Morgunblaðið - 24.07.2019, Síða 9

Morgunblaðið - 24.07.2019, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019 9VIÐTAL forseta. Þá erum við með í okkar teymi sérfræðinga sem vinna fyrir flugvélaframleiðendur um allan heim, fyrirtæki eins og Gulfstream, Lock- head Martin og Boeing. Ennfremur erum við með samning við banda- ríska ríkið um vöruflutninga, einkum um flutninga á pökkum og pósti.“ Eitt af þeim tækifærum sem Ball- arin sér hér á landi er einmitt á sviði vöruflutninga. „Vöruflutningar eru gríðarlega mikilvægir fyrir Ísland og Íslendinga. Hér hefur alltof lítið verið talað um áhrifin sem fall WOW hafði á íslenska sjávarútveginn sem sendir 50 tonn af ljúffengum fiski á degi hverjum til Bandaríkjanna. Útflutn- ingsaðilar eiga erfitt með að finna nægt pláss í þeim farþegaflugvél- unum sem fljúga þangað út og verðið á flutningi hefur hækkað. Eins og við ræddum um við Isavia þá höfum við áhuga á að koma hingað með tvær vöruflutningavélar sem yrðu stað- settar hér á landi. Þær myndu hefja daglega vöruflutninga milli Íslands og Bandaríkjanna til að létta álaginu af sjávarútvegnum.“ Ballarin segir aðspurð að þær vélar myndu ekki fljúga undir WOW- merkinu. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa íslensk flugfélög að vera að minnsta kosti í 51% eigu íslenskra aðila. Ball- arin segir að stofnað verði íslenskt fyrirtæki sem fara muni með 51% hlut í WOW 2, á móti 49% sem verða í bandarískri eigu. „Við munum upp- fylla öll skilyrði þannig að WOW verði að meirihluta í íslenskri eigu.“ Spurð nánar út í hvernig hún sjái nýja WOW-módelið fyrir sér segist hún horfa til SouthWest Airlines í Bandaríkjunum sem fyrirmyndar, stærsta lággjaldaflugfélags heims. „Við erum núna að skoða náið hvaða tæki og tól þarf til að geta byrjað að fljúga eins hagkvæmt og hægt er um leið og öll leyfi eru frágengin frá ís- lenskum yfirvöldum. Charles Celli, framkvæmdastjóri USAerospace, sem er með ótrúlega flottan feril í flugi og var meðal annars forstjóri Gulfstream-flugvélaframleiðandans er með þetta á sínu borði. Annars eru allir helstu stjórnendur USAerospace með a.m.k. 15-20 ára reynslu í geir- anum og ég hef smitað þá alla af WOW-andanum,“ segir Ballarin og brosir. Hyggjast notast við Airbus Hún segir að notast verði við flug- vélar frá evrópska flugvélaframleið- andanum Airbus hjá WOW 2. „Ástæðan er sú að það er það um- hverfi sem var notað hjá WOW air og áhafnirnar, flugvirkjarnir og aðrir, þekkja það best. Við viljum ekki rugga þeim bát. Til langs tíma erum við hinsvegar mjög á sömu stefnu og Donald Trump Bandaríkjaforseti, að ráða bandarískt vinnuafl og kaupa bandarískar vörur. Þannig að við vilj- um líka viðhalda góðu sambandi við bandarísku Boeing-verksmiðjurnar upp á framtíðina að gera. Við getum valið úr þónokkuð mörgum flugvélum hjá Airbus, sem yrðu allar svipaðar að stærð, eða í kringum 200 farþega sem ég held að sé hagkvæm stærð. Við horfum ekki til stórra flugvéla eins og Airbus A-330. Ég held að það myndi flækja rekstrarmódelið, eins og WOW 1 upplifði sjálft á sínum tíma,“ segir Ballarin, en eins og áður hefur komið fram lét Skúli Mogensen, stofnandi WOW, hafa eftir sér að ein stærstu mistökin sem hann gerði í rekstri WOW air hafi verið að hefja rekstur breiðþotna. „Við viljum læra af mistökum. Við höfum allt síðan WOW féll haft góðan tíma til að tala við fólk sem gegndi yf- irmannastöðum hjá WOW og hlusta á það segja okkur frá því hvað var vel gert og hvað þyrfti að forðast til að tryggja árangur WOW 2 til langs tíma. Við viljum ekki gera sömu mis- tökin og þar voru gerð. Ef þú blandar þessari þekkingu og lærdómi saman við öflugt og þrautreynt bandarískt stjórnendateymi, sterkan efnahag og sterka fjárhagslega bakhjarla þá er- um við komin með módel sem á eftir að ganga vel til langs tíma.“ Ballarin segir að þrjár vélar verði í flotanum til að byrja með. „Þetta verða Airbus A321 NEO. Svo ætlum við að stækka flotann upp í 10-12 vél- ar innan 24 mánaða. Við tökum svo stöðuna eftir það. Við horfum til helstu staða sem WOW 1 flaug til, en erum einnig með nýja staði í huga, þar á meðal Washington Dulles- alþjóðaflugvöllinn. Yfirvöld þar eru ótrúlega spennt yfir því að við séum á leiðinni. Við verðum eina evrópska flugfélagið með aðsetur (e. Hub) þar.“ Hver telur Ballerin að fjárþörf WOW 2 verði? „Við höfum tryggt félaginu 85 milljónir Bandaríkjadala, eða 10,5 milljarða íslenskra króna, sem á að duga félaginu fyrstu 24 mánuðina. Ef þörf verður á þá getur sú tala orðið allt að 100 milljónir dala, eða 12,5 milljarðar króna. Fyrstu 6-10 mán- uðina gerum við ráð fyrir 25 milljóna dala framlagi til félagsins, eða rúm- um þremur milljörðum króna. Það er bara eitt sem við viljum tryggja: að það skorti ekki fé. Það er mjög mik- ilvægt. Það að vera með sjóð upp á 85 milljónir dala, vera íhaldssöm í fjár- málum og að hafa vel herta sultaról, þá ættum við að geta forðast augljós vandamál.“ Ballarin talar um að félagið verði straumlínulagaðra en WOW 1. Nauð- synlegt sé að hámarka tekjur, hagn- að og rekstrarniðurstöðu, og draga úr áhættu vegna kostnaðar. „Við ætlum að einblína meira á Keflavík en WOW 1 gerði. Við ætlum ekki að flytja áhafnir til og frá Reykjavík. Ef það kostar hundruð þúsunda dala á mánuði að ferja starfsfólk þannig fram og til baka þá eru það samtals milljónir dollara á ári. Slíkur kostnaður er of mikil byrði. Þá veit ég til þess að WOW var með um 70 manna upplýsinga- tæknideild en við skerum það niður í 4 til 5 menn. Ég tel að tæknin sem við höfum sé nógu góð. Aukinheldur munum við innleiða bandaríska fyrsta flokks tækni frá fólki sem veit allt um flugrekstur.“ háð einu flugfélagi ” En WOW mun nú rísa upp eins og fuglinn Fönix eins fljótt og hægt er. Ég vil geta sagt við fólk: Þetta var aðeins stutt hlé. Þetta eru ekki varanleg áhrif. Þetta voru ekki mistök. Þetta var hægri beygja. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.