Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Lítill velskur bær með því óárennilega
nafni Llandrindod Wells er heimkynni
hlutfallslega flestra ökumanna yfir sjö-
tugu.
Það er niðurstaða bílalánsfyrirtæk-
isins Hippo Leasing, en í póstnúmeri
Llandrindod-svæðisins eru á skrá
41.398 ökumenn. Þar af eru 7.684 sjö-
tugir eða eldri, sem þýðir að aldraðir
ökumenn þar í bæ eru 18,56% af heild-
inni.
Hippo leiddi í ljós að af þeim 5,4
milljónum manna 70 ára og eldri sem
hafa bílpróf eru 1,45 milljónir áttræðar
eða eldri, 113.492 eru níræð og eldri og
319 hundrað ára og eldri. Af þeim síð-
astnefdu eru flestir í Brighton, Llan-
dudno og Kingston-upon-Thames.
Í maí sl. voru birtar niðurstöður
könnunar sem leiddi í ljós að 49%
Breta vildu að ökumenn yrðu neyddir
til að taka ökupróf að nýju eftir sex-
tugt. Stuttu áður komst Filippus
drottningarmaður í fréttirnar er hann
klessti bíl nærri sveitarsetri Breta-
drottningar í Sandringham.
agas@mbl.is
Gamlir ökumenn hlutfallslega flestir í Wales
Morgunblaðið/AFP
Gamall Breti, Robert Spencer, á ferð á einkabíl sínum af gerðinni
Bugatti Type 35 B frá 1928. Ætli aksturinn haldi honum ungum?
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
L
ítil hefð er fyrir því á Ís-
landi að breyta bílum svo
þeir verði kraftmeiri og
sportlegri. Núna má samt
greina merki þess að fleiri eru farn-
ir að sýna afl- og útlitsvörum at-
hygli, enda tiltölulega ódýr leið til
að gera hversdagslegan bíl að band-
brjáluðu tryllitæki.
Hilmar Gunnarsson, arkitekt og
bílaáhugamaður, opnaði nýlega afl-
vöruverslunina Kraftawerk, eftir að
hafa rekið sig á hve snúið það getur
verið að finna aflaukandi íhluti á Ís-
landi og fá vana menn til að koma
búnaðinum rétt fyrir. „Ég þurfti að
hafa mikið fyrir því að breyta mín-
um bíl en lærði svo mikið af ferlinu
að mig langaði til að nýta þekk-
inguna og auðvelda öðrum í sömu
sporum að breyta sínum bílum,“
segir hann.
Vanda þarf til verka
Spurður hvers vegna bílabreyt-
ingamenningin hafi ekki skotið rót-
um á Íslandi fyrr (ef upphækkaðir
jeppar eru undanskildir) segir
Hilmar að sennilegasta skýringin sé
að vöntun hafi verið á faglegri þjón-
ustu. Ekki sé sama hvernig átt sé
við aflrás bíla og þurfi fólk með
ákveðinn bakgrunn og þekkingu í
verkið til að öruggt sé að breyting-
arnar valdi ekki skemmdum. Er
það einmitt af þeim sökum að
Kraftawerk sérhæfir sig í
ákveðnum tegundum frá Volks-
wagen-samsteypunnni: VW, Audi,
Skoda og Seat, og verslar fyrir-
tækið við aflvöruframleiðendur sem
hafa margra ára og áratuga reynslu
af smíði búnaðar fyrir þessar bíl-
tegundir.
Eru þetta framleiðendur á borð
við Racingline, TCR, Airtec og 034
Motorsport, en vöruúrvalið spannar
allt frá aflaukningarforritun á vél-
artölvum og túrbínum yfir í sport-
legar felgur.
Úr tæplega 300
upp í 500 hestöfl
Fyrir tiltölulega litla fjárfestingu
má gera heilmikið fyrir bílinn og
segir Hilmar að kosti um 79.000 kr.
