Fylki)
Ásgeir Eyþórsson (Fylki)
Geoffrey Castillion (Fylki)
Ólafur Ingi Skúlason (Fylki)
Telmo Castanheira (ÍBV)
0:1 Viktor Jónsson 10.
1:1 Almarr Ormarsson 58.
I Gul spjöldElfar Árni, Hallgrímur Jón-
asson, Ýmir Már og Brynjar Ingi
(KA), Albert, Arnar Már, Marcus
Johansson, Óttar Bjarni og Hörður
Ingi (ÍA).
Dómari: Erlendur Eiríksson, 8.
Áhorfendur: 1.004.
KA – ÍA 1:1
M
Almarr Ormarsson (KA)
Brynjar Ingi Bjarnason (KA)
Elfar Árni Aðalsteinnson (KA)
Hallgrímur Jónasson (KA)
Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Jón Gísli Eyland (ÍA)
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
unnið þrjá leiki í röð gefur þeim ekki
neitt þegar þeir missa niður 2:0-
forystu í þeim fjórða, en liðið hefði
verið aðeins tveimur stigum frá öðru
sætinu með sigri. Birkir Már Sæv-
arsson lagði upp bæði mörkin en það
var svo til ekkert að frétta hjá liðinu
eftir að það skoraði annað markið. Þá
var eins og dagsverkinu væri lokið og
nóg væri að verja fenginn hlut. Það
er eitthvað sem Valsmenn mega ekki
leyfa sér og munu aldrei gera aftur ef
þeir munu sjá nafn Loga Tómassonar
á leikskýrslu andstæðingsins í fram-
tíðinni. yrkill@mbl.is
Langþráð stig hjá KA
KA og ÍA gerðu 1:1 jafntefli á
Greifavellinum í gær í 13. umferð
Pepsi Max-deildar karla. Þetta var
fyrsta stig KA-manna í deildinni síð-
an 15. júní.
Leikurinn byrjaði af miklum krafti
og það var greinilegt að mikið var
undir. Skagamenn komust yfir með
marki frá Viktori Jónssyni sem skor-
aði með flottum skalla eftir frábæra
sendingu frá Stefáni Teiti Þórð-
arsyni. Eftir þetta var mikill kraftur í
ÍA og voru sóknir þeirra mjög bein-
skeyttar. Tryggvi Hrafn Haraldsson
fékk frábært færi til að koma liðinu í
2:0 þegar hann fékk sendingu inn
fyrir en náði ekki að nýta færið. Mik-
ill hiti var í liðunum í fyrri hálfleik og
fóru sex gul spjöld á loft.
Seinni hálfleikurinn var öllu ró-
legri en sá fyrri. KA-menn náðu að
jafna leikinn á 58. mínútu. Almarr
Ormarsson skoraði með góðu ein-
staklingsframtaki. Almarr fór
framhjá tveimur varnarmönnum áð-
ur en hann skoraði. Eftir mark KA
var jafnræði með liðunum. Bæði lið
fengu ágæt færi til að skora en hvor-
ugt þeirra nýtti þau. 1:1 jafntefli
staðreynd sem er sanngjörn niður-
staða.
Stigið bindur enda á langa tap-
hrinu KA. Óli Stefán Flóventsson,
þjálfari liðsins, sagði eftir leik að
mikilvægt hefði verið að ná að stöðva
blæðinguna. Tveir leikmenn spiluðu
sínar fyrstu mínútur fyrir KA í sum-
ar. Iosu Villar kom inn á miðjuna og
Ívar Örn Árnason sem var á láni hjá
Víkingi í Ólafsvík kom inn á og fór þá
í vörnina. Koma Ívars eykur breidd-
ina í vörninni en KA-menn hafa verið
í miklum meiðslavandræðum þar í
sumar.
Skagamenn halda áfram að safna
stigum en liðið hefur ekki tapað í
fjórum leikjum í röð. sport@mbl.is
Vonleysi hjá ÍBV
Fylkir átti ekki í miklum erfiðleik-
um með að leggja ÍBV á heimavelli,
3:0, í gær. Frammistaða ÍBV fyrsta
hálftímann var með því verra sem
ÍBV hefur sýnt í sumar. Þá er mikið
sagt, því ÍBV er langneðst í deildinni.
Fylkismenn höfðu ekkert fyrir því að
skapa sér færi og spila boltanum við
vítateig ÍBV, án þess að varnarmenn
gestanna gerðu mikið til að trufla þá.
Kolbeinn Birgir Finnsson var í ess-
inu sínu og það var við hæfi að hann
skoraði fyrsta mark leiksins með stór-
glæsilegu skoti. Kolbeinn fékk nánast
að gera það sem honum sýndist og
sýndi hann gæði sín hvað eftir annað.
Fylkismenn náðu ekki að bæta við
marki fyrsta hálftímann og batnaði
spilamennska ÍBV eftir því sem leið á
hálfleikinn. Það var því mikið áfall
fyrir ÍBV að Fylkismenn tvöfölduðu
forskotið sitt í blálok hálfleiksins þeg-
ar Ásgeir Eyþórsson fékk nokkrar til-
raunir til að skjóta á markið innan
teigs, án þess að varnarmenn ÍBV
gerðu mikið til að reyna að ná bolt-
anum af honum.
ÍBV kom með smá kraft inn í seinni
hálfleikinn, en gestirnir voru þó aldrei
líklegir til að skora. Fylkismenn gátu
leyft sér að slaka á án þess að marki
þeirra yrði ógnað að ráði. Þegar
skammt var eftir bætti Geoffrery Ca-
stillion við þriðja markinu, eftir
klaufagang í vörn ÍBV.
Það er orðið deginum ljósara að
ÍBV er ekki með nægilega gott lið til
að halda sér uppi. Erlendir leikmenn
virtust hafa takmarkaðan áhuga á að
spila leikinn í gær og lögðu lítið á sig.
ÍBV er ekki með hæfileikaríkasta lið-
ið í deildinni og leikmenn þurfa því að
leggja mikið á sig með baráttuna að
vopni. Þegar hvorki hún né hæfileik-
arnir eru til staðar er erfitt að vera í
efstu deild. Fylkismenn voru góðir, en
ÍBV lét þá ekki hafa mikið fyrir hlut-
unum. johanningi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fossvogur Víkingurinn Kwame
Quee og Valsmaðurinn Sigurður
Egill Lárusson í hörðum slag.