Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.2019, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019VIÐTAL súkkulaðiframleiðandann Omnom. Hún telur að þær vörur og miklu fleiri eigi góða möguleika á Banda- ríkjamarkaði og þá með þátttöku fyr- irtækja sem hún sjálf tengist með einum eða öðrum hætti þar í landi. Hún segir að mikill frumkvöðlaandi búi í Íslendingum. Hún hreifst af WOW air þegar hún flaug fyrst til landsins. „Flugvélarnar voru í ótrú- lega spennandi fjólubláum lit, einum af mínum uppáhaldslitum. Strax um borð gáfu flugliðarnir manni for- smekkinn að þeirri upplifun sem maður gat vænst þegar á staðinn væri komið. Maður fékk umsvifalaust á tilfinninguna í vélinni að Ísland væri ævintýralegur staður. Flug- ferðin var einstök og ólík öllu öðru sem ég hafði upplifað í flugi og hef ég nú flogið með flestum flugfélögum heims í gegnum tíðina.“ Það var íslenskur kunningi Ball- arin hér á landi sem upphaflega vakti athygli hennar á íslenska flugbrans- anum. „Þetta var á síðasta ári og ég áttaði mig á því að það væru áskor- anir í gangi í heimi WOW air. Félagið stæði andspænis rekstrarerfiðleikum eins og mörg önnur flugfélög gerðu á sama tíma. Flugfélög sem höfðu vaxið hratt en ekki náð að ráða við hina miklu velgengni og vöxt. Slíkt getur haft kæfandi áhrif. Þetta eru góð vandamál en þau geta orðið of stór til að við þau verði ráðið.“ Kom daginn eftir fall WOW air Ballarin skýrir blaðamanni frá upplifun sinni þegar hún kom hingað til lands daginn eftir fall WOW. Þá segist hún hafa séð með eigin augum þau neikvæðu áhrif sem gjaldþrotið hafði á samfélagið. „Ég útskýrði síðar fyrir stjórnendum USAerospace og flugmálayfirvöldum á Washington Dulles-flugvelli, þar sem við erum með skrifstofur, að það væri erfitt fyrir okkur, í þúsund sinnum stærra samfélagi, að skilja hvað rekstr- arstöðvun eins flugfélags getur snert marga. Slíkt snertir jafnvel minnstu börnin í fámennum íslenskum sjáv- arþorpum sem aldrei hafa heyrt hljóðið í þotuhreyfli hvað þá meira. Ég hef unnið í fjármálageiranum í áratugi og skil því vel hin miklu fjár- hagslegu áhrif sem rekstrarstöðvun flugfélags getur haft á heil samfélög. Börnin í sjávarþorpinu horfa nú fram á verri lífskjör af því að íslenska krónan hefur allt í einu fallið að verð- gildi um allt að 30%. Þessi áhrif koma strax fram í verði á nauðsynjum, á bensíni, brauði og öðru sem fjöl- skyldur þurfa á að halda í sínu dag- lega amstri. Þetta eru gífurleg áhrif og allir spyrja sig: hvað gerist næst? Hvað verður um okkur? Allir hrifust af WOW og hugmyndafræðinni í rekstri félagsins. Mér fannst þegar á hólminn var komið að WOW-sagan Fáir hefðu líklega getað gert sér í hugarlund að farþegi í hópi stranda- glópa á flugvellinum í Baltimore í Bandaríkjunum þegar flugfélagið WOW air hætti starfsemi 28. mars síðastliðinn ætti eftir birtast öllum að óvörum í íslenskum fjölmiðlum tæp- um fjórum mánuðum síðar sem væntanlegur nýr eigandi félagsins. Athafnakonan og erindrekinn Mic- hele Ballarin og félag hennar, USAe- rospace Associates, hefur undirritað samning um kaup á öllum eignum WOW air úr þrotabúi hins fallna fé- lags. Hyggst Ballarin endurreisa fé- lagið eins fljótt og auðið er. Hinn 29. mars, eða daginn eftir fall flugfélagsins, var Ballarin komin til Íslands til að hefjast handa við ætl- unarverk sitt og fyrir síðustu helgi átti hún fund með Isavia og Sam- göngustofu til að kynna fyrir þeim hugmyndir sínar. Eftir hlýlegt handaband og kveðj- ur í anddyri lúxushótelsins smekk- lega, Sand hótels við Laugaveg, sett- ust blaðamaður og Ballarin afsíðis til að ræða saman um fortíð og framtíð, en þó aðallega framtíð sem Ballarin segir að verði björt fyrir Íslendinga. Liður í því er að hefja WOW (eða WOW 2 eins og við köllum félagið okkar á milli í samtalinu) aftur til flugs, og til vegs og virðingar, eftir nokkurra mánaða pásu, eins og hún kýs að líta á það. Mikilvægt er að koma aftur á streymi fólks og varn- ings á milli landa að hennar eigin sögn. „Takk fyrir að hitta mig og ræða þetta