Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 14

Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarmenn þurfa oft að hafa töluvert fyrir því að koma hljóðfærum sínum á milli staða. Tómas R. Einarsson þekkir þennan vanda manna best enda spilar hann á kontrabassa og ekki að því hlaupið fyrir hann að finna bíl sem hæfir hljóðfærinu. „Það þarf helst að vera hægt að fella niður miðjusætið afturí og skjóta kontrabassanum þar í gegn. Það má líka koma bassanum fyrir með því að fella t.d. niður ann- að aftursætið og framsætið, en þá er lítið pláss eftir fyrir farþega og annan farangur.“ Tómas verður á ferðinni með kontrabassann í vikunni og treður næst upp á miðvikudag á Björtuloftum í Hörpu, og spilar þar sveiflu- tónlist með Ómari Guðjónssyni og Sigtryggi Baldurssyni en tónleikarnir eru hluti af dag- skrá Djassklúbbsins Múlans. Þá kemur hann fram á laugardag með fimm manna latín-bandi og galdrar fram suðræna stemningu á Jóm- frúnni í Lækjargötu. Gáttaðir leigubílstjórar Geta lesendur svo rétt ímyndað sér vesenið sem fylgir því þegar Tómas heldur af stað með hljóðfærið út í heim og hefur komið fyrir við þau tækifæri að ferðafélagarnir hafa gantast með að Tómas hefði kannski frekar átt að leggja fyrir sig flautuleik. „En þá svara ég að bragði að ef ég hefði valið að spila á flautu væri ég sennilega ekki á leið á tónleika erlendis,“ segir hann. Heimilisbíllinn er snotur grár Citroën C4 sem varð einmitt fyrir valinu vegna þess hversu vel hann rúmar kontrabassann. Tómas segir þó hægt að skjóta hljóðfærinu inn í flesta meðalstóra bíla, þó leigubílstjórar eigi oft bágt með að trúa því. „Eitt skiptið ferðaðist ég frá Ríga suður til Gíróna í Katalóníu. Frá flugvell- inum á Spáni fór ég fyrsta spölinn með rútu, en þurfti svo að taka leigubíl upp á hótel. Á leigu- bílastöðinni hafði ég reynt að sannfæra fimm eða sex bílstjóra um að ég gæti komið kontra- bassanum fyrir í bílunum þeirra en enginn þeirra taldi það mögulegt. Varð ég á endanum að sárbæna þá um að fá að sýna þeim, og voru það stórtíðindi á stöðinni að sjá hvernig hljóð- færið rúmaðist í meðalstórum leigubíl, með smá tilfæringum.“ Lukkulegur á Kúbu Tómas var bráðger þegar kom að bíladell- unni, og heillaður af ökutækjum sem barn. Hann segir önnur áhugamál hafa tekið við þeg- ar hann lærði að lesa og hurfu bílarnir í bak- grunninn í kringum 6-7 ára aldurinn. Alltaf hefur þó blundað í honum hrifning af fögrum bílum, og þá einkum frá fjórða, fimmta og sjötta áratugnum og margir bílarnir í drauma- bílskúr Tómasar runnu út af færibandinu þeg- ar hann var ekki einu sinni orðinn blik í auga föður síns. „Það sem heillar við þessa bíla er formið. Í stuttu máli sagt eru bílar frá þessu tímabili miklu fallegri hlutir en þeir bílar sem smíðaðir eru í dag,“ útskýrir hann og segir jafnvel snotrustu nýju bílana hverfa tiltölulega auðveldlega í fjöldann og ekki hafa sömu íburðarmiklu línur og kröftugu liti og bílar eftirstríðsáranna. „Eini staðurinn þar sem ég hef átt það til að mæna á bíla er einmitt úti á Kúbu, þar sem hrikalega fallegir bílar frá fimmta og sjötta áratugnum líða um göt- urnar.