Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019SJÓNARHÓLL
HARI
Í þessum mánuði hefur dregið til tíðinda í Evrópu í mál-um er varða öryggisbresti eftir gildistöku nýrrar per-sónuverndarreglugerðar fyrir liðlega ári. Hinn 8. júlí
sl. gáfu bresk persónuverndaryfirvöld (ICO) út yfirlýs-
ingu um fyrirhugaða álagningu sektar á British Airways
að fjárhæð 183 milljónir punda, eða um 29 milljarða króna,
vegna þess að félagið hefði ekki gripið til viðunandi örygg-
isráðstafana sem leiddi til þess að utanaðkomandi aðilar
gátu komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina.
Degi eftir umrædda tilkynningu, eða 9. júlí sl., gáfu ICO
út aðra yfirlýsingu um fyrirhugaða álagningu sektar á
Marriott International Inc,, bandarískt móðurfélag al-
þjóðlegu hótelsamsteypunnar, að fjárhæð 99,2 milljónir
punda eða rúmlega 15 milljarða
króna. Ástæðuna má rekja til
öryggisbrests í kerfum Star-
wood-hótelkeðjunnar á árunum
2014 til 2018, en Marriott
keypti Starwood árið 2016 þeg-
ar öryggisbresturinn var til
staðar og uppgötvaðist hann
ekki fyrr en árið 2018. Örygg-
isbresturinn varðaði persónu-
upplýsingar 339 milljón hótel-
gesta á heimsvísu sem komust í
hendur óprúttinna aðila, en þar
af voru upplýsingar um 30
milljónir hótelgesta frá evrópska efnahagssvæðinu. Marr-
iott tilkynnti öryggisbrestinn í fyrra og virðist hafa unnið
með breskum yfirvöldum að rannsókn málsins, auk þess
sem samsteypan brást við með breyttum ferlum og örygg-
isráðstöfunum. Í tilkynningu frá ICO um fyrirhugaða sekt
segir að Marriott hefði átt að vanda betur könnun á áreið-
anleika Starwood þegar kaupin áttu sér stað. Nauðsynlegt
væri að kanna ekki einungis hvers konar upplýsingum
væri safnað heldur einnig hvernig öryggi þeirra væri
tryggt.
Ýmsar spurningar hafa vaknað í kjölfar framan-
greindrar yfirlýsingar ICO, s.s. í tengslum við hugsanlega
áhættu væntanlegra kaupenda félaga hvað varðar eldri
öryggisbresti eða leynda bresti sem örðugt er að upp-
götva. Skoðast það ekki síst í ljósi þess að eftir því sem
tækninni fleygir fram margfaldast þau öryggistilvik sem
upp geta komið innan félaga. Í því sambandi má velta fyrir
sér umfangi þeirrar áreiðanleikakönnunar (lögfræðilegrar
sem og tæknilegrar) sem framkvæma þarf hverju sinni til
að lágmarka áhættu að þessu leyti við kaup á fyrirtækjum.
Umrædd yfirlýsing ICO sýnir nauðsyn þess að fram-
kvæma gaumgæfilega athugun á annars vegar öryggis-
ferlum og eftirfylgni þeirra sem og hins vegar að sann-
reyna þær öryggisráðstafanir sem til staðar eru hjá félagi
sem fyrirhugað er að kaupa. Þá virðist mega ráða af um-
ræddu máli að nauðsynlegt sé að keypt félög aðlagist
fljótt, frá tæknilegu sjónarhorni, yfirtökufélögum sínum
en slíkt var sérstaklega gagnrýnt í máli Marriott þar sem
félagið þótti ekki hafa tryggt kerfi Starwood nægilega eft-
ir yfirtökuna árið 2016.