málefni sem er jafn mikilvægt fyrir mig og það er fyrir ykkur,“ seg- ir Ballarin og brosir sínu góðlega brosi. Blaðamaður þakkar henni á móti og biður hana vinsamlegast að segja sér aðeins undan og ofan af um- sjálfa sig. Viðskiptafélagi benti á landið Hver eru tengsl þessarar 64 ára gömlu konu við Ísland og Íslendinga? „Ég heyrði af Íslandi í gegnum góða vini mína og viðskiptafélaga hér á Íslandi sem kynntu mér menningu ykkar og ótrúlega spennandi við- skiptatækifærum sem hér eru. Ég hef margoft flogið yfir Ísland með viðkomu í Keflavík, en kom svo upp- haflega gagngert með WOW air frá Washington til að kynna mér landið nánar. Eftir að hafa eytt góðum tíma hér hef ég fengið betri skilning á gildi staðsetningar landsins fyrir flug- samgöngur og einnig skil ég enn bet- ur en áður gildi landsins sem ferða- mannastaðar og staðar þar sem hægt er að stofna til viðskipta í samstarfi við heimamenn.“ Ballarin nefnir dæmi um tvö ís- lensk vörumerki sem hún hefur mikla trú á og hyggst fjárfesta í. Húðvörurnar Sóley Organics og þyrfti að fá að enda vel. Ég hef því, allt síðan ég sat föst á Baltimore- flugvelli, verið að leita að réttu „end- urreisnarsögunni“, og rétta rekstr- arlíkaninu. En WOW mun nú rísa upp eins og fuglinn Fönix eins fljótt og hægt er. Ég vil geta sagt við fólk: Þetta var aðeins stutt hlé. Þetta eru ekki varanleg áhrif. Þetta voru ekki mistök. Þetta var hægri beygja.“ Ballarin segir að hún hafi strax fengið að borðinu reynda aðila úr bandarískum flugheimi, aðila sem farsællega hafa rekið stór flugfélög í Bandaríkjum um áraraðir og vita út á hvað flugrekstur gengur, hvort sem það tengist fjármálum, tækni, öryggi eða öðru. „Ég vil að þetta verði al- vöruflugrekstur með þekkingu og starfsháttum eins og best gerist í Bandaríkjunum. Ég mun færa kúrek- ana að borðinu með víkingunum,“ segir Ballarin og brosir. „Ég vil fanga Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nafn athafnakonunnar Michele Ballarin var fáum kunnugt hér á landi þegar það birtist skyndilega í fjölmiðlum í síðustu viku í tengslum við kaup sterkefn- aðra bandarískra aðila á öllum eignum WOW air úr þrotabúi félagsins. Nú er það á allra vörum. Í einkaviðtali við ViðskiptaMoggann greinir Ballarin frá fyrirætlunum sínum varðandi endurreisn flugfélagsins og hugmyndum fyrir framþróun íslensks samfélags og viðskiptalífs gangi kaupin endanlega eftir. Þjóðríki á ekki að vera þessa ótrúlega snjöllu WOW- upplifun, sem Skúli Mogensen skap- aði. Hann hafði rétt fyrir sér með WO-vörumerkið. Það hefði ekki náð jafn mikilli athygli um allan heim, ef hann hefði ekki einmitt haft rétt fyrir sér. Það verður að viðurkennast.“ Hefur reynslu af flugrekstri Hefurðu hitt Skúla? „Já, ég hef hitt hann.“ Hefurðu áður rekið flugfélag sem flýgur í áætlunarflugi með farþega? „Já, ég á hluti í nokkrum flug- félögum, sem mörg hver eru allt að 50 ára gömul. Sem dæmi má nefna Air Djibuti í Austur-Afríku.“ USAerospace, félagið sem er að kaupa WOW, er að sögn Ballarin í eigu hennar og viðskiptafélaga henn- ar, tvíburanna Jeff og Joe Roberts- son frá Forth Worth í Texas. Nokkrir aðrir vellauðugir aðilar eru í eig- endahópnum, auk stofnanafjárfesta. Ballarin kýs að nefna ekki fleiri á nafn en hana sjálfa og tvíburana. „Við erum með bækistöðvar á Washington Dulles-alþjóðaflugvellinum eins og fyrr sagði, og við sinnum bæði far- þegaflugi en einnig viðhaldi og við- gerðum á flugvélum,“ segir Ballarin, spurð nánar út í starfsemi USAeros- pace. „Jeff og Joe hafa unnið í flug- iðnaði síðan þeir hættu í flughernum á sínum tíma og eru umsvifamiklir í viðhaldi og viðgerðum farþega- flugvéla, sem og í almennum flug- málum. Þeir eru einnig með eitt af leiðandi fyrirtækjum í Bandaríkj- unum í flugvélainnréttingum. Spón- deildin (e. Veneer) þeirra, sem er rek- in af Jason Greybow, er með einkaleyfi á spóni fyrir flugvélar. Þeir hafa verið leiðandi í þeim geira frá árinu 1992, og spónlögðu meðal ann- ars Air Force 1, flugvél Bandaríkja-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.