Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 10

Morgunblaðið - 14.08.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019SJÁVARÚTVEGUR Miðhrauni 13 - Garðabæ - Sími 555-6444 - www.maras.is w Togvindur w Kapalvindur w Netavindur w Grandaravindur w Aukavindur Scantrol iSYM skekkjustjórnun Autotroll með áherslu á trollið Fyrir allar togvindur Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Lífeyrissjóðurinn Gildi hefur ákveð- ið að greiða atkvæði gegn tillögu um kaup HB Granda á sölufélögum í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur á hluthafafundi HB Granda sem fer fram 15. ágúst. Í tilkynningu á vef Gildis í gær kom fram að sjóðurinn telur kaupin vera ótrúverðug og að það verði að vera hafið yfir vafa þegar viðskipti eru milli tengdra félaga. Útgerðar- félag Reykjavíkur er stærsti hluthafi HB Granda með 35,01% eignarhlut. Fyrirhuguð kaup HB Granda snúa að öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína auk þjónustufélags á Íslandi. Fram kemur á vef Gildis að umsamið kaupverð sé 4,4 milljarðar króna og að greitt verði með útgáfu nýrra hlutabréfa sem samsvarar 7,3% aukningu hlutafjár í félaginu, sem myndi efla eignastöðu Útgerð- arfélags Reykjavíkur. „Vekja áleitnar spurningar“ „Þessi viðskipti HB Granda við stærsta hluthafa félagsins eru óheppileg að okkar mati og vekja áleitnar spurningar. Það vekur at- hygli okkar hversu stóran hluta í HB Granda er lagt upp með að verja í þessa fjárfestingu og hversu skamm- an tíma stjórn félagsins tók sér til að taka ákvörðun um viðskiptin,“ segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar og staðgengill fram- kvæmdastjóra Gildis, í skriflegu svari við fyrirspurn 200 mílna. „Við höfum verulegar efasemdir um þörfina fyrir þessum viðskiptum yfirhöfuð sem og hvort þetta sé þá eina og hagkvæmasta leiðin fyrir HB Granda að því marki. Að okkar mati hefur stjórn HB Granda hvorki tek- ist að sýna fram á að þessi viðskipti séu hagfelld né nauðsynleg fyrir fé- lagið,“ skrifar Davíð. Lífeyrissjóður verzlunarmanna ekki tekið afstöðu til kaupanna „Það er ekki búið að taka afstöðu ennþá, það er verið að afla upplýs- inga og það verður ekki endanlega fyrr en búið er að afla allra fáanlegra upplýsinga og komið er að atkvæða- greiðslu að þetta verður ljóst. Við gefum ekkert út fyrir það,“ svarar Þórhallur B. Jósepsson, almanna- tengill Lífeyrissjóðs verzlunar- manna, spurður um afstöðu sjóðsins til kaupanna. Sjóðurinn á 12,53% eignarhlut og er þriðji stærsti hlut- hafi HB Granda. Þá herma heimildir 200 mílna að stjórn sjóðsins komi saman á morgun og að málið sé ekki til umfjöllunar á þeim fundi. Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins er í gegnum tvær deildir eig- andi 15,15% eignarhluta í HB Granda og því næst stærsti hluthafi félagsins. Reynt var að hafa sam- band við framkvæmdastjóra sjóðsins og forstöðumann eignastýringar til þess að spyrja hvort sjóðurinn hafi tekið afstöðu til kaupanna, án árang- urs. Gerðu athugasemd um Ögurvík Gildi er fjórði stærsti hluthafi með 8,51% eignarhlut og lífeyrissjóð- urinn Birta sá fimmti stærsti með 3,92% eignarhlut í HB Granda. Þannig eru lífeyrissjóðir eigendur að minnsta kosti 40,11% eignarhluta fé- lagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gildi gerir athugasemd við fjárfest- ingar HB Granda. Í fyrra fór sjóð- urinn fram á að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka yrði fengin til þess að meta kaup HB Granda á útgerð- arfélaginu Ögurvík af Útgerð- arfélagi Reykjavíkur (áður Brim). Mat fyrirtækjaráðgjafar Kviku var að kaupin voru hagfelld að því gefnu að forsendur HB Granda væru raun- hæfar. Kaupin voru samþykkt á fram- haldshluthafafundi HB Granda ann- an nóvember 2018 með 95,8% at- kvæða og umsamið kaupverð var 12,3 milljarðar króna. Samkeppnis- eftirlitið tók kaupin til umfjöllunar og samþykkti þau 22. nóvember 2018. Gildi hyggst hafna kaupum HB Granda Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á hluthafafundi HB Granda verður til afgreiðslu tillaga stjórnar um kaup á sölu- félögum Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Greiða á fyrir félagið með 7,3% aukningu hlutafjár. Morgunblaðið/Golli Lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í HB Granda og fara með 40,11% hlut. Afurðaverð á markaði 13. ágúst 2019, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 456,56 Þorskur, slægður 410,11 Ýsa, óslægð 381,50 Ýsa, slægð 294,26 Ufsi, óslægður 130,44 Ufsi, slægður 153,09 Gullkarfi 420,90 Blálanga, slægð 278,00 Langa, óslægð 216,00 Langa, slægð 278,02 Keila, óslægð 112,41 Steinbítur, óslægður 150,85 Steinbítur, slægður 421,30 Skötuselur, slægður 646,96 Grálúða, slægð 444,49 Skarkoli, slægður 345,70 Þykkvalúra, slægð 398,62 Langlúra, óslægð 129,00 Bleikja, flök 1.609,25 Hlýri, óslægður 336,00 Hlýri, slægður 386,56 Lúða, slægð 1.112,40 Skata, slægð 10,00 Stórkjafta, slægð 111,00 Tindaskata, óslægð 5,00 Undirmálsýsa, óslægð 117,00 Undirmálsýsa, slægð 119,00 Undirmálsþorskur, óslægður 230,70 Undirmálsþorskur, slægður 248,89 SJÁVARAFURÐIR Hagnaður varð af rekstri sjávar- afurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Það eru talsverð umskipti frá árinu 2017 þegar rekstur félagsins skilaði tapi upp á ríflega 10 milljónir króna. Rekstrartekjur Sölku jukust verulega á árinu, úr tæplega 30 milljónum króna árið 2017 í nær 40 milljónir í fyrra. Þar af voru um- boðslaun ríflega 39 milljónir króna. Tap varð af reglulegri starfsemi fyrirtækisins upp á tæplega 2,5 milljónir króna á árinu 2018. Það sem olli því þó að fyrirtækið skilaði hagnaði voru talsverðar fjármuna- tekjur og gengishagnaður. Það er talsvert ólíkt því sem upp var á teningnum árið 2017 þegar geng- istap Sölku var nær 6,4 milljónir króna. Eignir fyrirtækisins voru tæp- lega 80 milljónir króna í fyrra og jukust um fjórar milljónir króna milli ára. Eigið fé félagsins var nær 64 milljónir króna í árslok og því er eiginfjárhlutfall þess um 80%. Þá var arðsemi eigin fjár um 10,4%. Umskipti hjá Sölku Salka skilaði hagnaði í fyrra. Davíð Rúdólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.