Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 16
dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Úrsögn vegna 3. orkupakkans Bjóða ný lán á 53,7% vöxtum Eignir Björns Inga á nauðungarsölu Leggja til að breyta nafni HB Granda Youtube Premium opnar á Íslandi Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Þeir Einar Gylfi Harðarson og Þórð- ur Ágústsson eru mennirnir á bak við kannanaforritið Eik sem hefur verið í um tvö ár í bígerð. Forritið, sem nú er aðgengilegt á App Store, hefur fengið góðar viðtökur en hugmyndin að því spratt í aðferðafræðikúrsi Ein- ars Gylfa í Háskólanum í Reykjavík en þar leggur hann stund á hagfræði. „Konseptið er þannig að fólk getur ef það vill skráð sig til þess að taka kannanir og fengið greitt fyrir það. Það er mikil vitundarvakning á meðal okkar kynslóðar um þessi mál. Það er risamarkaður fyrir þessar upplýs- ingar. Áður fyrr var fólk að gefa svör sín frítt í gegnum Facebook og taka kannanir þar. En það er stórt vanda- mál hjá markaðsrannsóknarfyrir- tækjum að ná í svör frá fólki á aldr- inum 18-35 ára. Við sáum tækifæri þarna og ákváðum að reyna að leysa þetta vandamál,“ segir Einar Gylfi en útgreiðsla fyrir kannanir fer eftir því hversu langar þær eru. Úttektar- lágmark er 5.000 kr. Aðspurður segir Einar Gylfi að draumurinn sé að ná samstarfsfleti við stóru markaðs- rannsóknarfyrirtækin hér á landi en einnig komi til greina að vinna beint með fyrirtækjum. Spurður um tekju- módelið segir Einar Gylfi að stór fyrirtæki hér á landi borgi markaðs- rannsóknarfyrirtækjum fyrir gerð kannana fyrir ákveðna markhópa. „En það reynist mjög erfitt fyrir rannsóknarfyrirtækin að sækja svör- in fyrir þennan aldurshóp. Hug- myndin er því sú að þeir leiti sér að- stoðar hjá þriðja aðila sem á auðveldara með að sækja þessi svör. Þetta er hagkvæmara. Kostnaðurinn er ekki meiri við það að þurfa að borga fyrir svörin því þú þyrftir hvort sem er að borga fyrir úthring- ingar.“ Notendur Eikar fá greitt fyrir þátttöku. Úttektarlágmark er 5.000 krónur. Þefa yngra fólk uppi í kannanir Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Eik er nýtt kannanaforrit sem á að ná betur til yngri aldurshópa, á aldrinum 18-35 ára. Notendur fá greitt fyrir þátttöku. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sigrún Ósk Haraldsdóttir, fulltrúiPírata í borgarstjórn Reykjavík- ur, er meira en lítið óviss um hvort heimila eigi starfsemi Uber í Reykja- vík. Hún er dauðhrædd um að þjón- usta af því tagi myndi fjölga bílum í Reykjavík. Hún segir vissulega gott ef nýtingarhlutfall á hverju farartæki eykst en hún telur afar óhentugt ef það eykur umferðina á götunum. Ætli borgarfulltrúinn hafi nýtt sérþessa þjónustu erlendis? Og ef það er reyndin, hvaða þjónustu myndi hún velja ef til boða stæði að taka strætó, panta leigubíl eða taka Uber? Uber og Lyft hafa umbylt sam-göngum þar sem þessi kerfi hafa verið leyfð. Nær allir sem nýta sér þjónustuna eru ánægðir með hana. Hún bætir samfélögin þar sem hún er til staðar. Hví skyldu „frjálslyndir“, „framsýnir“ og „framúrskarandi“ stjórnmálamenn leggjast gegn slíkri þróun? Fyrir því gæti aðeins fundist einhaldgóð skýring. Öfgahyggja gegn einkabílnum og ofsatrú á því að allir muni taka strætó eða léttlest, bara ef hægt er að ausa í slíkt kerfi hundruðum milljarða króna á komandi árum. Ef við ætlum að selja Reykjavíksem nútímalega og góða borg, þá tryggjum við að Uber og Lyft geti haslað sér hér völl. Því lengri tíma sem það tekur, lítum við meira og meira út eins og þjóðin sem á sinni tíð bannaði íbúunum að drekka bjór. Slíka ráð- stöfun skilur enginn heilvita maður í dag. Eru þau ofur frjálslynd?Lengi hefur Íslendingum þóttgott að geyma verðmæti í steypu. Það er ekki aðeins vegna eðlisþyngdar efnisins og þeirrar staðreyndar að hér er gjarnan vindasamt, heldur einnig vegna þess að þar fara áþreifanleg verð- mæti. Raunverð þeirra sveiflast talsvert en til lengri tíma litið hafa fasteignir reynst traustari fjárfest- ing en t.d. hlutabréf í bönkum eða olíufélögum. Líkt og með aðrar eignir, viljaeigendur helst ekki sjá virði þeirra rýrna. Best er ef þær geta gefið af sér sæmilega rentu til lengri tíma litið. Og á meðan sumir festa fé í fasteignum nýtir fólk mis- munandi aðferðir til að varðveita það. Sumir telja það best geymt undir koddanum en aðrir koma því „í vinnu“. Einfaldasta leiðin í því til- liti er að leggja fjármagnið inn á reikninga í bankakerfinu sem síðan miðlar því áfram til þeirra sem eru í þörf fyrir lánsfé. En aðrar leiðir eru færar, t.d. að kaupa skuldabréf eða hlutabréf, sem með öðrum hætti fjármagna umsvif í atvinnulífinu. Fjármagnseigendunum er vork-unn þegar skyggnst er yfir op- inbera umræðu. Þeir sem hyggjast afla sér skjótfenginna vinsælda tala sífellt um að vextir séu alltof háir. Virðist þá engu skipta þótt þeir hafi lækkað mikið og þeim þykir helst henta að benda á sæluríki Evrópu- sambandsins þar sem vextir hokra við núllið og jafnvel niður fyrir þau ótrúlegu mörk. Í þeirri umræðu gleymst ætíð aðþegar seðlabankar lækka vexti niður úr öllu valdi er það einatt til marks um alvarlegt hökt í gang- verki efnahagslífsins. Og þegar þeir hafa lengi haldið þeim þar niðri, missa bankarnir eitt mikilvægasta stjórntækið sem hægt er að grípa til í því skyni að örva kerfin þegar þau hiksta. Á síðustu misserum hafa vextirlækkað töluvert hér á landi. Meginvextir Seðlabankans standa nú í 3,75%. Óverðtryggðir íbúða- vextir eru komnir allt niður í 4,85% á sama tíma og tólf mánaða verð- bólga mælist 3,1%. Þykir vinsælda- kapphlaupurunum virkilega til of mikils mælst að þeir sem greiða stóran hluta launa sinna til lífeyris- sjóðanna fái 1,75% raunávöxtun á eignir sínar? Lágir og háir vextir Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup 1912 á 56% hlut í ísframleiðandanum Emmessís. 1912 kaupir í Emmessís 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.