Morgunblaðið - 14.08.2019, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 9VIÐTAL
innan kerfisins er nú þegar til staðar en við þurf-
um að taka skrefið til að nýta tæknina. Við hjá
Lyfju erum til að mynda komin á fullt með að
þróa nýjar stafrænar lausnir. Þá held ég að við-
skiptafrelsi sé lykilatriði í að stuðla að breyt-
ingum, vegna þess að það stuðlar að aukinni sam-
keppni, eykur þjónustu og gæði til neytenda.“
Sigríður nefnir dæmi af ömmu sinni sem búi
ein á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi og hafi þurft að
leggja á sig langt ferðalag til að eyða svo fimm
mínútum inni hjá lækni. „Þarna hefði hún ein-
faldlega getað átt það samtal í gegnum fjarþjón-
ustu og fengið svo lyfin send heim. Svona dæmi
segja manni að við erum að sóa ótrúlega miklum
tíma og flækja hlutina. Það er svo margt sem
maður sér fyrir sér að eigi eftir að breytast, og
skilvirkni að aukast.“
Sigríður sér fyrir sér að hluti af nútímalegu
heilbrigði sé eins og fyrr sagði að gera neysluna
persónumiðaðri, byggða á gögnum sem liggja
fyrir um hvern og einn einstakling, bæði hvað
varðar lyf og bætiefni ýmiss konar. „Innan Lyfju
erum við til dæmis með framleiðslueiningu sem
sér um að búa til dagskammta af lyfjum og setja í
rúllur fyrir einstaklinga. Þetta kemur í veg fyrir
lyfjasóun, en einnig er þarna verið að persónu-
sníða lyfjaskammtinn fyrir þig. Þarna sér maður
einnig tækifæri til að taka bætiefnin upp á næsta
stig og sníða þau að hverjum og einum.“
Lyfja er stórt fyrirtæki á íslenskan mæli-
kvarða. Veltan var rúmir níu milljarðar á síðasta
ári og 350 manns starfa í samstæðunni. „Það hafa
verið algjör forréttindi að koma hér inn og vinna
með starfsfólkinu, sem margt hvert hefur verið
hér lengi. Ég kalla þau „landsliðið í lyfjasölu“,
enda rekur fyrirtækið helming allra apóteka
landsins, þó að markaðshlutdeildin sé bara um
þriðjungur.“
Lyfja er, eins og Sigríður útskýrir, keðja apó-
teka um allt land. Lyfsala er ær og kýr fyrir-
tækisins en einnig er boðin viðbótarþjónusta sem
kom jafnvel Sigríði sjálfri á óvart þegar hún tók
við sem framkvæmdastjóri. „Við veitum hjúkr-
unarþjónustu í verslunum okkar í Lágmúla og á
Smáratorgi, sem ég vissi ekki af áður en ég byrj-
aði hér. Hjúkrunarfræðingarnir sinna ýmsum
málum sem upp koma í daglegu amstri og tengj-
ast heilsunni. Þeir skipta um sáraumbúðir, ráð-
leggja um hækjur og stoðtæki og veita ráðgjöf til
fólks sem glímir við langtíma sjúkdóma. Þetta
skiptir máli þegar stefna okkar er að veita fram-
úrskarandi ráðgjöf og þjónustu í tengslum við
allt er snýr að vöruframboði okkar.“
Í þessu sér Sigríður tækifæri. „Lyfja er með
svo mörg apótek um allt land. Við gætum gert
meira af því að veita svona þjónustu, og með auk-
inni notkun tækninnar væri hægt að veita enn
meira aðgengi að svona sérfræðingum.“
Spurð hvort Lyfja gæti hugsað sér að vera
með lækna á sínum snærum segir Sigríður að
það verði aldrei í boði. „Hins vegar gætu þeir
veitt fjarþjónustu í samstarfi við okkur. Það er
ekkert sem stendur í vegi fyrir því.“
Vill nýta tíma sinn vel
Nefnir Sigríður sem dæmi íslenska sprota-
fyrirtækið Kara Connect, sem sérhæfir sig að
veita aðgengi að sérfræðingum í gegnum fjar-
þjónustu. „Þetta er rétt að byrja hér á landi en er
komið mun lengra í löndunum í kringum okkur.“
Sigríður segist ávallt hafa haft mikinn áhuga á
heilsutengdum málum. Það tengist m.a. áhuga
hennar á að nýta tímann sinn vel. „Það að selja
vörur og veita þjónustu sem lengir líf og eykur
lífsgæði snýst allt um það að nýta tímann vel.“
Spurð að því hvernig hún sjái vöxt og viðgang
Lyfju fyrir sér í framtíðinni segir hún að á 10 ára
fresti myndist tækifæri fyrir 7-10 ný apótek í
landinu, miðað við þjónustustig dagsins í dag.
