Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 2

Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019FRÉTTIR Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) EIK -1,85% 8,48 ARION +3,16% 78,4 S&P 500 NASDAQ -0,19% 8.024,13 -0,18% 2.932,71 -0,48% 7.250,9 FTSE 100 NIKKEI 225 14.2.‘19 14.2.‘1913.8.‘19 1.700 80 1.785,5 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 61,44 -0,30% 20.455,44 64,57 40 2.100 13.8.‘19 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 1.849,85 Seðlabankinn greinir frá því í nýrri skýrslu um fjárfestingarleið og gjaldeyrisútboð bankans á ár- unum 2012-2015 að 2,4% af því fjármagni sem kom til landsins á grundvelli leiðarinnar hafi stafað frá aflandsfélögum. Bankinn við- urkennir þó óbeint að hlutfallið geti hæglega hafa verið mun hærra, enda hafði bankinn ekki yf- irsýn yfir uppruna þess fjármagns sem kom inn í gegnum gjaldeyr- isútboðin. Í skýrslunni segir að Seðlabankinn hafi ekki haft úrræði til að meina aflandsfélögum þátt- töku í fjárfestingarleiðinni. „Hefði félögum frá slíkum svæðum verið meinað að taka þátt í útboðunum hefði þeim verið í lófa lagið að flytja fjármuni sína til OECD-ríkis fyrir útboðið og taka þannig þátt. Við það hefði slóð fjármunanna mögulega rofnað og skattrann- sóknarstjóri ekki fengið upplýs- ingar frá Seðlabankanum um til- vist þessara aflandsfélaga þó vissulega hefðu upplýsingar um endanlega eigendur fjármuna legið fyrir í báðum tilvikum.“ Segir í skýrslu bankans að þetta kunni að skýra þá staðreynd að tiltölulega lágt hlutfall fjárfestingar kom frá skattaskjólum gegnum gjaldeyris- útboðin. „Flestir þeirra sem höfðu eitthvað að fela í skattaskjólum hafa sennilega ekki viljað sýna á spilin.“ Af orðum skýrsluhöfunda má því ráða að bankinn gangi út frá því að þar sem aflandsfélögum hafi ekki verið meinuð þátttaka þá hafi enginn eigandi slíks félags kosið að flytja fjármagnið fyrst á reikninga innan annarra OECD- ríkja áður en kom að þátttöku í út- boðum bankans.Með gjald- eyrisútboðunum sem Seðlabankinn stóð fyrir á þriggja ára tímabili tókst að lækka stöðu svokallaðra aflandskróna á markaðnum um u.þ.b. 175 milljarða króna og fór staða þeirra á þeim tíma úr jafn- gildi fjórðungs landsframleiðsl- unnar í u.þ.b. 13%. Heildarfjárhæðin sem flutt var inn frá lágskattasvæðum gegnum fjárfestingarleiðina nam 12,5 millj- ónum evra, jafnvirði tæplega 3 milljarða króna á þeim tíma. Af þessum tilboðum komu átta þeirra frá Bresku Jómfrúareyjum, öll frá lögaðilum, en sex þeirra frá öðrum lágskattasvæðum, þ.e. Liechten- stein, Mónakó og Panama. Af þeim voru fjögur frá einstaklingum og tvö frá lögaðilum. Bankinn sund- urliðar ekki frekar um staðsetn- ingu hvers og eins félags sem til- greind eru í ríkjunum þremur. Milljarðar frá aflandsfélög- um gegnum Seðlabankann Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Um 2,4% af heildarfjárfest- ingu sem fór gegnum fjár- festingarleið Seðlabanka Íslands komu frá aflands- félögum á lágskattasvæð- um. Morgunblaðið/Eggert Seðlabankinn stóð fyrir gjaldeyrisútboðum í tengslum við fjárfestingarleiðina á árunum 2012 til 2015. LYFJASALA Hagnaður Icepharma nam ríflega 360 milljónum króna á árinu 2018 og jókst um ríflega 100 milljónir króna milli ára. Þetta kemur fram í árs- reikningi samstæðunnar fyrir árið 2018. Rekstrartekjur Icepharma námu ríflega ellefu milljörðum króna í fyrra, sem er tveggja milljarða króna aukning frá árinu 2017. Eigið fé félagsins eykst milli ára og er nú rétt tæpar 600 milljónir króna. Greiddar voru 250 milljónir króna í arð til hluthafa og er eigin- fjárhlutfall samstæðunnar nú um 30%. Samtals hefur fyrirtækið greitt út 540 milljónir króna í arð til hlut- hafa síðustu tvö ár. Arðsemi eigin fjár á árinu 2018 var um 67%. Fram kemur í ársreikningnum að búast megi við sambærilegum rekstri á yfirstandandi ári. Morgunblaðið/Sverrir Rekstur Icepharma hefur gengið gríðarlega vel síðustu ár. Hagnaður eykst hjá Icepharma FLUGMÁL „Tjón okkar vegna falls Wow air mun felast í þeim kostnaði sem leggja þarf út fyrir til að skala fyrir- tæki af þessari stærð niður,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, um núverandi rekstrarár. Að því er fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2018 skilaði fyrirtækið nær 160 milljónum króna í hagnað. Það er umtalsvert meira en árið áður þegar hagnaðurinn nam ríflega 113 milljónum króna. Að sögn Sigþórs mun fall Wow air fyrr á þessu ári ekki hafa áhrif fyrr en í ársreikningi þessa árs. Þar muni þó minnst um skuld flug- félagsins við Airport Associates. „Það kemur ekki fram í þessum árs- reikningi hversu mikið Wow skuldaði okkur. Okkar tjón felst þó ekki í því hversu mikið þeir skuld- uðu okkur heldur hversu mikið við þurfum að keyra starfsemina niður. Tekjur okkar munu dragast all- verulega saman, eða um 50%,“ segir Sigþór. Spurður um hversu háa fjárhæð flugfélagið skuldaði fyrirtækinu segir Sigþór hana hafa verið ríflega 100 milljónir króna. Þá sé miskiln- ingur sem fram hafi komið í fjöl- miðlumað Airport Associates hafi lagt Wow air fé í skuldabréfaútboð- inu margumrædda. „Móðurfélagið REA tók þátt í úboðinu. Það mun ekki koma fram í bókum Airport Associates,“ segir Sigþór. Rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru ríflega sex millj- arðar króna. Ráðgera má að þær verði um þrír milljarðar á þessu ári. Stærstur hluti kostnaðar Airport Associates er vegna launa og tengdra gjalda og því verður að telj- ast líklegt að núverandi rekstrarár geti reynst þungt. Tjónið vegna falls Wow kemur fram á þessu ári Morgunblaðið/Hari Airport Associates lagði Wow air ekki til fé í skuldabréfaútboðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.