Morgunblaðið - 16.07.2019, Page 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Þökk sé jeppunum eru dagar Bjöllunnar taldir.
Volkswagen hefir endanlega tekið hana úr
framleiðslu, eins og stefnt hafði í undanfarin
misseri. Síðustu árin var hún smíðuð í Mexíkó.
Lokaeintak Bjöllunnar var í gallabuxna-
bláum lit og verður það fyrst um sinn varðveitt
á Puebla-safninu í Mexíkóborg. Volkswagen
hafði tilkynnt í september í fyrra að stutt væri í
endalokin.
Fyrsta Volkswagen-Bjallan kom á götuna ár-
ið 1938 og hefur bíllinn haft á sér yfirbragð
goðsagnar lengstum. Var hún smíðuð í upp-
runalegri útfærslu allt til ársins 2003, á ýmsum
markaðssvæðum. Runnu 23 milljónir eintaka af
færiböndum samsetningarsmiðja á þeim tíma.
Árið 1998 kom öllu nútímalegri bíll, „Nýja
bjallan“, til sögunnar. Hresst var upp á þá út-
gáfu árið 2012 og þeirrar gerðar var lokabíll-
inn.
Bílsmiðjan í Mexíkó verður nú lögð undir
jepplinga fyrir Ameríkumarkaði.
Víst þykir að margur aðdáandi Bjöllunnar
muni sjá á eftir henni með miklum söknuði.
agas@mbl.is
Bjallan er öll
Starfsfólk bílsmiðju VW í Mexíkó fylgist með síðasta eintaki
Bjöllunnar renna af færibandinu. Merkiskafla er lokið.
sem heimamenn þekkja, og
vita að þar er t.d. hættulegt
að stöðva bíl úti í kanti eða
taka fram úr; þar gætu er-
lendir gestir talið að skort-
ur á merkingum þýddi að
óhætt væri að leggja bíl í
vegarkantinum eða taka
fram úr í blindbeygju,“ seg-
ir Björn. „Nú eru margir
tugir þúsunda erlendra
ökumanna að nota vega-
kerfið og dugar ekki lengur að nota
merkingar sem gagnast aðeins
þeim sem eru kunnugir stað-
háttum.“
Sem dæmi um alvarlegan galla á
íslenskum vegmerkingum nefnir
Björn hvernig einbreiðar brýr eru
merktar; yfirleitt með upphróp-
unarmerki á rauðum þríhyrningi
og skilti sem gefur til kynna að
vegur þrengist. „Íslendingar fylgja
þeirri reglu að sá sem kemur fyrr
að brúnni hafi forgang, en það tíðk-
ast ekki erlendis og útlendingarnir
þekkja ekki þetta fyrirkomulag.
Betra væri að hafa merki sem til-
tekur að bílar sem koma úr annarri
áttinni hafi forgang á meðan bílar
úr hinni áttinni þurfi að víkja.“
Þá grunar Björna að ónákvæmni
og ósamræmi í merkingum geti
skapað slæma umferðarmenningu.
Ef merkingarnar eru ekki alveg
skýrar læra ökumenn að reglurnar
í umferðinni séu óljósar og kannski
ekki ástæða til að hlýða þeim alltaf.
„Þetta býr til umhverfi þar sem all-
ir geta vænst þess einhverntíma að
sjá sig knúna til að brjóta regl-
urnar, og við það molnar úr virð-
ingunni fyrir umferðarlögunum og
virðingunni fyrir þeim fyrirmælum
sem vegmerkingarnar gefa, s.s. um
hámarkshraða eða hvar leyfilegt er
að leggja.“
Sjálfvirkur akstur ekki í boði
Hreinn Haraldsson, fyrrverandi
vegamálastjóri, hefur bent á að
óvandaðar vegmerkingar hér á
landi kunni líka að standa í vegi
fyrir innleiðingu sjálfakandi bíla.