Hún segir að Lyfja ætli sér að stækka. „Það er í
raun stefna okkar að fjölga apótekum. Staðsetn-
ing skiptir okkur gríðarlega miklu máli, eins og
aðra smásölu. Stefnan er að vera þar sem hent-
ugast er fyrir viðskiptavininn að sækja þjón-
ustuna.“
Sigríður segir mikla samkeppni ríkja á mark-
aðnum. Önnur lyfjaverslanakeðja, Lyf og heilsa,
sé stór á markaðnum, og hún reki einnig Apótek-
arann. Þá sé fjöldi minni fyrirtækja á mark-
aðnum, auk smásölurisans Haga sem keypti ný-
lega Reykjavíkurapótek. „Lyfja rekur apótek
undir sínu nafni, og einnig undir nafninu Apótek-
ið. Við höfum tekið ákvörðun um að nota bara
Lyfjunafnið, en það tekur tíma að breyta Apó-
tekunum í Lyfju. Við breyttum síðast Apótekinu
á Garðatorgi í Garðabæ í Lyfju en eigum hin eft-
ir.“
Breytingin á Apótekum yfir í Lyfju var gerð í
kjölfar sérstakrar greiningar á öllum versl-
ununum í keðjunni. Einnig hafa apótekin við
Laugaveg og í Hafnarstræti verið sameinuð, og
apótekið í Smáralind verið stækkað og því
breytt.
Spurð hvernig rekstrartölur fyrirtækisins líti
út í augum nýs framkvæmdastjóra segir Sig-
ríður að Lyfja hafi verið mjög vel rekin um árabil
og arðsemin á pari við arðsemi annarra smásölu-
fyrirtækja í landinu. „Umhverfið er þó sérstakt
að því leyti að það er sérstök opinber nefnd sem
stýrir verðinu og heldur því í lágmarki. Það er
áskorun að vinna í slíku umhverfi. Á sama tíma
viljum við hafa margt háskólamenntað heilbrigð-
isstarfsfólk í vinnu, og launahlutfall okkar er því
hærra en í annarri smásölu. Það er því áskorun
að vera með góðan rekstur en Lyfja hefur verið
vel rekin og hér er gríðarlega góður grunnur að
vinna með.“
Hefur uppgangur ferðaþjónustunnar haft
áhrif á tekjur Lyfju?
„Jú, einhver áhrif, en ekki mikil. Lyf eru
meginvara okkar og þau kaupa ferðamenn
gjarnan í heimalandi sínu áður en þeir fara af
stað í ferðalagið. Sala til túrista hefur því ekki
jafn mikil áhrif á okkur og á aðra smásölu í land-
inu.“
Að lokum spyr blaðamaður Sigríði hvernig
það horfi við henni sem stjórnanda að fara á milli
geira eins og hún hefur gert, þ.e. úr afþreyingu
og fjarskiptum yfir í upplýsingatækni og nú yfir í
lyfjageirann. „Þetta snýst alltaf um tvennt; verk-
in sem þú vinnur og fólkið sem þú vinnur með.
Að því leytinu er það sameiginlegt með öllum
þeim stjórnendastörfum sem ég hef verið í að ég
hef unnið að góðum verkum með góðu fólki.
Þetta eru vissulega ólíkar atvinnugreinar en þær
snúast alltaf um það sama; viðskiptavininn. Að
tryggja það að reksturinn sé góður og vegferð
viðskiptavinarins sé sem best.“
Morgunblaðið/Eggert
pbyggingu á síðustu árum
„Það að selja vörur og veita þjónustu
sem lengir líf og eykur lífsgæði snýst
allt um það að nýta tímann vel,“ segir
Sigríður Margrét Oddsdóttir.
Hagnaður af rekstri Lyfju minnkaði um 15%
milli áranna 2018 og 2017. Árið 2018 nam
hagnaðurinn 324 milljónum króna saman-
borið við 379 milljóna hagnað 2017. Eigið fé
félagsins í lok ársins nam tæpum 3,6 millj-
örðum króna, en var 3,55 milljarðar í lok árs
2017. Eignir Lyfju námu tæpum 6,26 millj-
örðum í lok árs 2018 en þær voru 6,31 millj-
arður í lok 2017. Eiginfjárhlutfall er 57%.
Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fé-
lagsins.
Eigandi Lyfju er SID ehf. en þrír stærstu
eigendur SID eru Kaskur ehf., sem er í eigu
Inga Guðjónssonar stofnanda Lyfju, sem á
15%, Þarabakki ehf., sem á 15% og er í eigu
Daníels Helgasonar, og SÍA III, framtaks-
sjóður á vegum Stefnis, dótturfélags Arion
banka, með 12% hlut. Lífeyrissjóðir eru
einnig stórir hluthafar.
Hagnaður
minnkaði um 15%