Morgunblaðið - 22.07.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 söguhetjan stendur frammi fyrir og hvernig hennar nánasta umhverfi og nýir kunningjar hjálpa henni í gegn- um það. „Þetta er furðusaga en söguþráðurinn sjálfur er farartæki fyrir alls kyns hugleiðingar um mannlegt eðli. Það birtast til dæmis óvæntir styrkleikar hjá persónum sem virðast ekki miklir bógar við fyrstu sýn og veikleikar hjá öðrum sem virðast nánast fullkomnar. Skáldsagan fjallar m.a. um fjöl- breytileikann, breyskleika manns- ins, vináttu og hvernig fólk styður hvað annað,“ segir höfundurinn. Húmor og brostnar vonir „Þetta er bæði fyndin og sorgleg saga. Ég hef fengið mjög jákvæð við- brögð við bókinni og hún virðist höfða til lesenda á mörgum sviðum. Það er ákveðinn harmur í þessari sögu og mikið af brostnum vonum. Eiginlega allar persónurnar eru með einhvers konar væntingar til lífsins sem eru óuppfylltar. Sumir sem hafa lesið bókina tengja svolítið við það meðan aðrir tala meira um húm- orinn. Ég er bara mjög ánægður með það. Skáldsagan er svona alls konar.“ Í verki sínu vinnur Eiríkur með trúarlegt þema. „Ég er trúleysingi en ég hef mjög gaman af vísunum í helgisögur. Ég hef alveg farið alla leið í þessu trúleysi og stundum hef ég verið á bandi Richards Dawkins og félaga en það er eitthvert húm- orsleysi í því trúleysi. Mér finnst skemmtilegra að hafa bara smá gam- an af þessu. Ég er ekkert að boða trúleysi, það er alls ekki þannig,“ segir höfundurinn og hlær. „Það eru skemmtileg minni í svona helgiritum og að geta tengt það við hversdags- leikann er líka skemmtilegt. Helgi- sögurnar eru líka mannanna verk svo það smitast auðvitað inn í ein- hverjar sammannlegar tilfinningar.“ Eiríkur segist ekki vera byrjaður á nýju ritverki en segir það alls ekki útilokað að hann skrifi meira enda sé hann með nokkrar hugmyndir. „Það er frekar spurning hvort það yrði skáldsaga eða eitthvað annað. Ég fæ oft hugmyndir sem mér þykja góðar en til þess að komast að því hvort þær virka verður maður að gefa sér svolítinn tíma til þess að hugsa þær í gegn,“ segir hann. Ræður yfir lífi og limum Höfundurinn segir að sú reynsla að skrifa skáldsögu sé frábær. „Mér finnst að allir sem hafa einhverja ein- ræðisherradrauma ættu frekar að skrifa bók því þá ráða þeir lífi og lim- um eins margra og þeim sýnist. Mað- ur er almáttugur. Að vísu var einn karakter í Boðun Guðmundar sem kom bara úr næsta garði án þess að ég hefði gert ráð fyrir honum. Það kom svolítið aftan að mér. Stundum tók sagan hreinlega af mér völdin.“ Að lokum segir Eiríkur: „Svona heilt yfir þá fannst mér þetta mjög skemmtilegt. Að sjálfsögðu hefði þetta mátt taka styttri tíma. Ég við- urkenni alveg að það komu tímabil þar sem ég óttaðist að þetta yrði kannski ekki að raunveruleika.“ Hann bætir við að þá hafi hann þó ekki þurft að hafa miklar áhyggjur því lífsviðurværi hans hafi ekki stað- ið og fallið með bókinni. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem gera ritstörf að ævistarfi eftir þessa reynslu. Ekki það að ég hafi ekki gert það áður, en nú hef ég betri inn- sýn í þeirra strit.“ Morgunblaðið/Hari Skáldsaga „Þetta er furðusaga en söguþráðurinn sjálfur er farartæki fyrir alls kyns hugleiðingar um mannlegt eðli,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Steph- ensen um bók sína Boðun Guðmundar sem fjallar meðal annars um fjölbreytileikann, breyskleika mannsins, vináttu og hvernig fólk styður hvað annað. „Maður er almáttugur“  Eiríkur Stephensen gefur út sína fyrstu skáldsögu, Boðun Guðmundar  Fjallar um óvænta áskorun, breyskleika og vináttu  „Andinn kemur þegar maður býður honum inn,“ segir höfundurinn um skrifin VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég hef í gegnum tíðina haft mjög gaman af því að spinna og segja sög- ur,“ segir Eiríkur Stephensen sem gaf út sína fyrstu skáldsögu, Boðun Guðmundar, á dögunum. „Í aðdrag- andanum að þessum skrifum var ég búinn að reyna mig við stuttmynda- handritaskrif í smátíma. Það urðu reyndar engar stuttmyndir úr því en hugmyndina að bókinni fékk ég upp úr þeirri vinnu. Ég hugsaði fyrst að þetta gæti orðið góð stuttmynd en svo fannst mér þetta gefa tilefni til þess að vera stærra í sniðum.“ Að sögn höfundarins er hug- myndin sex eða sjö ára gömul. „Ég tók skorpur í skrifunum og svo komu tímabil þar sem ekkert gerðist. Verstu tímabilin voru þau þegar ég skrifaði ekkert en ofhugsaði efnivið- inn í staðinn. Ég vissi hvernig bókin ætti að byrja og hvernig hún ætti að enda en annars var dálítið púsluspil að koma þessu öllu saman.“ Óþarfi að setja sig í stellingar Eiríkur segir kíminn frá því að skrifin hafi tekið svo langan tíma að hann hafi náð að vera á þremur mis- munandi vinnustöðum á því tímabili. Nú vinnur hann hjá Háskóla Íslands í miðlægri stjórnsýslu og segir hann það ekki fara illa með ritstörfunum. Hann hefur fundið tíma til að skrifa í frítíma sínum. „Maður má ekki gera of mikið úr því að maður þurfi að setja sig í sérstakar stellingar eða maður þurfi að hafa einhvern lág- markstíma til þess að skrifa, þannig að ég hef stundum bara skrifað fyrir framan sjónvarpið, jafnvel fyrir framan fréttirnar. Það gerist mest ef maður er bara að skrifa. Andinn kemur þegar maður býður honum inn.“ Höfundurinn segist ekki vilja gefa of mikið upp um söguþráð bók- arinnar en segir hana fjalla um mjög óvenjulega áskorun sem aðal-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.