Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 12

Morgunblaðið - 14.08.2019, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019SJÓNARHÓLL Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÍGILD HÖNNUN Í 50 ÁR Fyrir 50 árum hannaði danski hönnuðurinn Arne Jacobsen fyrsta kranann fyrir Vola. Æ síðan hefur hönnun og framleiðsla Vola verið í fremstu röð. KRISTINN MAGNÚSSON Í síðustu viku birti Seðlabankinn frétt um þróuneigna lífeyrissjóða á fyrri hluta árs 2019. Sam-antektin staðfestir góða ávöxtun þeirra, en eignir í samtryggingu og séreign námu um 4.700 milljörðum króna. Eignir sjóðanna höfðu aukist 570 milljarða frá ársbyrjun sem samanstendur af vaxandi iðgjöldum og mjög góðri ávöxtun. Iðgjöld flestra eru nú komin í 15,5% af launum og launahækkanir á almennum vinnu- markaði sem hófust í apríl höfðu einnig sitt að segja. Hækkun iðgjalda sjóð- félaga framkallar um leið aukin réttindi þeirra í sjóð- unum. Ávöxtun lífeyrissjóða hefur af eðlilegum ástæðum verið mjög misjöfn milli tímabila og skiptast þar á skin og skúrir eins og í líf- inu. Gengið er út frá 3,5% meðalraunávöxtun. Þegar litið er til baka til ársins 1997 þegar gildandi lög um lífeyrissjóði voru samþykkt á Alþingi þá er meðalraun- ávöxtunin liðlega 3,5% á þessu rúmlega 20 ára tíma- bili. Það er vandasamt að ná þessari raunávöxtun ekki síst þegar raunvextir á öruggum skuldabréfum eru komnir í 2%. Á móti kemur að ávöxtun annarra eigna sjóðanna í innlendum og er- lendum hlutabréfum gefur oft betri ávöxtun en er sveiflukenndari. Lækkun markaðsvaxta er ein af meg- instoðum í Lífskjarasamningnum og ánægjulegt að sjá að það hefur raungerst án gamaldags handstýringar. Gengi krónunnar hefur styrkst um 3% frá lok júní sem dregur úr ávöxtun erlendra eigna sjóðanna nú um stundir. Það er mikilvægt að muna að ávöxtun eigna lífeyrissjóða snýst ekki um mánuði eða ár heldur ára- tugi. Lífeyrissjóðir á samningssviði Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands eru nú sjö og nema eignir þeirra um 50% af eignum þeirra 21 lífeyrissjóðs sem starfandi eru. Lífeyrissjóðir urðu flestir liðlega 90 tals- ins árið 1980. SA og ASÍ endurskoðuðu kjarasamning sinn frá 1995 um starfsemi lífeyrissjóða í apríl í fyrra. Endurskoðunin fólst í auknu vægi fulltrúaráða innan sjóðanna, uppstill- inganefnda vegna stjórnarkjörs og skipunar nefnda vegna launa stjórn- armanna. Þessi endurskoðun á kjarasamningi SA og ASÍ um lífeyr- issjóði, sem upphaflega var gerður 1969, miðar að því að skerpa á starf- semi þessara sjö lífeyrissjóða og gera stjórnkerfi þeirra og starfsemi skýrari gagnvart sjóðfélögum og auka áhuga á starfsemi sjóðanna. Samtök atvinnulífsins skipa hluta stjórnarfólks í lífeyrissjóði á samn- ingssviði SA og ASÍ. Í heild eru þetta 22 stjórnarmenn og 14 til vara. Kynjaskipting aðal- og varamanna hjá SA er nákvæmlega 50% af hvoru kyni og hefur svo verið síðustu ár. Í maí á þessu ári var þess minnst að 50 ár voru liðin frá því gerðir voru kjarasamningar sem gerðu almennu verkafólki og mörgum öðrum á al- mennum vinnumarkaði mögulegt að greiða iðgjöld í starfstengda lífeyr- issjóði. Þessa merkisatburðar var minnst af Landssamtökum lífeyr- issjóða á opnum kynningarfundum í Hörpu í Reykjavík og Hofi á Ak- ureyri í lok maí. Samtök atvinnulífsins taka hlutverk sitt sem bakhjarl í starfsemi lífeyrisjóða mjög alvarlega og við lítum svo á að við séum í langferð með launa- fólki að byggja upp mjög öflugt lífeyrissjóðakerfi öllum landsmönnum til hagsbóta. LÍFEYRISMÁL Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Vöxtur lífeyrissjóða í takt við væntingar ” Lækkun markaðsvaxta er ein af meginstoðum í Lífskjarasamningnum og ánægjulegt að sjá að það hefur raungerst án gamaldags hand- stýringar. Gengi krón- unnar hefur styrkst um 3% frá lok júní sem dregur úr ávöxtun er- lendra eigna sjóðanna nú um stundir. Það er mikilvægt að muna að ávöxtun eigna lífeyr- issjóða snýst ekki um mánuði eða ár heldur áratugi. FORRITIÐ Skrifstofur eru á góðri leið með að verða úrelt fyrirbæri. Starfsfólkið er allt komið á netið; sumir mæta á vinnustaðinn og stimpla sig inn frá 9 til 5 en margir eru heima, eða á þeytingi úti í bæ, og jafnvel með starfsstöð hinum megin á hnettinum. Það sem nú- tímafyrirtækið þarf á að halda er n.k. skrif- stofa á netinu. Og það er einmitt markmiðið með Happeo. Fólkið að baki þessari hugbún- aðarlausn áttaði sig á að tæknium- hverfi nútímafyrirtækja er oft ótta- legur bútasaumur. Það þarf eina gátt til að komast inn á innra netið, aðra til að hefja netspjall við vinnu- félagana og svo alls kyns önnur for- rit til að svara tölvupóstum, skipu- leggja fundi, ganga frá samningum og vakta dagatalið. Happeo safnar saman á einn stað úrvali verkfæra fyrir starfsmanna- hópinn. Bæði getur Happeo tengst forritasafni Google og ómissandi for- ritum á borð við Slack eða Sales- force, sem og samfélags- og afþrey- ingarmiðlum eins og YouTube og Twitter. Á þessi lausn að hjálpa til við að bæta miðlun upplýsinga innan vinnustaðarins og virkja allt teymið. Með nokkrum smellum geta þannig nýir starfsmenn verið búnir að fá allt það kynningarefni sem þeir þurfa og verið byrjaðir að rata um forrita- frumskóginn.Tæknin hættir að flækjast fyrir starfsfólkinu og verð- ur mun þægilegri í notkun, og eng- inn missir af neinu bara af því að hann gleymdi að opna ákveðið forrit þann daginn. ai@mbl.is Ein heildargátt fyrir allan vinnustaðinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.