Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 9
þrepi neðar, í grunnútgáfuna, og fórna 60
hestöflum og 0,4 sekúndum – sirkabát 300
hestöfl fyrir tæpar 11 milljónir króna, sem er
vel sloppið. En væri nógu mikið fútt í því?
Í Cayman GTS er að finna prýðilegt jafn-
vægi á milli hraðaleikfangs og hversdagsbíls
svo að það yrði aldrei leiðinlegt né heldur
sérstaklega erfitt að búa með honum.
Og ef eitthvað er má segja að 718 Cayman,
sama í hvaða kraftaútfærslu hann kemur, sé
hentugri til daglegrar notkunar en 911. Kem-
ur það til af ágætis geymsluplássi bæði í
fram- og afturfarangursrýminu. Á 911 er
ekkert skott en þar rúmast ein eða tvær
handfarangurstöskur til viðbótar við þær
tvær-þrjár sem komast í framrýmið. Að vísu
er 911 með aftursæti, en þar geta aðeins
minnstu manneskjur setið með góðu móti svo
að þessi tvö aukasæti teljast varla með við
mat á notagildi sportbílanna frá Porsche.
Betri á stuttum spretti en í langferð
Blessunarlega fékk ég að sækja bílinn í
Stuttgart, í höfuðstöðvar Porsche. Hann nýt-
ur sín nefnilega svo fjarskavel á hraðbraut-
unum og gerir heilmikið fyrir sálartetrið að
finna fyrir algjöru sjálfstrausti kominn vel
yfir 200 km á klukkustund á rennisléttu
þýsku malbiki. Stefnan var sett á Berlín, um
6-7 tíma akstur aðra leið og annað eins til
baka, því hvað annað á maður að gera en að
aka sem mest þegar svona bíll er í boði, og
skjótast í leiðinni í Pergamon-safnið?
Eins gaman og það er að spana þá fann ég
samt að 718 Cayman GTS er kannski hent-
ugri fyrir stutta og snarpa túra en fyrir
svona löng þjóðvegaævintýri. Töluvert veg-
hljóð berst inn í farþegarýmið þegar komið
er á góðan hraða svo það er ekki hægt að
hlusta á djass eða rólega klassík: bara hart
og spólgratt rokk. Var upplifunin allt önnur á
stóru systur, Panamerunni, sem ég ók hér
um árið í nærri 3.000 km hring um alla Evr-
ópu og hefði alveg getað hugsað mér aðra
3.000 til viðbótar.
Upplýsingaskjárinn er tiltölulega smár
miðað við marga nýja bíla í dag, en gerir sitt
gagn og miðlar öllu sem ökumaður þarf að
vita á skýran og einfaldan hátt. Skeiðklukkan
ofan á mælaborðinu, sem fylgir með Sport
Chrono-pakkanum, átti það til að endurspegl-
ast í framrúðunni við ákveðin birtuskilyrði,
og er það ekki heppilegt á harðaspani á hrað-
braut. Samt ætti enginn að láta það fæla sig
frá að splæsa í Sport Chrono sem aukabún-
að, því með í kaupunum fylgja „launch
control“ og blessaður „sport“-takkinn sem
situr á lítilli skífu í seilingarfjarlægð frá
þumalfingri hægri handar. Ýttu á þennan
takka og bílinn fer í vígaham í um 20 sek-
úndur og gagnlegt að geta sótt þennan við-
bótarkraft þegar þarf t.d. að taka fram úr.
Takmarkað litaframboð
Þá átti ég ekki auðvelt með að finna stað
til að hvíla olnbogana, enda hugmyndin
kannski frekar sú að baki hönnun innan-
rýmisins að 718 sé notaður á fleygiferð á
kappakstursbraut með báðar hendur límdar
við stýrið, frekar en að ekið sé í makindalegri
stellingu eins og konungur á hásæti.
Stærsti gallinn, ef kalla má galla, er að
þegar kemur að 718 Cayman GTS býður
Porsche aðeins upp á sextán liti, og fáir
þeirra eru mér sérstaklega skapi (fyrir nýja
911 tel ég sautján liti, sem er litlu skárra).
Er það helst að sérvöldu litirnir – Miami-
blár, hraun-rauðgulur og krítargrár – dragi
fram það fegursta í lögun bílsins, en til sam-
anburðar má velja úr 37 litum við kaup á
McLaren og hjá Lamborghini eiga bíla-
sprautararnir til 41 lit.
Guli liturinn á prufubílnum er ekki alveg
minn tebolli, en skær liturinn hefur þó þann
ótvíræða kost að silakeppirnir á þýsku hrað-
brautunum sjá bílinn greinilega í baksýnis-
speglinum og eru fljótir að tæma vinstri ak-
reinina.
Og almáttugur hvað það var gaman að aka
þessum hæfilega hráa sportbíl alla leið frá
Stuttgart til Berlínar og vera á vinstri ak-
reininni allan tímann.
MORGUNBLAÐIÐ | 9
Að innan er bíllinn hæfilega
hrár og hvass, gerður fyrir þá
sem taka akstur alvarlega.
Það er af ásetningi gert að snúa þarf lykli til að ræsa vélina. Það tengir strax mann og bíl.