Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 11
flugfélags. Það er hin eina rétta og góða byrjun.“ En Michele gerir meira en að mæta til messu í kirkjunni í Virginíu. Hún leikur þar einnig á orgel. „Ég þarf að fljúga heim í kvöld [laugardags- kvöldið sl.] til að ná heim í tæka tíð. Ég þarf að vera mætt kl. 10.30 á morgun [sunnudaginn] til að leika á orgelið. Það hef ég gert á hverjum einasta sunnudegi síðan ég var 12 ára gömul. Ég er með tvær prófgráður í kirkjutónlist.“ Og þetta getur þú gert þrátt fyrir að vera umsvifamikil í alþjóða- viðskiptum? „Já, þetta er mikilvægasta skylda mín í lífinu og gengur fyrir öllu öðru.“ Eins og reifað var í fjölmiðlum þeg- ar nafn Michele var fyrst kynnt hér á landi í síðustu viku, sem kaupanda eigna WOW, þá er því haldið fram að hún hafi mikil ítök í Sómalíu, þar sem hún hefur meðal annars tengst samn- ingaumleitunum við sjóræningja og stríðsherra. Sagt hefur verið að hún hafi eytt milljörðum króna þar í landi til uppbyggingar. Hvernig hófust af- skipti hennar af Sómalíu? Með rík tengsl við Sómalíu „Fyrir mörgum árum kom náinn vinur minn til mín sem er erindreki í Washington. Hann sagði mér frá nokkrum sómölskum öldungum, sem þá voru á áttræðisaldri, en eru látnir núna, sem unnið höfðu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar í sendi- ráði Bandaríkjanna í Mogadishu, höf- uðborg Sómalíu. Þeir höfðu miklar áhyggjur af stöðu mála í landi sínu. Þeir höfðu flúið land á sínum tíma ásamt fjölskyldum sínum þegar stjórnin féll og komið til Washington þar sem þeir gátu veitt börnum sínum öruggt umhverfi og góða menntun. Öll höfum við þjóðarstolt og þeir sem búa í þessum fornu samfélögum í Afr- íku hafa það einnig. En erfiðleikarnir eru oft miklir og sérstaklega þegar fólk býr í landi þar sem kannski engin ríkisstjórn er til staðar til að líta til með þegnunum. Þannig var staðan fyrir 21 ári í Sómalíu þegar þessir menn komu til mín og sögðust hafa frétt af því að ég væri góð í að leysa vandamál.“ Ballarin segir að öldungarnir hafi viljað athuga hvort hún gæti opnað dyr fyrir þá hjá yfirvöldum í Wash- ington. „Þetta var á þeim tíma þegar áhugi á málefnum Sómalíu var eng- inn. Ég sagðist ætla að skoða málið og fór strax í að skoða landakort og átta mig á legu landsins og menningu. Svo hlustaði ég á þá segja frá. Það er eitt sem ég hef lært um ævina, að vera góður hlustandi. Hluti af því að geta leyst vandamál er að geta hlustað á hvað gerðist. Þetta hef ég líka gert í öllu ferlinu með WOW. Ég hef hlust- að á frásagnir af því hvað gerðist, hvað var gott, hvað var slæmt o.s.frv.“ Michele segir að eftir að hafa sett sig inn í málefni Sómalíu hafi hún lagt áherslu á að horfa þyrfti fram á veg- inn en ekki aftur á bak. Að leggja nið- ur erfiðar innanlandserjur til að koma í veg fyrir að heilu kynslóðirnar glöt- uðust. Finna þyrfti leið út úr myrkr- inu og búa til nýja framtíð. „Margir Sómalar hafa flúið til Norður- landanna, Bretlands og Bandaríkj- anna og fleiri landa. Þetta er ástríðu- fullt fólk, fullt af frumkvöðlaanda. Þjóðin er fámenn en ræður yfir einni lengstu strandlengju í Afríku. Þetta er land á stærð við Texas en með íbúafjölda eins og höfuðborgin Dallas. Strandlengja landsins ræður yfir 80% af allri umferð flutningaskipa í heim- inum. Þannig að það er mjög mik- ilvægt að finna góða lausn á málum í landinu.“ Ballarin segist hafa rekið erindi í Washington um áratuga skeið. „Svona aðstoð eins og í Sómalíu snýst ekki um að senda hjálpargögn heldur að koma á viðskiptum. Þannig fær fólk lífsviðurværi og getur komið á jafnvægi til lengri tíma. Endalausar sendingar af hjálpargögnum verða bara til þess að fólk fer að slást um þau. Þetta höfum við Bandaríkja- menn gert í 25 ár og eytt í það kannski 20 milljörðum dala af banda- rísku skattfé. Það módel virkar ekki. Því þarf að horfa öðruvísi á vanda- málið. Þetta er eins og ég var að út- skýra með setustofu WOW. Þar sný ég hlutunum á hvolf. Þannig reyni ég að horfa á viðfangsefnin með sömu augum og fólkið sjálft. Mér hefur í gegnum tíðina gengið vel að leysa úr erfiðum málum með því að fjarlægja hindranir