án vsk. að gera forritunarbreyt-
ingar á VW-vél til að framkalla 80
hestöfl til viðbótar. „Þetta eru ódýr-
ustu hestöfl í heimi,“ segir hann og
bætir við að almennt sé talað um
þrjú stig í aflbreytingum:
„Fyrsta stigið felur eingöngu í
sér að breyta forritun tölvunnar
sem stýrir vélinni. Á stigi tvö bætist
við endurforritun tölvunnar sem
stýrir gírskiptingunni og að skipta
um bæði kaldaloftsinntak og afrör
(e. downpipe),“ útskýrir Hilmar, en
endurforritunin hefur t.d. áhrif á
hve mikið eldsneyti og súrefni er
tekið inn í sprengihólf vélarinnar og
á hvaða tímapunkti neista er hleypt
á blönduna. Endurforrituð gírskipt-
ing gefur hraðari gírskiptingar og
hærri þrýsting á kúplingar, til að
skila meiri snerpu. „Loks er þriðja
stig þar sem túrbínunni er skipt út
og háþrýstings bensíndælu komið
fyrir.“
Samhliða aflbreytingunum gæti
þurft að gera breytingar á t.d.
hemlunarbúnaði, fjöðrun og jafn-
vægisstöngum, enda þarf bíllinn að
ráða við hraðann. Ráðleggur Hilmar
að fá betri bremsupúða samhliða
fyrsta stigs breytingu en þegar
komið er upp á annað stig gæti
þurft að skipta um bremsudiska og
-dælur.
Sjálfur gerði Hilmar ýmsar
breytingar á sínum Volkswagen
Golf R svo að kraftur vélarinnar fór
úr tæpum 300 upp í tæplega 500
hestöfl og kostaði hann samanlagt
um 2,5 milljónir. Nýr myndi
óbreyttur Golf R kosta frá um 7,5
milljónum og er kostnaðurinn því
samanlagt um 10 milljónir fyrir bíl
sem er þó töluvert ódýrari en þýskir
sportbílar með jafn kraftmikla vél.
Spurður hvaða ókosti það kunni
að hafa í för með sér að eiga við vél
og gírskiptingu segir Hilmar að
neytendaábyrgð nái ekki yfir
skemmdir sem rekja megi til breyt-
inganna. Að öðru leyti er ekki að sjá
að aflbúnaður hafi t.d. neikvæð áhrif
á endursöluverð eða bensíneyðslu.
„Á beinum köflum eyðir minn u.þ.b.
níu lítrum á hundraðið, sem er
kraftaverki líkast fyrir svona afl-
mikinn bíl, og endursöluverð
breyttra bíla virðist endurspegla þá
fjárfestingu sem búið er að leggja í
þá, með svipuðum afföllum og gildir
um notaða bíla almennt,“ segir hann
og bætir við að víða erlendis megi
finna bílasölur sem eru sérhæfðar í
sölu notaðra aflbreyttra bíla.
Að njóta bílsins og nota kraftinn
En hvað er það sem kveikir svona
í þeim sem vilja gera bílinn sinn
kröftugri? Og hví ekki að spara í
staðinn fyrir bíl sem kemur með
krafta í kögglum beint frá framleið-
anda? Hilmar segir ýmsar ástæður
fyrir því að fólk kjósi frekar að
breyta bílnum sínum. Þannig bjóði
aflvörurnar upp á að sníða eig-
inleika bílsins að óskum og hug-
myndir eigandans. Öðrum þyki
gaman að vera á aflmiklum bíl sem
beri samt lítið á, og leyfa kraftinum
að koma öðrum á óvart. Sjálfur not-
ar Hilmar sinn Golf bæði sem
vinnubifreið, heimilisbíl og sem
keppnisleikfang og er nú þegar
kominn með um 60.000 km á mæl-
inn eftir tæplega tveggja ára
akstur.
„Að vera á tiltölulega ódýrum en
aflmiklum bíl þýðir að maður leyfir
sér að nota bílinn meira og aka hon-
um af hörku. Í akstursíþróttunum
sjáum við lítið af dýrum sportbílum
í keppni einmitt vegna þess að þótt
þá skorti ekki aflið getur það kostað
dýra viðgerð ef eitthvað skemmist
eða gefur sig. Er það þekkt víða er-
lendis að þeir sem eiga allra dýr-
ustu og kraftmestu bílana nota þá
sem stöðutákn og skraut á Insta-
gram-myndum frekar en að láta það
eftir sér að nota bílana eins og þeir
voru hannaðir til að aka, og njóta
akstursupplifunarinnar.“
„Ódýrustu hestöfl í heimi“
Bara með fljótgerðum
breytingum á vélar-
tölvunni má fjölga
hestöflunum töluvert
en svo má fá enn meiri
kraft og hraða með því
að eiga við gírskipt-
ingu, loftinntak og
bensíndælu.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hilmar við Golfinn sinn góða. Honum tókst að gera vélina nærri 200 hestöflum sterkari. Ganga má mislangt við aflbreytingar á bílum.
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
Hjóla-
legur
Renndu við hjá okkur
í Tangarhöfða 13