Morgunblaðið - 16.07.2019, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ | 7
DEMPARAR FYRIR ÞÁ KRÖFUHÖRÐU!
Aflvélar ehf, Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ. Sími: 480-0000.
www.aflvelar.is sala@aflvelar.is
TEXA GREININGARTÖLVUR
Fyr i r vörub í la , fó lksbí la ,
mótorh jó l , v innuvélar ,
bátavélar og drát tarvé lar .
,,Hey Mercedes“. Stundum brýst
unglingurinn í henni út og þá þarf að
þrábiðja hana um aðstoð við dagleg
verk eins og að skipta um útvarps-
stöð, hækka í miðstöðinni eða finna
fljótustu leiðina heim. Í hlutverki
leiðsögumanns á hún það líka til að
vera með stórkostlega vafasamt mat
á því hvenær beygja telst kröpp, og
mætti taka því með fyrirvara þegar
hún varar mann við ,,smá“ beygju
fram undan. Heilt yfir er Mercedes
þó afskaplega viðmótsþýð og hjálp-
fús, og samskiptin myndu vafalaust
batna við lengri viðkynningu.
Í fyrstu verður nýr GLE einungis
fáanlegur með 245 hestafla dísilvél,
en verður síðar í boði með bensínvél
og í tvinn-útfærslu. Hestaflatalan
fær hjartað svosem ekki til að slá
mikið hraðar, en hann er einhvern
veginn sprækari en hestafjöldinn
gefur til kynna og vélin virðist hæfa
þessum bíl ágætlega ef svo má að
orði komast. Þá er GLE drekkhlað-
inn öryggisbúnaði og akstursaðstoð,
ýmist í formi staðal- eða aukabún-
aðar. Til að mynda getur þrívídd-
armyndavél greint veginn fram-
undan og aðlagað dempara til að
draga úr hossi á holóttum vegum. Þá
geta tengivagnafælnir ökumenn val-
ið hugbúnað sem stýrir beygjuhorni
sjálfkrafa gagnvart aftanívagni, og
fengið þannig aðstoð við að bakka
hjólhýsinu á sinn stað af sjálfsöryggi
og yfirvegun.
Morgunblaðið/Hari
Bensín og tvinn-útfærslur eru væntanlegar áður en langt um líður.GLE virkar sprækari en hestaflatalan myndi fá mann til að búast við.
» 2,0 l dísil
» 245 hestöfl/500nm
» Sjálfskiptur 9G-Tronic
» 6,1 l/100 km
» 0-100 km/klst. á 7,2 sek.
» Hámarkshraði 225 km/klst.
» Fjórhjóladrifinn
» Dekk 275/50 R20
» Þyngd 2.170 kg
» Farangursrými 690 l
» Koltvísýringslosun 161 g/km
Verð frá 11.350.000 kr.
Mercedes-Benz GLE
Nuddsæti, sem fást
sem aukabúnaður,
eiga að hjálpa til að
draga úr þreytu á
langferðum.