sem fólk sér stundum ekki. Vill horfa fram hjá ágreiningi Á þessu tuttugu og eina ári sem ég hef verið viðloðandi Sómalíu hef ég kennt fólkinu að horfa fram hjá ágreiningi. Ég hef einnig sett upp umfangsmikla starfsemi í landinu. Ég vil að Sómalar átti sig á hve vel þeir eru í sveit settir hvað varðar nátt- úruauðlindir. Þeir eru með nægan fisk í sjónum eins og þið hér á Íslandi og við verðum að geta fengið unga fólkið til að breyta landinu rétt eins og er að gerast hér á Íslandi. Það verður að horfa til næstu kynslóðar til að tryggja stöðugleika, öryggi og jafnvægi. Stundum þarf nýja og ferska rödd til að menn hlusti. Sómal- ar eru magnað fólk, rétt eins og Ís- lendingar.“ Sérðu frekari líkindi með þjóð- unum? „Já. Báðar þjóðar þurfa að glíma við óblíð náttúruöflin en hvor á sinn hátt. Íslendingar takast á við krefj- andi veðurfar og einangrun land- fræðilega og það er ótrúlegt hvað þið hafið náð langt með jafn fátt fólk í gegnum árin. Sómalía er hlutfallslega fámenn einnig með þessa löngu strandínu og þurrviðrasamt veðurfar. Skóglendi er á undanhaldi. En sjálfs- bjargarviðleitnin er mikil, jafnvel þegar engin ríkisstjórn hefur verið við völd. Mjög fáir hefðu getað lifað af við sömu aðstæður og Sómalar hafa þurft að búa við.“ Hún segir að í Sómalíu séu ein- hverjar mestu olíu- og gaslindir í heimi. „Þeir hafa til dæmis meira gas en olíuríkið Katar. Afríka hefur verið blessuð með gífurlegum nátt- úruauðlindum en löndin þar hafa gengið í gegnum erfiða nýlendutíma rétt eins og Íslendingar. Fólk þarf að vera frjálst til að ná að uppfylla drauma sína á sínum eigin for- sendum.“ Eitt af því sem veldur Michele áhyggjum í Afríku er uppgangur Kín- verja og annarra Asíuþjóða í álfunni og hefur hún áhyggjur af því að það sama sé að gerast hér á landi. „Mér hefur verið sagt að Íslendingar horfi ekki langt fram í tímann, öfugt við okkur Bandaríkjamenn, sem viljum horfa kannski 20-30 ár fram í tímann í okkar áætlanagerð. Ég þekki marga forseta Afríkuríkja persónulega og á við þá bein samskipti, rétt eins við tvö erum að ræða saman núna. Ég hef miklar áhyggjur af afskiptum Kín- verja í álfunni. Í þessum viðkvæmu ríkjum þar sem lýðræðið er að skjóta rótum hægt og sígandi. Kínverjar stunda kröftuga leit að náttúru- auðlindum sem eru í raun réttri í eigu fólksins. Ég hef heyrt leiðtoga segja mér að þeir óttist um að þeir séu á mörkum þess að missa fullveldið og ég hef heyrt dæmi þar sem 80-90% af þjóðarframleiðslunni eru komin á for- ræði Kínverja.“ Vill fjárfesta í fleiri fyrirtækjum á Íslandi Hún segir að þarna sé eitthvað sem mætti læra af. „Ég heyrði að nú ný- lega hefði aðili frá Asíu fjárfest hér í hótelrekstri. Ég vil að Ísland verði áfram Ísland og í eigu Íslendinga. Þetta er svo lítið land og þjóðarstoltið þarf að verja. Þess vegna er ég hingað komin til að fjárfesta í samgöngu- geiranum en einnig í nokkrum öðrum spennandi vörumerkjum. Okkar þátt- taka hér yrði í sönnum samvinnuanda. Saga okkar Bandaríkjamanna í gegn- um tíðina sannar að við förum til ann- arra landa og réttum hjálparhönd, líkt og við gerðum í seinni heimsstyrjöld- inni. Fyrri eiginmaður minn sálugi var flotaforingi í þeirri heimsstyrjöld og tók þátt í innrásinni í Normandí á D- deginum. Við fjölskyldan erum mjög stolt af því. Hann dó árið 1999. Við hjálpuðum til við að koma á jafnvægi í Evrópu og veittum Marshall-aðstoð. Svo fórum við aftur heim. Þannig er- um við. Og þannig skuldbindingu þurfa Íslendingar til lengri tíma. Það þýðir að þið þurfið hjálp við uppbygg- ingu innviða. Ég veit að það eru fleiri sem hugsa eins og ég. Marriot er að byggja hér Marriot Edition hótel. Við þekkjum Marriot-fjölskylduna vel. Búgarður þeirra er nokkra kílómetra í burtu frá mínum búgarði í Virginíu. Ég vil sjá fleiri Bandaríkjamenn koma hingað og fjárfesta því við erum þekkt að því að koma og vinna með fólki og það er mikilvægt að gleyma ekki þjóð- arstoltinu.