Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019FRÉTTIR V E R T Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum. - því að sumt virkar betur saman Stundum þarf tvo til Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) HAGA -1,85% 42,4 HEIMA +5,08% 1,24 S&P 500 NASDAQ -0,04% 8.204,121 -0,13% 2.991,1 +0,85% 7.556,86 FTSE 100 NIKKEI 225 24.1.‘19 24.1.‘1923.7.‘19 1.700 80 1.822,1 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 63,16 +2,73% 21.620,88 61,09 40 2.100 23.7.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 1.890,5 Fjárfestingartímabili framtaks- sjóðsins Icelandic Tourism Fund (ITF) er lokið og mun sjóðurinn því ekki taka þátt í fleiri nýjum verk- efnum í íslenskri ferðaþjónustu. Áherslan næstu misseri verður á að þróa áfram þau félög sem eru í eigu sjóðsins og einnig styttist í að hugað verði að sölu einhverra eigna. Þetta segir Helgi Júlíusson, framkvæmda- stjóri ITF, í samtali við Viðskipta- Moggann. ITF var upphaflega settur á lagg- irnar fyrir um sex árum að frum- kvæði Icelandair Group. Markmið sjóðsins hefur verið að fjárfesta í arðbærum verkefnum sem stuðla að uppbyggingu í íslenskri ferðaþjón- ustu. Þá hefur áhersla verið lögð á ný heilsársverkefni sem fjölga eiga afþreyingarmöguleikum fyrir ferða- menn auk þess að stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónust- unnar yfir vetrartímann. Að sögn Helga hefur vel tekist til en sjóðurinn býr nú að fjölbreyttu og verðmætu eignasafni. „Frá upphafi hefur markmiðið verið að fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu þar sem við einbeitum okkur að verkefnum með ákveðna sérstöðu. Við höfum ekki viljað fara í beina samkeppni við þá sem fyrir voru á markaðnum og hefur sú stefna reynst okkur farsæl,“ segir Helgi Fall Wow virðist engu skipta Undanfarin misseri hafa verið fluttar fréttir af slæmri stöðu fjölda ferðaþjónustufyrirtækja eftir fall WOW air. Spurður hvort rekstur fyrirtækja sem falla undir hatt ITF hafi reynst erfiður frá falli flug- félagsins kveður Helgi svo ekki vera. „Raunin hefur orðið sú, hvað okk- ar félög varðar, að áhrifin af falli WOW air hafa verið mun minni en við þorðum að vona. Í einhverjum tilvikum erum við að sjá lítilsháttar samdrátt, en þar hefur okkur tekist að bregðast við á kostnaðarhliðinni með hagræðingu. Í öðrum tilvikum erum við aftur á móti að sjá þó- nokkra aukningu sem í einhverjum tilvikum hleypur á tugum prósenta,“ segir Helgi sem kveðst þó taka auknu framboði í flugi til og frá land- inu fagnandi. „Okkur líður ágætlega með stöðuna, en auðvitað myndum við fagna auknu framboði flugferða. Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu er björt og horfurnar góðar þó að það sé einhver samdráttur í komu ferða- manna í ár. Fram undan er tímabil þar sem gera má ráð fyrir eðlilegum vexti í takt við það sem við erum að sjá í öðrum löndum,“ segir Helgi. Taki upp þráðinn í haust Nú fyrir skömmu bárust fréttir af því að ekkert yrði af sameiningu Arctic Adventures og nokkurra fé- laga í eigu ITF, þar á meðal Into the Glacier. „Samruninn var gerður með fyrirvara um nokkur atriði, þar á meðal samþykki Samkeppniseft- irlitsins. Þegar samþykki lá fyrir höfðu orðið verulegar breytingar í rekstrarumhverfinu. Mikil óvissa var um hvaða áhrif þessar breyt- ingar myndu hafa á afkomu beggja félaga. Því varð að samkomulagi milli aðila að leggja áform um sam- einingu á