Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019FRÉTTIR Ert þú ísambandi? R áð gj öf ve gn a hr að hl eð sl us tö ðv a fy rir fy rir tæ ki og sv ei ta rfé lö g V E R K F RÆÐ I S T O F A „Ég heillaðist fyrst og fremst af því hversu lítið unnin og náttúruleg hráefnin eru hér á landi. Ég var til að mynda alveg agndofa yfir því hversu ferskur íslenski fiskurinn er,“ seg- ir Holly T. Kristinsson, stofnandi frum- kvöðlafyrirtækisins Responsible Foods, sem mun á næstu misserum hefja starfsemi og framleiðslu á naslinu Næra Icelandic Snacks. Holly hlaut í júnímánuði styrk Tækni- þróunarsjóðs og leitar nú frekara fjármagns til að geta hafið framleiðslu af fullum krafti. Að sögn Holly er markmið fyrirtækisins að bjóða fólki hollari valkosti við val á nasli. „Hollt nasl er oftar en ekki óspennandi og bragðlítið, eða jafnvel stundum alls ekki hollt þótt fólki sé talin trú um það,“ segir Holly. „Naslið mun fanga allt það frábæra sem Ís- land hefur upp á að bjóða. Naslið á í raun að höfða til sem flestra og allra þeirra sem hingað til hafa hugsanlega ekki getað fengið sér ýmsar tegundir af nasli sökum ofnæmis, óþols eða annarra sambærilegra kvilla,“ segir Holly og bætir við að Responsible Foods vinni einungis með náttúruleg hráefni auk þess sem engin rotvarnarefni verði að finna í vörunum. Þá muni fyrirtækið m.a. notast við íslenskan fisk og mjólkurvörur. „Við munum vinna hráefnin eins lítið og mögulegt er. Þess utan verðum við með talsvert úrval bragðteg- unda þannig að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi,“ segir Holly. Hefur gríðarlega reynslu Sjálf hefur Holly talsverða reynslu úr mat- vælageiranum, en hún hefur m.a. starfað hjá stórum framleiðendum á borð við SunOpta og Glanbia. Þess utan er hún með doktors- próf í matvælafræði og hefur nær alla tíð haft brennandi áhuga á öllu sem viðkemur matvöru. Holly flutti til Íslands fyrir að verða fjórum árum þegar hún hóf störf hjá Matís. Að hennar sögn má segja að áhugi á mat- vælamarkaðnum hafi kviknað strax í æsku. „Ég ólst upp í Alaska á náttúrulegu fæði og í umhverfi ekki ólíku því sem hér þekkist. Þar kynntist maður því fyrst hversu góðar vörur er hægt að framleiða úr hráefni í umhverf- inu,“ segir Holly, sem síðar fluttist til Flórídaríkis þar sem hún gekk mennta- veginn. „Það var mikið sjokk og gríðarleg breyting frá því umhverfi sem ég hafði vanist í Alaska. Í Suðurríkjunum er afar erfitt að nálgast nasl og fæði sem er eins náttúrulegt og í Alaska. Það má segja að ég hafi þá áttað mig á tækifærunum sem felast í þessum geira,“ segir Holly. Vilja sækja aukið fjármagn Nú stendur yfir vinna með fyrirtækinu Spakur Finance, en þörf er á auknu fjár- magni inn í starfsemina til að hægt sé að ná fram stærðarhagkvæmni og góðri dreifingu varanna. „Hér heima er ég með þrjá mjög reynda sérfræðinga með mikla þekkingu á frumkvöðlastarfsemi, matvælatækni, vöruþróun og smásölu. Í N-Ameríku er ég með tvo afar reynda samstarfsaðila með öfl- ug viðskiptatengsl og mikla þekkingu á fram- leiðslu matvæla og markfæðis, smásölu og dreifingu nasls.“ Spurð um framtíðaráform segir Holly að markmiðið sé að ná slíkri stærð að stærri framleiðendur hefðu áhuga á að kaupa fyrir- tækið eða fjárfesta í því. Þá ætlar hún sér að stýra stöðugu vörumerki sem vex og dafnar með tímanum. „Fimm ára planið snýr að því að eiga vöru- merki sem er stórt bæði hér heima og í N- Ameríku. Ég ætla að vera eitt af þessum frumkvöðlafyrirtækjum sem verða svo öflug að stór fyrirtæki eins og t.d. Kellogg’s vilja kaupa það,“ segir Holly, sem telur að gríð- arleg tækifæri felist á Bandaríkjamarkaði. „Ég byrja á íslenska markaðnum en í fram- tíðinni munum við horfa til N-Ameríku í meiri mæli. Þar er stærsti markaðurinn, þar sem vöxtur hollustunasls er um 30% árlega og nemur heildarvelta nasls þar nú um 64 milljörðum Bandaríkjadala,“ segir Holly. Vill fanga bragð íslenskrar náttúru Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Frumkvöðullinn Holly T. Kristinsson, stofnandi fyrirtækisins Responsible Foods, ráðgerir að hefja framleiðslu heilsunasls úr íslensku hráefni á næstu misserum. Hún leitar nú fjár- festa til að hægt sé að ná fram góðri dreifingu og stærðarhag- kvæmni við framleiðslu varanna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Holly hefur haft brennandi áhuga á matvælamarkaðnum í mörg ár. Hún stofnaði nýverið fyrirtæki sem framleiða mun vörur úr íslensku hráefni. Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn for- stöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Í tilkynningu segir að Eggert búi yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu sem stjórn- andi auk þess að hafa áralanga reynslu af stjórnarstörfum fyrir fjölda fyrirtækja og félaga hérlendis og erlendis. Á ferli sínum hefur hann unnið við stóriðju, sjávarútveg, hátækni, verslun, menn- ingarstarfsemi og fleira, að því er greint er frá í tilkynningunni. Um 10 ára skeið stýrði Eggert tveimur af stærstu fyrirtækjum landsins, N1 hf. (2012- 2015) og HB Granda hf. (2005-2012). Eggert ráðinn forstöðumaður samstarfsvettvangs Skúli Valberg Ólafsson, núverandi formaður stjórnar Kol- ibri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og tek- ur hann við starfinu af Ólafi Erni Nielsen hinn 1. september næstkomandi. Í tilkynningu segir að Skúli búi yfir mikilli reynslu af störfum í upplýsingatækni, fjármálum og ný- sköpun. Hefur hann meðal annars starfað sem stjórnandi hjá EJS, Oz.Com, Straumi-Burðarási, Raiffeisen Bank í Austurríki, Ber- inger Finance og Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð. Þá hefur Skúli verið ráðgjafi fyrirtækja í breytingarferlum, fjármögnun og nýsköpun. Skúli Valberg ráðinn framkvæmdastjóri Kolibri Stjórn Skeljungs hf. hefur ráðið Árna Pétur Jónsson sem forstjóra félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að Árni Pétur hafi lokið cand. oecon. frá Háskóla Íslands árið 1991 og hafi víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, stórra sem smárra. Hefur hann unnið með fyrirtækjum sem eru í al- þjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. Þá var Árni forstjóri Teymis hf. þegar það var skráð í Kauphöll Íslands auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Olís og Högum. Hin síðari ár hefur Árni Pétur verið forstjóri Tíu Ellefu (10- 11)/Iceland Verslun (Iceland) og Basko. Árni Pétur Jónsson ráðinn forstjóri Skeljungs hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.