Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sigridurelva@mbl.is C ross Country er háfættari útgáfa af hinum feikivel heppnaða V60, sem var einmitt valinn bíll ársins hérlendis í fyrra. Og það eru ekki slegnar margar feilnótur hér held- ur: bíllinn í heild sérdeilis prakt- ískur, rúmgóður, öflugur á veg- leysum og skemmtilegur í akstri. Oft eru breytingar til að auka notagildið gerðar á kostnað kyn- þokkans, en svo er alls ekki hér. Cross Country er afskaplega snoppufríður, og svei mér ef mér finnst hann ekki að mörgu leyti gæjalegri í útliti en lágfættari frændi hans. Hann stendur hærra, og svört klæðning sem liggur með neðra byrðinu öllu gefur honum töffaralegt yfir- bragð. Hún þjónar reyndar líka þeim tilgangi að einangra bílinn frá grjótkasti. Þetta er bíll sem maður getur af öryggi farið með út á malarveg án þess að vera með hland fyrir hjartanu yfir mal- arskemmdum á lakki. Prýðisvalkostur í stað jepplings Þó maður æði líklega ekki út í jökulá á Cross Country er hann nógu mikið torfærudýr til að henta þeim sem alla jafna myndu kjósa jeppling til að komast ferða sinna. Hann er 6 sentimetrum hærri en hefðbundinn V60, með 21 cm undir lægsta punkt. Fjórhjóladrifinn og búinn brekkuaðstoð með sjálf- virkum bremsum til að auðvelda akstur í bröttum brekkum. Þá ætti Webasto-hitakerfið að gleðja bæði vél og ökumann í vetrarveðri og skíðaferðum í nístingsgaddi. Fjöðr- unin er mjúk en hér hafa menn þó ekki fórnað aksturseiginleikum fyrir þægindi. Þó maður geti án mikilla vandkvæða ekið nokkuð greitt yfir grófa vegi án þess að botnstykkið líði fyrir það fer því til dæmis fjarri að hann halli sér um of í beygjum. Innandyra er, eins og fyrri dag- inn, allt eins og það á að vera hjá Volvo. Skandinavísk smekklegheit út í gegn. Sætin afskaplega þægi- leg og leggjalangur ferðafélagi hafði sérstakt orð á því hve rúmt væri um hann í farþegasætinu. Eins er, því miður, afskaplega móðins hjá bílaframleiðendum að öllum helstu aðgerðum er stýrt í gegnum veglegan snertiskjá. Snerlar og takkar virðast heyra sögunni til. Mér fannst á köflum þurfa að fletta óþarflega oft til að komast að því sem leitað var að, og í sumarbirtunni stungu putta- förin, sem óhjákvæmilega verða eftir á skjánum, óþægilega í augun inni í þessu stílhreina og fágaða innanrými. Nú er ég viss um að þetta venst við lengri viðkynningu, en plííííís, getum við fengið takka aftur? Allavega til að stýra hita og hækka í útvarpinu? Svona sem maður snýr með handafli og þarf ekki að strjúka af á fimm mínútna fresti? Sænskt zen ,,Af hverju keyrirðu svona … rólega?“ spurði vinur minn á leið- inni til Nesjavalla, á guðdómlega hlykkjóttum vegkafla þar sem ég á yfirleitt erfitt með að hemja mig og býð – til að fyrirbyggja bílveiki – ekki nema hraustustu mönnum í bíltúr. Ég leit á hraða- mælinn, og viti menn! Hann sýndi tölu sem sænskur ökukennari á eftirlaunum hefði líklega verið ánægður með. Ekki það að 190 hestafla dísilvélin í reynsluakst- ursbílnum skili ekki sínu, ein- hvern veginn hefur maður bara ekki þörf fyrir að hamast neitt eða gefa í að óþörfu. Það fer hon- um bara betur að líða í rólegheit- um eftir veginum í einhverri sænskri útgáfu af zen-ástandi. Þrátt fyrir að vera fantafínn bíll með margt til brunns að bera er Volvo V60 Cross Country nefnilega ekkert forystukarldýr. Frekar innhverfur í ætt við önnur farartæki frá framleiðandanum. Þetta er bíll þess sem þarf ekki að berast á, að minnsta kosti ekki á áberandi hátt. Hann er með sitt á þurru, keyrir á löglegum hraða, flokkar ruslið og skilar skatt- framtalinu á réttum tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er bara nokkuð skotin í þessum há- fætta og rennilega Svía, sem ætti að vera fyrirtaks kostur fyrir þá sem vilja fallegan og skemmti- legan akstursbíl, en samt geta komist ferða sinna í torfærum og sköflum. Morgunblaðið/Eggert Hógvær en kostum prýddur Hann er háfættur og lipur en þarf ekki að láta mikið á sér bera. V60 CC er ef til vill ekki forystukarldýr en býr yfir sterkum sænskum sjarma engu að síður. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar SANGSIN gæðavara frá Kóreu BREMSU VÖRUR í flestar gerðir bíla » 2,0 l turbo dísil » 190 hestöfl/400 nm » Sjálfskiptur 8 gíra » 5,1 l/100 km » 0-100 km/klst. á 8,2 sek. » Hámarkshraði 210 km/ klst. » Fjórhjóladrifinn » Dekk 215/55 R18 » Þyngd 1.862 kg - 1.875 kg » Farangursrými 529 lítrar » Koltvísýringslosun 135 g/km Grunnverð: 6.990.000 kr. Eins og prófaður: 8.846.000 kr. Volvo V60 CC „Ekki það að 190 hestafla dísilvélin skili ekki sínu, ein- hvern veginn hefur maður bara ekki þörf fyrir að hamast neitt eða gefa í að óþörfu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.