Morgunblaðið - 14.08.2019, Side 13

Morgunblaðið - 14.08.2019, Side 13
Himbrimi með unga á Úlfljótsvatni MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 2019 13SJÓNARHÓLL GRAFÍSK HÖNNUN Lógó bréfsefni bæklingar myndskreytingar merkingar ofl. Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is BÓKIN Financial Times birti fyrir skemmstu langlistann yfir þær bækur sem koma til greina í valinu á bestu viðskiptabók ársins. Gaman er að sjá að ViðskiptaMogginn hefur þegar fjallað um marga þeirra titla sem finna má á listanum, en þar eru líka nokkrar bækur sem blaðið á eftir að gera skil. Eitt verk sem stend- ur upp úr er hagsögu- ritið The Anxious Tri- umph: A Global History of Capitalism 1860-1914, eftir Do- nald Sassoon. Þar fer hann í saumana á því hvernig hið alþjóðlega markaðshagkerfi tók á sig mynd á þessum miklu breytinga- og fram- faratímum í mannkynssögunni. Meðal þess sem gagnrýnendum þykir gera skrif Sassoons bitastæð er að hann finnur ýmis líkindi með fyrstu áratugum alþjóðavæðingar- innar og þeim áskorunum sem þjóð- ir heims standa frammi fyrir í dag. Tímabilið sem Sassoon skrifar um var á margan hátt gullöld í mann- kynssögunni en líka tímabil átaka og óánægju og leiddi á endanum til hörmunga og blóðugra stríðsátaka. Skelfilegar hugmyndafræðilegar stefnur urðu til sem andsvar við nei- kvæðum hliðum kapítalismans, og hafa litað mannkyns- söguna alla tíð síðan. Hann bendir líka á hvernig þróun kapítal- ismans kallaði fram það viðbragð hjá stjórnvöldum að reyna að halda sínu, og missa ekki völd og ítök. Þannig var ný- lendustefna vestrænu heimsveldanna, að mati höfundar, leið ríkja til að reyna að ná aftur einhvers konar forskoti þegar þeim þótti þeirra út- færsla af kapítalisma ekki vera að heppnast eins vel og hjá nágranna- ríkjunum. Minnir þetta hann á deil- ur stórveldanna í dag, sem horfa út á við frekar en inn á við þegar vandamál koma í ljós í hagkerfinu, saka önnur lönd um að svindla og reisa tollamúra sjálfum sér til varn- ar. ai@mbl.is Framförunum fylgja krefjandi áskoranir Kaup útlendinga á bújörðum hafa skipað stóran sessí opinberri umræðu undanfarið. Af fréttum aðdæma var málið tekið fyrir á fundi ríkisstjórn- arinnar í síðustu viku og virðist sem samstaða sé meðal stjórnmálamanna að setja erlendum aðilum frekari skorð- ur en nú gilda við kaup þeirra á jörðum hér á landi. Í þess- ari grein verður gerð grein fyrir svigrúmi stjórnvalda að teknu tilliti til skuldbindinga íslenska ríkisins samkvæmt EES-samningnum. Stjórnvöld hafa á grundvelli full- veldisréttar ríkisins heimild til að setja lög og reglur sem gilda um fasteignir og fasteignaréttindi. Slíkur réttur er þó ekki án tak- markana, en er nærtækast að vísa til 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/ 1944 þar sem segir að eignarrétt- urinn sé friðhelgur og að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji, á grundvelli lagaheimildar og að fullt verð komi fyrir. Kaup erlendra aðila á fasteignum hér á landi hafa vakið sérstaka athygli enda ljóst að verðmæt fasteignarréttindi fylgja eignarréttinum. Samkvæmt íslenskum rétti tekur fasteign til afmarkaðra hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og mannvirkjum varanlega við landið skeytt. Með kaupum á landi öðlast eigandinn því enn fremur hvers kyns lands- réttindi, s.s. hlunnindi (t.d. laxveiðiréttindi). Þannig tekur eignarréttur fasteignareigenda á hverjum tíma til þessara réttinda innan þeirra marka sem mælt er fyrir um í lögum á hverjum tíma. Svigrúm stjórnvalda til að skerða eignarréttindi er tak- markað, ekki einungis af vernd eignarréttarins sam- kvæmt stjórnarskrá, heldur enn fremur af EES- samningnum. Mikilvægt er að hafa í huga að þótt þessum samningi sé ætlað að tryggja réttindi einstaklinga og lög- aðila gerir hann enn fremur ráð fyrir því að stjórnvöld geti takmarkað réttindi þessara aðila, þ.m.t. fasteignar- réttindi. Af EES-samningnum leiðir að heimilt er að takmarka eignarhald á fasteignum með lögum og án bótaskyldu á grundvelli skilgreindra markmiða byggðra á almanna- hagsmunum. Við útfærslu markmiðanna ber þó að gæta meðalhófs og jafnræðis milli íslenskra ríkisborgara og EES-borgara – m.ö.o. er óheimilt er að mismuna þessum aðilum á grundvelli þjóðernis, sbr. 4. gr. EES-samnings- ins. Athygli vekur að í 125. gr. EES-samningsins er tiltekið sérstaklega að samningurinn hafi engin áhrif á reglur um skipan eignarréttar. Þetta ákvæði felur sannanlega í sér undanþágu en hún gildir þó aðeins að því marki sem ís- lensk lög um eignarréttindi hnika ekki til réttindum sem EES-borgarar njóta á innri markaði EES-svæðisins. Er hér einkum átt við fjórfrelsisreglur EES-samningsins, nánar tiltekið réttinn til frjálsra fólksflutninga, staðfesturéttinn, þjónusturéttinn og réttinn til fjármagnsflutninga. Af dómaframkvæmd Evrópu- dómstólsins má ráða hvaða mark- mið eru einkum viðurkennd í framkvæmd þegar kemur að tak- mörkun á kaupum fasteigna. Er um að ræða markmið sem ætlað er að tryggja a) skipulag tiltekinna svæða, (b) landbúnað og rekstur bújarða, c) bú- setu á tilteknum svæðum allt árið og d) umhverfisvernd og vernd sérstakra menningarsvæða. Athygli vekur að takmarkanir norskra stjórnvalda frá árinu 2003 um kaup á landi í landbúnaðarnotum voru teknar til skoðunar af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Með ákvörðunum frá 2012 kaus ESA að loka tveimur málum eftir að hafa kannað hvort skilyrði norskra laga brytu gegn 40. gr. EES-samningsins. Sú nið- urstaða bendir til þess að ESA hafi fallist á takmarkanir norskra laga. Þá gaf framkvæmdastjórn ESB út leiðbein- ingarrit árið 2017 um kaup á landi nýttu til landbúnaðar en þar er áréttað sérstakt eðli landbúnaðarlands og til- tekið að nauðsynlegt kunni að vera að ljá slíku landsvæði sérstaka vernd. Af framansögðu er ljóst að unnt er að finna því stoð á grundvelli almannahagsmuna ef takmarka á kaup aðila á fasteignarréttindum hér á landi og byggja slíkar takmark- anir á EES-samningnum sjálfum. EES-samningurinn veitir samkvæmt þessu stjórnvöldum tiltekið svigrúm en mikilvægt er í því sambandi að taka tillit til dómafram- kvæmdar Evrópudómstólsins og niðurstaðna ESA til að tryggja að skuldbindingar EES-samningsins séu virtar. Jarðakaup útlendinga LÖGFRÆÐI Finnur Magnússon hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands ” Af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins má ráða hvaða markmið eru einkum viðurkennd í framkvæmd þegar kemur að takmörkun á kaupum fasteigna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.