Morgunblaðið - 24.07.2019, Side 12

Morgunblaðið - 24.07.2019, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019SJÁVARÚTVEGUR AF 200 MÍLUM Á MBL.IS Makrílvinnsla hófst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á laugardag þegar Margrét EA kom þangað með fyrsta farm vertíð- arinnar, 840 tonn. Þegar vinnslu úr Margréti lauk var Beitir NK kom- inn til hafnar með 860 tonn og hófst vinnsla úr honum í gærmorgun. Skömmu síðar kom Börkur til hafnar með 600 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar, en þar segir að eins og venjulega hafi verið að ýmsu að hyggja þegar vinnsla hófst, enda vélbúnaður fiskiðjuversins flókinn. „Það gekk býsna vel að ná aflanum. Við feng- um hann í sex stuttum holum, en það er aldrei togað lengur en í þrjá og hálfan til fjóra tíma. Við hófum veiðar við Háfadýpið en enduðum austan við Skaftárdýpi og það er örugglega makríll enn austar,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti. Auk framangreindra skipa hófst löndun á frystum makríl úr Hákoni EA í Neskaupstað í gær. Morgunblaðið/Þorgeir Beitir NK kom til hafnar með 860 tonn af makríl og hófst vinnsla í gær. Makrílvertíð komin á fullt í Neskaupstað Nýtt húsnæði bátasmíðastöðv- arinnar Trefja rís um nú um þessar mundir við hlið núverandi húsnæðis fyrirtækisins við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Hús- ið er engin smá- smíði eða um 2.000 fermetrar að stærð. Óskar Auðunsson er fjármálastjóri fyrirtækisins, og rekur það ásamt bróður sínum, Þresti, en faðir þeirra, Auðunn Óskarsson, stofnaði Trefjar árið 1978, og er aðaleigandi þess. Í dag er fyrirtækið að mestu leyti í smíði fiskibáta en þó sjá Trefjar m.a. einnig um smíði heitra potta fyrir landsmenn og hafa gert það í um 30 ár. Að sögn Óskars fluttu Trefjar í húsnæðið á Óseyrarbraut fyrir 10 árum en fljótlega hafi komið í ljós að það hafi verið of lítið. „Jafnt og þétt höfum við verið að sprengja utan af okkur húsnæðið. Þess vegna ákváðum við að stækka við okkur og byggja annað hús við hliðina á hinu,“ segir Óskar en nú fer hluti fram- leiðslunnar fram að hluta til á öðrum stað. „Við flytjum skrokkana á milli. Við steypum stærstu stykkin á öðrum stað og flytjum þau niður á Óseyrar- braut í samsetningu og frágang. Núna mun sú starfsemi flytjast þangað,“ segir Óskar sem ráðgerir að starfsemi í hinu nýja húsnæði muni hefjast í byrjun næsta árs. Nóg er um að vera hjá Trefjum um þessar mundir en fyrirtækið hef- ur 15 virka bátasmíðasamninga. „Þeir eru mislangt komnir og af öllum stærðum og gerðum. Allt frá því að vera frekar litlir 32-33 feta bátar upp í 50 feta, miklu stærri skip, með vinnsludekki og stórri lest ásamt flóknari búnaði. Skalinn er mismunandi í hverju verkefni fyrir sig,“ segir Óskar. Að því sögðu eru bátarnir vit- anlega misdýrir. Söluandvirði smærri báta er í kringum 40-50 milljónir en þeir allra stærstu geta selst á um 300-350 milljónir. Sterkur markaðurinn í Noregi Hann segir Noreg hafa verið „langsterkasta“ markað Trefja í þó- nokkurn tíma en fyrirtækið hefur undanfarin ár verið að velta á bilinu 1-1,5 milljörðum króna á ári. „Þar er mjög blómleg útgerð í þessum geira í Noregi. Af þeim samningum sem eru í gangi eru 9-10 í Noregi og restin skiptist á milli Ís- lands, Frakklands og Bretlands. Þetta eru okkar markaðir. En Ísland hefur verið minni markaður fyrir okkur en Noregur í mörg ár,“ segir Óskar. Misjafnt er í hvers konar veiðar bátarnir fara. Fer það m.a. eftir mörkuðum. „Við framleiðum mikið af gildrubátum fyrir breskan mark- að þar sem verið er að veiða krabba og humar í gildru. Í Noregi er mikið um línubáta sem veiða þorsk og ýsu og fleira,“segir Óskar. Smíða bátana frá A-Ö Mikill stærðarmunur er á þeim verkefnum sem starfsmenn Trefja taka sér fyrir hendur en að jafnaði smíðar fyrirtækið 8-12 báta á ári. Sum verkefni eru t.a.m. 5-6 sinnum stærri en önnur. Bátarnir eru smíð- aðir í heild sinni af Trefjum. „Við smíðum allt innanhúss. Við látum ekki frá okkur báta nema þeir séu fullsmíðaðir og teknir út af yf- irvöldum. Það tíðkast í þessum geira að menn smíði plastið á einum stað og fari með það á annað stað til þess að fullklára bátana. Við höfum aldrei gert það og smíðum þá frá A-Ö,“ segir Óskar. Það er mikið handverk að smíða einn bát að sögn Óskars. „Það er mikil og vandasöm vinna við frágang á vélum og tækjum. Hvort sem það er rafmagnið eða frágangur á bún- aði. Stór hluti vinnunnar felst í því. Það að smíða sjálfan skrokkinn og húsið er ekki tímafrekast í báta- smíði. Þetta er svolítið eins og að byggja hús. Þegar þú steypir húsið ertu langt frá því að vera hálfnaður,“ segir Óskar, en skrokkarnir úr bát- unum frá Trefjum eru að sjálfsögðu úr trefjaplasti. Ráðast í stærri smíðar Um 50-60 manns vinna hjá Trefj- um og nýlega tók fyrirtækið í notk- un færanlega bátalyftu. „Það var al- gjör bylting í að þjónusta báta af þessum stærðarflokki og allt upp í 75 tonn að þyngd. Áður fyrr sjósett- um við minni bátana á vagni með skábraut. Það er ekki alveg ákjósan- legasta aðferðin. Hún var tímafrek og aðstaðan fyrir það var orðin frek- ar erfið. Húsnæðið var orðið þröngt. Síðan var oft verið að panta stóra bílkrana með tilheyrandi kostnaði og umstangi. Það þurfti einnig oft að hafa mikinn fyrirvara á því til þess að geta tekið bátana upp og sjósett. Nú erum við orðnir sjálfum okkur nógir um það. Það hefur skipt svo- litlu máli fyrir okkur og gert okkur kleift að ráðast í stærri smíðar,“ seg- ir Óskar. Flytja inn í nýtt húsnæði um áramótin Pétur Hreinsson peturh@mbl.is 2.000 fermetra húsnæði bátasmíðastöðvarinnar Trefja rís í Hafnarfirði. Fyrir- tækið tók nýlega í notkun nýja bátalyftu sem auð- veldar að takast á við stærri og umfangsmeiri smíðar. Nýtt húsnæði bátasmiðjunnar Trefja í Hafnarfirði, sem sést til hægri á myndinni, er um 2.000 fermetrar að stærð. Óskar Auðunsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.