Hefur þegar komið í ljós að merk-
ingarnar eru ekki nógu góðar til að
stóla megi á hálfsjálfvirkan akst-
ursbúnað sem á að auka öryggi
ökumanns og farþega með því t.d.
að aðstoða við að halda bíl innan
akreinar. „Með framförum í tækni
ættu þó vegmerkingarnar að hætta
að vera hindrun og munu sjálf-
akandi bílar framtíðarinnar reiða
sig meira á hárnákvæm staðsetn-
ingarhnit og nota 5G-kerfið til að
aka með öruggum hætti óháð veg-
merkingum.“
Hreinn segir reglurnar um veg-
merkingar nokkuð skýrar, og bera
sveitarfélögin ábyrgð á merkingum
á vegum á sínu svæði, en þjóðvegir
– þar með taldir sumir aðalvegir í
þéttbýli – heyri undir Vegagerðina.
„En reglurnar eru kannski ekki
nógu stífar og eftirliti ábótavant.“
Leiðinlegast þykir Hreini að sjá
lélegar yfirborðsmerkingar enda
brýnt að ökumenn sjái skýrt og vel
hvar má t.d. taka fram úr og hvar
ekki. Merkingarnar vantar alveg á
sumum stöðum, en í öðrum til-
vikum voru notuð svo léleg efni að
merkingarnar verða ógreinilegar
með tímanum. „Það ætti helst að
nota þar til gerðan massa þegar
yfirborðsmerkingar eru málaðar
og getur þá enst í mörg ár, en síð-
ustu áratugi hefur verið gripið til
þess ráðs sums staðar að nota
málningu í staðinn, til að
spara. Eftir 2008 varð síðan
tekin í notkun enn ódýrari
málning en áður, og rétt
reynt að halda fjölförnustu
þjóðvegum í horfinu yfir
blásumarið. Var meira að
segja reynt að spara með
því að mála brotnar kantlín-
ur, frekar en heilar.“
Hreinn líkir svona sparn-
aði við það að pissa í skóinn
sinn og á hann erfitt með að
ímynda sér að vandaðar yfirborðs-
merkingar bæti miklu við kostn-
aðinn við það að leggja veg og
halda honum við. Bæði ríki og bæj-
arfélög glími þó við uppsafnaðan
framkvæmda- og viðhaldsvanda og
ekki skrítið að ástandið sé í ólagi
þegar sumir kaflar vegakerfisins
eru 20, 30 og jafnvel 40 ára gamlir.
Ekki dýrt vandamál að leysa
Góðu fréttirnar eru þær að
stjórnvöld þurfa ekki að finna upp
hjólið, og hægt að nota lönd í Vest-
ur- og Norður-Evrópu sem fyr-
irmynd í vegamerkingum. Hreinn
nefnir Þjóðverja, Dani og Svía sem
dæmi um þjóðir sem merkja vegi
mjög vel, en Ólafur segir Hollend-
inga bera af og sjáist það m.a. á
slysatölunum. „Þar eru t.d. mál-
aðar sebrabrautir fyrir bæði gang-
andi og hjólandi vegfarendur, og
sebralínurnar látnar ná upp eftir
staurum svo að ekki fari framhjá
neinum hvar gangbrautirnar eru.
Þetta er gert þar sem gangandi og
hjólandi umferð þverar akbrautir,
þar með talið á umferðarljósum.
Var það Hollendingum til happs að
þeir hófu að skipuleggja sam-
göngur landsins nokkrum áratug-
um áður en einkabíllinn kom til
sögunnar og því var strax í upphafi
gert ráð fyrir gangandi og hjólandi
umferð.“
Þessu tengt segir Björn einmitt
aldrei hafa verið brýnna en nú að
vanda til verka við vegamerkingar,
þegar stefnt er að því að ýta undir
það að almenningur noti reiðhjól
eða tvo jafnfljóta til að fara á milli
staða innanbæjar. „Þá verður ein-
faldlega að hafa merkingarnar
skýrari svo fólk t.d. viti hvað er
gangbraut og hvað ekki. Gæti varla
verið svo flókið eða kostnaðarsamt
að ganga frá öllum lausum endum.“
Gata í London í aðdraganda ólympíuleika 2012. Rauð lína úti í kanti bann-
ar að bílar séu stöðvaðir. Útlínur mótorhjólastæðis eru vandlega afmark-
aðar hægra megin á myndinni. Allt er skýrt og reglunum er fyglt.
