Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 1
HLÝDDI ÁWARREN BUFFETTGÆÐIN AUKASTMIKIÐ eyrnartól úr hvítagulli skreytt með fjölda örsmárra demanta. 4 Nýtt tveggja skrúfu togskip er komið hingað til lands. Skipið gjörbreytir vinnuaðstöðu starfsmanna. VIÐSKIPTA 4 H Hermann hefur alla tíð verið reyklaus og edrú. Hann stundar golf af miklum krafti og sækir sér innblástur í góðum viðskiptasögum.13 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019 Allt að tólf vélar innan tveggja ára Bandaríska athafnakonan Michele Ballarin er með undirritaðan samning um kaup á helstu verðmætunum úr þrotabúi WOW air. Hún er staðráðin í að endurreisa fyrirtækið, þótt enn hafi ekki verið gengið frá greiðslu fyrir verð- mætin og hún hyggst kalla að borðinu þaul- reynda flugrekstrarmenn frá Bandaríkjunum. Sjálf segist hún hafa haft aðkomu að nokkrum flugfélögum, m.a. Air Djibuti í austurhluta Afríku. Í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag útlistar Ballarin með hvaða hætti hún sér framtíð hins endurreista flugfélags fyrir sér og ljóst er að hún hefur skoðanir á smærri og stærri málum er varða félagið og aðbúnað þess, m.a. á Kefla- víkurflugvelli. Hún segir að félagið hyggist notast við vélar frá Airbus, enda búi mikil þekking hjá starfs- fólki hins fallna félags á slíkum vélakosti. Þá herma heimildir ViðskiptaMoggans að meðal þess sem fylgi með í kaupunum sé varahluta- lager sem tengist Airbus-vélum sérstaklega. Í fyrstu hyggst Ballarin beina þremur flug- vélum á áfangastaði félagsins. Fyrst og síðast horfi þau til þeirra áfangastaða sem áður voru í leiðakerfi WOW en einnig sé horft á staði eins og Washington Dulles-flugvöllinn þar sem fyrirtæki hennar, USAerospace, hefur bækistöðvar sínar. En áætlanir félagsins ganga lengra og inn- an 24 mánaða er stefnan sett á að WOW air verði með 10 til 12 vélar í rekstri. Það er um helmingi smærri floti en WOW air hafði í flota sínum þegar mest lét á árinu 2018. Ballarin segir að nú þegar sé búið að tryggja 85 millj- ónir dollara til rekstrarins eða um 10,5 millj- arða króna og að það fjármagn eigi að bakka upp reksturinn fyrstu tvö árin. „Ef þörf verð- ur á þá getur sú tala orðið allt að 100 milljónir dollara, eða 12,5 milljarðar króna. Fyrstu 6-10 mánuðina gerum við ráð fyrir 25 milljóna dala framlagi til félagsins, eða rúmum þremur milljörðum króna. Það er bara eitt sem við viljum tryggja: að það skorti ekki fé. Það er mjög mikilvægt. Það að vera með sjóð upp á 85 milljónir dala, vera íhaldssöm í fjármálum og að hafa vel herta sultaról, þá ættum við að geta forðast augljós vanda- mál.“ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Gangi áætlanir Michele Ballarin og meðfjárfesta hennar eftir mun endur- reist WOW air hafa tíu til tólf vélar í sinni þjónustu innan 24 mánaða. Morgunblaðið/Hari Enn er stefnt að því að endurreisa WOW sem féll með brauki og bramli 28. mars síðastliðinn. 8-11 EUR/ISK 24.1.‘19 23.7.‘19 145 140 135 130 125 135,95 137,05 Úrvalsvísitalan 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 27.12.‘18 25.6.‘19 1.611,03 2.071,23 Stjórn Miklatorgs leggur til við hlutahafafund að félagið greiði hlut- höfum sínum 500 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs sem stóð frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018. Er það samsvarandi arðgreiðsla og samþykkt var í fyrra. Nú nemur arðgreiðslan nær öllum hagnaði rekstrarársins sem nam 528 milljónum króna. Fyrra rekstr- arár var mun arðbærara en þá nam hagnaður félagsins 982 milljónum króna. Miklatorg hf. er í eigu Eign- arhaldsfélagsins Hofs ehf. Það félag er í jafnri eigu Fara ehf. og Dexter Fjárfestingar ehf. Fyrrnefnda fé- lagið er í eigu Jóns Pálmasonar en síðarnefnda félagið er í eigu Sig- urðar Gísla Pálmasonar, bróður hans. Rekstrartekjur Miklatorgs námu á síðasta ári 11,4 milljörðum króna og jukust um ríflega 1,1 millj- arð króna. Rekstrargjöld hækkuðu að sama skapi og námu 10,7 millj- örðum, samanborið við 9,1 milljarð króna á fyrra rekstrarári. Miklatorg greiddi 337,3 milljónir til IKEA á liðnu ári og hækkuðu gjöldin um 30 milljónir milli ára. Kostnaðarverð seldra vara nam 6,3 milljörðum og hækkaði um rúma 1,2 milljarða milli ára. Laun og launatengd gjöld juk- ust um 3,8% og námu 2,5 millj- örðum. Á sama tíma fjölgaði stöðu- gildum um 24 og voru þau 341 í lok tímabilsins. Jafngildir það 7,6% fjölgun milli ára. Eignir Miklatorgs í lok ágúst síðastliðins námu 2,6 milljörðum króna og jukust um 407 milljónir milli ára. Skuldir jukust einnig talsvert og námu rúmum tveimur milljörðum í lok tímabilsins, samanborið við ríflega 1,6 milljarða tólf mánuðum fyrr. Eiginfjárhlutfall félagsins er 21,8%. IKEA hagnast um hálfan milljarð Morgunblaðið/Golli Rekstur IKEA gekk vel á liðnu rekst- rarári þótt hagnaður hafi minnkað. Miklatorg hf. sem á og rek- ur IKEA á Íslandi hagnaðist um 528 milljónir kr. á síð- asta rekstrarári. Hagnaður- inn dróst saman um 46%. Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.