hilluna að sinni. Það er hins vegar ekkert útilokað að við tökum upp þráðinn í þessu máli í haust, en við munum að sjálfsögðu einnig skoða aðra möguleika sem kunna að vera í stöðunni,“ segir Helgi. ITF dregur verulega úr umsvifum á næstu árum Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Framtakssjóðurinn Ice- landic Tourism Fund verður lagður niður eigi síðar en árið 2025. Eignasala er fram undan hjá sjóðnum. Ísgöngin í Langjökli hafa verið afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna síðustu ár, en um 50-55 þúsund gestir koma við í göngunum ár hvert. Helgi Júlíusson FJÁRMÁL Nýjungin „Fjármálin mín“ í banka- appi Arion banka er komin í loftið þar sem notendur geta greint út- gjöld sín og innborganir með ein- földum hætti. Arion banki innleiðir þessa lausn í samstarfi við Meniga. „Þarna eru færslurnar flokkaðar á tímalínu og þær eru flokkaðar fyrir þig. Þetta veitir fólki betri yfirsýn yfir fjármálin. Ef færslan flokkast ekki rétt, t.d. ef þú ætlar að kaupa skyndibita á N1 en ekki bensín þá geturðu flokkað færsluna sjálfur,“ segir Iða Brá Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs. Í appinu er meðal annars er hægt að sjá meðalútgjöld á dag og meðalút- gjöld á mánuði og yfirlit yfir heildar- útgjöld á hverju ári. Að sögn Iðu er markmiðið að ein- staklingar fái heildstæða yfirsýn yfir heimilisbókhaldið og að þessi mögu- leiki stuðli að auknu fjármálalæsi. „Notendur geta einnig borið sig saman við aðra. T.d. útgjöld varð- andi það hversu miklu maður eyðir í mat,“ segir Iða Brá en lausn Arion banka er endurgjaldslaus. Á meðal annarra nýjunga í Arion banka-appinu er samstarf bankans við tryggingafélagið Vörð um mögu- leikinn á að geta keypt tryggingar í appinu. Verður það í fyrsta skipti sem Arion banki býður upp á vörur frá þriðja aðila. Í ágúst munu not- endur geta fengið tilboð í bíla- og heimilistryggingar og gengið frá kaupum á tryggingum á skömmum tíma. „Með þessu getum við einnig boðið fólki þær tryggingar sem við teljum að gæti hentað því,“ segir Iða en tryggingaráðgjöfin er m.a. aðlög- uð hverjum og einum viðskiptavini Arion banka. Ýmsar nýjungar í Arion banka-appinu Morgunblaðið/Eggert Arion banka-appið mun í ágúst bjóða upp á kaup á tryggingum. Ný verðtryggð lán heimilanna að frádregnum upp- og umfram- greiðslum, með láni í veði í íbúð, námu tæpum 4 milljörðum í júní og eru þau um 959 milljónum krónum minni en í júní í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2019 námu ný verð- tryggð lán 16,2 milljörðum króna. Í samanburði við árið í fyrra sést að fyrir fyrstu sex mánuðina námu ný verðtryggð lán um 29,7 milljörðum króna. Því dragast ný verðtryggð út- lán saman um 13,5 milljarða króna. Ný óverðtryggð útlán heimilanna með láni með veði í íbúð námu 4,7 milljörðum króna í júní og eru þau um milljarði minni en í júní í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Seðla- bankans um bankakerfið. Sé litið til fyrstu sex mánaða ársins 2019 kem- ur í ljós að heildarupphæð nýrra óverðtryggðra lána er um 43,2 millj- arðar króna. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2018 námu þau 29,5 millj- örðum króna. Því aukast ný óverð- tryggð útlán heimilanna um 13,65 milljarða króna. peturh@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fleiri taka óverðtryggð lán í dag. Hrun í verðtryggð- um lánum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.