“ Tónleikar í gryfjunni Þó að bílaáhuginn hafi dalað býr Tómas svo vel að í bílskúrnum á heimili hans er gryfja. Láti bíladellan aftur á sér kræla gæti hann því dundað sér við að dytta að undirvögnum og skipta um olíu. Hann hefur þó aldrei nýtt gryfjuna með þeim hætti og grínast Tómas með að hann trúi staðfastlega á verkaskiptingu á þessu sviði og best að láta öðrum bílaviðgerð- irnar eftir á meðan hann leikur á hljóðfærið. Gryfjan hefur þó einmitt verið nýtt til hljóð- færaleiks, en það var á Listahátíð í Reykjavík fyrir nokkrum sumrum að tónlistarfólk víða um borgina tók sig til og efndi til tónleika heima hjá sér. „Gryfjan hefur aðallega verið notuð sem geymsla en var tæmd í þetta skipti og fór ég þangað niður með kontrabassann. Í kringum 20-25 tónleikagestir sátu fyrir ofan og ómaði vel upp úr gryfjunni.“ ai@mbl.is Draumabílskúr Tómasar R. Einarssonar Heillast af fallegum formum Það eru einkum bílar fram- leiddir í kringum miðbik síð- ustu aldar sem Tómas á erf- itt með að standast. Morgunblaðið/Eggert Tómas er æði lunkinn við að koma stóru hljóðfærinu fyrir í bílum af ýmsum stærðum. Fíni bíllinn: Mercedes Benz 128. Ég var alltaf veikur fyrir mjúku línunum í þessari útgáfu af Mercedes Benz. Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll: Heimilisbíllinn; Citroën C4 Picasso 2017. Það er hægt að leggja niður miðsætið aftur í og þannig kemst kontrabassinn minn fyrir. Frakkar taka tillit til kontrabassaeigenda, en áður áttum við Renault Mégance Scenic og þar var líka hægt að leggja niður miðsætið. Sá leit ekki út fyrir að vera stór en einu sinni fórum við fjögur til Stykkishólms með kontrabassa, bassam- agnara, gítar, gítarmagn- ara, trommusett og magn- ara fyrir söng og komst allt léttilega fyrir. Draumabílskúrinn Litli borgarbíllinn er Mini Coo- per Convertible, Classic, 2019. Þegar maður röltir um í mið- bæjum evrópskra borga er sjaldgæft að maður taki eft- ir bílum – enda eintóna massi af ökutækjum. En þá sjaldan maður sér Mini Cooper rifjast það upp að bílar geta verið fallegir. Ljósmyndir: Mini Cooper: press.bmwgroup- .com Citroën C4: int-media.citroen.com Mercedes-Benz: Wikipedia. Nor- bert Kaiser (CC) Willys: Úr einkasafni Chevrolet Bel Air: Plötukápa Ford Model A: Wikipedia. Richard Smith (CC) Kajak: Wikipedia. 0x010C (CC) Fyrir lottóvinninginn: Willys-jeppi árg. 1946. Pabbi minn eign- aðist Willys-jeppa 1946. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég sýndi bílnum gríðarlegan áhuga. Einu sinni tókst mér að klifra upp í hann og gerði í framhaldinu heiðarlega tilraun til að aka til sjávar af hlaðinu á Staðarfelli í Dölum, þar sem mamma kenndi við Húsmæðraskólann. Í villtustu draumum: Chevrolet Bel Air 1957 - Ultra pro touring. Það er gaman að horfa á bíla á Kúbu, alveg sérstaklega bandarísku bílana sem eru kallaðir Gran Car og maður borgar að- eins meira fyrir en venjulega leigubíla. Það er oft erfitt valið í Havana þegar margir slíkir koma saman, flestir frá 1950 til 1960, vel púss- aðir og gljáandi. Árið 2003 fór ég margar ferðir í Chevrolet Bel Air 1957 og tók af honum mynd sem endaði á forsíðu disksins Havana. Sunnudagabíllinn: Ford Model A 1928. Ég sá svona bíl í Havana í fyrra, glansandi fínan, hreint augnayndi. Hann stóð fyrir framan Hotel Nacional sem var byggt 1930 og var eiginlega í stíl þótt hann væri tveimur árum eldri en hótelið. Eitt ómissandi farartæki í viðbót: Ég væri til í að eiga kajak. En þá þyrfti ég líka að eignast Willys-jeppann sem nefndur er að framan, til að geta dregið kerru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.