“ Talandi um innviðina hér á landi hlýtur Michele að hafa skoðanir á ís- lenska bankakerfinu, verandi með áratuga reynslu úr fjárfestingum. „Fjármálageirinn er ein af þessum mikilvægu undirstöðum ásamt sam- göngum og flutningum og sam- skiptum hverskonar. Og allt þetta tengist svo pólitíkinni. Þegar Íslend- ingar segja mér að þeir viti aldrei hve há afborgunin af húsnæðisláninu verður um hver mánaðamót klóra ég mér í höfðinu. Það minnir mig á ástandið í Afríku og er uppskrift að vandamálum. Við í Bandaríkjunum erum með örugg og áreiðanleg kerfi þar sem þú getur fengið húsnæðislán á lágum vöxtum og þú veist nákvæm- lega hver afborgun lánsins er í hverj- um mánuði. Því er hægt að treysta eins og þú getur treyst því að sólin komi upp á hverjum morgni. Þetta skiptir fjölskylduna og velferð hennar máli. Það þurfa að verða umbætur hér í fjármálakerfinu þannig að fólk geti uppskorið eins og það sáir. Fyrir mig, sem kem úr fjármálageiranum, er þetta klárlega eitthvað sem þarf að skoða.“ Munt þú sjálf beita þér í þessum efnum hér á landi? „Það er klárlega til umræðu því við viljum fjárfesta til lengri tíma á Ís- landi. En þetta er stór fjárfesting. En ef þú ert búinn að taka eitt skref er auðveldara að taka fleiri og stærri skref. Við viljum vera viss um að við séum að láta gott af okkur leiða. Þetta snýst ekki allt um hagnað.“ Ballarin er repúblikani og hefur kynnst mörgum Bandaríkjaforsetum persónulega í gegnum tíðina. Þeirra á meðal er Donald Trump, núverandi forseti. „Ég hitti Trump fyrst í New York árið 1989. Ég er mikill stuðn- ingsmaður hans. Ég tel hann hafa náð ótrúlegum árangri. Ég vissi snemma að honum myndi takast ætlunarverk sitt, að ná kjöri sem forseti árið 2016. Ég trúi því staðfastlega að hann verði endurkjörinn á næsta ári. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í efnahagslíf- inu og verið mjög sterkur „öryggis- forseti“. Ég er stolt af því sem hann hefur áorkað.“ Tilnefnd til þingsetu Michele hefur sjálf verið viðloðandi stjórnmál með beinum hætti. Hún segist hafa verið tilnefnd til setu í öld- ungadeildinni árið 1986 og fengið til- nefningu sem utanríkisráðherra fyrir Virginíu árið 1984. „Ég hef því langa reynslu af pólitík. Ég er repúblikani, með trúarlegan grunn auðvitað, og tala fyrir mjög hefðbundnum fjöl- skyldugildum.“ Til að útskýra nánar hvað er að ger- ast í Bandaríkjunum þessi misserin segir Micele að magnaðir hlutir séu til dæmis að gerast í Ryðbeltinu svokall- aða í Bandaríkjunum, í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin, Indiana, Illinois, Ohio, og Pennsylvaniu, svæði sem þekkt er sem miðpunktur iðnfram- leiðslu í Bandaríkjunum. „Heilt á litið hafa Bandaríkjamenn það betra nú en áður. Hlutabréfamarkaðurinn blómstrar, dollarinn er sterkari og veðlánin eru óbreytt. Þannig að þegar landsmenn horfa í veskið og sjá að þeir eiga meira í dag en í gær er það besti vitnisburðurinn um hvernig gengur.“ Hún segir iðnað vera að lifna við í landinu. „Í mínu heimaríki, Vestur- Virginíu, eru menn aftur búnir að opna kolanámur. Stálverksmiðjur hafa sömuleiðis verið opnaðar á nýjan leik og stórmarkaðir sem var lokað vegna íþyngjandi reglugerða og kvaða eru á leiðinni að verða opnaðir aftur. Störfum fjölgar ört í landinu. Vel gert, herra forseti.“ Við endum samtalið á persónu- legum nótum. Ég spyr hana út í fjöl- skylduhagi. Hún er tvígift, og sonur hennar frá fyrra hjónabandi kennir stjórnmálafræði og siðfræði við Georgetown-háskóla. „Ég er mjög stolt af honum. Ég á engin barnabörn enn sem komið er en ég er að leita að góðri íslenskri eiginkonu fyrir son minn. Ég þarf að koma með hann hingað vegna þess,“ segir Ballarin og hlær. Þá segist hún hlakka til að koma með eiginmanni sínum hingað til lands. „Hann er 83 ára gamall og kynntist Íslandi á undan mér. Hann kom hérna við á leið sinni til Ítalíu á árum áður. Við munum koma saman hingað á næstunni á leið okkar í frí til Ítalíu.“ ” Heilt á litið hafa Bandaríkjamenn það betra nú en áður. Hlutabréfamarkaðurinn blómstrar, dollarinn er sterkari og veðlánin eru óbreytt. Þannig að þegar landsmenn horfa í veskið og sjá að þeir eiga meira í dag en í gær er það besti vitnisburðurinn um hvernig gengur. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019 11VIÐTAL DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.