Marriot hefur nú á næstu vikum tök á að koma á fram-
færi sínum sjónarmiðum varðandi fyrirhugaða sekt-
arálagningu breskra yfirvalda auk
þess sem persónuverndaryfirvöld
annarra ríkja geta komið sínum sjón-
armiðum á framfæri áður en endan-
leg ákvörðun um sektarfjárhæð verð-
ur tekin. Ljóst er að um háar fjár-
hæðir er að ræða og ekki skýrt af
tilkynningum ICO á hvaða rökum
upphæð fyrirhugaðrar sektar er
reist. Það er raunar athyglisvert að
kaupin og framkvæmd áreiðanleika-
könnunar á Starwood-keðjunni áttu
sér stað fyrir gildistöku persónu-
verndarreglugerðarinnar, og sama
má segja að mestu leyti um hugsanlega eftirfarandi van-
rækslu Marriott, þótt vissulega hafi öryggisbrotið verið
viðvarandi fram yfir gildistöku reglugerðarinnar. Hefði
Marriott þannig komið auga á öryggisbrestinn nokkrum
mánuðum fyrr, eða fyrir gildistöku nýju persónuvernd-
arreglugerðarinnar í maí 2018, hefði félagið ekki átt von á
hærri sekt en 500 þúsund pundum, í gildistíð eldri reglna,
en fyrirhuguð sekt í dag er tæplega 100 milljónir punda.
Þá verður athyglisvert að sjá hvernig ICO mun beita sekt-
arákvæðum reglugerðarinnar, en ákvæðið mælir m.a. fyr-
ir um að sekt geti numið allt að 4% af árlegri heildarveltu
fyrirtækisins á heimsvísu (e. entity) á næstliðnu fjárhags-
ári, en hingað til hefur inntak þess ekki verið afmarkað
sérstaklega.
Hver endanleg niðurstaða verður skal ósagt látið, en
ljóst er að enn er mörgum spurningum ósvarað. Athyglis-
vert verður að fylgjast með framgangi málsins en búast
má við ítarlegri rökstuðningi ICO þegar endanleg ákvörð-
un liggur fyrir.
LÖGFRÆÐI
Lára Herborg Ólafsdóttir
lögmaður á LEX lögmannsstofu
Áreiðanleg áreiðanleikakönnun?
”
Hinn 8. júlí sl. gáfu bresk
persónuverndaryfirvöld
(ICO) út yfirlýsingu um
fyrirhugaða álagningu
sektar á British Airways
að fjárhæð 183 milljónir
punda, eða um 29 millj-
arða króna …
BÓKIN
Undanfarin misseri hafa fræðimenn
og sérfræðingar af ýmsu tagi verið
iðnir við að skrifa þykkar bækur um
þann vanda sem hnattvæðingin
stendur frammi
fyrir.
Einangrunar-
sinnar af öllum
toga hafa jú verið
að sækja í sig
veðrið, komist til
valda hér og þar
og blásið til tolla-
stríða. Víða um
heim upplifir al-
menningur hnatt-
væðinguna þannig
að hún sé að hafa
af fólki störfin og
gagnist aðallega
þeim sem þegar
hafa úr nógu að
moða.
Michael O’Sul-
livan, reynslubolti hjá risabankanum
Credit Suisse, vill meina að best
væri að sem flestir sættu sig við það,
og sem fyrst, að hnattvæðingin í
þeirri mynd sem við höfum fengið að
njóta hennar sé að líða undir lok.
O’Sullivan er höfundur bókar-
innar The Levelling: What‘s Next
After Globalization. Titill bókar-
innar vísar til umbótahreyfingar
sem lét að sér kveða í Bretlandi á
sautjándu öld og tókst að knýja í
gegn alls kyns
breytingar sem
minnkuðu bilið á
milli hæstu og
lægstu laga sam-
félagsins. O’Sulliv-
an vill meina að
sams konar tími
uppstokkunar sé í
vændum, nema í
þetta skiptið um
alla veröldina.
Pólitísk og efna-
hagsleg völd muni
dreifast jafnar um
heiminn og allt
annað landslag
blasa við í alþjóða-
hagkerfinu.
Breytingarnar
framundan verða allt annað en sárs-
aukalausar og spáir O’Sullivan því
m.a. að fjármálakerfi Kína muni
hrynja og hagvöxtur verða töluvert
minni en undanfarna áratugi.
ai@mbl.is
Er loftið farið úr
hnattvæðingunni?
Til í mörgum
stærðum og ge
Nuddpottar
Fullkomnun í líkamlegri vellíðan
rðum
Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177