Ólafur
Guðmundsson
Hreinn
Haraldsson
Björn
Kristjánsson
Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum
í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla.
Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og
eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi.
Sendum um allt land.
www.pgs.is
pgs@pgs.is
s 586 1260
Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík
Alternatorinn eða
startarinn bilaður?
Ímyndið ykkur, árið er 2025 og þið
á leið í heimsókn til ömmu gömlu
er allt í einu tekur fram úr ykk-
ur sjálfekinn bíll með pari á fleygi-
ferð í amorsbrögðum – í bílstjóra-
sætinu.
Þeir sem reyna slíkt í dag myndu
líklega bíða bana í hörðum árekstri
áður en unaðsblossinn kviknar í al-
sælu. Eftir átta til tíu ár héðan í frá
væri það sennilega ekkert mál, að
sögn vísindamanna. Þeir segja að
sjálfekinn fólksbíll eða vörubíll
með fólk í ástabrögðum innanborðs
myndi einfaldlega áfram skríða
traustlega eftir brautinni á ráð-
gerðan leiðarenda. Eftir allt virð-
ast sjálfekin farartæki vera ferða-
máti framtíðarinnar.
Í tímariti um rannsóknir á sviði
ferðamála (Annals of Tourism Re-
search) er að finna fróðlegar
niðurstöður rannsóknarmanna við
háskólana í Surrey og Oxford í
Englandi. Þar segir: „Ferða-
mennska um nætur tengist gest-
risniþjónustu á margslunginn hátt.
Á sama tíma eiga ofbeldisglæpir og
andfélagslegt hátterni sér stað á
svæðum þar sem næturlíf er mikið
og líflegt. Því kalla skurðlínur
sjálfvirkra fólksferða og kröfur
borgarnæturlífsins á kerfis-
bundnar og staðbundnar grein-
ingar.“
Í þessu gæti falist spurningin um
hvernig vændi, og kynlíf almennt,
á ferð í sjálfakandi og nettengdum
farartækjum þróast og verður vax-
andi fyrirbæri. Til að mynda er lík-
legt að sjálfeknu farartækin leysi
„klukkustundarhótelherbergin“ af
hólmi sem hafa mun áhrif á
borgarferðamennsku þar sem kyn-
líf er þungamiðjan í mörgu við-
fangsefni ferðamennskunnar.
Þar sem líklegt er að fylgst verði
með sjálfeknu farartækjunum til
að fæla farþega þeirra frá kynlífi
eða fíkniefnaneyslu, og koma í veg
fyrir ofbeldi, er líklegt að slíkt eft-
irlit yrði fljótt aftengt, kippt úr
sambandi eða fjarlægt úr far-
artækjunum. Sjálfekin farartæki í
einkaeigu verða og undanskilin
slíku eftirliti. Þau mætti alveg eins
reka í atvinnuskyni og þarf ekki
mikla hugsun til að ímynda sér
Rauða hverfið í Amsterdam „fara á
ferð“.
Þetta er eitt af því sem virðist
svo sjálfsagt og sniðugt þar til upp
kemur möguleikinn á því að börn
þurfi að horfa upp á ósköpin – sem
engan veginn þykir gott. Því fer
það eftir framtíðarsýn manna
hvort það teljist nokkuð jákvætt að
fólk gamni sér á ferð.
Sömu rannsakendur sáu að auki
ýmislegt sem þeir töldu tvímæla-
laust jákvætt með tilkomu sjálf-
ekinna farartækja. Bentu þeir á að
aðsókn að hvers kyns viðburðum
gæti aukist og ölvunarakstur yrði
úr sögunni með þeim.
Framtíð sjálfekinna bíla þykir
því björt, en fólki sem áformar að
eiga samlag á ferð í umferðinni
væri ráðlegt að setja upp skerma
fyrir rúðurnar.
agas@mbl.is
Samfarir fyrirsjáanlegar í sjálfeknum bílum
Ljósmynd/Colourbox
Kynlíf mun aukast í umferðinni með komu sjálfekinna bíla, segja sérfróðir.